Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 39 Bandalagsákvæðin fólu Megin- landsþinginu í hendur völd til að lýsa yfir stríði og semja frið, fara með utanríkismál, koma upp herafla og búa hann vopnum, taka lán og slá mynt, setja lög um þyngdarmælikvarða og lengdar- mælikvarða og til að koma á sameiginlegri póstþjónustu. Meginlandsþingið hafði þannig allítarlegt umboð til að stjórna og efla samskipti ríkjanna sem heilda, en vald þess náði ekki til þegna ríkjanna heldur aðeins til ríkjanna sem heilda. Þannig gat Meginlandsþingið ekki lagt skatta á borgarana heldur aðeins á Ríkin. Ekki gat Meginlandsþingið heldur haft áhrif á innri stjórn Ríkjanna né heldur á löggjöf þeirra um réttindi og skyldur einstaklinga. Fulltrúarnir á Meginlandsþingun- um eftir 1777 voru enn sem fyrr tilnefndir af Ríkisstjórnunum. Hin einstöku Ríki settu sér flest eigin stjórnarskrár á árunum eftir 1776 og í þeim stjórnarskrám var réttindum og skyldum þegnanna skipað. Þessar stjórnarskrár voru ólíkar og drógu þó allar dám af breskum rétti og hugmyndum upplýsingarinnar og frjálshyggju. Stjórnarkreppa Þegar á meðan á Frelsisstríðinu stóð komu fram greinilegir ágallar á stjórnskipan Bandaríkjanna undir Bandalagsákvæðunum. Þess var áður getið að Meginlandsþing- Ríkisbúana. Sömu sögu er að segja af herútboðum þingsins; íbúar einstakra Ríkja sinntu þeim ekki ef stjórnir Ríkjanna beittu ekki eigin áhrifum. Að frelsisstríðinu loknu komu enn aðrir ágallar í ljós. Styrjöldin hafði dregið mjög úr eðlilegum verslunarviðskiptum milli Ríkj- anna og við önnur lönd. Styrjaldarkostnaður hafði spillt lánstrausti og gjaldmiðli Banda- ríkjanna eins og von var vegna ákvæðanna sem nefnd voru hér að ofan. Þegar friður hafði verið saminn og viðskipti hófust að nýju með eðlilegum hætti reyndist Meginlandsþingið ekki hafa laga- legt bolmagn til að leiðrétta það sem aflaga hafði farið. Þannig reyndist ómögulegt að koma á sameiginlegri tollalöggjöf og fjár- málastjórn. Einstök Ríki skárust úr leik ef sérstakir hagsmunir þeirra eða sérstök afstaða þeirra mæltu gegn einhverjum ákvæðum sameiginlegrar löggjafar. Stjórnskipan hinna einstöku Ríkja reyndist hins vegar vel. En það jók enn á vandræði Megin- landsþingsins. Heimastjórnirnar gátu hver í sínu lagi eða með samningum sín á milli ráðið til lykta málum sem öllum virtist eðlilegt að Meginlandsþingið færi með. Til þess að ráða bót á þessum meinum kallaði Meginlandsþingið saman sérstakt stjórnlagaþing í Philadelphiu sumarið 1787. framtíðinni án sérstaks tillits til þess sem á undan var gengið. Stjórnarskrárþingið vann því sleitulaust að sameiningu alls- herjarstjórnarskrár í stað Banda- lagsákvæðanna og samþykkti til- lögu að slíkri stjórnarskrá í september 1787 og var hún síðan lögð fyrir kjósendur í Ríkjunum þrettán. Stjórnarskráin skyldi taka gildi þegar níu af Ríkjunum hefðu samþykkt hana. Ríkin samþykktu stjórnar- fikrána hvert af öðru haustið 1787 og fram eftir ári 1788. Að lokum var stjórnarskráin samþykkt í öllum Ríkjum en þó var víða mjótt á mununum. Þegar stjórnarskrár- þinginu lauk töldu menn að einna erfiðast yrði að fá stjórnarskrár- tillöguna samþykkta í New York- ríki. Því tók einn fulltrúa New York á stjórnarskrárþinginu, lög- fræðingurinn Alexander Hamil- ton, sér það fyrir hendur að reyna með tilstyrk tveggja annarra manna að sannfæra samborgara sína um góða kosti tillögunnar, með því að skrifa ítarlega greinar- gerð um stöðu bandarískra stjórn- mála og stjórnarhagi og birta hana í blöðum áður en New Yorkbúar gengju til kosninga. Greinar Bandalagsmanna Þeir menn sem Hamilton fékk til liðs við sig voru James Madison, en hann hafði verið fulltrúi beint undir ákvæði stjórnarskrár- innar. Enn þann dag í dag vitnar dómstóllinn til greina Publiusar í úrskurðum sínum. En auk gildis síns í lagatúlkun hafa Greinar Bandalagsmanna ævarandi gildi sem almennar hugleiðingar um stjórnarfar og stjórnmál í hinum víðasta skiln- ingi. I þeim eru raktir margir megindrættir þeirra hugmynda sem enn skipta mestu máli í stjórnmálum lýðfrjálsra landa. Greinarnar eru meðal þess besta sem nokkru sinni hefur verið skrifað um stjórnmál almennt. Þýöingin Hér verða aðeins birtar þýðing- ar á nokkrum þessara ágætu greina. Val greinanna fer eftir smekk þess sem þýðir og mati á því hvað helst sé forvitnilegt við nútíma aðstæður íslenskar. En mér virðast flestar þeirra greina sem hér verða birtar eigi sérstakt erindi til íslendinga í dag. Líklega er öllum ljóst að stjórn- mál okkar síðustu mánuðina og