Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.10.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 1978 47 Örn Friðriksson prestur Skútustöðum: Að grafa pund sitt w 1 HÉR FER á eftir ræða, sem Örn Friðriksson. prestur á Skútustöð- um, flutti í Dómkirkjunni 24,. sept. sl. Litla gula hænan lann fræ. Það var hveitifræ. Og litla gula hænan sagði, ,Hver vill sá fræinu?* Svfnið sagðii „Kkki ég“. Kötturinn sagðii „Kkki ég“. Hundurinn sagðii _Ekki ég“. Litla gula hænan sagðii _Ég vil sá fræinu“. Ég held að næstum því hvert mannsbarn á Islandi þekki þessa sögu, muni það, að enginn vildi slá hveitið, enginn þreskja það, eng- inn mala það, og enginn búa til brauð, nema litla gula hænan. En þegar brauðið var tilbúið, vildu allir borða það, bæði svínið, kötturinn og hundurinn. En litla gula hænan sagði: _Þið fáið ekki að boröa brauðið. Ég vil borða það“. Og það gerði hún. Þessi saga býr, eins og svo mörg barnaævintýri, yfir djúpri lífs- speki. Hún undirstrikar það lög- mál tilverunnar, að eins og maður- inn sáir, uppsker hann. Akrarnir geta að vísu verið misjafnir, og tíðarfarið breytilegt. En að öðru jöfnu fer uppskera mannsins jafnan mjög eftir því, hvað hann hefir gert fyrir akur sinn. Eðlilega leitar þetta lögmál á hugann nú, þegar skólar landsins eru að hefja vetrarstarf sitt, eða þegar byrjaðir. „Hver vill vinna að námi sínu af ábyrgð og skyldurækni?" spyrja skólarnir. En þeir eru allt of margir, íslenzkir nemendur, sem segja: „Ekki ég — og ekki ég!“ Síðan kemur stund uppskerunn- ar, og þá vilja allir. En þá segja vetrarstörfin til sín. Það er reyndar ekkert nýtt fyrirbrigði, að nemendur vilji borða brauðið án þess að baka það. Það er engan veginn nýr hugsun- arháttur hér á landi, að það sé ekki fint að lesa vel undir tíma. íslendingar hafa löngum haft tilhneigingu til að meta menn fremur eftir gáfum heldur en samvizkusemi. Þannig hafa þeir menn oft notið mikillar aðdáunar, sem voru svo næmir, að þeir gátu draslað allan veturinn, en tekið samt um vorið góð próf. Já, slíkir menn eru margir til. En þeir eru ekki aðdáunarverðir, því þeir hefðu þrátt fyrir allt getað gert miklu betur. Þeir fara sem sé illa með hæfileika sína. Sagan um talenturnar á erindi til slíkra manna. Að vísu hættir sumum til að misskilja þessa sögu, af því að það var sá þjónninn, sem minnst fékk, sem illa fór fyrir. En vel mætti snúa við röð þjónanna og frammistöðu þeirra, án þess að boðskapur sögunnar raskaðist. — Hugsum okkur, að fyrst kæmi til húsbóndans sá þjónninn, sem bara fékk eina talentu, og hefði ávaxtað hana og aflað húsbónda sínum annarrar. Þá fengi hann örugglega lof húsbóndans: „Gott, þú góði og trúi þjónn." Og hugsum okkur svo, að hinn kæmi, sem 5 talenturnar fékk, og hefði grafið þær í jörð. Og það er alveg jafnöruggt, að ekki hlyti hann náð fyrir augum húsbóndans. Boðskapur þessarar sögu er sem sé sá, að allir menn beri ábyrgð fyrir Guði á lífi sínu og frammi- stöðu — en þó ekki nema í hlutfalli við það, sem þeim hefir verið gefið. Yfirsjón þriðja þjónsins var ekki sú, að hann fékk bara eina talentu, heldur að hann gróf hana í jörð. Mér kemur í hug