Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 23 ylkir burstaói ram i ÞAR KOM að því að Fylkir sýndi hvað í sér bjó og það svo um munaði. Fylkir lék nú sinn besta leik á haust- inu og vafalaust besta leik sem liðið hefur nokkru sinni leikið í handbolta. Fram, sem í síðasta leik sínum lagði FH að velli, mátti þola stórtap, 17—22 fyrir litla liðinu úr Árbæn- um, staðan í hálfleik var 10—10. Frammarar hafa vafalaust vanmetið and- stæðinga sína, sem hins vegar mættu til leiks ákveðnir í að hljóta sín fyrstu stig. Liðin skiptust á um forystuna í fyrri hálfleik, en þó var hún oftar Fylkismegin. Svo virtist sem mesti móðurinn væri að renna af Fylki snemma í síðari hálfleik, þegar Fram komst 2 mörkum yfir, 13—11 og 14—12, en lokakaflan kafsigldu Fylkismenn Frammara algerlega með því að skora 10 mörk gegn 3. Allir lögðust á eitt, Jón Gunnarsson varði af óviðjafnanlegri snilld og skyttur Fylkis, nafnarnir Einar A og Einar E, Gunnar og Guðni Hauks- son skoruðu næstum að vild sinni, enda hirti ekki nokkur Frammari um að ganga út á móti þeim. Frammarar misnotuðu 7 víti í 'leiknum, þar af mörg undir lokin og þeir brotnuðu hreinlega undan mótlætinu. Óhætt er að fullyrða, að verði framhald á slíkum leikjum hjá Fylki, verða stigin fleiri sem í safnið koma, enda mun STAÐAN Staðan í 1. deild eftir leiki helgarinnar er vafalítið ekki veita af sem flestum. Bestu leikmenn Frammara voru þeir Sigurbergur og Gústaf, þótt sá síðarnefndi væri frekar mis- tækur í vítaköstunum. Flestir Frammara hafa þó oftast leikið betur en nú. Varla er hægt að týna neina sérstaka út úr Fylkisliðinu fyrir góða frammistöðu, allir lögðust á eitt, léku vel og verðskuldaður sigur féll í þeirra hlut. Að öðrum ólöstuðum, var þó markvörðurinn Jón Gunnarsson mjög góður, einkum lokakaflann, þegar Fylkir var að stinga mótherjann af. Athygli vöktu einnig falleg mörk Guðna Haukssonar undir lokin. 1 STUTTU MÁLI. 1. deild, Laujcardalshölli 22-17(10-10). Fylkir — Fram þessii Valur 4 3 10 VíkinKur 4 3 10 FH 4 3 0 1 Fram 4 2 0 2 Haukar 4 10 3 Fylkir 4 10 3 HK 4 10 3 Markhæstu leikmenn erui HörAur Ilarðarson, Haukum Gústaf Björnsson, Fram Geir Ilallsteinsson. FH Páll Björgvinsson, Vík. Guðjón Marteinsson, ÍR 74-64 91-82 84-64 79-83 82-86 73-78 72—-87 27 27 24 20 20 • Gunnar Baldursson (nr. 3) átti mjög góðan leik gegn Fram gærkvöldi eins og flestir félaga hans hjá Fylki. MÖRK FYLKISi Gunnar Baldursson og Einar Einarsson 5 hver, Guðni Hauksson 4, Stefán Hjálmarsson og Einar Ágústsson 2 hvor, Sigurður Símonarson, Örn Hafsteins- son, Kristinn Sigurðsson og Halldór Sig. 1 mark hver. MÖRK FRAM. Gústaf 8 (5 víti), Atli 3, Erlendur 2, Sigurbergur 2, Björn og Pétur eitt hvor. MISNOTUÐ VÍTI. Jón Gunnarsson varði frá Gústaf tvívegis, frá Atla og Erlendi, auk þess skaut Gústaf tvívegis í stöng og einu sinni yfir. Guðjón Erlendsson varði frá Gunnari. BROTTREKSTRAR. Einar Ág. útilokaður, Kristján Unnarsson 4 mín og Birgir Jóh. Sigurðsson