Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Arfleiða nágrannana að börnum sínum Herdís Möllehave er rithöfundur, félagsfræðingur og kennari, en maður hennar, Johannes Möllehave, er skáld og prestur. Þau og vinir þeirra og nágrannar hafa arfleitt hvert annað að börnum sinum, ei hæði hjónin falla frá í annarri fjölskyldunni. Kona heitir Herdís Mollehave, félagsfræðingur og kennari við kennaraskóla í Kaupmanna- höfn. Hún hefur vakiö mikla athygli í Danmörku og kemur oft á óvart, bæði í kjallaragrein- um í blöðum og í bókum sínum. En hún fjallar gjarnan mjög opinskátt um manneskjurnar, sjálfa sig engu síður, og hefur iðulega nýstárleg viðhorf. íslendingar eru um það bil að kynnast Herdísi Möllehave. Mjög umtöluð bók hennar, „Le,“ er bókaklúbbsbók Almenna bókafélagsins í september í íslenzkri þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur. I lífi sínu virðist Herdís fara sínar eigin götur. I danska blaðinu B.T. var í síðustu viku sagt frá því að Herdís og maður hennar, skáldið og presturinn Johannes Möllehave, hafi arfleitt ná- granna sína að börnunum. Þau hafi jafnframt skuldbundið sig til þess að taka að sér börn nágrannanna, ef þau yrðu munaðarleysingjar. Þetta er nokkuð óvenjulegt ef ekki einsdæmi, þó margir for- eldrar hafi af því áhyggjur að skilja börn sín eftir í reiðileysi. Til dæmis taka sumir foreldrar með ung börn sér aldrei far með sömu flugvél í öryggisskyni. Danska blaðið telur að margir foreldrar hafi þannig gert ráð- stafanir varðandi börn sín, ef eitthvað komi fyrir þau sjálf. Herdís og Jóhannes Mölle- have hafa arfleitt Hönnu Niel- sen, sem er leikhússtarfsmaður, og eiginmann hennar, endur- skoðandann Finn Nielsen, að sínum fjórum börnum. Ef þau falla frá eiga Tómas, sem er 17 ára gamall, Mikkel 14 ára, Marie Louise 13 ára og Anna Katrín 12 ára að flytjast til nágrannanna. En falli Finn og Hanna frá koma börnin þeirra tvö, Jesper 15 ára og Henrietta 13 ára, til Herdísar og Jóhannesar. Frá þessu var gengið fyrir 4 árum, að því er Herdís segir. Þá barst þetta í tal þeirra í milli vegna Ilerdís Möllehave er höfundur bókarinn.jir um Le. sem er septemherbókin í bókaklúbbi AB. Bókin og fyrirlestrar hennar um sama cfni. hnúta- mennina svonefndu, hafa vakið mikla athygli í Danmörku. þess að hjónin ætluðu bæði í ferðalag, og seinna sama ár ætluðu hin hjónin saman í burtu. Þar sem við erum góðir vinir og börnin una sér vel í hóp, þá virtist þetta eðlileg lausn á áhyggjum okkar, segir Herdís. Hönnu Nielsen fannst mjög mikið öryggi í þessu, því hún hafði oft haft af því miklar áhyggjur meðan börnin voru yngri hvað um þau yrði, ef foreldranna nyti skyndilega ekki lengur við. Og því er ákaflega gott að hugsa til þess að góðir vinir sjái um börnin og að þau fái að halda áfram að vera í sínu gamalkunna um- hverfi, segir hún. Herdís Möllehave hefur oft orðið vitni að því í starfi sínu sem félagsráðgjafi að börn standa uppi ein þegar for- eldrarnir hafa farist, og þá átt að koma þeim fyrir í stofnunum eða hjá fjölskyldum þeirra. Og samkvæmt þeirri reynslu er hún hlynnt því að sveitarfélagið í Alleröd skuli bjóða upp á slíka erfðaskrárgerð. Hún hvetur fólk til að fara