sjónvarpsleik- rit, sem sýnt var hér fyrir nokkrum árum. Það átti að sögn að varpa ljósi yfir svonefnt kynslóðabil, en virtist þó fremur áróður í anda þeirrar upplausnar- stefnu, sem nú varpar skugga sínum yfir mörg gömul menning- arlönd og leitast við að fá æskuna til að grafa í jörð öll þau andans verðmæti, sem mannkynið hefir eignazt á löngum og erfiðum þróunarferli sínum. Ungur lögfræðinemi hættir námi sínu og yfirgefur heimili sitt undir því yfirskini, að hann vilji kynnast lífinu af eigin raun. Þessi ákvörðun er í leikritinu gerð honum auðveld, því sú mynd, sem dregin er upp af foreldrunum, er ekki líkleg til að falla í geð heilbrigðu æskufólki. Það er í sjálfu sér eðlilegt, að ungt fólk sé vakandi og gagnrýnið á það, sem miður fer í fari eldri kynslóðar. Heilbrigð æska á alltaf brennandi hugsjónir, sem ekki hafa enn náð að eyðast í and- streymi hversdagsleikans. Þess vegna er það eðli æskunnar að setja markið hátt og stefna að því að byggja upp nýjan og betri heim. Æskan á spm sé dýrmæta talentu, sem margir hinna eldri eru búnir að glata — eldmóð hugsjónanna. Hins ve^ar vantar hana reynslu hinna eldri, og þar af leiðandi oft þá dómgreind, sem er skilyrði þess, að hugsjónabaráttan beri ávöxt. Þetta virðist koma vel í ljós í santíð okkar. Aldrei hefir æskan verið sjálfstæðari heldur en nú gagnvart eldri kynslóðinni. Aldrei hefir kynslóðabilið verið eins breitt. — En sú þróun virðist ekki leiða til bjartari hugsjónaelds — heldur til hallærisplans. Einu sinni spurði ég hóp ungl- inga, hvort þau vissu nokkurt málefni, nokkra hugsjón svo dýr- mæta, að þau gætu hugsað sér, ef nauðsyn krefði, að fórna fyrir hana öllu, jafnvel lífinu. Enn er mér minnisstæður vandræðasvip- urinn sem færðist á andlitin. Það leyndi sér ekki, að þessum ungl- ingum fannst spurningin óraun- hæf, að þau ættu erfitt með að skilja, að nokkurt málefni gæti verið svo mikilla fórna virði. Enda á niðurrifsáróður nútím- ans greiðan aðgang að allt of mörgu æskufólki. Sá áróður, sem í eðli sínu afneitar gildi allra jákvæðra hugsjóna. „Graföu í jörð,“ segir þessi áróður. „Hættu námi þínu. Afneit- aðu þjó.ðfélaginu. Snúðu baki við kirkjunni og heimili þínu, og öllum viðteknum venjum og hugsunar- hætti. Lifðu síðan frjáls og haftalaus — og þá munt þú finna hina sönnu sælu!“ Slíkur boðskapur er miskunnar- laut barinn inn í vitund æskunnar hvar og hvenær sem tækifæri gefst. Að vísu gerir sagan sínar athugasemdir við slíkar kenningar og bendir á, að slíkt hafi oft verið reynt áður, og aldrei gefizt vel. Boðberum þessarar stefnu er því ekkert vel við söguna að minnsta kosti ekki við frjálsa sögutúlkun. Og kannski þess vegna er faðirinn í fyrrnefndu leikriti gerður hlægi- legur fyrir ást hans á sögunni og tilraunir til að meta atburði líðandi stundar i ljósi sögulegrar reynslu. Sumt fólk heldur því fram, að ekki eigi að boða börnum trú, fyrr en þau hafi náð nægum andlegum þroska til að geta sjálf tekið afstöðu til slíkra mála af nokkrum skilningi og dómgreind. En þegar þeim aldri er náð, eru aðrar skoðanir fyrir löngu búnar að búa um sig í sál hins vanrækta barns, og má þá kraftaverk heita, ef