Sím. og Björn Eiríksson 2 mín. hver. - GG. Fram marði KR FRAMSTÚLKURNAR hristu af sér slenið eftir tapið gegn FH fyrir skömmu, með því að vinna sigur yfir KR í fyrstu deild kvenna í gærkvöldi. Það gekk aö vísu brösulega að yfirbuga frískar KR-dömurnar, loka- tölurnar urðu 13—11 fyrir'Fram og skoraði Erla Sverrisdóttir síöasta markið úr aukakasti eftir aö leiktíma var lokið. Staðan í hálfleik var 7—6 fyrir Fram. Leikurinn var ávallt mjög jafn, en síðla í síðari hálfleik, skoruðu Framstúlkurnar 4 mörk í röð, komust í 12—9 og þaðan var ekki aftur snúið. Mörk Fram: Oddný og Erla 4 hvor, Guðríður 3, Guörún og Jóhanna 1. Mörk KR: Olga 4, Hansína og Nína 2 hvor, Birna, Anna og Karólína 1 mark hver. — 99- Stórsigur Hauka HAUKAR sigruðu Víking í 1. deild kvenna á sunnudagskvöld er liðin léku saman í Ilafnarfirði með sjö marka mun 14—7. Ifefði þessi sigur Ilaukastúlknanna getað orðið enn stærri ef þær hefðu ekki slakað verulega á og kæruleysi hefði ekki gætt í leik þeirra er staðan var orðin 12—3. í um miðjan síðari hálfleik. Elnkunnagjöfin Handknalllelkur FH. Magnús Ólafsson 2, Birgir Finnbogason 1, Geir Hallsteins- son 3, Gils Stefánsson 2, Sæmundur Stefánsson 2, Valgaröur Valgarösson 2, Sveinn Bragason 1, Hans Guömundsson 1, Guömundur Magnússon 2, Guðmundur Árni Stefánsson 2, Janus Guðlaugsson 2. HK. Einar Þorvarðarson 2, Bergsveinn Þórarinsson 2, Kristinn Ólafsson 2, Gissur Kristinsson 1, Hilmar Sigurgísla- son 2, Óskar Bjartmarsson 2, Ragnar Ólafsson 2, Erling Sig- urðsson 1, Jón Einarsson 2, Björn Blöndal 2, Friðjón Jónsson 1, Kolbeinn Andrésson 1. VALUR: Ólafur Benediktsson 3, Bjarni Guðmundsson 2, Gísli Arnar Gunnarsson 2, Steindór Gunnarsson 2, Stefón Gunnars- son 2, Þorbjörn Jenson 2, Jón H. Karlsson 2, Jón Pétur Jónsson 2, Þorbjörn Guömundsson 3, Karl Jónsson 1. IR: Jens Einarsson 3, Bjarni Hákonarson 2, Guðjón Marteins- son 2, Sigurður Svavarsson 2, Sigurður Gíslason 3, Ársæll Hafsteinsson 2, Bjarni Bessason 1, Vilhjálmur Sigurgeirsson 1, Guðmundur Þórðarson 2, Hafliði Halldórsson 2, Brynjólfur Markús- son 1. HAUKAR: Gunnlaugur Gunnlaugsson 2, Ólafur Guðjóns- son 1, Andrés Kristjánsson 3, Ingimar Haraldsson 2, Þórir Gíslason 2, Svavar Geirsson 1, Sigurgeir Marteinsson 2, Stefán Jónsson 3, Árni Hermansson 1, Árni Sverrisson 2, Hörður Harðar- son 3, Höröur Sigmarsson 1. VÍKINGUR: Kristján Sigmunds- son 2, Siguröur Gunnarsson 2, Ólafur Jónsson 2, Skarphéöinn Óksarsson 2, Magnús Guöfinns- son 1, Erlendur Hermansson 2, Árni Indriðason 2, Ólafur Einars- son 1, Viggó Sigurðsson 4, Páll Björgvinsson 3. Fylkir: Jón Gunnarsson 4, Einar Ágústsson 3, Einar Einarsson 3, Gunnar Baldursson 3, Stefán Hjálmarsson 3, Halldór Sigurðs- son 3, Jón Ágústsson 2, Örn Hafsteinsson 2, Kristinn Sigurðs- son 2, Sigurður Símonarson 2, Guðni Hauksson 3, Ragnar Árna- son 1. Fram: Guðjón Erlendsson 2, Einar Birgisson 1, Sigurbergur Sig- steinsson 3, Gústaf Björnsson 3, Pétur Jóhannesson 