Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 25 J>ær eru ekki margar pop-hljóm- sveitirnar. sem nú starfa á Reykja- víkursvæðinu og hafa nóg að gera. begar aðeins tvö til þrjú veitinga- hús í Reykjavík bjóða upp á „lifandi tónlist“ er ekki hægt að búast við því að hljómsveitir sjái fram á að þær geti haft mikið upp úr því að leika fyrir dansi á almennum dansleikjum. bví er það svo að telja má starfandi pop-hljómsveitir í Reykjavík á fingrum annarrar handar. Cirkus nefnist hljómsveit, sem nú er rúmlega tveggja ára gömul og hrósar því happi að vera húshljómsveit f Klúbbnum. Slag- brandur lagði land undir fót dag einn. ekki alls fyrir löngu og hélt á fund þeirra sexmenninganna í Cirkus, þeirra erinda að fá að vita eitthvað um hag þeirra og vöxt og viðgang. Það var á sunnudegi, sem Slag- brandur renndi í hlað á Klúbbnum, en þar höfðum við mælt okkur mót. Að sjálfsögðu var enginn úr Cirkus mættur í Klúbbnum, en skammt undan var stór og mikil sendiferða- bifreið og í þeirri góðu trú að þar væri að finna einhverja hljómsveit- armeðlimina er ráðist til inngöngu í bílinn. Og mikið rétt, þar bíða Nikulás Róbertsson, hljómborðsleik- ari, og Baldur bílstjóri þess að hinir Cirkus, talið frá vinstrii Davíð Karlsson, Nikulás Róbertsson, Örn Hjálmarsson, Sævar Sverrisson og Jóhann Kristinsson. Fremstur á myndinni situr borvarður Iljálmarsson. Ljósmynd Kristinn. „Eignm nóg efni á tvöfalda plötn, hnn gæti tieitið „Live í Klúbbnnm rætt við liðsmenn hljómsveitarinnar Cirkns láti sjá sig. Meðan við bíðum eftir hinum kemur aðvífandi kona nokk- ur, berleggjuð en í kjól og spyr hvar Laugarneskirkja sé. „Fólk leggur mikið á sig til að komast í kirkju," verður Nikulási að orði, þegar konan er farin aftur, „henni hlýtur að vera kalt á fótunum." En nú er hinn hluti hljómsveitarinnar kominn með lykl- ana og þá er ekkert því til fyrirstöðu að halda inn í fyrirheitna landið, Borgartún 32. Kvöldið áður hafði Cirkus verið að spila á sveitaballi uppi í Borgarfirði og önnur hljóm- sveit hafði leikið í þeirra stað á I. hæð klúbbsins. Eftir miklar vanga- veltur um hvað bera geri við hljóðfæri þeirrar hljómsveitar, hvort betra sé að henda þeim á dansgólfið, eða láta þau bara vera, er ákveðið að láta þau mál bíða betri tíma, en þess í stað setjumst við niður í einn básanna og tökum til við að ræða um heimsmálin og aðra þá hluti er Cirkus við koma. Sem fyrr segir er Cirkus rúmlega tveggja ára gömul hljómsveit, en ekki hefur hún þó starfað óslitið allan þann tíma. Er hljómsveitin hafði starfað í níu mánuði var nafnið hvílt í rúmt ár, en fyrir fjórum mánuðum síðan var hljómsveitin endurvakin. Þá var hljómsveitin sjö manna, en er Linda Gísladóttir hætti í henni fyrir rúmum mánuði, varð hljómsveitin aftur sex manna. Frá upphafi hafa verið í hljómsveit- inni 14 manns, en nú skipa hljóm- sveitina: Sævar Sverrisson, söngur, Davíð Karlsson, trommur, Jóhann Kristinsson, hljómborð, Þorvarður Hjálmarsson, bassi, Örn Hjálmars- son, gítar, og Nikulás Róþertsson, hljómborð. Þrír þessara, þeir Hjálm- arssynir og Davíð, voru meðal þeira, er stofnuðu hljómsveitina. Ilöfum meira að segja litasjónvarp Þegar allir hafa komið sér þægi- lega fyrir og svolgrað í sig kók (svo virðist sem fleira en þreyta hafi setið í