þær verða þaðan hraktar. Sál mannsins minnir að því leyti á andrúmsloftið, að tómrúm er þar vart hugsanlegt. Ef loftþrýstingur minnkar á einum stað, leitar þangað óðara loft frá öðrum stöðum, þar sem þrýstingur er meiri. — Og ef við gefum ekki börnum okkar ungum heilbrigt lífsviðhorf, myndast í sálarlífi þeirra lægð, svo að þau verða mjög næm fyrir neikvæðum áróðri upplausnaraflanna. Öll uppbygging og framþróun kostar átak. Það er erfiðara að velta steini upp brekku heldur en niður. Það er meira verk að byggja hús heldur en rífa það. — Og það er meiri vandi að innræta æskunni hugsjónir kristinnar lífsskoðunar og einlægrar föðurlandsástar heldur en að höfða til eigingirni hennar og lægstu hvata. „Hver vill vinna að því að varðveita það, sem bezt er í kristilegum og þjóðlegum menn- ingararfi okkar?“ spyr rödd í hjarta okkar. En það er oft erfitt að heyra hana fyrir hávaða þeirra, sem hrópa — beint eða óbeint: „Gerðu ekkert slíkt. Snúðu baki við reynslu og lífsviðhorfi eldri kyn- slóða, því tilgangur lífsins er ekki að byggja upp — heldur að njóta." Óvíða er þessi niðurrifsboðskap- ur eins magnþrunginn eins og á mörgum danssamkomum nútím- ans, þar sem frumstæð, ruddaleg tónlist er rrieð hjálp nútímatækni mögnuð svo mjög, að hún yfir- gnæfir allt, jafnvel hugsanir manna, og ekkert kemst að í vitund þeirra annað en boðskapur hennar um algleymissælu sið- ferðislegs ábyrgðarleysis í vímu áfengis og annarra nautnameðala. Það er erfitt að vera ungur nú á dögum. Margir íslenzkir unglingar eru svo vel gerðir og hafa fengið svo heilbrigt uppeldi, að þeir eiga erfitt með að tileinka sér þennan hugsunarhátt. En þá fá þeir svo sannarlega að finna það, beint og óbeint, að þeir séu ekki eins og aðrir unglingar — og það þykir slæmt. Það er sem sé einn þáttur í þessari mótun æskunnar, að allir eigi að vera eins, klipptir eftir sömu reglum, klæddir á sama hátt, með sömu áhugamálin og sama lífsviðhorf. Og það fer ekki milli mála, hvernig ætlazt er til að æskan hugsi og breyti. Því er slegið föstu með slíkum myndugleik, að fáir þora á móti að mæla, hvað sé tízka unga fólksins, lög unga fólksins, skemmtanir unga fólksins o.s.f. — Og þeir, sem ekki beygja sig fyrir járnaga þessa áróðurs, eiga á hættu að einangrast frá jafnöldr- um sínum. Uppreisn unga fólksins gegn eldri kynslóð er því oft og tíðum óttablandin hlýðni við aga tízku- hugsunarháttar, fremur en persónuleg andúð á hefðbundnum hugsunarhætti og siðum. Að visu er margt í fari hinnar eldri kynslóðar, sem ástæða er til að gagnrýna. Eflaust hefir hug- sjónaeldur okkar dofnað í ágjöf hversdagsleikans, og breytni okk- ar er engan veginn alltaf til fyrirmyndar. Enda væri æskulýðs- vandamál nútímans varla til, ef eldri kynslóðir hefðu hreinan skjöld. Þegar ég hugsa um það, í hverju hin mikla yfirsjón okkar kynslóðar sé fólgin, er vissulega margt, sem leitar á hugann. En fæst af því er svo nýtt, að það gefi fulla skýringu á æskulýðsvandamáli nútímans. A öllum tímum hafa boðorðin verið margbrotin, og óregla, eigingirni, hræsni og annar mannlegur breyzkleiki sett sinn svip á mann- lega tilveru. Og þrátt fyrir slíkt hefir