Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
Ég var barnakennari hér á
árum fyrr. cn taujiarnar þoldu
þad okki.
Eru litlu nra'nu kallarnir
komnir á skerminn?
Er nauðsynlejít að lesa af
mælunum hcr oft á daic?
Það eru kjaftasÖBur í jíangi um
þij; oj; trúðinn?
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Ekki er nój; að jjeta talið slajji
sína og finna ráð til að fjöljja
þeim na'jíilejía til að vinna mejíi
sitt spil. Einnij; þarf að hafa
ákveðna framsýni í laj;i svo
komast mcj;i hjá skakkaföllum.
sem eftirá likjast meir fljótfærni
en j;ctuleysi.
Gjafari, vestur, allir á hættu.
Norður
S. Á754
H. G2
T. G2
L. Á6532
Austur
S. 8
H. D973
T. K8754
L. G107
Vestur
S. KD10963
H.1085
T. D96
L. 4
Suður
S. G2
H. ÁK64
T. Á103
L. KD98
Hvað heldurðu, vinur. Auðvitað er ég og verð alltaf
þín!
Athyglisverð-
ar rannsóknir
j—
1
Hér á eftir fjallar bréfritari,
sem segist lengi hafa haft hugann
við sjóinn án þess að stunda
sjómennsku sjálfur, um rannsókn-
ir sem gerðar hafa verið á reki
gúmbáta og birtar voru niðurstöð-
ur um fyrir nokkru:
„Sem kunnugt er af fréttum
voru gerðar umfangsmiklar rann-
sóknir á reki gúmbáta og hafa þær
staðið yfir í langan tíma, nokkur
ár að mig minnir. Ekki fóru þessar
rannsóknir hátt og kannski ekki
ástæða til, en niðurstöður þeirra,
sem kynntar voru fyrir stuttu,
hafa vakið athygli, held ég mér sé
óhætt að segja.
Þær voru m.a. á þá lund, að
gúmbátarnir þola illa slæm veður
og hafa menn því e.t.v. fram til
þessa ofmetið þá nokkuð. Ekki
man ég nákvæmlega hversu mörg
vindstig þeir þola, en þau voru
ekki mjög mörg, 7—8, áður en þeir
taka að rifna og hvolfir þeim við
mikinn öldugang. Auðvitað hafa
menn nokkra reynslu af dvöl í
gúmbátum, þ.e. þeir sem hafa
þurft að leita í þá við skipsskaða
einhvern, en þessar rannsóknir
sem gerðar hafa verið eru hinar
fyrstu skipulögðu og því um margt
athyglisverðar. Eg vildi því leyfa
mér að þakka þeim aðilum, sem
hlut áttu að máli fyrir þær og
vonandi verða þær til þess að
reynt verður að endurbæta þessa
báta á einhvern hátt. Nefndin sem
stóð að rannsóknunum benti á
nokkur atriði, sem gera mætti til
aukinna slysavarna á þessu sviði
og má gera ráð fyrir að þessar
ábendingar verði teknar til gaum-
gæfilegrar athugunar af réttum
aðilum.
Spil þetta kom fyrir í keppni
tveggja sveita og á báðum borðum
varð suður sagnhafi í þrem
gröndum. Eðlilega var útspilið það
sama í báðum tilfellum. Vestur
spilaði spaðakóng og fékk að eiga
slaginn. En þegar spaðadrottning-
in kom í næsta slag skildu leiðir.
I öðru tilfellinu tók sagnhafi
drottninguna með ás og fór að
háma í sig iaufslagina — hafði
talið sína níu upplögðu slagi; fimm
á lauf, ásana þrjá og kóng í hinum
litunum. En að því kom, heldur
seint, að hann komst að raun um,
að hann hafði siglt skipi sínu í
strand. Bannsett fjórða laufið á
hendinni stíflaði litinn. Lágspilin í
borðinu réðu ekki við níuna þegar
fimmti laufslagurinn beiö
tilbúinn. Og að því kom, að níundi
slagurinn dó í borðinu. Sama var
hvernig suður barðist um á hæl og
hnakka, átta slagir urðu hámark-
ið. Einn niður.
En á hinu borðinu kom sagnhafi
auga á hættu þessa í tíma og gat
gert sínar ráðstafanir. Hann gaf
einnig spaðadrottninguna og eftir
það var ekki hægt að tapa spilinu.