þeim Cirkusmönnum eftir Borgar- fjarðarferðina) liggur beinast við að spyrja þá hvenær þeir voru ráðnir sem húshljómsveit í Klúbbnum? „Það var skömmu eftir að Póker hætti,“ svarar Sævar og bætir við, „það er að segja fyrir nokkrum mánuðum. Við leikum þetta þrjú til fjögur kvöld hérna í viku, en inn á milli fáum við frí til að leika annars staðar, eins og t.d. í Borgarfirði í gærkvöldi. „Öll aðstaða hérna er til fyrirmyndar," bætir Örn við, „hér er gott fólk og meira að segja litasjón- varp, svo við þurfum ekki að fara heim frá æfingu til að geta horft á Kojak, en sumir okkar hafa mikið dálæti á honum.“ „Inn á milli þess, sem við erum ekki að leika í Klúbbnum, spilum við á skólaböllum, aðallega hjá framhaldsskólunum, en einnig hjá gagnfræðaskólum í ná- grannabyggðum Reykjavíkur," held- ur Sævar áfram. Hinn sanni tónn Hver er munurinn á að leika fyrir balli í Klúbbnum og á skólaböllum? „Munurinn er sá,“ svara Cirkus- mennirnir, „að við höfum ekki eins mikinn tíma til að stilla hljóðfærin og finna beztu mögulega hljóm, þegar við leikum á skólaböllum. Við æfum hér alla daga og vitum því upp á hár hvernig við getum náð því bezta mögulega fram. En þegar við spilum á skólaböllum höfum við ekki það mikinn tíma að við getum stillt hljóðfærin og hljómtækin þannig að hljómurinn komist sem bezt til skila. Hins vegar höfum við gaman af að leika annars staðar en í Klúbbnum, það er góð tilbreyting að leika ekki alltaf á sama staðnum.“ Er ekki hætta á að þið staðnið, þegar þið eruð alltaf að spila á sama stað og það er vitað mál að sama fólkið sækir mikið staðinn? „Nei, alls ekki. Það að þetta skuli mikið til vera sama fólkið veitir okkur visst aðhald, við þurfum alltaf að vera æfa upp ný og ný lög, annars verða gestirnir óánægðir.“ Hvernig er lagaval ýkkar? „Við leikum þau lög, sem eru vinsælust á hverjum tíma og skjót- um inn frumsömdum lögum. Frum- sömdu lögin hafa fengið allgóðar viðtökur, en við erum ekki vissir um hvað mætti flokka þau undir. Einhverjir hafa flokkað þau undir jazzrokk, en eins og Ásgeir Tómas- son sagði, þá er tónlist gjarnan flokkuð undir jazzrokk, þegar ekki er vitað hvað ætti að kalla hana.“ En hvað með lög með Bítlunum og Stones? „Við erum með tvö lög með Bítlunum,“ svarar Sævar. „Tvö; nei þrjú, bætir Nikulás inn í og hinir líta forviða á hann. „Þau eru aðeins tvö, það er „Back in the U.S.S.R." og „Baby you can drive my car“. „En þriðja lagið, það sem byrjar á trommunum," heldur Nikulás áfram. „Meinarðu lagið, sem byrjar á trommunum," segir Sævar og trallar trommurnar. „Já, já einmitt.“ „Það er ekki bítlalag.“ „En hitt,“ svarar Nikulás staðráðinn í að sanna fyrir hinum að þeir leiki þrjú bítlalög. „Já, það er „Back in the U.S.S.R.“, við leikum aðeins tvö bítlalög. Annars er rokkið mikið að koma aftur," segir Sævar, „það sést bezt á því að Boston Væntanlegar plötur á næstu dögnm: Spilverk Þjóðanna, Gnnnar Þórðarson, Brnnaliðið og Björgvin Halldórsson EINS og fram hefur komið á öðrum stöðum eru líkur á mikilli plötuút- gáfu nú fyrir jólin eða eitthvað líkt því sem var 1976. Nokkuð skýr mörk eru nú í plötuútgáfu hérlend- is. merkjum hefur ekki fjölgað en þau sem hafa lifað af haráttuna eru sterkari en áður að því er virðist. Tvö af þessum „sterku“ eru