Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 Ferðamiðstöðin tek- in til gjaldþrotaskipta FERÐAMIÐSTÖÐIN í Roykjavík hofur vorið tckin til gjaldþrota- skipta að kriifu Gjaldhoimtunnar í Roykjavík som óskaði oftir að svo væri «ort í janúar sl. oftir að Korð höfðu vorið áranjfurslaus liijítiik. Guðmundur Vijfnir Jósefsson jjjaldheimtustjóri tjáði Mbl. að hér væri ekki um miklar fjárhæðir að ræða, en þessi leið hefði verið farin vejjna vanskila fyrirtækisins vejjna álaj;ninj;ar ársins 1977. Hefur verið auj;lýst í Lögbirtinga- blaðinu eftir kröfum í þrotabú fyrirtækisins og er veittur frestur í 4'mánuði. — Ef fyrirtækinu tekst hins vegar að greiða úr fjármálum sínum áður en sá frestur er liðinn vorður ekki af gjaldþrotaskiptum, sagði Guðmundur. Guðjón -Styrkársson formaður stjórnar Ferðamiðstöðvarinnar, dvelst erlendis um þessar mundir og var því ekki hægt að fá nánari upplýsingar um mál þetta. Fjárlagagerðin: „Gengur með eðli- legum hætti núna” segir viðskiptaráðherra „ÞETTA gengur algjörlega með eðlilegum hætti núna,“ sagði Svavar Gestsson við- Náði hærri aldri I SAMBANDI við grein um Halldóru Bjarnadóttur í tilefni af 105 ára afmæli hennar, þar sem sagt er frá konu sem náð hafi hærri aldri en afmælis- barnið, hafði. Stefán Thorder- sen Drápuhlíð 10 hér í bænum samband við Mbl. í gær. Kvaðst hann vilja láta blaðið vita um konu sem náð hefði rúmlega 106 ára aldri. Væri það amma sín. Hét hún Helga Brynjólfsdóttir frá Selalæk á Rangárvöllum. Var hún fædd á Kirkjubæ á Rangárvöllum 1. júní 1847. Hún giftist Stefáni Guðmundssyni og hóf búskap að Bakkárholtsparti í Ölfusi. En sambúð þeirra varð stutt, því Stefán drukknaði í Ölfusá, er hann var að fara yfir hana á ís. Flutti Helga þá til foreldra sinna að Selalæk. Þeim varð einnar dóttur auðið, hét hún Vigdís. Hún giftist Ólafi Thordersen, söðlasmiði í Hafnarfirði. Flutti Vigdís til þeirra hjóna og var á heimili þeirra meðan þeirra naut við. Síðan var Vigdís í heimili dótturdóttur sinnar Sigríðar Thordersen í Hafnarfirði. Þar lézt gamla konan 2. desember árið 1953. Hún hafði því náð 106 ára aldri og 6 mánuðum betur — upp á dag má segja. Helga hafði haft fótavist til hinztu stundar. Hún dó í svefni. Bilun í báðum langbylgjusend- um útvarpsins BILUN VARÐ í langbylgjusendi útvarpsins í fyrrakvöld og í gærmorgun bilaði varasendirinn einnig er setja átti hann í gang. I samtali við Morgunblaðið um hádegi í gær sagði Sigurður Þorkelsson, forstjóri tæknideildar Utvarpsins, að hann vonaðist til að fljótlega tækist að gera við bilunina, en þá var ekki búið að finna hvað olli henni. Flest svæði á landinu gátu hlustað á útvarp þrátt fyrir þessa bilun, en FM-sendar eru víða um landið. Þau svæði, sem verst voru sett varðandi útvarp í gær voru Húnavatnssýslur, Strandir, hluti af Vestfjörðum og uppsveitir Árnessýslu. Flest ný útvarpstæki eru með FM-bylgju, en þó ekki öll. skiptaráðherra, þegar Mbl. spurðist fyrir um hvað liði fjárlagagerð og hvað hann vildi segja um ummæli Lúð- víks Jósepssonar, formanns þingflokks Alþýðubanda- lagsins, um að ríkistjórninni hefði láðst að leita eftir samkomulagi við stuðningsflokkana. „Málið stendur þannig að núna eru þingflokkar stjórn- arfiokkanna og ríkisstjórnin að vinna að því að koma saman fjárlagafrumvarpi og vinna sig niður á forsendur frumvarpsins. Eg hef trú á að það takist, og það ér fullt samráð milli ríkisstjórnar- innar og þingflokkana um vinnubrögðin.“ Sr. Garðar Svavarsson fyrrum sóknarprestur í Laugarnesprestakalli tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýju safnaðarhoimili Laugarnoskirkju. Ljósm. Emilía. Framkvæmdir hafnar við nýtt safnaðarheimili Laugameskirkju FYRSTA skóflustunga að nýju safnaðarheimili Laugarnes- kirkju var tekin í gærmorgun og var síðan hafizt handa um framkvæmdir við að grafa grunn hyggingarinnar. en hún vorður norðan við kirkjuna og að mostu leyti noðanjarðar. Innangongt vorður frá henni í kjallara kirkjunnar on einnig vorður inngangur að vestanverðu. Þorsteinn Ólafsson, formaður sóknarnefndar, bauð gesti vel- komna, en það voru stjórnir safnaðarfélaganna, starfsmenn kirkjunnar og aðrir velunnarar hennar, og síðan tók sr. Garðar Svavarsson, fyrrum sóknar- prestur, til máls, minnti á ritningargrein þá úr Davíðs- sálmum þar sem segir að byggi Drottinn ekki húsið erfiði smið- irnir til ónýtis, og tók hann síðan fyrstu skóflustunguna. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson sóknar- prestur flutti síðan ritningarorð og bæn og sr. Ólafur Skúlason dómprófastur flutti árnaðarósk- ir. Að því loknu var hafist handa um framkvæmdir við að grafa grunninn og þágu gestir síðan kaffiveitingar í fundarsal kirkjunnar. Fyrri áfangi hins nýja safnaðarheimilis verður um 400 fermetrar að stærð, en gert er ráð fyrir að seinni áfangi þess, sem er um 100 fermetrar verði síðar byggður sunnan við kirkjuna. I fyrri áfanganum verður fundarsalur., snyrtiað- staða, eldhús og skrifstofa sóknarprests, en í síðari áfang- anum veröur síðan skrifstofu- álma og þar verður einnig ýmis þjónusta, svo sem fótsnyrting o.fl. Kvenfélag Laugarnessóknar og fleiri aðilar hafa safnað um 6 milljónum króna sem nú eru til ráðstöfunar í upphafi fram- kvæmdanna, en ekki er vitað með vissu hversu mikið fram- kvæmd þessi kemur til með að kosta. Formaður byggingar- nefndar er Karl Ómar Jónsson verkfræðingur, en arkitektar eru þeir Þorvaldur Kristmunds- son og Magnús Guðmundsson. Starfsmenn vegagerðarinnar voru fyrir holgina að fylla í holurnar. Gert við olíumöl á V esturlandsvegi MYNDIR þessar eru teknar á olíumalarkafla á Vesturlandsvegi við' Tíðaskarð, en miklar holur höfðu myndast á þessum vegar- kafla og var fyrir helgina verið að lagfæra þær. Samkvæmt upplýsingum Helga Hallgrímssonar verkfræðings hjá Vegagerð ríkisins er hér um að ræða einn olíumalarkafla af þeim 26 km sem lagðir voru í sumar, en það er ekki einn af þremur tilraunaköflum. Tilraunakaflarn- ir, sem lagðir voru í sumar, eru við Þingvelli, undir Hafnarfjalli og við Blönduós og sagðist Helgi ekki geta sagt um reynslu af þeim vegarköflum fyrr en eftir næsta vetur, þ.e. hvernig þeir þyldu vetrarveður og umferð við misjöfn skilyrði. Sagði Helgi Hallgrímsson að þessir tilraunakaflar væru gerðir að norskri fyrirmynd og væru nokkru ódýrari slitlög en hin venjulega olíumöl. Um vegarkafl- ann við Tíðaskarð sagði Helgi að þar hefðu komið fram slæmar holur og verið væri að rannsaka nú hvað þeim ylli. Allmiklar holur hafa myndast á vogarkafla á Vesturlandsvegi við Tíðaskarð. Ljósm. RAX. Góð loðnuveiði norður af horni GÓÐ loðnuveiði hefur verið undanfarna daga, en loðnu- flotinn hefur verið 60—80 mflur norður af Horni. Síð- ustu tvo sólarhringa til- kynntu 25 skip um samtals 13700 lestir af loðnu. Eftir- talin skip hafa tilkynnt um afla síðan á fimmtudags- kvöldi Óskar Halldórsson 410, Gígja 640, Guðmundur 800, Náttfari 500, Freyja 350, Súlan 800, Faxi 350, Stapavík 540, Loftur Baldvinsson 800, Harpa 420, Skírnir 450, Helga Guðmundsdóttir 750, Kefl- Ráðstefna Sjálfstæðis- flokksins um verkalýðsmál RÁÐSTEFNA verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins hófst í gær á Hellu á Rangárvöllum og voru flutt framsöguerindi um Sjálf- stæðisflokkinn og verkalýðshreyf- inguna, atvinnumál, kjaramál og síðustu aðgerðir stjórnvalda, vinstri stjórn og skattamál. í dag eiga að starfa umræðuhóp- ar og að loknum hádegisiverði flytur Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, ávarp, en ráðstefnunni lýkur með þvi að umræðuhópar skila áliti og fram fara umræður um þau og sam- þykktar ályktanir. víkingur 530, Gunnar Jóns- son 320, Ársæll 400, Huginn 600, Kap II 670, Gísli Arni 620, Bjarni Ólafsson 1050, Rauðsey 540, Bergur II 510, Dagfari 400, Grindvíkingur 1000, Víkurberg 290, Ljósfari 100, Víkingur 850, ísleifur 450, Sæberg 300. Vidgerd á Eyjastrengn- um lýkur á mánudaginn EF VEÐIJR helzt skaplegt um helgina er reiknað með að viðgerð ljúki síödegis á mánudag á raf- strengnum til Vestmannaeyja. Að sögn Garðars Sigurjónssonar, raf- veitustjóra í Eyjum, var byrjað að „splæsa“ strenginn saman fyrir hádegi í gær og bæta bút inn í. Reiknað var með að viðgerð yrði lokið innan tveggja sólarhringa. Flóamarkaður- inn heldur áfram í dag I DAG heldur áfram “ flóa- og pottablómamarkaður sem fjár- öflunarnefnd Junior Chamber Vík hélt í gær í Volvo-salnum, Suður- landsbraut 16. Stendur hann yfir frá kl. 14—17 í dag og á boðstólum er m.a. fatnaður, leikföng auk pottablómanna og fer verð hlut- anna ekki yfir 2500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.