Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 Umsjón: Séra Jóri Dalbú Hróbjartsson Séra Kurl Siyvrbjörnsson Siyurður Pdlsson DRÖTTINSDEGI Óbifanleg trú 15. október — 21. sunnuda«ur PistilL Ef. 6, 10—17: ílclœðist alvœpni Guðs... skjöld trúarinnar, eftir trinitatis. ■ -■■ ■ • " 1' -•-”— -•—-»- J- sem þér getið slökkt oy öll hin eldlegu skeyti hins vonda, takið hjálm hjálpræðisins oy sverð andans, sem er Guðs orð. Guðspjall: Jóh. 1,, —S3: Maðurinn trúði því, sem Jesús talaði til hans oyfór burt. A heimleiðinni mættu honum þjónar hans oy söyðu: í yær um sjöundu stund fór sótthitinn úr honum. Þá sá faðirinn að það var á þeirri stundu, sem Jesús hafði sayt við hann: Sonur þinn lifir! Oy hunn tók trú oy allt hans heimafólk. Hjónabandið í brennidepli III: Daglegt líf Þegar ræða á stoðirnar sem samfélagið í hjónabandinu byggir á, mundu all flestir álíta að eðlilegt væri að byrja á ástinni. En það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég ræði um hana síðast. Að hluta til er það vegna þess að erfiðast er að fjalla um hana, en líka er það táknrænt, því ástin er það sem alltaf er að þroskast. Daglega lífið er auðsjáanlga mikilvægasta hlið hvers hjú- skapar. Hverjir eru svo þættir daglega lífsins? Pyrst nefni ég fjárhagslegu hliðina, því það getur oft reynst mjög erfitt að ná samkomulagi um skiptingu fjármunanna og hvernig þeim skal ráðstafað. Báðir aðilarnir hafa oftast nær haft sjálfstæðan fjárhag og getað ráðstafað fjármunum sínum að eigin vild. En þegar hjúskapur er stofnaður verður málið mun flóknara. Oftast gengur þetta út yfir konuna. Hún getur e.t.v. þurft að horfast í augu við það að maðurinn líti alls ekki á sín laun sem sameign. Hér hafa karlmenn oft verið sjúklega ranglátir. Margar konur hafa komið til mín og lýst vonbrigðum sínum og sársauka einmitt út af svona erfiðleikum. Sumar konur hafa orðið að gefast upp í baráttunni um peningana og látið manninn um allt. — ■ Aftur á móti hafa sumir menn tekið eftir því að konan var miklu útsjónarsamari í pen- ingamálum og látið öll launin renna gegnum budduna henn- ar. Þetta er að sjálfsögðu gott svo lengi sem maðurinn þarf etyki að biðja um peninga fyrir strætisvagni. Maður skyldi ætla að fólk væri svo upplýst nú á dögum að ekki væri nauðsynlegt að tala um samvinnu í fjármálum heimilisins. Einnig væri ástæða til að ætla að slík mál væru svo einföld að auðvelt v: ri að koma sér saman um þ.,u. En sá sem situr daglega ol' talar við hjón verður meir og meir undrandi yfir því hvað peningamálið eru skæð upp- spretta að hjónabandserfið- leikum. Þessir erfiðleikar koma jafnt fram hjá ríkum og fátækum. Hversu oft heyrist ekki ftá barni: „Ef þið ætlið enn að fara að rífast út af peningum þá er ég farin út“. Það er eftirtektarvert þegar talað er við fjölskylduna í heild, en sú meðferð er algeng þegar eitthvað er að, hvernig 10 ára barn getur skammað foreldra sína út af rifridli um peninga. Ennfremur verður maður undrandi á að heyra hvernig börn undir fermingar- aldri eru bókstaflega látin ráða fjárhagsáæltun heimilis- ins. Að sjálfsögðu eru ekki allir á eitt sáttir um að hve miklu leyti börnin eiga að vita um fjárhag heimilisins. Margir álíta þó að fría beri börn frá óþarfa byrðum í þeim efnum. í þessu sambandi langar mig til þess að vera svolítið persónu- legur. Ég var alinn upp á heimili þar sem fjárhagurinn var vægast sagt mjög slæmur. En ég man vel hvernig foreldrar mínir höfðu óbilandi trú á forsjón Guðs í þessu tilliti. Við vissum vel að launin gátu verið búin um miðjan mánuð- inn og foreldrarnir vissu hreint ekki hvernig endar næðu saman. En heit borð- bænin og sú sterka trú og eining sem einkenndi líf for- eldra minna er fyrir mér gleggsta dæmið um gildi krist- indómsins. Oft er talað um hættuna við að eyðileggja börn af dekri. Sjálfur held ég að þetta sé ekki vandamál þar sem kær- leikurinn er annars vegar. En aftur á móti er hætta á ferðum þegar foreldrar eru farnir að gefa börnunum peninga til að Með Jesú Elsta kristna trúarjátningin var bara orðin: Jesús er Drottinn. Drottinn = konungur, sá sem hefur allt vald. Lokaorð Jesú við lærisveinana voru: “Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðirnar