Morgunblaðið - 08.10.1978, Síða 30

Morgunblaðið - 08.10.1978, Síða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 " Rithöfundur er hluti af sköpunarverkinu öfí minnir í flestu tilliti á mann. Þegar best lætur er hann jafnvel tveir menn. Annar mannsparturinn getur verið hagsýnn, drífandi, fær um að takast á við vanda- mál líðndi stundar, eða reynir að minnsta kosti. Hinn partur- inn er sá sem skrifar bækur. Báðir partar eru nauðsynlegir. Rithöfundur, sem aðeins fæst við ritstörf sín, heldur ekki lengi á penna, a.m.k. semur hann ekki skáldsögur. Verk hans verða fljótlega lífsfirrt, bækur fæddar í innilokun og með innilokunar- keim. Vegna þessa tvískinnungs og af fleiri ástæðum er rit- höfundurinn alltaf einhvern veginn hjáróma. Það er hans hlutskipti. Bassafiðluna skortir sjálfsaga, flautuna viljaþrek, sembalóið er í þunglyndiskasti, gítarinn þreyttur og geðiilur. Ekki er það ætlun mín að aumka þessa veru, sem ég er að lýsa, né strjúka henni öfugt. Tilgangur minn er — og um það er ég fær — að vekja með henni óþægilegar tilfinningar. Fyrirsögn þessa erindis, sem ég sjálf hef valið, er ósönn. Sé gengið að því vísu, að orðiö „atvinna" feli í sér fullkomna kunnáttu, einhvers konar meistarabréf, þá er enginn atvinnurithöfundur tii. Og á ekki að vera til. Það eru aðeins byrjendur eða rustar, sem álíta ritstörf skemmtilegt dútl, dægrastyttingu, sem sé auðlærð og auðveld viðfangs. Fávís maður heldur það greiða leið til frægðar og jafnvel fjár. Það er rangt til getið, aðeins hag- yrðingur heldur sig vera skáld, eins og Tito Colliander segir. Ritstörf eru erfið og þeim er eiginlegt að verða erfiðari við hverja bók. Hvert verkefni krefst alltaf nýrrar byrjunar, hverjum sigri og hverjum ósigri f.vlgir enn hatrammari barátta og takmarkinu verður aldrei náð. Lögin um líf og dauða sjá til þess. Asteytingarsteinar er vægt til orða tekið og ósatt líka. Rit- höfundur er aila ævi að klífa upp í móti, klifur er verkefni hans. Víst er sú leið grýtt, en á þeim steinum steytir sjaldan fótur, þeir eru ekki einu sinni LEVA Joenpelto er ein af kunnustu núlifandi rithöfundum Finna. Ein bók hefur vcrið þýdd eftir hana ú íslensku, Mærin gengur á vatninu. Von er til þess, að ein af nýrri bókum hennar — Vetaa kaikista ovista (Dragsúgur í dyrum) komi hér út á næsta ári. Eeva Joenpelto kom til íslands siastliðið vor og hélt þá meðfylgjandi fyrirlestur í Norrama húsinu. svo vinsamlegir. Virkilegt ill- grýti er það sem er hált. Ög það er.þakið hinum fegursta, i!m- andi mosagróðri, það er sann- kallað teppi af líkingum. Það freistar. Stígðu hérna, þá kemstu betur áfram. Komdu hingað, héðan liggur leiðin beint upp. Aðeins eitt skref, vertu ekki að leggja of hart að þér. Þannig hvísla þessir steinar. Rithöfundurinn er heimskur eða trúgjarn, flæktur í net lífsgæða- kapphlaupsins, eða bara latur, ef hann hlýðir þessum röddum. Þessir fallegu, ginnandi steinar eru valtir, þeir renna af stað, kannski ekki alveg strax, en fyrr en varir. Þeir velta niður brekkuna og draga rithöfundinn með sér. Þetta endar með svokallaðri magalendiúgu, stundum alveg niðrí á jafn- sléttu. Víst hefði það" litið skömminni skár út að hnjóta um stein, eins og það getur stundum sýnst hetjulegt að berja höfði við stein, þótt til lítils sé. Að skrika fótur og renna er ljótt, af því að orsökin til þess er óhreinleg. Nokkur líkn er í því, að oft gerir rithöfundurinn sér ekki sjálfur grein fyrir því hvað skeð hefur, heldur bara áfram einræðum sínum og bölvar lesendum og gagnrýnendum fyrir harðneskj- una. Þegar ég nú er búin að tæta sundur fyrirsögnina, ætla ég bara einfaldlega að lýsa þeim hinrunum, sem ég sé á vegi rithöfundarins. Og það er beSt að upplýsa það strax, að ég hef engin ný sannindi fram að