eins að, og hefur sem kennari aðstoðað nemendur sína við gerð barnaerfðaskrár. En hún tekur fram að slík erfða- skrá sé ekki bindandi að lögum. Félagsráðgjafi mundi samt ávallt mæla með því að vilji foreldranna yrði ofan á, nema eitthvað sérstakt komi til svo sem upplausn á heimilinu, sem átti að taka við börnunum, drykkjuskapur eða þessháttar. Herdís og Johannes Mölle- have og Hanna og Finn Nielsen eru sammála um að þau hafi kosið að arfleiða hvert annað að börnum sínum, vegna þess að þau hafa nokkurn veginn- sömu skoðanir á barnauppeldi, þau vilja ekki aðskilja systkinin, og börnin kunna öll svo vel við sig á heimili hvers annars. Jafnframt hafa báðar fjölskyldurnar gert ráðstafanir til að tryggja börn- um sínum efnahagslega afkomu þótt þau falli frá. Herdís Möllehave talar opin- skátt um einkamál sín . sem þetta. Á sama hátt ræddi hún ófeimin nýlega um erfiðleika sem hún hafði átt í vegna áfengis, sagðist hafa gripið til þess ráðs að taka antabus. Bókin um Le hjá AB Sem rithöfundur hefur hún vakið mikla athygli, en bækur hennar og greinar fjalla einmitt gjarnan um reynslu hennar sem félagsráðgjafi. Ásamt Keld Skov skrifaði hún bókina „Social set“. Ein af kjallaragreinum hennar nefndist Knudemænd, og er fræg orðin. En þar fjallar hún að nokkru leyti um þá manngerð sem lýst er í bók hennar um Le, en það er kona um þrítugt. Le kom út í apríl 1977 og síðan hefur Herdís Möllehave ferðast um Dan- mörku þvera og endilanga og haldið fyrirlestra fyrir fullu húsi. Henni kom mjög á óvart sá mikli áhugi, sem bókin og fyrirlestrarnir vöktu, kvaðst ekki hafa gert sér grein fyrir því áður, að vandamál skáldsögunn- ar væru svona algeng í lífinu. Nú hefur Almenna bókafélagið gefið bókaklúbbfélögum sínum kost á að kynnast bókinni í íslenzkri þýðingu, sem fyrr er sagt. Hnútamennirnir í ritdómi í Politiken um söguna er gefin skýring á því hvers konar menn þeir eru, sem Herdís kallar hnútamenn: „Hnútamenn — það eru þeir karlmenn sem leyfa sér ekki að hafa tilfinningar. Það eru karl- menn, sem láta að kröfum samfélagsins um frammistöðu og afkomu, afköst og yfirburði. Fyrir fáeinum árum skrifaði Herdís Möllehave grein í Poli- tiken um þessa hnútamenn, sem þora ekki — eða geta ekki — losað um innri hlýju sína eða innra óöryggi. Geðslag þeirra er jafnþétt bundið og bindis- hnúturinn sem er á milli höfuðs og líkama. Þessari umræðu um stirðnað kynhlutverk karlmannsins heldur Herdís Möllehave nú áfram í skáldsögunni Le. En þar sem hún hafði aðallega með- aumkun með þessum fráhrind- andi, tilfinningabækluðu karl- mönnum í blaðagreininni (sem einnig er hluti bókarinnar) þá lýsir hún í skáldsögunni vanda- málum hnútamannanna frá sjónarhóli konunnar. Víst eru karlmennirnir sjálfir fyrst og fremst fórnarlömb steinruna síns — en stúlkurnar, sem verða ástfangnar af hnútamönnunum, eru líka fórnarlömb. Mér finnst vandamálið um kynhlutverk karlmannsins, sem bæði skáldsagan og kjallara- greinin benda á, vera mjög stórvægilegt, og ég held að Herdís Möllehave hafi á réttu að standa um það, að ótrúlega margir karlmenn eru búnir að losa sig við mikinn hluta tilfinninga og virks andlegs áhuga á vinstúlkum sínum. ástkonum eða