Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 43 Kaffisala sumar- búðanna í Vindáshlíð NÚ ER lokið sumarbúðastarfinu í Vindáshlíð að þessu sinni. Síðast liðið sumar voru þar 11 dvalar- flokkar og komust færri að en vildu. Tilraun var gerð með fjölskyldubúðir og gafst hún mjög vel. Hver flokkur dvaldi að jafnaði viku í senn og komu dvalargestir víða að af landinu. Mikil áhersla er lögð á útiveru þegar vel viðrar enda fagurt umhverfi og mörg tækifæri til náttúruskoðunar. Megintilgangur sumarbúðanna er þó að gefa börnum og unglingum kost á dvöl í hollum og góðum félagsskap og fræðslu um Guðs orð. Dvalið er í skála sumarbúðanna sem reistur var 1949 en hvern helgan dag er farið í Hallgríms- kirkju í Vindáshlíð sem verður 100 ára á þessu ári. Haldið var áfram með byggingu íþróttahússins en það mun bæta mjög aðstöðuna á staðnum. I dag efna sumarbúðirnar í Vindáshlíð til kaffisölu í húsi K.F.U.M. og K. við Amtmannsstíg. Öllum ágóða verður varið til íþróttahússbyggingarinnar. Brezkur listamaður í Gallerí Suðurgötu 7 BREZKI listamaðurinn Robin hefur boðið fjölda manns að taka Crozier hefur opnað sýningu í þátt og hafa þegar 150 manns sent Gallcríi Suðurgötu 7 og nefnist verk, en verk Croziers eru einnig hún „Iceland Blue Show" og er mörg og sum unnin í samstarfi við þema hcnnar blátt. segir í frétt aðra. frá Galleríinu. Sýningin er opin daglega á virkum dögum kl. 16—22 en kl. Hluti sýningarinnar er víðs 14-22 um helgar og lýkur henni vegar að úr heiminum en Crozier 22. október. Merkja- sala skáta í dag N.K. SUNNUDAG 8. okt. er hinn árlegi merkjasöludag- ur Bandalags íslenskra skáta og munu skátar um land allt kveðja dyra hjá landsmönnum og bjóða merkin til sölu. Allur ágóði af merkjasölu þessari renn- ur beint til skátafélaganna í viðkomandi byggðalagi. Um þessar mundir er vetrarstarf skátanna að fara af stað og jafnframt er nú verið að taka á móti nýliðum í félögin um land allt. Það starfsár er nú fer í hönd ber heitið „Skátalíf er þjóðlíf" og eru starfsverk- efnin sniðin eftir því. Bein- ast þau að því að kynna börnunum betur það um- hverfi og samfélag er við lifum og hrærumst í og hvernig beri að umgangast það svo vel fari. (Fréttatilk.) Myndavíxl Myndavíxl urðu í blaðinu í gær, þar sem skýrt var frá tónleikum Tónlistarfélagsins, sem verða í dag klukkan 14,30 í Austurbæjarbíói. Með fréttinni voru birtar myndir af Ingveldi Hjaltested söngkonu og Jónínu Gísladóttur píanóleik- ara. Ingveldur var sögð heita Jónína og öfugt. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum ímistökum. Nú bjóðum við nýjan glæsilegan luxusbíl... MAZDA LEGATO. Þessi nýi bíll er rúmbetri og stærri en fyrri gerðir af MAZDA. LEGATO er með 2000cc vél. og nijúkri gormfjððrun á öllum hjólum. fáánlegar: 4 dvra Sedan og 4 dyra hardtop. eru búnar meiri aukabúnaði en jafnvei rándýrar luxusbifreiðar af öðrum gerðum. Standard búnaður í Mazda Legato sedan: og þar að auki í Mazda Legato 4 dyra hardtop: fjarstýrðir útispeglar - vökvastýri - rafknúnar rúður - snúningshraðamælir — tötvuklukka í mælaborði - sjálfskipting eða 5 gíra girkassi og litað gier hituð afturrúða - útvarpsloftnet byggt inn i framrúðu 3 hraða rúðuþurrkur - útispeglar - barnaöry ggislæsingar á hurðum klukka i mælaborði - sportfelgur með krómhring - 4 halogen framljós og rúðusprautur á framljósum - rafmagnslæsing á farangursgeymslu rafmagnslæsing á bensinloki - stiilanlegir höfuðpúðar - hitablástur á hliðarrúður- stokkur á milli framsæta - læst og upplýst hanskahólf upplýst farangursgeymsla. BÍLABORG HF SMIDSHÖFDA 23 síman 81264og 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.