Steinar h.f. og Illjómplötuútgáfan, en hvor þessara útgáfa á eftir að láta frá sér fara fimm plötur fram að áramótum. Steinar verða fyrst með plötu Spilsverks bjóðanna, „ísland", sem hefur tafist mikið vegna hönnunar pliituumslags að því er virðist. Að sögn manna má búast við hressi- legri plötu frá þeim eins og áður og er hún víst jafnvel rokkaðri en búist var við. Þess má líka geta, að platan sjálf er græn sem er víst nýtt hér á landi, en hefur verið notað á pliitur erlendis undanfarin ár. „ísland“ á að vera komin á markaðinn fyrir lok mánaðarins. Linda Gisladóttir, fyrrum Lumma, verður með breiðskifu sem ber heitið „Linda’h A henni vcrða erlend lög við texta eftir borstein Eggertsson. Þriðja platan er svo „Ljósin í ba'num". Ilér er um að ra'ða plötu frá Stefáni E. Stefánssyni, saxófón- leikara, gítarlcikara og „hvað- eina-annað". Stefán hefur getið sér gott hæði með Galdrakörlum og með Sextettinum. sem lék í skólum um tima. Efnið, sem er samið af Stefáni, er flutt af honum ásamt Gunnari Ilrafnssyni, hassaleikara, þckktum úr Sextettinum. og Melchior, Guðmundi Steingrímssyni slag- verk, Má Elíassyni, trommur, Vilhjálmi Guðjónssyni, gítar. og Hlöðver Smára Ilaraldssyni, hljóm- borðsleikara. Þrír síðastnefndu eru allir í Galdrakrölum. Auk þess aðstoðar Ellen Kristjánsdóttir Stefán við sönginn auk Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og „gests". Fjórða platan er svo Revíuplatan svokallaða. „Þegar mamma var ung“. Á henni syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir og Egill Ólafsson ýmis gömul revíulög við undirleik frá „gömlu kempunni". Þess má geta að ba'ði Sigurður Bjóla og Valgier Guðjónsson koma við sögu í gerð plötunnar, en Sigurður hefur séð um nokkrar hljómplötuupptök- ur á síðsta ári. Fimmta plata frá Steinum h.f. er svo „Fagra veröld" með Sigfúsi Ilalldórssyni og Guðmundi Guðjóns- syni sem tekin var upp, á þremur tímum fyrir skömmu. Á plötunni eru bæði meira og minna þekkt lög eftir Sigfús. Illjómplötuútgáfan varður líka með fimm breiðskífur eins og fyrr segir en upplýsingar á þeim ekki jafn ýtarlegar enn. því miður. Þó er vitað. að á næstu dögum kemur ný plata með Rut Reginalds og á eftir henni verða plötur frá Björgvini Ilalldórssyni og Brunaliðinu og Barnakór Oldutúnsskóla. þannig að þar ætti að vcra eitthvað fyrir alla þar sem hér er um vinsæla lista- menn að ræða. Auk þess er ein nokkuð forvitnileg plata með text- um Kristjáns frá Djúpalæk og lögum Magnúsar Sigmundssonar. sem starfað hefur erlendis frá því að Change hættu. Á plötu þessari er ein alvinsælasta hljómsveitin í dag og þeir leika þrumurokk. Tími diskótekanna er að líða undir lok og rokkið aftur að verða vinsælt." Plötugcrð ekki í bígerð Fyrst Cirkus á töluvert af frum- sömdu efni, er plötuútgáfa í sigtinu? „Nei alla vega ekki í bráð,“ svara þeir. „Samt eigum við ábyggilega nóg efni á tvöfalt albúm, það gæti meira að segja heitið Live í Klúbbn- um. Það er sömu sögu að segjá af hljómleikahaldi, það gæti verið gaman að halda hljómleika og þá annaðhvort í Austurbæjarbíói eða Háskólabíói. En það er of dýrt og myndi aðeins vera gert til að fylgja eftir útkomu hljómplötu. Sem fyrr segir er þó ekki útlit fyrir að af því verði á næstunni.