Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 Vildu að flokkurinn ny ti af launum fyr- ir störf í nefndum ALÞINGISMENNIRNIR Arni Gunnarsson og Vilmund- ur Gylíason bcindu þeim tilmælum til þings Alþýðu- flokksins, sem haldið var um helgina, að það samþykkti að lagður yrði sérstakur skattur á þingmenn, borgar- og bæjar- fulltrúa flokksins, svo og alla er þiggja laun fyrir störf í nefndum og ráðum á vegum flokksins. Lögðu Árni og Vilmundur til að á laun þingmanna, borgar- og bæjar- fulltrúa yrði lagður 3% skatt- ur. en á laun í nefndum og ráðum yrði lagður á 20% skattur. Þingið samþykkti að fela flokksstjórn Alþýðuflokksins þessar reglur nánar út, þar sem t.d. laun fyrir störf í nefndum á vegum sveitar- stjórna væru óveruleg. Einnig var samþykkt að skattarnir Benedikt vildi ekki sendi- herra í Chile BENEDIKT Gröndal utanríkis- ráðherra skýrði frá því við umræð- ur á þingi Aiþýðuflokksins um helgina að hann hefði komið í veg fyrir, að íslen^kur sendiherra færi til Chile til að afhenda þarlendum stjórnvöldum trúnaðarbréf sitt, eins og undirbúið hafði verið í utanríkisráðuneytinu skömmu áð- ur en Benedikt tók þar við völdum. Á þingi Alþýðuflokksins var m.a. samþykkt tillaga þar sem herforingjastjórnin í Chile var fordæmd. skyldu vera 2% á laun þing- manna o.s.frv. og 10% á laun í nefndum o.s.frv. Vilmyndur Gylfason tjáði Mbl. í gær, að hann gerði ráð fyrir því að sá skilningur yrði ofan á, að þessum málum yrði háttað eins og hann og Arni hefðu lagt til þó svo að tillagan hefði ekki verið samþykkt, en vísað þess í stað til flokks- stjórnar, sem sumir þingfull- trúar nefndu „allsherjar salt- kistu" á þinginu. Ekki samstaða um úrslitakosti varðandi aðild að ríkisstiórn NOKKUÐ snarpar umræður urðu um verðbólgumál og aðild Alþýðuflokksins að ríkisstjórninni á þingi Alþýðuflokksins á sunnudag. Inn í þjarkið um ályktun starfshóps um verðbólgumál blandaðist svo ágreiningur þingfulitrúa um skjal sem ailsherjarnefnd þingsins lagði fyrir þingið sem stjórnmálaályktun Alþýðuflokksins. Kom til harðra orðaskipta og vildu sumir fulltrúar undir forystu Sighvats Björgvinssonar, Björns Friðfinnssonar o.fl., að ályktun um verðbólgumál yrði aðalályktun þingsins en ekki stjórnmálaályktunin. Sögðu viðkomandi að stjórnmálaályktunin væri „mjög almenn og ófullkomin ályktun um ýmis mál milli himins og jarðar,“ og að þeir sem kosið hefðu Alþýðuflokkinn í Alþingiskosningunum sl. vor vildu fyrst og fremst fá að vita um afstöðu þingsins og flokksins í efnahags- og verðlagsmálum. Þegar Kjartan Jóhannsson vara- formaður Alþýðuflokksins og sjávar- útvegsráðherra hafði kynnt ályktun starfshóps um verðbólgumál kvaddi Bragi Sigurjónsson alþingismaður sér hljóðs og kynnti eigin tillögu að ályktun um verðbólgumál. í tillögu Braga var fastara að orði kveðið og m.a. lagði hann til að Alþýðuflokkur- inn segði sig úr ríkisstjórn ef ekki næðist árangur í baráttunni við verðbólguna á næstunni og í síðasta lagi fyrir áramót. Hlaut tillaga Braga mikinn hljóm- grunn. Meðal þeirra sem tóku undir tillöguna voru alþingismennirnir Sighvatur Björgvinsson og Jóhanna Sigurðardóttir og Bjarni Guðnason prófessor. Sighvatur sagði, að sú staðreynd, að launahækkanir 1. desember yrðu um 14—15 vísitölu- stig benti til þess að viðureignin við verðbólguna það sem af væri valda- tíð ríkisstjórnarinnar hefði mistek- ist. Hann benti þingheimi á, að það væri Svavar Gestson fyrrverandi Þjóðviljaritstjóri sem færi með verðlagsmálin í ríkisstjórninni og sagði Sighvatur, að í