Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 29
V MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 37 Beinar greiðslur til bænda: Engar upplýsingar til um hvernig með fjár- muni bænda er valsað sagði Eyjólfur Konráð Jónsson er hann fylgdi þingsályktunartillögu sinni úr hlaði er um úrbaetur í fjármálum bændastéttarinnar. Steingrímur Ilermannsson (F) landbúnaðarráðherra sagði að h'ann efaðist ekki um þann megin- tilgang flutningsmanna tillögunn- ar, að bændur fengju greidd laun sín eins og aðrar stéttir. Sá væri einmitt tilgangurinn með þeirri grein samstarfsyfirlýsingarinnar er Eyjólfur Konráð hefði gert að umtalsefni. Hins vegar sagðist ráðherrann vera þeirrar skoðunar, að málið væri talsvert flóknara heldur en tillagan gerði ráð fyrir, og fram hefði komið í ræðu flutningsmanns. Um niðurgreiðslur og út- • flutningsbætur, sem renna frá ríkissjóði, kvaðst ráðherrann vilja segja eftirfarandi: „Þær eru greiddar til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og skv. framvísuðum reikningum yfir það Þingsályktunartillaga Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S) um beinar greiðslur til bænda kom til um- ræðu á sameinuðu þingi á fimmtu- daginn. I upphafi ræðu sinnar sagði Eyjólfur, að tillagan væri nánast eins og gamall kunningi, enda hefði málið oft verið til umræðu á Alþingi. Fyrst hefði hann flutt málið einn árið 1976. Á síðasta þingi hefði hann síðan flutt það ásamt Jóhanni Hafstein, en nú væru meðflutningsmenn háttvirtir þingmenn Jónas Árnason og Sig- hvatur Björgvinsson. Þá sagði Eyjólfur, að meiri hluti allsherjarnefndar hefði mælt með samþykkt tillögunnar á síðast liðnu vori, en þá hefði ekki unnist tími til að afgreiða hana á þingi. Tillagan nú sé því flutt óbreytt, eins og meiri hluti allsherjar- nefndar gekk frá henni. Síðan sagði Eyjólfur: „Eins og tillaga þessi ber með sér er það vilji flutningsmanna, að gjörbreyting verði annarsvegar gerð á fyrirkomulagi rekstrar og afurðalána landbúnaðarins, þann- ig að bændur fái þá fjármuni, sem þeim eru ætlaðir, í hendur, en þeir staðnæmist ekki um lengri eða skemmri tíma í verzlunar- og afurðasölufyrirtækjum og hins- vegar, að leiðir verði fundnar til þess, að útflutningsbætur og niðurgréiðslur nýtist bændum betur. Með lögum nr, 28. frá 1930 eða fyrir nærfellt hálfri öld var kveðið svo á, að verkkaup sjómanna og verkamanna skyldi greiðast í peningum og innskriftakerfi því, sem tíðkast hafði, skyldi lokið. Nú hálfri öld síðar búa bændur hins vegar víða við það fyrirkomulag, að þeir fái ekki fjármuni sína í hendur, og engar upplýsingar fást um það hvernig með þetta fé er valsað. Hér er þó ekki um neinar smáfjárhæðir að ræða. Afurðalán til landbúnaðarins urðu hæst á síðastliðnu ári í desembermánuði eða 12,7 milljarðar og rekstrarlán- in urðu hæst í október eða 3,3 milljarðar króna.“ Þá beindi Eyjólfur þeirri spurningu til landbúnaðarráð- herra, hvort hann gæti gefið nokkra lýsingu á ferð þeirra fjármuna er hér um ræddi, um kerfið. Ef ráðherra hefði svör ekki á reiðum höndum, þá kvaðst þingmaðurinn vænta þess að þau kæmu fram síðar, við umræður um landbúnaðarmál. Einnig bað hann landbúnaðar- ráðherra um svör við því, hvaða merkingu bæri að leggja í þá klásúlu samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, þar sem rætt magn, sem um er að ræða í sölu og útflutning hverju sinni, fer í hendur fjmr. sem metur þær og ákveður