Vestur hafði ekkert betra að gera
en spila þriðja spaðanum en þá tók
sagnhafi á ásinn og lét í hann lauf
af hendinni. Síðan rúllaði hann í
hvelli upp sínum niu slögum og
sveit hans fékk drjúgan slurk stiga
fyrir.
JOL MAIGRETS
• •
Framhaldssaga eftir Georges Simenon.
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaði.
33
litlu telpuna og er orðin svo
óróleg.
I»að var farið að dimma.
Fjölskyldurnar í nágrenninu
höfðu verið að tínast heim. Ljós
hafði verið kveikt í flestum
íbúðanna. Enn þóttist hann sjá
skuggamynd fröken Doncoeur
fyrir innan gluggatjaldið.
Maigret hafði cnn ekki sett á
sig hálsbindi. En á meðan hann
beið komu hins bflstjórans
ákvað hann að Ijúka þvf. Ilann
kaliaði til Lucasari
— Ertu ekki svangur Lucas?
Viltu ekki fá þér bita?
Nei þökk fyrir, húsbóndi. Ég
er nýbúinn að horða fylli mína
af smurðu brauði. Mig langar
aðeins í eitt þegar við förum út.
Stórt glas af bjór.
Bilstjórinn kom klukkan
rúmlcga sex. Skömmu síðar
sneri hann glaseygur aftur
heim til Maigrets.
— Hún er snotrari í morgun-
slopp. það verð ég að segja.
sagði hann loðmæltur. — Hún
bað mig að koma inn og hún
spurði mig hver hefði sent mig.
Af því að ég vissi ekki hverju
ég átti að svara sagði ég bara
að gamni mínu að ég kæmi frá
leikhússtjóranum í Folies Berg-
ere. Þá varð hún trítilóð. En
hún er snotur hnáta, það er
ekki hægt að segja annað. Ég
veit ekki hvort þér hafið tekið
eftir því, en hún hefur skrambi
góðar lappir...
Það tók nokkurn tíma að
losna við hann og heppnaðist
ekki fyrr en hann hafði hvolft í
sig vænni lögg af líkjör.
— Hvað ætlið þér að gera
núna húsbóndi?
Það var sjaldan að Lucas
hafði séð Maigret búa sig jafn
vel undir að aðhafast eitthvað
og nú. Það var með ólfkindum
að í hlut ætti bara ein lítilsmeg-
andi húsfrú?
Haldið þér að hún sé mjög á
varðbergi?
— Ekki vafi á því.
— Og eftir hverju bíðum við
nú?
— Eftir því að Torrence
hringi í mig.
Að því kom einnig. Allt gekk
áfram eins og eftir Ijómandi
skipulegri áætíun.
— Taskan er hér. Ilún er
næstum tóm. Eins og þér gátuð
yður til var hún ekki afhent
nema gegn sérstakri lieimild.
Hvað viðkemur afgrciðslu-
manninum sem var við störf í
morgun þá hefur mér verið
sagt að hann búi í La Varenne
Saint Hilairc.
— Sæktu hann þangað.
— Á ég að koma með hann til
yðar.
Kannski var bjórlöngunin
farin að segja alvarlega til sín
hjá Maigret.
— Nei, komdu með hann í
húsið á móti. Þriðju haíð. Hjá
frú Martin. Ég verð þar þegar
þú kemur.
Hann greip stóra frakkann
sinn og tróð í pípu sína og
sagði við Lucasi
— Kemur þú með?
Frú Maigret kom á eftir
honum til að spyrja hvenær
hann vildi að kvöldverðurinn
yrði tilbúinn. Hann hikaði en
brosti_ svo við.
— Á sama tíma og venjulega.
Ekki var. það beinh'nis góðs
viti.
— Þú verður að gæta barns-
ins vel! kallaði •'ún á eftir þeim
niður stigann.
5. kafli
Þegar klukkan var tíu um
kvöldið voru þeir enn engu
nær. Sjálfsagt var cnginn í
húsinu sofnaður nema Colette
sem loks hafði tckizt að sofna.
Faðir hennar sat við rúmstokk
hennar.
Klukkan hálfátta kom Torr
ence ásamt afgreiðslumann-
inum. Hann var einnig eilítið
undir áhrifum áfengis eins og
scinni bflstjórinn.
— Víst er það hún. Ég sé
hana fyrir mér þegar hún tók
við kvittuninni. Hún lagði hana