Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 SÍDARIGREIN samantekt Þr. Eftir sigur sinn í London yfir breska meistaranum Henry Cooper, hafði Cassius rutt úr vegi síðustu hindrun fyrir því að fá að skora á sjálfan heimsmeistarann, Sonny Liston. Ákveðið var að einvígi þeirra færi fram á Miámi Beach þann 25. febrúar 1964. Fæstir höfðu mikla trú á að Cassius Clay, þessi mikli orðhákur, hefði nokkuð að gera í hendurnar á hinum risavaxna Sonny Liston, sem hafði viðurnefnið Björninn. Það var ekki laust við að ýmsir brostu í kampinn áður en sjálf keppnin hófst. Cassius hafði lýst því yfir, að hann ætlaði að slá Liston út í sjöundu lotu, það voru stór orð, því allir áttu von á því að Clay lægi sjálfur í öngviti áður en sjöunda lotan hæfist. Þegar hringt var til leiks að lokinni sjöttu lotu, var Liston hins vegar svo illa á sig kominn eftir barsmíð Clays, að þjáifari hans gaf leikinn. Clay var sigurvegarinn, hann var hinn nýi heims- meistari í þungavikt. Hann dansaði um hringinn og hrópaði: „Ég er bestur, ég er konungurinn." Nú brosti enginn lengur, áhorfendur horfðu á hann fullir lotning- ar. „Ég er mesti hnefaleikari heimsins, sagði ég ekki að ég yrði næsti heims- meistari," sagði Clay og bætti við: „Ég stend alltaf við loforð mín.“ Clay fékk 464.000 þúsund dollara fyrir keppni sína við Liston, mesta fé sem hann hafði fengið fyrir hnefaleikakeppni til þessa. Ári síðar varði Clay titilinn er hann mætti Sonny Liston aftur, og þá sannaði hann getu sína með því að rota Liston í fyrstu lotu. Muhammed Ali Þremur dögum eftir að Cassius Clay hafði öðlast heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum, tilkynnti hann, að hann hefði tekið sinnaskiptum og gerst múhameðstrúarmaður. Hann var orðinn félagi í hreyfingu svartra múhameðs- trúarmanna í Bandaríkjunum og tók sér nvtt nafn. Nú kallaði hann sig MUHAMMED ALI. Ali lét mikiö af þeim tekjum sem hann vann til í hnefaleika- keppnum renna til hreyfingarinnar. Hann varði titil sinn á móti Floyd Patterson, Brian London, Karl Milden- berger og fleiri góðum hnefaleikurum, og ávallt varð það sama uppi á teningnum, þeir höfðu lítið að gera í hendurnar á Ali. Snemma á árinu 1967 var Ali kvaddur til herþjónustu en á þeim tíma stóð stríðið í Vietnam sem hæst. Ali neitaði og sagðist ekki fara til Vietnams til að berjast við saklaust fólk, það væri nokkuð sem honum kæmi ekki við. „Ég er á móti stríði,“ sagði hann. Þetta varð til þess að Ali var sviptur heimsmeistaratitlinum í hnefaleikum og réttindum til að keppa framar. Hann var dæmdur í fimm ára fangelsi. Ali fór í mál og gerði það sem í hans valdi stóð til að halda rétti sínum, en allt kom fyrir ekki. Hann hafði á einni nóttu afsalafr sér öllu með þvi að standa fast við það sem hann trúði á. Það gera ekki margir. Hömlur voru lagðar á ferðafrelsi hans og hann þurfti ekki að fara í neinar grafgöt.ur með hver litarháttur hans var. í þrjú og hálft ár keppti Ali ekki í hnefaleikum, bestu ár ævi sinnar gat hann ekki notið sín. Það var ekki fyrr en árið 1971 þegar hæstiréttur Bandaríkjanna hafði fellt dóm í máli Alis, að hann gat farið að huga að því að endurheimta titilinn, sem tekinn hafði verið af honum. Mistekst aö endurheimta titilinn Ali fékk tækifæri til að mæta heims- meistaranum Joe Frazier. Ekki vantaði að hann væri stórorður fyrir keppnina sem fram fór í New York þann 8. marz 1971. Þessi hnefaleikakeppni varð Ali lærdómsrík. Hann tapaði og var í fyrsta skipti á sínum ferli sleginn í gólfið. Ali barðist þó hetjulega allan tímann. Það dugði bara ekki til. Dómararnir dæmdu Frazier 9 lotur en Ali 6. Þrátt fyrir sigurinn var Frazier svo illa leikinn eftir keppnina að hann þurfti að fara á sjúkrahús að henni lokinni. Aðdáendur Alis urðu fleiri en nokkru sinni fyrr eftir þessa hetjulegu tilraun hans til að endurheimta titilinn, þrátt fyrir að það mistækist. Hann var eftirlæti fólksins. Muhammed Ali var ekki aldeilis af baki dottinn, þrátt fyrir þennan ósigur. Hann notaði tímann vel til æfinga og keppni. Hann hafði tapað þremur dýrmætum árum er hann neitaði að gegna herþjón- ustu í Vietnam, og nú varð hann að bæta sér það upp með erfiðum æfingum og keppni. Næstu tvö árin keppti Ali alls tíu sinnum og bar ávallt sigur úr býtum og græddi óhemju mikið fé. En heimsmeist- aratitillinn var honum hugleikinn. Hann var mestur og titilinn varð hann að endurheimta hvað sem það kostaði. Meistarinn aftur kominn í hásætiö George Formann varð heimsmeistari 22. janúar 1973, er hann sigraði Joe Frazier. Formann hafði varið titil sinn tvívegis er hann mætti Ali. Það var hans 47. leikur. Hann hafði unnið 44 leiki en tapað tveimur. Af sigurleikjum sínum hafði hann unnið 31 á rothöggi. Einvígi þeirra fór fram í borginni Kinshasa í Zaire. Ali undirbjó sig af mikilli kostgæfni undir þessa keppni, betur en nokkru sinni fyrr. Þetta var einvígi lífs hans, hann varð að sigra. Hann vissi líka að Formann var enginn aukvisi. Peninga- upphæðin, sem var í boði, var sú mesta sem um gat. Hvor um sig fengi 5 milljónir dollara, skattfrjálsa, þar sem Zaire bauðst til að greiða alla skatta sem kapparnir þyrftu að greiða í Bandaríkj- unum. EÍnvígi þeirra var ein sögulegasta viðureign hnefaleikanna. Ali lét svo um mælt fyrir keppnina: „Ég ætla ekki að berja Frazier — ég ætla að éta hann. Fraziei; mun kynnast gólfinu." Ali var tilbúian, baráttuþrek hans hafði aldrei verið meira, úthald hans meira en áður og allar hreyfingar sneggri. Keppnin stóð í átta lotur og var geysilega hörð. í áttundu lotunni hafði Ali betur frá byrjun og þegar á lotuna leið gerði Ali harða hríð að Formann, króaði hann úti í horni og veitti honum hvert höggið af öðru. Brátt hneig Formann í gólfið og öllum viðstöddum var ljóst að keppnin var búin. Sigurinn var Alis, hann var kominn í hásætið aftur. Við blaðamenn eftir keppnina sagði Ali: „Gleymið því ekki, að það var Allah sem átti rothöggið. Það er hann, sem veitir mér hina yfirnáttúrulegu orku.“ Það var sem þjóðhátíð ríkti í Áfríku eftir sigur Alis, sem var þar með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.