færa, heldur aðeins þau gömlu sann- indi, sem ævinlega gieymast. Rithöfundur verður að sætta sig við að alvarleg ritstörf eru erfiðisvinna. Til þess að koma einhverju umtalsverðu í verk, verður rithöfundurinn að hafna öllu því sem trufiar og hindrar ritstörf hans. Hann verður að velja og hafna. Hann þarf einnig að gera sér ljóst, að hann er stöðugt að skrifa sig í mola. Hver bók tekur eitthvað af honum sjálfum. Þegar aldurinn færist yfir hann, er trúlega ekkert annað eftir af honum en innantóm, marklaus skurn. Spurningin er hversu miklu hann sé reiðubúinn að fórna. Samband rithöfundar við rit- störf verður að vera eins og samband manns við guð sinn. Önnur sambönd má hann ekki hafa. Með þessu er raunar allt sagt. En ég held 'áfram, þótt ‘ég eigi á hættu að endurtaka mig og nefna dæmi, sem auðvitað eru leiðinleg. Fyrir nokkrum vikum sat ég og las ritgerð mikilsmetins stjórnmálamanns frá árinu 1921. Þar var sagt að þrennt væri það sem stæði í vegi fyrir öllum framförum: oflæti, ólæsi og mútuþægni. Stjórnmála- maður þessi var V.I. Lenín. Vitanlega hafði hann ekki rit- höfunda í huga, þegar hann skrifaði þessi orð, en í oflæti, ólæsi og mútuþægni eru faldar allar hindranir á framfarabraut okkar, þar með taldir ásteyt- ingarsteinar og hálagrjót. Hvað er það annað en oflæti, að rithöfundar virðast í sívax- andi mæli vanmeta lesendur sína? Æ fleiri rithöfundar einfalda og útþynna málfar sitt, eins og þeir óttist að lesandinn geti ekki fylgst með þræðinum, heldur sé að leggja af stað tii ísskápsins eða sjónvarpsins. Eða þegar rithöfundurinn útskýrir baki brotnu, í stað þess að unna lesandanum öðru hvoru þeirrar ánægju, að gera sjálfur sínar uppgötvanir. Önnur tegund fyrirlitningar á lesandanum er sú, að láta frá sér fara óskiljan- legar setningar. Skiljið eða skiljið ekki, það er ég í öllu mínu veldi, sem hef skrifað það. Hamingjan sanna, það er ekki gróðavænlegt, að bjóða lesend- um skýrt hugsað, vel útfært umhugsunarefni. En rit- höfundurinn verður að halda tunguna í heiðri, þótt ekki sé annað. Það er líka oflæti að setja á blað alls kyns óvalið, oft mjög sjálfhverft efni, eins og það kemur fyrir. Það er að skrifa til þess að sýna afköstin. Lélegur texti streymir eins og skrúfað sé frá krana. Þegar rithöfundur hefur lengi fengist við ritstörf, getur honum farið að finnast, að lífið sé eintómar bókmenntir. Það er ekki rétt. Flest fólk, ég endur- tek: flest fólk hvar sem er, ég endurtek: hvar sem er í heimin- um, lætur sig bókmenntir litlu eða engu varða. Það eru ekki nema allra áhugasömustu bók- menntavinir, sem veita því athygli, hverja gagnrýni bækurnar okkar fá. Það er því óþarfi, að stæra sig þótt byrlega blási. Ef sæluvíman stendur lengur en 15 mínútur, má rithöfundurinn gá að sér. Ekk- ert verk er svo gott, að það gæti ekki verið betr#. Skikkju snillingsins þola ehgar herðar að bera. Best að hrista hana af sér, ef maöur ætlar sér lengra. En hvað þá þegar rithöfundur fær slæma gagnrýni? Hann veltir sér upp úr sjálfsvorkunn, allur heimurinn veitist að hon- um, að honum finnst. Þetta er einnig oflæti, eins og værukærð, kvörtunarsemi, og öfund. Lélegt er lélegt og batnar ekki við útskýringar. Og eins og Naipaul segir: Maðurinn er metinn þegar hann liggur flatur, ekki þegar hann stendur uppréttur. Ef gagnrýnandanum hefur greini- lega skjátlast, verður óraunhæf gagnrýni honum sjálfum byrði er tímar líða. Rithöfundinum er hollara að snúa sér að því að semja nýja bók heldur en t.d. að fara að skrifa gagnrýnandanum bréf. Fyrir kemur, að rithöfundur finnur upp á að sækjast eftir að komast til áhrifa. F'lest getur honum dottið í hug. Þegar rithöfundur fer að gangast upp í hinum og þessum málefnum, sem út af fyrir sig geta verið virðingarverð, þá er það