eiginkonum. Manni finnst maður fá nákvæma og skarpa mynd af stúlkunni Le, sem bíður skipbrot vegna innri andstæðna sinna. Og vegna stöðugs efa, hvort hún krefjist of mikils eða of lítils af lífinu". Lært að skilja betur vandann í fréttabréfi AB í september eru tilfærð orð Herdísar Mölle- have um skáldsögu hennar: „Le er 30 ára fráskilinn kennari við kennaraskóla og á 6 ára dóttur. Hún er óskabarn tilverunnar, að því er virðist: gott starf, fáir en góðir vinir, engir fjárhagsörðugleikar. Hún heldur fyrirlestra, skrifar blaðagreinar, dreymir um að skrifa skáldsöguna um ein- hleypu konuna. Það tekst þó ekki. Á starfssviði tilverunnar tekst henni vel upp, en gengur miður tilfinningalega. Þegar hún verður ástfangin, þá er það af mönnum, sem hún nefnir með hæöinni örvæntingu Hnúta- menn. Og í sambandi við slíka menn getur það haft afdrifa- ríkar afleiðingar að eiga of margar djúpar tilfinningar og hlýjar tilfinningar. Hrifningin af og ástin á listmálaranum Steini Runge, sem er talsvert eldri en hún og eilítið háður Pernoddrykkju verður afdrifarík. Hann kýs hið auðvelda, það sem engar skyldur hefur í för með sér, það sem hann nefnir „vandalaust". Hanu hefur búið um sig í andlegri skotgröf. Við það getur Le hvorki né vill sætta sig. Því bíður hún enn einn ósigur, verður fyrir enn einni afneitun. En hún ákveður, að nú verði engin endurtekning. Eg vissi ekki, þegar ég skrif- aði söguna, að ósigurinn sem er í því fólginn að vera fleygt á dyr, ýmist með allt of skömmum fyrirvara eða af því að maður þráir eitthvað dýpra og inni- Iegra en maður fær, er talsvert algengur. En nú veit ég það. Eg skrifaði Le aðallega af því ég vildi gera mér betur grein fyrir ákveðnum vandamálum í sambandi karla og kvenna. Og sjálfsagt einnig fleiri vanda- málum. Því fann ég upp Le og Stein. Þau urðu sú fjarlægð, sem nauðsynleg var til að nálgast fáein ákaflega mikilvæg vanda- mál og komast „alveg undir sársaukaskilin". Mér þykir méira eða minna vænt um persónur bókarinnar. Vænst þykir mér um Le og Stein. Mér grernst þegar einhver kennir í brjósti um Le. Til þess ber hún of sterka persónu þrátt fyrir innra öryggisleysi sitt. Ég get ekki sætt mig við það, þegar fólk fordæmir Stein án nokkurs fyrirvara eða í sjálfsvörn sem kaldlyndan, harðan, hrokafullan tilfinningakaldan. Hann er margt annað en það. Nokkuð sem Le skildi.Með skilningi sem átti rætur sínar að rekja til ástar, sem hann kærði sig ekki um. En mörg önnur vandamál og viðbrögð manna á meðal hef ég lært að skilja betur. Ég vona að lesandi Le muni einnig skilja það þannig." í bókinni heldur Le alltaf að hún geti leyst hnútinn, og alltaf verður hún fvrir vonbrigðum. NYTT HAPPDRÆTTI HAPPA EÐA GLAPPASKOT? Ef þú kaupir lukkumiöann getur þaö orðið þér til happs, þú getur strax séö, hvort þú hefur unnið sjónvarp, úr eöa sælgæti, ef ekki, er þaö lítiö glappaskot því lukkumiöinn kostar aöeins 100 krónur og þú styrkir um leið gott málefni. witsksí Virir ar‘“'pz?zör» „ Arr?^ aSw®00 1500 v>nninn 0 hver. ^f0kvf6Sar -ndar^Z0JvTr' kr8°ooZ9a 3f Byalagi út 'al°< U,9e,?'r Tuöer 200.000.. IPtaeflð í Ver6 kr 100.. >Þio v>nnio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.