síðan um útborgun. Fram- leiðsiuráðið greiöir þetta síðan til hinna ýmsu sölustofnana, sem hafa framvísað viðkomandi skil- ríkjum. Þetta er að sjálfsögðu hægt að fá upplýst stórum nánar hve tölurnar eru háar frá einum mánuði til annars og skal ég með ánægju gera það. Og reyndar vil ég mótmæla því, sem mér finnst koma fram í þessari þings- ályktunartillögu og í ræðu hátt- virts þingmanns að þarna sé eitthvað á huldu. Ef hann telur svo vera, þá bið ég hann að koma slíkum beiðnum um upplýsingar til mín og ég vil leyfa mér að lofa honum því og fullyrða, að þær geta allar legið á lausu. Það eru þarna engin leyndarmál, sem ég þekki og ég hygg að þau muni ekki reynast svo.“ Páll Pétursson (F) sagðist ætla að vera stuttorður að þessu sinni, enda nennti hann nú ekki að tala gegn þessari tillögu ölludengur, þó hann hefði alla tíð verið and- stæðingur hennar; og væri enn, Ástæðu þessa sagði þingmaðurinn vera þá, að hann sæi nú fram á, að vinur sinn, Eyjólfur Konráð Jóns- son, væri að vinna sigur í málinu. Því ætlaði hann ekki að berja höfðinu við steininn öllu lengur, heldur óska Eyjólfi til hamingju með þann árangur er hann hefði náð. Raunar hefði hann nú ekki staðið einn að málinu nú, því að Alþýðubandalagsmenn hefðu gengið í lið með honum, og það skyldu bændur í landinu muna og þakka. Þá minnti Páll á það, að er allsherjarnefnd hafði málið til umræðu í fyrra, þá hefðu komið fram ýmsar neikvæðar undirtekir við tillöguna, og margir aðilar lýst sig andvíga henni. Meðal þeirra er slík svör hefðu gefið, sagði þing- maðurinn að hefðu verið Lands- banki íslands, Búnaðarbanki Is- lands, Búnaðarfélag íslands, stjórn Stéttarsambands bænda, Mjólkursamsalan, Sláturfélag Suðurlands og S.Í.S. Að lokum sagði þingmaðurinn: „Ég lít svo á, að það sé illt verk að reyna að brjóta það kerfi sam- hjálpar og samvinnu, sem bændur hafa komið sér upp.“ Að lokinni ræðu Páls Pétursson- ar var umræðu um málið frestað. BOK ARSINS í öllum bókaverzlunum Hún fjallar um manninn sjálfan, vandamál hans og staöreyndir Iffsins. Hún fjallar ekki um þaö sem fólk sýnist vera, heldur þaö sem þaö er. Áleitin bók sem knýr á Sönn bók og stórfengleg. DAVID WILKERSON Sjö ungir drengir i New York eru akærðir fyrir morð á jafnaidra sínum, sem var kr> ppiingur. Málið vekur feikna athvgli, sakir mannvonsku og haturs drengjanna, sem verknaðinn frömdu. Frásagnir og myndir af réttarholdun- um birtast í flestum dagblöðum og tímaritum. DAVID WIEKEKSON, ungur sveitaprestur, sítur um kvöld og flettir tímaritinu LIFE. Þegar hann ser myndir af þessum ungu sakborningum, fer um hann undarleg tilfinn- ing. Hann finnur sig knuinn til að fara og hjálpa bessum unglingum. NICKY CRUZ er forhertur hofuðpaur afhrotaunglinga i New York. Hann mætir Davíd WUkersoo og fyllist óseðjandi hatri á þessum unga sveitapresti. KRÖSSINN OG HNÍFSBLADID fjallar um stórkostleg- ustu undur, sem gerast nú á timum. Þúsundir manna og kvenna finna lausn a vandamalum srnum: Drykkjusýki, ofnotkun lyf ja, ótta, kvíða, einmanaleika. Öhu þvt, sém veld- ur óhamingju manna í dag. KROSSINN ÖG HNÍFSBLADIÐ er metsolubók. sem komíð hefur ut a 40 tungumálum í meira en 20 000 000 - tuttugu mílljon - eintökuin. FAT BOÖNE og DÖN MURRA Y fara með aðaihlutverk í kvikmvnd, sem gerð var eftir bókinni, og nytur mikilia vin- sæJda. fáfnhjélp fflmhiólfl HATUNI 4A. SIMI 11000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.