Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 Sólveig Vilhjátmsdótt- ir — Minningarorð Fædd 27. september 1900. Dáin 6. október 1978. Sólveig Vilhjálmsdóttir var fædd að Ölduhrygg í Svarfaðardal 27. september árið 1900. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Jóns- dóttur frá Jarðbrú og Vilhjálms Einarssonar, kenndum við Bakka í Svarfaðardal, mikils dugnaðarr og atorkumanns. Sólvei(í flu^tist ung með foreldrum sínum að Bakka í Svarfaðardal oíí ólst hún þar upp með systkinum sínum, en þau voru alls 8, sem upp komust auk hálfsystur. Sólveig fluttist um tvítugt til Reykjavíkur og vann þar ýmis störf, var hún aðallega í vistum, m.a. hjá Eiríki Hjartar- syni.og Höskuldi Baldvinssyni og minntist hún þeirra ávallt með hlýhug. Síðar vann hún sem ráðskona á Siglufirði og þar kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Mafínúsi Jónssyni Scheving. Þau eignuðust tvö börn, Eyjólf Ægi Magnússon, kennara í Borg- arnesi, og Sigrúnu Magnúsdóttur,. kaupmann, Reykjavík. Þau bjuggu fyrst að Miðtúni 72 í Reykjavík en síðar eða 1946 hófust þau handa umbyggingu húss að Skipasundi 13 og þangað fluttu þau 1947. Þar bjuggu þau til 1976 en þá var heilsufar Sólveigar orðið þannig, að hún varð að dvelja meira og minna á sjúkrastofnun- um. Það er og víst, að þessi þrjú síðustu æviár Sólveigar hafa orðið henni mjög þungbær, líkamlega þrekið var bilað en hið andlega heilbrigt og athafnaþráin hin sama sem fyrr, eins og hún átti kyn til. Eftir aö ljóst var, að leysa varð upp heimilið að Skipasundi 13, vildi Sólveig flytja til sonar síns í Borgarnesi, langt frá vinum og kunningjum, þó hún ætti ef til vill ekki heima í því umhverfi. Það voru margir sem skildu það ekki, en bakgrunnurinn er raunar ein- faldur, þegar sonurinn var ungur fékk hann sjúkdóm, sem eflaust hefði dregið hann til dauða, ef ekki hefði notið móðurástarinnar við, sem leggur allt í sölurnar til að vernda það smáa og veikbyggða. Það var einn s^rstakur eiginieiki Sóiveigar að vernda þá sem máttu sín minna. Við þráttuðum oft um stjórn- mál, hennar .stjórnmálalega skoð- un var óhagganleg, byggð á reynslu, reynslu sem hún kynntist á síðustu áratugum konungsríkis á íslandi og fyrsta áratug lýðveldis, þar sem hún fann fyrir því, að sumir voru fæddir æðri, fæddir til þess að stjórna, án hæfileika, án vitundar um mannlegt eðli, • án vitundar um, að kannski er lífinu ekki lokið með hérvist á jörðu. Hér með er ekki sagt, að kommúnistiskt þjóðfélag væri það sem hún tryði á, heldur frekar jafnrétti fyrir alla þegna þjóð- + Móðir okkar, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, fré Skipholti, verður jarðsett frá Hruna miðvikudaginn 18. október kl. 14. Blóm vinsamlega afbeðin. En þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Börnin. + Maöurinn minn, GUNNAR BJÖRN HALLDÓRSSON, Stóragerði 38, andaðist á Borgarspítalanum 13. október 1978. Aðalheiður Jóhannsdóttir. + Astka r sonur okkar og broðir, JÓN HAUKUR STEINÞÓRSSON, Staðarvör 2, Grindavik, er lést 8. þ.m. veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. október kl. 10.30. Jóhanna Pétursdóttir, Steinoor Þorvaldsson, systkini og aðrir vandamenn. + Eiginkona mín. móöir okkar, tengdamóöir og amma, SÓLVEIG VILHJALMSDÓTTIR, frá Bakka í Svarfaðardal, til heimilis að Klettavík 13, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. októberkl. 