Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 27 r Sextugur—Olafur Hjartar bókavörður Árin líða hvert af öðru og fyrr en varir hafa menn náð þeim aldri að full ástæða er að geta þess með nokkrum orðum. Einn þessara manna er vinur minn Ólafur F. Hjartar bókavörð- ur sem er sextugur í dag. Ólafur er fæddur á Suðureyri í Súgandafirði, þar sem foreldrar hans, Kristín Þóra Jónsdóttir og Friðrik Hjartar skólastjóri, bjuggu. Ólafur var við nám í Mennta- skólanum á Akureyri og varð stúdent þaðan 1939. Kennarapróf tók hann 1942. Síðan lagði hann stund á bókvörslu í School of Librarianship, University College, í London. B.A.-próf í ensku tók hann við Háskóla Islands 1954. Eftir þaö starfaði Ólafur við kennslu um skeið við barnaskólana í Vestmannaeyjum, Siglufirði og Akranesi. Kenndi einnig við Stýri- mannaskólann, Námsflokka Reykjavíkur, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og F'lensborg í Hafn- arfirði. Hann var aðstoðarbókavörður við bókasafn Háskóla íslands 1947—53. Starfsmaður fjármála- eftirlits skólamála um eins árs skeið og bókavörður við Borgar- bókasafn Reykjavíkur. Árið 1958 var Ólafur ráðinn bókavörður í Landsbókasafni ísl. og hefur starfað þar síðan. Ólafur er félagshyggjumaður, ungur að árum gekk hann í reglu góðtemplara og hefur verið virkur félagi þar um áratugi. Hann hefur gegnt þar ábyrgðarstörfum, verið gæslumaður í barnastúku og átt sæti í framkvæmdanefnd Stór- stúkunnar, framkvæmdastjóri Áfengis- og bindindismálasýning- ar haustið 1955. Umsjónarmaður bindindisbókasafns G.T.-reglunn- ar um árabil og skrásetti hann þá safnið og flokkaði. 011 störf sem honum hafa verið ¦ falin hefur Ólafur rækt af kostgæfni og trúmennsku. Olafur er músíkalskur og söng- elskur, leikur prýðisvel á orgel, og hefur það oft komið sér vel þegar þurft hefur að leita til hans í félagsstarfinu. Nokkur rit liggja eftir hann, sem hann hefur ritað einn eða með öðrum og má þar nefna Bókasafns- rit 1. ásamt Birni Sigfússyni, Vorblómið ásamt öðrum, lítil bók skrifuð fyrir börn og unglinga, sem komið hefur út árlega 8.1. 15 ár á vegum Unglingareglunnar. Hann aðstoðaði við útgáfu á hinu nýja Alþingismannatali, sem ný- lega er komið út. Auk þess sem hér er talið liggja fleiri rit eftir hann sem hér verða ekki talin. Ólafur er léttur á fæti og snar í hreyfingum, fljótur að koma í framkvæmd því verkefni sem fyrir liggur. Hann er ekki málskrafs- maður, en ákveðinn í tilsvörum og segir meiningu sína hver sem í hlut á. Heilsteyptur og orðheldinn. Aðalstarf Ólafs hefur verið eins og fyrr segir við bókasöfn og hefur hann lagt sig fram um að kynna sér þau störf sem best, og er því mjög fær á þessu sviði, enda áhugasamur um bækur og bókaút- gáfu og fylgist þar mjög vel með. Eiginkona Olafs er Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir og eiga þau þrjú börn, Svavar, Sverri og Þóru. Þau hjónin hafa búið sér gott heimili að Mosgerði 9 og þangað hefur verið ánægjulegt að koma. Ég vona að við spilafélag- arnir eigum enn um stund eftir að hittast og taka slag, eins og við höfum gert um mörg liðin ár. Ólafur, heillaóskir til þín og fjölskyldu þinnar á þessum merku tímamótum. Kristján Guðmundsson. Aóalfundur Knattspyrnudeildar Fram Knattspyrnudeild Fram heldur aöalfund sinn í félagsheimilinu viö Safamýri í dag 15. október kl. 2. Venjuleg aöalfundarstörf. Stjómin. Fatamarkaóur Drengjabuxur frá 900- Barna gallabuxur frá kr. 2.200- Drengjaskyrtur frá kr. 700- Smekkbuxur frá kr. 2.200- Herrabuxur frá kr. 3.200- Kvennbuxur frá kr. 3.500- Peysur, sokkar og margt fleira á góðu veröí. Mikið úrval af allskonar efnisbútum. Komið skoðið og gerið góð kaup. Buxna- og bútamarkaðurinn Skúlagötu 26. Rýmingarsala 60—80% afsláttur á margskonar ullarvörum. Peysur, pils, kjólar, buxur o.fl. SERTILBOÐ meöan birgöir endast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.