ritstjóratíð sinni hefði Svavar ritað marga leiðara um hversu auðvelt væri að ná verðbólgunni niður. Sagði Sighvatur að verðbólgan yrði minnst 55—60 af hundraði árið 1979, eða allmiklu hærri en 1978. Jóhanna Sigurðardóttir sagði að ekki yrði hægt að greiða fjárlaga- frumvarpi ríkkisstjórnarinnar atkvæði í þeirri mynd sem það væri og tóku Sighvatur og fleiri þingmenn Alþýðuflokksins í sama streng. Bjarni Guðnason sagði að flestir hefðu verið orðnir leiðir á efnahags- stefnum fyrri ríkisstjórna, en nú stefndi hins vegar í sama farið. Sagði Bjarni að frá því að ríkis- stjórnin felldi gengi krónunnar í byrjun september hefði gengissig krónunnar orðið næstum jafn mikið og því sem gengisfellingin í septem- ber nam. „Með þessu áframhaldi stefnir í verðbólgu sem enginn ræður við,“ sagði Bjarni. Gunnlaugur Stefánsson alþingis- maður o.fl. töldu tillögu Braga ganga of langt og vildu þeir gefa ríkis- stjórninni meiri tíma til að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. Varð það síðan úr að starfshópurinn um verðbólgumál og Bragi Sigur- jónsson skyldu reyna að „bræða“ tillögur sínar saman. Málamiðlunin var síðan lögð fyrir þingið þegar komið var fram yfir miðnætti á sunnudagskvöld. Þar var í að finna mörg þau atriði sem Bragi hafði kveðið á um, en tímamörk allra úrslita skilyrða var þó ekki að finna þar í. í endanlegri ályktun þings Alþýðuflokksins um verðbólgumál segir: „... þess vegna leggur flokks- þingið fyrir þingflokk Alþýðuflokks- ins að nýta til þrautar þingstyrk sinn og aðild að ríkisstjórn til þess að koma fram gerbreyttri efnáhags- stefnu, þ. á m. nauðsynlegum breytingum á fyrirliggjandi fjár- lagafrumvarpi. Þingið ályktar að stjórnarþátttakan sé undir því komin að árangur náist um fram- gang þeirrar efnahagsstefnu sem Alþýðuflokkurinn mótaði fyrir kosn- ingar og ítrekar í þessari ályktun." Þjálfun flugáhafna DC-10 frestað rnn 3 til 4 mánuði Tíminn nýttur til að finna samkomulagsleið segir st jórn Flugleiða IIÉR fer á eftir frétt stjórnar Flugleiöa þar sem greint cr frá niðurstöðum stjórnarinnar um að fresta komu DC-10 breiðþotunnar til landsins um 3—4 mánuðii Svo sem kunnugt er hafa Flug- leiöir h.f gert leigukaupsamning um breiðþotu af gerðinni DC-10-30, sem afhent verður félaginu í byrjun næsta árs. ' Að undanförnu hafa verið unnin undirbúningsstörf á ýmsum sviðum í þeim tilgangi að félaginu yrði kleift að taka þotu þess í notkun á áætlunarleiðum á umsömdum tíma. Föstudaginn 3. þ.m. gerði stjórnarnefnd Flugleiða stéttarfélögum flugmanna, þ.e. Félagi íslenskra Atvinnuflug- manna og Félagi Loftleiðaflug- manna grein fyrir tillögum sínum, um á hvern hátt stöðum flug- manna skyldi skipað við rekstur hins nýja'farkosts og fól tillaga stjórnarnefndar í stuttu máli í sér, að til þjálfunar á hina nýju þotu færu 7 flugstjórar úr hópi Loft- leiðaflugmanna og 2 úr hópi flugmanna Flugfélags íslands, en allir 9 aðstoðarflugmennirnir yrðu úr hópi Loftleiðaflugmanna. Áformað var að þjálfunin hæfist í dag mánud. 