2, Birgir Jóhannesson 1, Björn Eiríksson 1, Theodór Guðfinnsson 2, Örn Jónsson 1, Erlendur Davíðsson 2, Kristján Unnarsson 2, Atli Hilmarsson 2. Rörluknattlelkur ÞÓR: Jón Indriðason 1, Eiríkur Sigurðsson 2, Birgir Rafnsson 2, Þröstur Guðjónsson 2, Karl Ólafs- son 1. ÍS: Jón Héðinsson 2, Bjarni Gunnar Sveinsson 2, Steinn Sveinsson 2, Ingi Stefánsson 2, Jón Oddsson 2, Þorleifur Guðmundsson 1, Albert Guðmundsson 1. Haukastúlkurnar tóku þegar forystuna í leiknum og í hálfleik var staðan 6—3. í síðari hálfleik juku þær forskot sitt jafnt og þétt þar til staðan var 12—3. I lok síðari hálfleiksins fór svo að lið Víkings tókst loks að skora mörk og minnkaði þá munurinn niður í 12—7, en síðan ekki söguna meir. Sigur Hauka var sanngjarn í leiknum, þær voru allan tíman betri og léku vel. Víkingsliðið var óvenju dauft og mikið um mistök. Mörk Hauka: Margrét Theódórs- dóttir 6, Halldóra Mathiesen 2, Kolbrún Jónsdóttir 3, Sigríður Sigurðardóttir 1, Svanhildur Guð- laugsdóttir 1, Guðrún Gunnars- dóttir 11. Mörk Víkings: Agnes Bragadótt- ir 2, Ingunn Þráinsdóttir 2, íris Þráinsdóttir 2, Sigrún Olgeirsdótt- ir 1. — þr. 1 ! I_______________________________________________________1 I LLLL_ — I • Kristjana Aradóttir reynir að brjótast í gegn um vörn Vals. Myndi Kristján. FH lagði Val FH STÚLKURNAR styrktu stöðu sína verulega í 1. deild kvenna á laugardag er þær sigruðu Val í Ilafnarfirði 17 — 13. FH-liðið var sterkara allan tímann í leiknum og var vel að sigrinum komið. Voru þær yfir allan leikinn, og þó svo að Valsstúlkurnar tækju sprett í síðari hálfleiknum og tækist að minnka muninn niður í eitt mark, tókst þeim ekki að fylgja því eftir og sigurinn varð FH. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, en góð markvarsla hjá Gyðu í FH-markinu gerði útslagið, og FH hafði eitt mark yfir í hálfleik, 8-7. Valsstúlkurnar náðu að jafna í byrjun síðari hálfleiksins en næstu fjögur mörk komu frá FH og staðan var 12—8. Þá kom slæmur kafli hjá FH og minnsta kosti þrisvar sinnum var dæmd töf á liðið. Valsstúlkurnar minnkuðu muninn niður í eitt mark, 13—12, en þá kom mikill endasprettur hjá FH-stúlkunum og þær sigruðu 17—13. Best í liði FH var Gyða mark- vörður, sem varði þrjú vítaköst í leiknum auk fjölda annarra skota. Katrín Danivalsdóttir og Hildur Harðardóttir voru bestar útspilur- um liðsins. Hjá Val var Erna Lúðvíksdóttir best og ber hún af hvað snertir kraft og skot. Mörk FH: Hildur Harðardóttir 4, Katrín Danivalsdóttir 4, Svanhvít Magnúsdqttir 4, Sigrún Sigurðardóttir 2, Kristjana Ara- dóttir 2, Ellý Erlingsdóttir 1. Mörk Vals: Erna Lúðvíksdóttir 6, Harpa Guðmundsdóttir 2, Björg Guðmundsdóttir 3, Oddný Sigurðardóttir 2. þr. GOTT ÚRVAL AF KARATE OG JÚDÓ- BÚNINGUM »©fl llinqiéltf/ O/koiRr/oivMir KLAPPAHSTIG 44 SÍMI 11783, *•< •:• •-♦-- ♦-•-< *.♦.• ♦.♦^ ♦.♦.< ♦.♦. ma 'Ka'avm, v. %.w. v, ',v '♦:♦. •♦:♦., ♦>;.. *». ♦» ♦.*.< *».

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.