1:30. Magnús Scheving, Sigrún Magnúsdóttir, Kari Einarsson, Eyjólfur Magnússon, Þórveig Hjartardóttir, og barnabörn. + Konan min, móðir okkar, tengdamóðir og amma JÓNA VIGDÍS GUÐLAUGSOÓTTIR, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni, þriöjudaginn 17. október kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Jón H. Stefánsson, Rúnar Jónsson, Rose Jónsson, Anna J. Jónsdóttir, Þröstur Eggertsson, og barnabörn. ¦k. félagsins, hvort sem þeir voru fæddir í fátæklegum ranni eða konungshöll. A skilnaðarstundu leitar hugur- inn til baka. Mér er sérstaklega minnísstætt ferðalag í snjóadalinn eins og ég nefndi hann, að sjálfsögðu öfugmæli. Ég hafði aldrei komið áður norður fyrir Holtavörðuheiði. Allt sem fyrir augum bar var nýtt og því athygli vert, fegurð Vatnsdals og Skaga- fjarðar var mikil. Sólveig sagði fátt en mælti þó: „Bíddu þangað til þú kemur í Svarfaöardalinn." Ég gerði grín að þessu og sagði að það gæti ekki verið fallegra en hér. Ég mátti reyna annað. Það er ekki þar með sagt að Svarfaðar- dalur sé fegursta sveit á íslandi, en sé það dregið saman í eina heild, sveitin og fólkið, sem þar býr, þá er það í mínum huga ofar öðru og víst er að trúin á land og þjóð fékk byr undir báða vængi við þessi kynni. Ég fæ aldrei .fullþakkað þá aðstoð, sem Sólveig og Magnús veittu mér, þegar ég var við nám erlendis. Ekki skal heldur gleymt þeim mörgu bréfum, sem komu næstum vikulega frá íslandi og héldu sveitastrák austan úr Skaftafellssýslu og Reykjavíkur- stúlku í.tengslum við land og þjóð. Tilhlökkunin eftir þessum bréfum var meiri en orð fá lýst, þau voru ómissandi fyrir íslenzk börn í fjarlægu landi. Sólveig var mikil dugnaðar- og atorkukona og er það ekki ofsagt, að ætlaði hún sér eitthvað, þá kom hún því í kring. Sólveig var mjög laghent og útsjónarsöm, prjónaði hún og heklaði mikið af fallegum hlutum, einkum hin síðari ár. Sólveig hafði mikla dulræna hæfi- leika og væri hægt að segja margar sögur varðandi það. En það er athyglisvert að fólk, sem hefur slíka hæfileika, hefur oft betri skilning á lífinu og það er leitað til þess í nauðum, svo var og með Sólveigu. Þeir voru margir sem leituðu halds og trausts hjá henni þegar eitthvað bjátaði á. 3Sólveig hafði einnig sérstakt lag á bórnum og kenndi hún mörgum börnum að stafa og kveða að áður en skólagangan hófst. Heimilisins að Skipasundi 13 minnist ég með sérstakri hlýju. Þar var ekki lognmollan, þar var alltaf eitthvað að gerast. Sólveig var sérstaklega félagslynd og gestrisin, Var því oft margt um manninn á heimili hennar. Þar kynntist ég mörgu ágætisfólki, sem ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af kynnum við. Enduð er ævi góðrar og mikil- hæfrar konu. Við sem höfum verið í nánum samvistum við hana, þökkum henni samfylgdina og allt sem hún gerði fyrir okkur. Barnabörnin fimm hafa misst góða ömmu, sem þau munu sakna mjög og við hin hófum misst konu, sem hafði ótæmandi baráttuþrek og vilja til þess að stuðla að betra lífi sinna nánustu. Við vitum að líf hennar var þungbært þessi síðustu ár, sam- vizkan kvelur okkur, að við gerð- um ekki meira til þess að létta henni þessar þungbæru byrðar. Algóður guð hefur nú flutt hana yfir landamæri þrauta og þjáninga og sé þar Svarfaðardalur, sem er án efa, er hana þar að finna. Guð blessi hennar nýja líf. Elfan líður til óssins hljóð. fjtsærinn bfður, hið mikla flóð. Fjbrið er breytt f fSlva tiitn. Hún er feijf... Hún er lygn. Að baki íjiill — fram undan haf. Feijrð ræður sá. er lffið gaf. Davi'A Strlánssun. K. Ein. + Eiginkona mín, SESSELJA VILHJÁLMSDÓTTIR, Laugarásvegi 7, verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 17. október kl. 13:30. Helgi Bjarnason. + Hjartans þakkir sendum viö ölium nær og fjær sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns. föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR ARNFINNSSONAR, Baldursgötu 32. Ester Sigfúsdóttir, synir, tengdadóttir og barnabórn. