Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978
47
Mikil skemmtun var haldin til heiðurs hnefalaikaran-
um Joe Louis í Las Vegas á dögunum og margir
kunnir íþróttamenn og kvikmyndaleikarar komu
fram, þar á meðal Frank Sinatra sem hér sést hjálpa
hnefaleikakappanum upp á sviðið.
Skothríd við
hús Genschers
Breti ákærð-
ur fyrir eit-
urlyfjasmygl
í Vestur-
Þýzkalandi
Aurich. VesturÞýzkalandi.
13. nóvember. Reuter.
skaut hann á hann af byssu.
Lögrefjlumaðurinn fleygði sér
niður og skaut á móti. Maðurinn
flúði inn í friðaðan skóg skammt
frá, skiptist á tveimur öðrum
skotum við lögreglumánninn og
komst undan. Hvorugur særðist.
Genseher var á þingi Frjálsa
demókrataflokksins(FDP) í Mainz
þegar þetta gerðist. Engar vís-
bendingar liggja fyrir um hvort
maðurinn standi í tengslum við
vestur-þýzka hryðjuverkamenn.
„Við athugum alla möguleika,"
sagði talsmaðurinn.
A flokksþinginu var Genscher
endurkjörinn formaður með 336
atkvæðum gegn 32 en 15 sátu hjá.
Genscher hefur verið formaður
flokksins í fjögur ár og var
endurkjörinn með 14 fleiri at-
kvæðum nú en þegar hann var
endurkjörinn fyrir tveimur árum.
l',DP hefur beðið mikið afhroð í
tvennum fylkiskosningum á þessu
ári og heiðursforseti flokksins,
Eilhelm Borm, sagði að flokkurinn
yrði að vera leiðandi afl en ekki afl
sem væri leitt.
Forysta flokksins varð fyrir því
áfalli að þingið felldi tillögu um að
fjölgað yrði um tvo menn í níu
manna framkvæmdastjórn flokks-
ins þannig að í henni fengju sæti
nýskipaður innanríkisráðherra,
Gerhart Baum, og Otto Lambs-
dorff efnahagsráðherra.
Baum tók við af Werner Maihof-
er sem sagði af sér vegna lítils
árangurs í baráttunni gegn
hryðjuverkamönnum og Lambs-
dorff tók við af Hans Friedrichs
sem tók við starfi bankastjóra
Dresdner-banka, Júrgen Ponto,
sem hryðjuverkamenn myrtu í
fyrra.
Idi Amin tekur
Bonn. 13. nóvember. AP.
VESTUR-þýzka lögregan leitaði í
dag að manni sem skiptist á
skotum við vörð fyrir utan bústað
Hans-Dietrich Genscher utan-
ríkisráðherra í gærkvöldi og flúði
síðan að sögn talsmanns
vestur-þýzka ríkissaksóknarans í
Bonn.
Atburðurinn gerðist skömmu
eftir miðnætti þegar lögreglu-
maður sem var á verði sá
manninn skríðandi í kjarri um
tíu metra frá húsi Genschers í
úthveríinu Wachtberg- Pech.
Þegar lögreglumaðurinn skipaði
manninum að koma út úr kjarrinu
Hans-Dietrich Genscher
vió st jórninni
Nairobi. 13. nóvember. Reuter.
BRESKUR skipstjóri verður
leiddur fyrir rétt hér á morgun,
einu ári eftir að þýzk tollyfirvöld
handtóku hann með stærsta
eiturlyfjafarm sem tekinn hefur
verið hér í landi til þessa.
Skipstjórinn, Peter Lascelles, á
yfir höfði sér ákæru fyrir að reyna
að smygla inn í landið 2.8 tonnum
af eiturlyfjum, að verðmæti 20
milljónir þýzkra marka, eða jafn-
virði 3.3 milljarða íslenzkra króna.
Stærstur hluti eiturlyfjanna var
heróín en auk eitursins fannst við
leit nokkuð af vélbyssum og öörum
vopnum.
Öll áhöfn skipsins var a sínum
tíma handtekin en ekki er búist við
því að fyrir rétt komi aðrir en
skipstjórinn og yfirvélstjóri skips-
ins, en öðrum verði sleppt.
