Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 35 hvort er betra. — Það er gífurlegur áhugi á tónlist fyrir austan, það hef ég sjálfur fundið á hljómleikaferðalögum. Eg kann vitanlega að meta þennan músíkáhuga þeirra og það, að þeir skuli þó gera eitthvað fyrir listamennina. Auðvitað er fólkið sjálít þjakað, — en þó má finna einhverja lífsgleði í því sem mér finnst horfin á Vesturlöndum.“ X Af tónlistarnemum „Ég læt nemendur mína stundum leika verk sem ég hef aldrei leikið sjálfur. Þá fæ ég alveg sömu fullnægju út úr því og ef ég væri sjálfur að glíma við þau. Sérstaklega ef ég verð var við þróun hjá þeim og þau eru kannski farin að spila verkið skínandi vel. Þá veitir það mér mikla ánægju að hafa komið þessum nemendum af staö. Þessir frægustu einleikarar hafa sumir eitthvað verið að röfla um að þeir hafi lært af sjálfum sér. Ég held að það sé orðum aukið. Síðar meir komast nemendurnir auðvitað frá kennaranum og verða sjálfstæðir eins og vera ber. Að lokum lærir hver listamaður bara af sjálfum sér. Nemendur Tónlistarskólans eru eitt- hvert það allra prúðasta fólk, sem ég hef kynnzt á ævinni. E'g get sagt þér eina sögu af því...“ Og Rögnvaldur rifjar upp, er hann fór með 80 manna hópi úr skólanum í ferð til Vínarborgar. Aður en þau fóru, kallaði hótelstjórinn fulltrúa hópsins á sinn fund og bar fram sérstakar þakkir fyrir umgengni og framkomu þessa unga fólks. Einn maður, sem þarna var staddur, hitti Rögnvald að máli morgun einn, undraðist þessa prúð- mennsku og kvaðst hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að skýringarinnar væri að leita í tónlistarnáminu og þeim innri aga, sem það krefðist. „Ég sagði manninum, að þessi tilgáta hans væri ábyggilega rétt,“ segir Rögnvaldur. „Tónlistarnám hefur nefnilega svo gífurlegt uppeldis- gildi. Þess vegna tel ég það hollt hverju ungmenni að kynnast því, þótt það ætli alls ekki að starfa að tónlist í lífinu." XI Vitlaus en ekki vitlausust „Ég held að jarðvegur fyrir tónlistarlíf sé ekki verri hér en annars staðar. Ef rússneski píanóleikarinn Richter kæmi hingað og héldi tónleika, myndu miðarnir seljast upp á klukkutíma og hann gæti fyllt húsið a.m.k. tvisvar í viðbót, — sumir kæmu oftar en einu sinni. Ja, bíðum aðeins við, Islendingar myndu alveg tryllast þegar hann kæmi. En ef hann færi að búa hér í borginni, kæmi annað hljóð í skrokkinn. Það myndu allir sjá að hann er með lappir og haus og það myndi bara enda á að allir yrðu leiðir á honum. Því að Islendingar verða alveg hroðalega fljótt leiðir á fólki. Þeir eru svo voðalegir einstaklingshyggjumenn, allt í einu finnst þeim viðkomandi persóna ekkert merkilegri en þeir sjálfir. Þetta er afskaplega fyndinn eiginleiki hjá Islend- ingum, þeir gleyma því alveg hver maðurinn er. Sleppum því. En svo get ég sagt þér aðra sögu. Við Helga vorum í Kaup- mannahöfn og sáum þá að auglýstir voru tónleikar með Richter. Nú er þetta allra stærsta nafn sem til er í píanóleik, og hann hafði aldrei áður komið til Hafnar, svo að við flýtturm okkur að borða og rukum af stað að kaupa miða. Ég hélt að fjandans sporvagninn ætlaði aldrei að komast úr sporunum. En hvað heldurðu? Þegar við komum að hljómleikahöllinni, er ekki einn einasti maður við miðasöl- una. Ég fer í gatið og spyr, hvort hér séu ekki örugglega seldir miðar á tónleikana með Richter. „Jú“, segir stúlkan, „hvað viljið þér faTnarga?" Og við fáum þarna miða