sjaidan til mikils. Oftast verður hann að athlægi. Og komist hann til valda, sem til allrar hamingju fyrir þjóðfélagið kemur ekki oft fyrir, er hann í bráðri hættu sem rithöfundur. Á ginningar- steini valdafíknarinnr vex ekki neitt. Áhrifamáttur rit- höfundarins verður að vera í ritum hans. Sækist hann eftir honum á öðrum sviðum, glatast hann úr bókum hans. Hann verður því að velja á milli. Það mætti tala um oflæti rithöfundarins í klukkutím? eða jafnvel annan til. En ólæsi — trúlega er rithöfundur þó a.m.k. læs? Oftast er það, en honum er ekki nóg að kunna stafrófið. Hann þarf að kunna nákvæman, skilgreinandi, gagnrýninn og skapandi lestur. Ef hann finnur ekki ný atriði og finnst ekki að hann hafi verið í strangri en góðri kennslustund í hvert skipti, sem hann les sama gamla Tsehov, William Faulkner eða greinagóð gömul skjöl, þá kann hann ekki að lesa. Sorglega mörgum efnilegum rithöfundi hefur skrikað fótur á þessum stað, eða staðið þar fastur. Hann nennir ekki að læra nákvæman lestur, hann hirðir ekki um að lifa sig inn í lesefnið. Þegar best lætur er lestur fjölbreytileg hugsun. Það er einmitt það, sem rithöfundur verður að ástunda. Og kunni hann ekki að lesa, er hann ekki' fær um að viða að sér efni. Ólæs rithöfundur getur ekki tekist á við léttvægasta efni, hann nær ekki tökum á því. Hafi hann ekki annað í mal sínum en æsku og þá þekkingu og visku, sem honum hefur fallið í skaut, þá duga þau fararefni skammt. Það tekur að síga á ógæfuhliðina eftir nokkrar bækur. Rithöfundurinn verður að ganga stöðugt á brattann, læra, mennta sig, setja markið hátt en þekkja takmörk sín. Sé hann virkilega læs, hefur hann úr svo miklum efniviði að moða, að hann örvæntir yfir því að geta ekki tileinkað sér hann allan, unnið úr efninu, skipað því niður, og að lokum skrifað um það. Læsan rithöfund þrýtur aldrei efni, ekki ef hann að auki, eins og ég geri ráð fyrir, er ennþá nokkurn veginn þátttak- andi í lífinu umhverfis sig. . Orðið mútuþægni hljómar illa. Ég nota það hér sem líkingu, í veikustu merkingu og til þess að tákna einfaldan hugarreikning. I Finnlandi á þjóðfélagsleg raunsæisstefna sér sterkar og náttúrlegar rætur. Seinna kom til sögunnar nýmillerismi, og af þessum tveimur stefnum spratt upp tískustefna. Hún hefur enst lengi og vel, og tryggt lof og hrós — og auðvitað fætt af sér einstaka lífvænlega skáldsögu. En það er sorgleg staðreynd, að krampakenndar eftirlíkingar mæta manni í hverri einustu ritkeppni, sem til er efnt, eins og þessi sé hin eina rétta aðferð til að nálgast hvaða efni sem er. Það er mútuþægni, eða í það minnsta mútuvon. Þeir sem gerast sekir um þetta, eru oft fáfróðir, þekkja varla nokkra aðra tegund bókmennta, en það er hvorki afsökun né dregur úr hættunni fyrir bókmenntirnar. Því að hvað tekur við, þegar að því kemur, sem nú er raunar þegar orðið, að lesandinn kann fyrirfram utan að allt drykkju- rausið og veit að nákvæmar og ófrumlegar samfaralýsingr koma eins og eftir taktmæli, ótt og títt? Fyrir nú utan það, að þessi tegund bókmennta siglir oft undir fölsku flaggi: höfundur segir „allan sannleikann" um sjálfan sig. Þvílíkt og annað eins, „sannleikann" getur eng- inn borið um, en hann er prýðilegt umbbð og trygging, allt sem svo ósérhlífinn og hreinskilinn rithöfundur lætur sér detta í hug að segja um aðra, er auðvitað satt! Þeim byrjend- um ér vorkunn, sem lagt hafa út á þessa braut. Tískustefnan lýtur sínum lögmálum, á morg- un er hún orðin leiðingleg, einkum er hún þreytandi ef tískurithöfundur er að auki oflátungur. Rithöfundurinn ætti að byrja að feta sig upp á við á ný, ef hann megnar það lengur. Þegar manni skrikar fótur, óhreinkast maður svo á sál sem á líkama.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.