“ „Það kostar sitt að vera í þessum „bransa" og má sem dæmi nefna að við erum hver um sig með hljóðfæri að verðmæti um eina milljón króna," skýtur Nikulás inn í. „Kaupið er ekkert sérstakt, en við skulum ekkert vera að nefna neinar tölur í því sambandi.“ Hvað æfið þið mikið? „Venjulega æfum við þetta fjóra klukkutíma á dag og hyrjum þá venjulega ekki æfingar fyrr en síðla dags, af því að tveir okkar eru í skóla á morgnana. Og svo er gert hlé á kvöldin til að horfa á Kojak." Ríkið tekur 75% Nú leikið þið talsvert á sveitaböll- um. Er einhver munur að leika á þeim núna og fyrir fimm árum? „Tja, ég var nú ekki byrjaður þá,“ segir Sævar, en Nikulás svarar „enginn.“ „Það er kannski minna um slagsmái nú, en var fyrir fimm árum,“ segir Davíð, „en annars er eiginlega enginn munur. Sveitaböll eru ekki eins og þau voru fyrir löngu síðan og að vissu leyti er sveitaballa- sjarminn horfinn. En það er samt skemmtileg tilbreyting að spila á sveitaböllum. Hvað áflogin varðar, þá er það alltaf einn og einn, sem vilja fara að slást, en þá er þeim bara hent út. Sveitaböll eru heldur ekki eins vel sótt og þau voru áður, og í raun má segja að það sé lítill fjárhagslegur grundvöllur fyrir hljómsveit að halda sveitaball, þegar ríkið tekur allt að 75% af miðaverð- inu. Þannig að ef miði kostar 3.500 krónur, þá renna 2700 krónur í vasa ríkisins." Hvernig er með endurnýjun á hljómlistarmönnum. Koma nýir í stað þeirra, sem hætta? „Endurnýjun er lítil og þetta eru mikið til sömu mennirnir, sem eru í þessu. Það eru fáir nýir tónlistar- menn sem skjóta upp kollinum, en það er ekki gott að vita, af hverju þetta stafar. Kannski er það af því að það er ekkert að gera fyrir hljómsveitir, að minnsta kosti hér á Reykjavíkursvæðinu. Við hefðum litið að gera ef ekki væri Klúbbur- inn, en úr því sem komið er erum við eina hljómsveitin, sem spilar á fullu." Hljómsveitarmeðlimir eru byrjað- ir að geispa og Baldur bílstjóri er aftur tekinn til við að semja lög á gítar. Það er því auðsætt að það er kominn tími fyrir Slagbrand að hverfa af vettvangi, verki hans er lokið. SA. munu ýmsir listamenn leggja fram sinn skerf og munum við segja nánar frá henni síðar. Þess má líka geta. að Gunnar Þórðarson er kominn til landsins með tviifalda plötu sem tekin var upp að mestu leyti í Los Angeles. Platan er tilhúin þó eitthvað spúrsmál sé enn með nafn á hcnni. Annars er mjög lítið um plötuna vitað og allir virðast hundnir einhvers konar þagnarheiti, þó er það víst að ein hliðin er heilt verk. instrumental. tvær hliðar með erlendum textum og ein með íslenskum. Mikill fjöldi aðstoðar- manna er á plötunni. og eru lög eftir Gunnar sjálfan að sjálfsögðu. Væntanlega fáum við að heyra meira frá plötu þessari á næstunni. Þess má líka geta að ein plata sem va-ntanleg var á markaðinn fyrir áramót kemur alla vega ekki út fyrr en eftir áramót. Það er safnplata Trúbrots. sem kemur til með að innihalda alla „Lifun" auk valins efnis af hinum þremur. „Trúbrot" „Undir áhrifum" og „Mandala". Platan sjálf er tilbúin en enn á eftir að ganga frá hulstrinu, sem verður veglegur kassi með tilhcyrandi sögulegum upplýsingum í hæklingi meðfylgj- andi. En þó að plötu þessari sé frestað nú. verður hún líklega með fyrstu plötunum á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.