Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 »4tt> MORötlKí-vJ, KATHNU Skynsamur, — kjaítæði cr þctta! Ilann fær ckki meira út úr þessu cn þú og ég. gCÞOQOQ Nei, nei, ckki hingað — við eigum að taka útvarpsstöðina. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson SEGJA MÁ. að staðsetning ha- spila á höndum varnarspilara sé hálflokuð bók þangað til spilar- inn spyr sjálfan sig og reynir að finna skýringar eða vegvísi, sem gætu komið að haldi. Gjafari vestur, allir utan hættu. Norður S. 52 H. G98653 T. 876 L. 103 Vestur Austur S. Á1086 S. D974 H. ÁDIO H. K742 T. 543 T. 9 L. K86 L. 7542 Suður S. KG3 H. - T. ÁKD102 L. ÁDG9 Á ég stóra systur sem er sæt? — Nei, ég á stóra systur, sem á sæta litlusystur! Var það ekki meiningin? Hér fer á eftir bréfkorn þar sem svarað er nokkru til vegna skrifa um reykingar og áróður hjá Velvakanda á fimmtudaginn var: „Ég get ekki orða bundist yfir greininni: „Gengur áróðurinn of langt?“ (5. okt.) Og var það ekki meiningin? Spurningarnar eru of margar til þess að hægt sé að svara þeim í smápistli. Maðurinn spyr: „Hvenær eiga andreykingamenn að virða rétt reykingamanna?" Ég veit ekki betur en reykingamenn hafi reykt og púað innan um fólk, hvar og hvenær sem er í gegnum árin. Er það ekki að virða rétt reykingamanna. Má ekki snúa dæminu við? Og mikið dæmalaust var ég hissa að sjá hvað maðurinn var argur yfir banni við reyking- um í leigubifreiðum. Flestar ferðir í leigubifreiðum taka það stuttan tíma að varla tekur því að kveikja í sígarettu. Og annað er að alloft valda farþegar tjóni er neisti fer í sæti eða á aðra staði í bifreiðun- um. „Hver borgar þá brúsann?" íslendingar virðast oft eiga erfitt með að hlíta lögum, en samt held ég að leigubifreiðastjóri, í þessu tilfelli, sé betur settur gegn reykingamönnum með lögboði um reykingabann í leigubifreiðum. Ef leigubifreiðastjóri hefði einn og óstuddur tekið upp reykingabann í bifreið sinni hefði hann verið álitinn sérvitringur. Og eitt, hvernig veit höfundur áðurnefndr- ar greinar, að reykingabannið í leigubifreiðum nái til svo dæma- iaust fárra? Maðurinn spyr líka: „Verður næst bannað að reykja í íbúðar- húsum? Mér finnst sjálfsögð tillitssemi við húsráðendur að þeir séu spurðir hvort reykja megi í íbúðum þeirra. Þar ráða hús- ráðendur framhaldinu, því yfir- leitt eru þetta vinir og kunningjar en leigubifreiðastjórinn er með misjafnt fé og misjafnlega á sig komið, og yfir það verða að gilda ákveðnar relgur. Auðvitað hefur margt reykingafólk verið það tillitssamt að biðja um leyfi til að reykja í bifreiðunum og þá er það á valdi leigubifreiðastjórans að ákveða það. Það má enn mikið og margt um JOL MAIGRETS Framhaldssaga eftir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói. Sagnirnar gengu þannig, að vestur opnaði á einum spaða, norður pass, austur tvo spaða og suður skellti sér beint í lokasögn- ina fimm tígla. Vestur spilaði út trompi og suður fékk slaginn. Hann hafði hálfvegis vonast til að fá spaða út og spurningin vaknaði; hvers vegna spilaði vestur út trompi eftir þessar sagnir. Og svarið var að hann þyröi ekki að spila frá háspilum sínum. Vörnin átti þrjú hæstu hjörtun og að vestur spilaði ekki þar út þýddi að hann átti ekki röð spila þar. Að þessu athuguðu má segja, að spil austurs og vesturs hafi orðið eins og opin bók. Sennilegasta skipting háspilanna varð einmitt sú er var fyrir hendi. Og þá var eftir að nýta hana. Sagnhafi spilaði spðakóngnum frá hendinni í 2. slag. Vestur tók á ásinn, spilaði aftur trompi, sem tekið var í borðinu. Aftur spaði, austur tók á drottninguna og reyndi sitt besta þegar hann spilaði laufi. En suður var trúr sinni sannfæringu. Tók á ásinn, lét lauf í spaðagosann og spilaði laufdrottningunni. Sama var hvað vestur gerði þegar suður spilaði næst laufdrottningu. Hann lét lágt en þá fékk drottningin slaginn og vinningur var tryggður. Laglega fengnir ellefu slagir,... 