13. nóvember vestur í Kaliforníu. Viðbrögð stéttarfélaganna urðu þau, að Félag íslenskra Atvinnu- flugmanna hafnaði ekki tillögu stjórnarnefndar Flugleiða, en Félag Loftleiðaflugmanna gerði tilkall til allra þeirra 9 flugstjóra- staðna, sem um var að tefla. Tíðar viðræður hafa átt sér stað í sl. viku milli stjórnarnefndar Flugleiða og Félags Loftleiðaflug- manna um lausn málsins, síðast föstudaginn 10. nóvember, en síðdegis þann dag var sýnt að Loftleiðaflugmenn myndu pkki vilja halda vestur um haf á laugardag til þjálfunar, nema tryggt væri að allar umræddar 9 flugstjórastöður kæmu í þeirra hlut. Á föstudagskvöld og á laugardag voru haldnir stjórnarfundir Flug- leiða hf., þar sem mál þessi voru ítarlega rædd. Stjórn Flugleiða hf., komst að þeirri niðurstöðu, að rétt væri í þessari stöðu að fresta þjálfun flugmanna á DC-10 flugvélina, en reyna að afla henni skammtíma- verkefna í 3—4 mánuði í þeirri von og í því trausti, að sá tími, sem þannig gefst, verði nýttur til hins ýtrasta til að finna lausn á málinu á samkomulagsgrundvelli, sem allir aðilar geti við unað. Jafnframt verði unnið að því, að útvega annan þjálfunartíma fyrir 9 áhafnir, þannig að þær megi nýtast í áætlunarflugi að 3—4 mánuðum liðnum. Stjórn Flugleiða hf., væntir þess að með þessari ákvörðun veitist ráðrúm til að ná friðsamlegri frambúðarlausn á skipan mála hér að lútandi. Lýsum furðu okkar í þessari ákvörðun — seg ja Loftleiðaflugmenn STJÓRN. Félags Loftleiðaflug- manna hafði þetta að segja er Mbl. leitaði til félagsins um álit á ákvörðun stjórnar Flugleiða. Félag Loftleiðaflugmanna lýs- ir furðu sinni á þeirri ákvörðun Flugleiða að fresta komu DC-10 breiðþotunnar til landsins og telur það vera óhagstætt hluthöf- um og óþarfa fórn af hálfu félagsins. Félag Loftleiðaflug- manna hefur í gildi undirskrifað- an samning er gildir til 1. febrúar 1980 sem stjórn Flug- leiða viðurkennir og teljum við ekki fært að tala um sameiginlcg- an starfsaldurslista fyrr en sá samningur rennur út. Félag Loftleiðaflugmanna telur að með því að bjóíia einum flugmanni DC-8 þotu að gerast flugstjóri á Fokker-vél í innan- landsflugi sé öryggi farþega stefnt í hættu, þar sem störf á þessum tveimur flugvélategundum eru svo ólík að forkastanlegt er að blanda þeim saman. Flug innanlands krefst annars konar þekkingar á veðri, staðháttum, tækjum og hefði það í för með sér að teknir yrðu óvanir menn í úthafsflug en flestir Loftleiðaflugmanna hafa 10,15 og allt upp í 20 ára reynslu í úthafsflugi. Töluverðan tíma tek- ur fyrir mann sem hefur e.t.v. 18 ára reynslu í úthafsflugi að venjast flugi á Fokker-vél, allt að nokkrum árum, og benda má á að þar eru fyrir yngstu menn í aðstoðarflugmannssæti og er því vafasamt að bjóða farþegum upp á slíkt öryggisleysi. Með því að kaupa DC-10 eru Flugleiðir að taka upp ákveðna hagræðingu og er hér því ein- göngu um að ræða tilfærslu manna milli véla. Félagið er ekki bjartsýnt á að samkomulag náist á 3—4 mánuð- um m.a. vegna þess að þar sem svipuð sameining hefur verið á dagskrá t.d. meðal brezkra flugfé- laga hefur hún enn ekki orðið þrátt fyrir að 6—7 ár séu liðin frá því fyrst var um hana rætt. Okkur ekkert ad vanbúnaði segir B jörn Guðmundsson BJÖRN Guðmundsson íormað- ur Félags ísl. atvinnuflug- manna var í gær inntur álits á þeirri ákvörðun stjórnar Flug- leiða að fresta þjálfun áhafna á DC-10 þotunni sem keypt hefur verið og átti að koma til landsins í janúar n.k.< — Frá hendi Félags ísl. at- vinnuflugmanna er ekkert að vanbúnaði að samningaviðræð- ur verði teknar upp, enda hefur félagið ekki mótmælt hugmynd- um stjórnar Flugleiða um áhafnaskipanina. Gera má ráð fyrir að það lendi þá e.t.v. í hlut nefnda þeirra sem við og Félag Loftleiðaflugmanna hins vegar hafa skipað til að fja.Ha um sameiningu starfsaldurslista fé- laganna tveggja og ég vona að samkomulag náist um þessa hluti. Við erum tilbúnir að láta gerðarmenn, einn eða fleiri, skera úr um þetta ef lausn fæst ekki á annan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.