að lærisveinum. Skírið þá til nafns föðurins sonarins og hins heilaga anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður, og sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldarinnar." Þessi orð eru flutt við hverja skírn. Þetta VALD hlaut Jesús við sigur sinn á krossinum, er hann sigraði syndina og dauð- ann. Við megum treysta því, að hann er öflugri en allt vald Hins illa. I skírninni hlaustu hlut- deild í sigri hans og varst tekinn inn í samfélag hans. Nú hefur líf þitt tilgang: að vera hans megin í baráttunni gegn hinu illa í veröldinni, í baráttunni fyrir sigri hins góða. Að játa kristna trú, er ekki að ímynda sér að maður sé full- numa og sannfærður og í eitt skipti fyrir öll laus við allar efasemdir. Þvert á móti. Að játa kristna trú er að halda sér fast við Jesú, vilja læra af honum, læra að halda boð hans, hlýða vilja hans, lifa í kærleika hans. Kristinn maður er aldrei einn. Aldrei ofurseldur tilgangsleysi og valdi hins illa. Hann, sem valdið hefur er með honum. Alla daga. losna við þau út, senda þau á bíó með peninga fyrir sælgæti til að hafa frið. Um þetta væri hægt að skrifa langt mál, en ég vil undirstrika það að lokum að ég held að kristin- dómurinn komi varla skýrar fram í fari manna en þar sem hinn kristni kærleikur fær að ráða ferðinni þegar um fjár- mál er að ræða. En daglegt líf er sem betur fer meira en peningar. Við getum t.d. nefnt vandamál frístundanna. Það er ljóst að heimilisbragur ræðst mikið af því hvernig frístundunum er varið. Eru börnin jafnvel send í burtu í fríum eða finnst foreldrum ánægjulegt að hafa þau með? Sjálfur hef ég aldrei skilið þá afstöðu að frí verði óbæri- lega erfitt ef börnin fá að vera með. Fátækt heimilislífsins er mikil ef foreldrarnir finna ekki gleðina í því að leika sér með börnunum. Ef til vill er það vegna slæmrar samvisku að ég segi að spurningin sé ekki um tíma, þegar um samfélag á heimil- inu er að ræða, heldur sm- band. Frístundir geta orðið alveg drepleiðinlegar ef fjöl- skyldan er ekki samtaka og einhuga þó hún sé saman allt sumarfríið og heilu og hálfu dagana. En aftur á móti geta frístundirnar verið rót bestu minninganna þar sem hálf- tíminn var notaður í spenn- andi leik og 10 mínúturnar í rúminu á morgnana fengu að njóta sín. í daglega lífinu mætum við líka vandamálum sem skapast vegna hraðans sem þarf að vera á öllu og setur svip sinn á heimilislífið. Þeir sem fara til vinnu leggja af stað á einum tíma, skólabörnin á öllum mögulegum tímum. Fjölskyld- an kemur svo aftur heim í samræmi við þetta. Sameigin- legur tími fyrir máltíðir verð- ur því sjaldgæfur og þótt fólk sé allt að vilja gert þá skapa aðstæðurnar og þjóðfélagið þennan vanda. Kristið fólk kvartar oft yfir því hve erfitt sé að finna tíma fyrir stutta helgistund með fjölskyldunni allri. Eins og sjá má þá er hér margt að varast ef upplausnin á ekki að verða alger í fjölskyldulífinu. Daglegt líf snýst ennfremur að verulegu leyti um húsnæðismál og þá vinnu sem liggur að baki því að skapa sér heimili og þá hugrekki sem þarf til að breyta um húsnæði þegar aðstæður krefja. A síðustu árum hefur stjórnun og skipulagning hús- næðismála verið á þann veg að ég leyfi mér að nefna hana ókristilega, því börnin virðast ekki lengur vera velkomin. í sumum löndum Evrópu er ástandið vægast sagt mjög slæmt í þessum efnum. Það sem skiptir máli í þessum hlutum er að maður læri að bera virðingu fyrir smekk annarra. Að við lærum að meta það ef einhver hefur löngun til að gera heimilið þannig úr garði að innan- stokksmunir séu ekki settir inn á heimilið í hugsunarleysi heldur vegna þess að þeir eiga heima í samhenginu og hafa eitthvað að segja. Daglegt líf snertir að sjálf- sögðu miklu fleiri atriði svo sem það að virða þarfir hinna ýmsu aldursflokka fyrir at- hafnasvæði við leik og starf, en við komum að því síðar. Frh. Biblíulestur vikuna 8. —14. okt. Sunnudagur 8. okt.: Matt. 22:1—U Mánudagur 9. okt.: 1. Kor. 11:17—3h Þriðjudagur 10. okt.: H?br. J+: 9—16 Miðvikudagur 11. okt.: Hebr. 9:2U—10:7 Fimmtudagur 12. okt.: Hebr. 10: Föstudagur 13. okt.: Hebr. 10: 26—39 Laugardagur U- okt.: Hebr. 12:1—11 19—25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.