4 þcgar þú ferð út og þá fylgist hún með þér. — Hvað er hún gömul? — Milli hálffimmtugs og fimmtugs. Ætlarðu ekki að klæða þig? Gat hann ekki fengið að koma til dyranna cins og hann var klæddur þegar þær komu að trufla hann á hans eigin heimili klukkan hálfníu á jóladagsmorgun? En hann fór samt í sfðhuxur og opnaði dyrnar fram í borðstofuna þar sem konurnar hiðu. — Afsakið mig. dömur mín- ar. Kannski hafði frú Maigret rétt fvrir sér. því að fröken Doncoeur roðnaði eilítið. hrosið hvarf af andliti hennar. En svo tók hún líka af skarið. opnaði munninn en gat ekki að hragði fundið orð til að hefja mál sitt. Ljóshærða konan sem hélt algerlega stillingu sinni sagði hálfreiðilega. — Það var ekki ég sem vildi fara hingað. — Má ég ekki bjóða ykkur sadi. Hann tók eftir því að ljós- ha-rða konan var í morgun- slopp innan undir kápunni og hún var ekki í sokkum en fröken Doncoeur var fullklædd eins og hún væri á leið til kirkju. — Þér furðið yður sjálfsagt yfir þeirri ósvinnu að koma hingað til yðar, byrjaði fröken Doncoeur mál sitt. Hún leitaði að orðunum. — Eins og allir aðrir hér í hverfinu vitum við auðvitað að við höfum þann heiður að búa í nágranni við jafn frægan mann... Nú roðnaði hún við og beindi augnaráðinu frá honum. — Við truflum ykkur við morgunverðinn... — Við höfðum lokið okkur arf. Haldið áfram. — í morgun. eða réttara sagt í nótt. gerðist svo sér- kennilegur atburður í húsinu okkar. að mér fannst skylda okkar að koma til yðar og skýra yður frá honum. Frú Martin vildi ekki ónáða yður. En ég sagði... — Búið þér líka í húsinu á móti. frú Martin? — Já. það geri ég. Af öllu mátti merkja að hún vissi ekki gjörla hvernig hún átti að hegða sér og var engan veginn dús við þessa heimsókn. En fröken Doncoeur var nú sem óðast að komast í essið sitt. — Við búum á sama stiga- gangi. Ilerra Martin er oft í burtu í viðskiptaerindum. því að hann er sölumaður. Litla dóttir þeirra er rúmliggjanúi og hefur verið það í röska tvo mánuði eftir að hafa orðið fyrir slysi. Maigret sneri sér kurteislega að Ijóshærðu konunni. — Þér eigið sem sagt dóttur. frú Martin? — Já. Þaðer að segja. hún er ekki dóttir okkar. heldur hr<)ð- urdóttir mannsins míns. Móðir hennar dó fyrir rúmum tveim- ur árum og siðan hefur hún búið hjá okkur. Hún fótbraut sig þegar hún datt í stiganum og hefði átt að vera orðin góð fyrir sex vikum. en svo reyndist brotið óvenjulega slæmt... — Maðurinn yðar er ekki heima sem stendur? — Ég held hann sé í Dor- dogne. — Má ég þá heyra frásögn yðar fröken Doncoeur. Frú Maigret hafði farið fram í baðherbergið til að komast út í eldhúsið og þar var hún að sýsla við uppþvottinn. ()ðru hverju hvarílaði Maigret aug- um út á blýgráan himininn. — í morgun fór ég að venju snemma á fætur til að fara til guðsþjónustu. — Og þér fóruð í kirkju? — Já. Ég kom aftur um hálfáttaleytið. Ég útbjó morg- unverðinn. Þér hafið sjálfsagt séð ljósið í glugganum mínum. Ilann handaði frá sér hend- inni eins og til að gefa til

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.