Idi Amin forseti Uganda,
tók sjálfur við stjórn
herliðs sín á vígstöðvunum
í dag og Tanzaníumenn
gerðu fyrstu gagnsókn
sína í landamærastríðinu
sem hefur geisað í tvær
vikur.
Tanzaníumenn tilkynntu
í gær, að herlið þeirra hefði
hafið meiri háttar gagn-
sókn. Nokkrum klukku-
stundum áður var haft
eftir Ugandamönnum að
misheppnuð tilraun hefði
verið gerð til að sækja yfir
ána Kagera sem aðskilur
herina.
Samkvæmt síðustu fréttum af
stríðinu reyndu um 300 Tanzaníu-
menn að sækj’a yfir ána, sem er
full af krókódílum, á bátum en
Ugandamenn hröktu þá aftur með
skothríð. Fréttin er höfð eftir
aðstoðarmanni Amins og hann
segir að margir hermannanna hafi
drukknað og aðrir hafi orðið
krókódílum að bráð.
Amin forseti ítrekaði í dag það
tilboð sitt til Júlíusar Nyerere
forseta að hann hörfaði með herlið
sitt ef hann fengi tryggingu fyrir
því að Tanzaníumenn réðust ekki á
Uganda og vopnuðu ekki útlaga
frá Uganda. Hann lagði til að
Milton Obote fyrrverandi forseti,
sem Amin steypti af stóli 1971,
yrði fluttur frá Tanzaníu til
annars lands eins og Guineu svo að
hann kæmi ekki glundroða af stað.
Diplómatar í Nairobi segja að
Tanzaníumenn hafi flutt um 8.500
Verkamenn í íran
óhlýðnast skipun
Teheran 13. nóvember. AP.
FLESTIR 37.000 starfsmanna
olíuiðnarins í íran hundsuðu í
dag skipun herforingjastjórnar-
innar um að hætta við verkfallið
sem þcir hófu fyrir tveimur
vikum, en verkamenn í Teheran
urðu ekki við áskorun um eins
dags verkfall til þess að láta í ljós
andúð á keisaranum.
Sautján manns biðu bana í
mótmælaaðgerðum gegn keisar-
anum um helgina.
Starfsmönnum olíuiðnaðarins
var skipað að hefja aftur vinnu
og hótað því að þeir yrðu reknir
og handteknir ef þeir hlýddu
ekki. Samt urðu aðeins örfáir
verkamenn við skipuninni.
Olíustarfsmennirnir lögðu niður
vinnu 31. október til þess að
krefjast launahækkunar og til
þess að lýsa yfir stuðningi við hina
vaxandi andstöðu gegn keisaran-
um.
Keisarinn heimilaði 22.5%
kauphækkun í síðustu viku en
verkamenn kröfðust þess að allir
pólitískir fangar yrðu látnir laus-
ir, að herlög yrðu felld úr gildi og
að útlendingar sem starfa í
olíuiðnaðinum yrðu reknir.
Um 2.000 erlendir starfsmenn og
400 tæknimenn landhers og sjó-
hers starfa í iðnaðinum og reyna
að halda honum gangandi. Þeir
segja að framleiðslan nemi 1.98
milljónum tunna á dag eða sem
svarar 40% af eðlilegri fram-
leiðslu. Stjórnin tapar 60 milljón-
um dollara á dag í verkfallinu.
Það hefur styrkt stöðu herfor-
ingjastjórnarinnar undir forystu
Sholam-Reza Azhari hershöfð-
ingja að íbúar Teheran urðu ekki
við áskorun trúarleiðtogans
Ayatollah Khomainis um eins
dags verkfall til stuðnings baráttu
sinni fyrir því að steypa keisaran-
um.
Khomaini sagði í viðtali í París,
að Carter forseti héldi verndar-
hendi yfir keisaranum og að það
gerði ástandið flóknara en ella.
