Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTOBER 1978 Samskipti við bæk- ur og fólk auðga Mð það á að verða, því hverfin þróast. Núna er til dæmis mjöf; mikið af litlum börnum í Breiðholti, en aldursskiptingin getur breytzt. í Breiðholtssafninu verður venju- legt safn, stórt og myndarlegt með útlánadeild fyrir börn og fullorðna og upplýsingaþjónustu, sem ég tel mjög mikilvæga. Til dæmis verður þar hægt að hafa sögustundir fyrir forskólabörn á aldrinum 4—6 ára, eips og við höfum lengi haft í Sólheimaútibúi og einnig í Bú- staðaútibúi. — Segðu okkur hvernig þa‘r eru. Ekki er víst að allir þekki þann þátt? — Sögustundirnar eru einu sinni í viku. Þá er lesið fyrir börnin og stundum fer fram svolitið föndur. En hugmyndin er sú að ná sambandi við barnið — ná augnasambandi við það — svo að það finni frið og ró og einbeiti sér að því að hlusta. Nú á dögum er í Borgarbókasaíninu í Reykjavík standa um 270 þúsund bækur lesendum í horginni til hoða. Og 55 starfsmenn veita lánþegum þá þjónustu. sem þeir mega. Ekki eru allar þessar ha kur eða starfsfólk á ('inum stað. Aðalsafnið er í hinu virðulega gamla húsi Esjubergi við Þingholtsstræti 27. En útibúin þrjú eru í Bústaðakirkju. Sólheimum 27 og hið Í1 árs gamla Vesturba'jarútibú starfar enn í sínu litla húsna-ði á Bofsvallagntu 16. en þjónusta við aðra horgarhluta er enn leyst með tveimur bókabílum. En í ráði er að koma fyrir nýju útihúi fvrir iirt vaxandi Breiðholtshverfi í nýrri félagsmiðstöð við (Jerðuherg. Það er nú brýnasta verkefnið, og um það var fyrst rætt við Elfu Björg Gunnarsdóttur, sem verið hefur borgarbókarvörður síðast- liðin þrjú ár, og er full af áhuga á að ba*ta borgarbókasafnið og færa smám saman út kvíarnar. • Nýtt útibú í Breiðholti Síðustu fréttir, sem ég hefi af nýja útibúinu í Breiðholti, er að byrjað verði á byggingunni snemma á næsta ári eða í vetur, svarar Elfa Björk spurningu þar að lútandi. Þar á að reisa Félags- miðstöð, sem Framkvæmdastofn- un leggur til og á borgarbókasafn- ið að fá aðra hæðina, en félags- starfsemi ýmiss konar að verða á hinni. Búið er að teikna húsið og samþykkja teikningarnar og ég er ákaflega ánægð með að hafa fengið að vera með í ráðum. Þarna verður rými fyrir mjög gott safn, og í húsinu verður kaffistofa,'sem er nijög gott að sé í námunda við slíkt bókasafn. Einnig verður aðstaða fyrir farandsýningar í húsinu, o.fl. — í þessu safni ætti því að verða góð vinnuaðstaða og möguleiki á ýntsum þáttum, sem oft er erfitt að konia fyrir. Eins er þarna gert ráð fyrir vissum hreyfanleika, sem er mjög nauðsynlegt. I rauninni er ekki hægt að vita fyrr en safnið er b.vrjað hvernig segir Elfa Björk Gunn- arsdóttir borgar- bókavörður Hann kann sýnilega að meta bækur. framboð svo mikið. Það er svo mikið af öllu, að mikilvægt er að manneskjan finni frið, geti hlustað og nái sambandi við aðra mann- eskju. Ég held að nauðsynlegt sé að veita einstaklingnum uppeldi á þann veg að hann geti lært að velja úr öllu þessu framboði, sem yfir hann dynur og fer sívaxandi. Það er mikilvægt að hann læri að taka ekki bara við öllu, sem að berst heldur kunni að velja úr og einbeita sér. Og þarna náum við til yngsta fólksins. — Þú tókst fram að upplýs- ingaþjónusta væri mjög mikil- væg? — Já, keppikeflið er að fá upplýsingaþjónustuna alls staðar aðgreinda frá afgreiðslunni. Þess verkaskipting þykir sjálfsögð, þar sem bókasöfn eru þróuð, til að nýta bókaköst safnsins og veita viðskiptavinunum sem besta þjón- ustu. Vinnuálagið er of mikið á þeim, sem eiga að afgreiða og stimpla bækurnar, til að þeir geti annast nema að takmörkuðu leyti upplýsingar. Til þess þarf bóka- safnsfræðing með handbækur, uppsláttarrit og rýmri tíma. Þessi verkaskipting er raunar hafin hjá okkur í Bústaðasafninu og í aðalsafni, þar sem við höfum upplýsingaþjónustu helminginn af opnunartímanum. Þegar við feng- um húsnæði úti í Þingholtsstræti 27 fyrir lestrarsal og geymslur, fengust betri möguleikar til verka- skiptingar, sem ekki var hægt í þre.ngslunum áður. — Þið eruð að vinna að endurhótum á gamla aðalsafn- inu? — Já, safnið sjálft er orðiö yfir 50 ára gamalt og hefur að sjálfsögðu stækkað mikið. Húsið, Esjuberg, var byggt 1916 og við höfum verið að taka það í gegn að innan, flytja lestrarsalinn í leigu- húsnæði í Þingholtsstræti 27, en við það fengust 4 vinnuherbergi á efri hæðinni í gamla húsinu. Það bjargar bókstaflega lífi okkar, því áður sátu allir í einu vinnuher- bergi, sem stöðugur fólksstraumur var um. Þingholtsstræti 27 er að vísu aðeins leiguhúsnæði til bráða- birgða, þar til nýtt safnhús er risið, en það bjargar málum. Við erum raunar enn með starfsemi úti í bæ, sem í framtíðinni á að vera í nýju aðalsafnhúsi í svoköll- uðum nýjum miðbæ í Kringlunni. Okkur liggur mest á að fá kjallarann og koma bókabílunum undir þak þar. • Bókabílarnir fermdir úti — Bókabílarnir þurfa nauðsyn- lega að vera undir þaki, segir Elfa Björk til skýringar. Þess vegna þráum við svo mjög að hægt verði að byrja byggingu á þessum 900 fermetra kjallara í nýju bóka- safnsbyggingunni, en þar væri hægt að hafa bílana inni meðan verið er að ferma þá og afferma, sem ski])tir mjög miklu máli. Þá skapaðist grundvöllur til skyn- samlegri vinnubragöa og hægt að stytta vaktir þeirra sem eru með bílana. Núna verður að sækja bílana í annað borgarhverfi, ferma þá úti, sem ekki er gott þegar um bækur er að ræða, og fara svo með þá á staðinn. Bókabílarnir voru gott framtak og þeir eru góðir til sinna réttu nota, til uppfyllingar. En þeir eru ekki færir um að þjóna .10 þúsund manna hverfi, eins og gert hefur verið í Breiðhoiti. Þeir hafa takmarkað rými og koma aðeins á vissum tímum í vikunni, Sögustundir eru vin- sælar í Sólheima- safni. Hugmyndin er aö ná sambandi við barnið, svo Það finni friö og ró og geti einbeitt sér að því að hlusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.