árin bera vott um að stjórnskipan okkar allri sé í meginatriðum ábótavant. Það hefur reyndar lengi verið stefnt að því að endurskoða stjórnarskrá okkar en lítið hefur orðið ágengt í því efni. Helst virðist svo sem menn vilji aðeins beina sjónum að einstökum vandamálum eins og kjördæma- skipaninni, og reyna að leysa þau sem einangruð fyrirbæri, en horfa inu var heimilt að koma upp her og búa hann vopnum, en Banda- lagsákvæðin greindu ekki hvernig fara ætti að þessu eða hvernig afla ætti fjár til þessara eða annarra nauðsynja. Að vísu'var þinginu heimilt að taka lán og slá mynt, en hvorugt var líklegt til að endast þinginu lengi til fjáröflunar. Þingið hafði reyndar líka heimild til að leggja skatta á Ríkin eða skipta kostnaði af stjórnaraðgerð- um á Ríkin sem heild en um innheimtu slíkra álaga var þingið háð lögum, stjórnum og embættis- mönnum einstakra Ríkja. Raunin varð sú að herir Bandaríkjanna liðu oft skort á meðan á stríðinu stóð af því að einstök Ríki neituðu að verða við fjárkröfum Megin- landsþingsins eða fengu ekki -framfylgt kröfunum gegn vilja Stjórnarskrár- þingiö 1787 Stjórnarskrárþinginu var fengið það verkefni að endurskoða Bandalagsákvæðin, en það tók sér nær þegar í stað miklu meira fyrir hendur. Þingfulltrúar voru flestir sammála um að ekki mundi duga að b'æta úr augljósustu ágöllum stjórnskipaninnar með því að auka við Bandalagsákvæðin sérstökum lagagreinum um tiltekin mál og af gefnu tilefni heldur yrði að skoða samband Ríkjanna frá grunni og finna því nýjan og skynsamlegri starfsgrundvöll Bandalags- ákvæðunum var því vikið til hliðar en þingið einbeitti sér að því að ræða hvernig bandaríska þjóðin gæti best hagað málum sínum í Virginiu á stjórnarskrárþinginu, og John Jay, kunnur lögfræðingur í New York. Þeir félagar skrifuðu allir saman áttatíu og fimm stuttar blaðagreinar um ýmsa þætti stjórnarskrárinnar og bandarískra stjórnmála og birtust greinarnar allar undir dulnefninu Publius síðla hausts 1787 og fram á sumar 1788. Greinarnar áttu drjúgan þátt í að afla stjórnar- skrártillögunum fylgis í New York, og mundi það eitt duga til að gefa greinunum gildi. En gildi greinananna takmarkast alls ekki við ritunartíma þeirra eða barátt- una um stjórnarskrána. Greinarn- ar eru auk margs annars fyrsta túlkunin á Stjórnarskránni og urðu þannig grunnur að starfi Hæstaréttar Bandaríkjanna, en sá dómstóll fjallar um mál sem falla fram hjá því að stjórnarskráin er í heild orðin óvirk og úrelt. Það er von mín að Greinar Bandalagsmanna veki menn til umhugsunar um stjórnskipun okk- ar í heild og skýri að nokkru éðlisþætti ýmissa dægurmála sem einkenna stjórnmál okkar. Að sjálfsögðu væri óeðlilegt að taka Greinar Bandalagsmanna svo bók- staflega að þær séu gerðar að kennivaldi. Það sem skiptir máli í greinunum er gerð og víðfeðmi röksemdanna. Greinar Bandalagsmanna eru meðal annars á köflum góð bókmenntaverk. Ég bið lesendur vélviröingar á því að mig brestur hæfileika til að koma þessum þætti greinanna til skila á íslensku. llalldór Guðjónsson. Fyrirlestur um norska landnema Einar llaugen prófessor. EINAR Haugen prófessor flyt- ur erindi í Norræna húsinu jriðjudag 10. október um norska landnema í Ameríku fyrr og nú. Einar Haugen er fæddur í Bandaríkjunum af norskum foreldrum og hefur verið prófessor í norrænum málum og bókmenntun, fyrst við háskólann í Wisconsin og síðar varið Harward-háskóla. Hann hefur ritað margar bækur um norska tungu og norsk málefni og rannsakað straum útflytjenda frá Norður- löndunum til Ameríku svo og málfar afkomenda þeirra. Minnisdagur Lionshreyf- ingarinnar IIINN 8. október hefur verið ákveðinn minnisdag- ur Lionshreyfingarinnar, en þann dag er ætlast til að allir meðlimir hreyfingar- innar láti gott af sér leiða, dagur einstaklinganna, eins og það er nefnt. Munu lionsmenn heimsækja sjúka og einstæða eða annað hliðstætt, segir í frétt frá Lionshreyfingunni. Lionsklúbbarnir á Vest- fjörðum hafa sérstakt verk- efni þennan dag, sem er að safna fé fyrir Styrktarfélag vangefinna á Vestfjörðum. Þroskaheft stúlka hefur gert mynd sem gerð hefur verið í fjölda eintaka og verður seld á Vestfjörðum þennan dag. A þingi Lionsmanna í sum- ar voru m.a. kjörnir embætt- ismenn og var Jón Gunnar Stefánsson kjörinn fjölum- dæmisstjóri, Olafur Þor- steinsson umdæmisstjóri A og Sigurður Ringsted um- dæmisstjóri B. Fráfarandi fjölumdæmisstjóri er Ásgeir Sigurðsson. Jón Gunnar Stefánsson fjöl- umdæmisstjóri Lionshreyfing- arinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.