Hann sagði að Carter yrði að gera
sér grein fyrir þvi fljótt að það
væri hvorki í þágu írönsku þjóðar-
innar né Bandaríkjanna að hann
héldi verndarhendi yfir keisaran-
um.
hermenn til bardagasvæðisins sem
er mjög afskekkt. Þeir segja að
Tanzaníumenn kunni að neyðast
til að sækja um hluta nágranna-
ríkisins Rwanda þar sem þeir eiga
lítið af brúarefni, bátum og
flugvélum til að sækja yfir Kag-
era.
Sendimenn frá Einingarsamtök-
um Afríku (OAU) sem hafa rætt
við Nyerere fóru frá Dar Es
Salaam til Kampala í dag og fengu
skýrslu frá Amin um tilraunir sem
hann segir að Tanzaníumenn hafi
gert til að koma af stað glundroða
í Uganda síðan hann kom til valda.
Gandhi í
London
London. 13. nóvomber. AP.
INDIRA Gandhi. fyrrverandi
forsa'tisráðherra Indlands. kom
til London í cinkaheimsókn í ga*r
og rithiifundurinn Barbara Cart-
land fór meö hana í heimsókn í
dag til Mountbattens lávarðar af
Burma. vinar þeirra beggja.
Hækka far-
gjöldin yfir
N-Atlants-
hafiðaftur?
Gonf. 13. nóvomber, Routor. AP.
VONIR manna um að hinar
miklu lækkanir á flugfargjöldum
á flugleiðum yfir N-Atlantshafið
að undanförnu mvndu leiða til
mikillar aukningar farþega hafa
algerlega brugðist að því er segir
í yfirlýsingu frá IATA. Alþjóða-
samtökum flugfélaga. í dag.
í kjölfar þessarar „óheillaþróun-
ar“ hafa nú flest flugfélögin sótt
um að fá að hækka fargjöld sín
verulega til að mæta þeirri miklu
tekjurýrnun sem hefur óhjá-
kvæmilega verið samfara miklum
fargjaldalækkunum.
Alls mun vanta um 300 millj-
arða íslenzkra króna til að þeirri
útkomu verði náð sem aðildarríki
IATA, 108 að tölu gerðu ráð fyrir
upphaflega, er haft eftir Knut
Hammarskjöld, aðalframkvæmda-
stjóra samtakanna.
í skýrslu sinni sem Hammar-
skjöld lagði fyrir ársfund IATA í
gær kemur fram að aukningin í
farþega flugi fyrstu sex mánuði
þessa árs er um 10% samanborið
við 7.9% á síðasta ári.
Meðal mála sem tekin verða
' fyrir á ársfundi 1ATA eru far-
gjaldareglur samtakanna og er
búist við því að þeim verði breytt
verulega vegna mikillar óánægju
meirihluta aðildarfélaga.
28 lestir
af marijuna
í togara
Now York. 13. nóvombor.
Routor.
YFIRVÖLD í New York
gerðu 28 lestir af mariju-
ana og 10 milljón vana-
bindandi svefntöflur upp-
tækar í togara um helgina.
Verðma'ti þess magns af mari-
juana sem var gert upptækt er
áætlað 25 milljónir dollara og
talið er að hægt sé að selja
töflurnar á 10 milljónir dollara.
Veður
víða um heim
Akureyri -2 snjókoma
Amslerdam 10 skýjað
Apena 19 heiðskirt
Barcelona 18 mistur
Berlín 6 léttskýjað
Brussel 12 rigning
Chicago 9 rigning
Frankfurt 4 skýjað
Genf 4 Þoka
Helsinki 5 skýjaö
Jerúsalem 12 heiöskírt
Jóhannesarborg 25 léttskýjað
Kaupmannahöfn i 8 rigning
Lissabon 13 rigning
London 14 skýjað
Los Angeles 14 skýjað
Madríd 13 skýjað
Malaga 20 heiðskírt
Mallorca 20 léttskýjað
Miami 27 heiðskirt
New York 12 skýjað
Ósló 8 skýjaö
París 13 skýjað
Reykjavík -3 snjóél
Rio De Janeiro 26 skýjað
Rómaborg 14 léttskýjað
Stokkhólmur 7 skýjað
Tel Aviv 20 skýjað
Tókýó 11 rigning
Vancouver 7 léttskýjaö
Vínarborg 1 skýjað