æskan oft náð að vaxa upp sem heilbrigð hugsjónaæska, sem lagði meiri áherzlu á ræktun lýðs og lands heldur en drykkju og dans. Allt bendir til þess, að æskulýðs- vandamál nútímans byggist ekki sízt á vanrækslu. Menn hafa lokað fyrir því augunum, að börnin eru talenta, Guðs gjöf, sem okkur er trúað fyrir, og við eigum að ávaxta, með því að gefa þeim heilbrigt, jákvætt uppeldi. • Slíkt uppeldi útheimtir kærleika og umhyggju. Það kostar líka tíma. Kynslóðabilið er bein afleið- ing þess, að hin eldri kynslóð hefir ekki gefið sér tíma til að sinna börnum sínum. Börnin eru talerita, og kynslóða- bilið er alvarleg staðfesting á orðum Jesú um talentuna, sem tekin er af hinum ónýta þjóni. — Þeir, sem ekki vilja gefa sér tíma til að sinna börnum sínum sem skyldi, ættu því ekki að eiga börn. — Því ekkert af því, sem sagt hefir verið og ritað undanfarið, held ég haggi þeirri staðreynd, að það er mjög sjaldgæft, að skólar, barna- heimili, fóstrur — eða aðrir utanaðkomandi aðilar geti bætt börnunum upp það andlega tjón, sem þau bíða vegna vanrækslu heimilanna. Stundum geta örlögin sett fólk í þá aðstöðu — sérstaklega einstæða foreldra — að þeir verði að fara frá börnum sínum og treysta á hjálp vandalausra. En slíkt er venjulega mikil ógæfa, og ætti að vera okkur hinum áminning um að ávaxta þeim mun betur þá talentu hinnar góðu aðstöðu, sem okkur heíir verið gefin. Dýrmætasta talenta okkar er lífstrú Jesú Krists. Sú talenta er það, sem Jesús öðru fremur hefir í huga í dæmisögunni, og segir hann þar afdráttarlaust, að þá talentu verðum við að ávaxta vel. Annars missum við hana — og með henni flest af því, sem okkur er dýrmæt- ast og kærast. Æskulýðsvandamálið staðfestir þetta. Því barn, sem hefir tileink- að sér einlæga kristilega trú, er ekki líklegt til að falla fyrir upplausnaráróðri nútímans. — í sannleika er Guðstrúin öruggasta vörnin, sem við getum gefið börnunum okkar. Þetta er ekki bara álit kirkjunn- ar manna, heldur staðfesta einnig hatrömmustu andstæðingar henn- ar það á sinn hátt. Því allar öfbeldis-, kúgunar- og niðurrifs- stefnur amast við lifandi, frjálsri kristindómsboðun. Ofsóknir hafa oft, sem kunnugt er, kostað kristna menn miklar hörmungar. En þær hafa líka oft aukið skilning þeirra á því, að þeir eigi dýrmæta talentu, sem nauðsynlegt sé að varðveita á þann eina hátt, sem mögulegur er — með lifandi starfi. Við nemendum íslenzkra skóla blasir nú ekki bara langt og stundum erfitt vetrarnám, heldur og ævidagur, sem vel getur orðið langur og stormasamur. En vetrarstarfið tekur enda, og ævidagar allra manna eiga sitt kvöld. Einhvern tíma kemur að því, að húsbóndinn kalli okkur öll á sinn fund og krefjist reikningsskila. „Hvaö vannstu Drottins veröld til þarfa, þess verðurðu spurður um sólarlag," segir Einar Bene- diktsson. — Og við skulum biðja Guð að gefa okkur öllum náð til að ávaxta vel okkar talentu, svo að við megum um sólarlag hljóta lof húsbóndans: „Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr. Yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn til fagnaðar herra þíns.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.