á fínasta stað, en ekki nóg með það. Þegar við komum á tónleikana, er ekki nema 3/4 hluti sætanna skipaður. Og veiztu hvaða fólk þetta er? Mestmegnis erlendir ferðamenn. Þetta er nú tónlistar- menningin í Kaupmannahöfn, þessari óskaplegu menningarborg, sem Islending- ar líta svo upp til og halda að sé nafli alheims. Ég held að við Islendingar höfum miklu meiri áhuga á listviðburðum en þetta. Sjáðu allar þessar málverkasýn- ingar, — ég býst við að sá áhugi sé einstakur í heiminum. Ég vil bara hæla landanum fyrir áhuga á menningarlífi. Það eru náttúrulega vissir svartir blettir á menningunni hér, eins og þessi ofboðslega drykkja um helgar og allir drykkjusiðir. En það er svo langt í frá að við séum vitlausust allra þjóða. J>ó við séum vitlaus." H.H.H. Leifs Eiríkssonar og Kólumb- usar minnzt samdægurs í ár í OPINBERRI tilkynningu Jimmy Carters Bandaríkjafor scta er 9. október næstkomandi lýstur dagur Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum. Er þessi tilkynn- ing í samræmi við þingsályktun frá 1964, sem kveður á um heimild forsetans tii að helga þennan dag Leifi Eiríkssyni ár hvert. Frá upphafi hefur forset- inn gefið út sérstaka tilkynningu um þetta á ári hverju, en nú hefur dagurinn verið gerður að opin- berum fánadegi um gjörvöll Bandaríkin. Svo vill til að þessu sinni að 9. október ber upp á mánudag. Hinn 12. október er dagur Kristófers Kólumbusar, en sá dagur hefur um árabil verið almennur frídagur í Bandaríkjunum. Samkvæmt venju um frídaga í Bandaríkjunum er Kólumbusar-dagurinn til hagræð- is færður yfir á þann mánudag sem næstu r er á dagatali svo að SVANBERG Jakobsson, blaðafulltrúi Votta Jehóva á Islandi, sagði í samtali við Mbl. að margir innan safn- aðarins myndu á næstunni rita embættismönnum í Argentínu bréf þar sem skorað yrði á stjórn Argentínu að láta Votta Jehóva þar í landi njóta almenningur fái þriggja daga samfleytt frí um helgina. Það er því ekki vegna Leifs Eiríkssonar, sem 9. október er að þessu sinni réttar síns, en síðan 1976 hefur þeim verið bannað að iðka trú sína í landinu. Kvað Svanberg bann þetta óréttlátt og sagði votta Jehóva vera samfélag kristinna manna sem væru friðsamir og væru þeir um 33000 í landinu og reyndu þeir ekki að valda neins konar sundrungu í Argentínu, heldur væru löghlýðnir og létu tilbeiðslu almennur frídagur í Bandaríkjun- um, heldur er ástæðan sú að dagur Kólumbusar hefur verið færður yfir á þennan dag. Að sögn Miks Magnússonar hjá Menningarstofnun Bandaríkj- anna, hefur afstaðan til þessa dags ekki breytzt að öðru leyti en því að honum er nú skipaður sess sem opinberum fánadegi um gjörvöll Bandaríkin. á Guði skipa æðstan sess í lífi sínu. Sagði Svanberg Jakobsson að í bréfum til ýmissa embættismanna í Argentínu yrði lögð áherzla á að stigið yrði nauðsynlegt skref til að vottar Jehóva nytu frelsis, em* samkomustöðum hefði víða verið lokað, börnum vísað úr skólum, þeim sem ynnu hjá hinu opinbera vísað úr störfum, einkaheimili rænd og sumir verið handteknir. Vottar Jehóva ofeóttir í Argentínu ENN NÝTT AJAX Þvkkt Ajax, skilar þér skínandi gólfuir og baðherbergjum. Notið það þynnt á gólf, flísar og hreinlætistæki og Nýtt Ajax er fljótvirkt, auðvelt í notkun, með óþynnt á föst óhreinindi. í þessu nýja Ajaxi eru ferskri hreinlætisangan. sérstök hreinsiefni, sem taka því fram, sem áður hefur þekkst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.