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu- við andlát og jaröarför, INGIBERGS JÓNASSONAR, Vesturgðtu 65, Iris Nissen Gerhard Nissen, Sigurður Ingibergsson, Margrét Friðfinnsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför móður okkar og tengdamóöur SIGURBORGAR ÞORVALDSDÓTTUR. Systkinin frá Flateyri við Reyðarfjörð og fjölskyldur. _llin langa þraut er liðin. nú loksins hlaustu friðinn**. Við viljum flytja ömmu okkar fáein kveðjuorð er við nú fylgjum henni hinsta spölinn. Þótt okkar fátæklegu orð segi lítið á blaði, fyrir allt er hún var okkur. Við munum blíða hönd hennar á vanga til huggunar sem og í gleði. Sögurnar er spruttu fram af vörum hennar án allrar fyrirhafn- ar, er fjölluðu um allt milli himins og jarðar. Og hversu auðveldlega hún náði hugum okkar til hlustun- ar og til skilnings á lífinu og tilverunni. Spurningum okkar sem við spurðum um, er við sátum við hné hennar, spurningum sem enginn gat hafa svarað betur á svo einfaldan og skýran hátt. Eins og þegar hún talaði um Guð og dauðann sem öll börn spyrja um, var svarið svo.auðskilið. Við vitum að hún er hjá Guði, í ljósgeisla birtunnar, er hún sáði í þessu jarð!íii. Við viljum þakka Sólveigu ömmu fyrir kennsluna, bænirnar, vísurnar, leikina og hvað hún var ætíð þolinmóð að kenna okkur að spila á spil. Ánægjulegasta gjöfin er við fengum á fermingardegi okkar var hinn mikli dugnaður ömmu, er hún sýndi að koma í veisluna þótt fársjúk væri og taka þátt í gleði okkar er þeim degi fylgir. Við munum alltaf minnast Sólveigar ömmu eins og hún var í lifanda lífi og eins er við vorum viðstödd kistulagningu hennar. Hún sagði okkur satt um svefninn langa. Já hún sagði okkur alltaf satt. „Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa". Nú skiljum við þau spakmæli. „Sannleikurinn er sagna best- ur", sagði amma okkar oft, og eftir því lifði hún ætíð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ragna Sólveig — Magnús Örn. „Og þó hún kvala kenndi af kvillum í elli, brúna jafnheiðskír hiniinn hugarró sýndi. Dauða æst bjartlegast brusti blíðlyndið henni úr augum, var sem iind leitaði Ijóra o(t liti til veðurs.". B.Th. Á morgun verður lögð til hinstu hvíldar tengdamóðir mín, Sólveig Vilhjálmsdóttir, til heimilis að Klettavík 13, Borgarnesi. Hún var fædd í Svarfaðardal, dóttir hjón- anna Kristínar Jónsdóttur og Vilhjálms Einarssonar, Bakka, Svarfaðardal. Hún fluttist ung að heiman og bjó lengstan aldur sinn í Reykja- vík. Ég kynntist Sólveigu og manni hennar Magnúsi Scheving er ég giftist syni þeirra. Heimili þeirra var lengst af í Skipasundi 13, Reykjavík. En vegna veikinda hennar urðu þau að selja þá eign og breyta um umhverfi. Ég, sem þessar línur rita, veit það, hversu þung raun það var að kveðja það hús. Húsið sem þau höfðu komið upp með mikilli elju og atorku. Húsið að Skipasundi 13 var þeirra Afmœlis- og minningar- greinar ATIIYGLI skal vakin á því. að afma-lis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur §rein. sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi íyrir hádegi á mánudag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- íormi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.