Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 t Sonur okkar og bróöir, JÓN INGIINGIMUNDARSON, Hafnargötu 68, Kaflavík, lést af slysförum sunnudaginn 12. nóvember. Ingimundur Jónsson, Steinunn Snjólfadóttir og systkini. + Móðir okkar KARITAS JÓNSDÓTTIR Austurbrún 6, lést á Landakotsspítala 13. nóvember. Synir hinnar lótnu. t Eiginmaöur minn, ÞOROUR EINARSSON, Dunhaga 15. andaðist í Landspítalanum 11. nóvember. Svava Sveinsdóttir. + WILLY RASMUSSEN stórkaupmaóur, Thorvaldsensvej 13, Kaupmannahöfn andaðist aö morgni sunnudagsins 12. þ.m. Aðstandendur. Faöir minn POVL CHR. AMMENDRUP kaupmaður lézt í Borgarspítalanum sunnudaginn 12. nóvember. Tage Ammendrup t Sonur okkar og bróðir, ÞORLAKUR BJARNI HALLDÓRSSON, sem lést af slysförum þann 4. növember veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Styrktarsjóð Dagsbrúnar. Else, Halldór Þorláksson og systkini. + HJÖRT'JR L. HANNESSON Kirkjubraut 50, Akranesi, andaðist sunnudaginn 12. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna Sigríöur Einarsdóttir. Þorbjörg Teitsdóttir Borgarhöfh -Minning „Á snöggu augabragöi af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, iíf mannlegt endar skjótt." Þessi orð úr sálmi Hallgríms Péturssonar komu mér í hug, þegar ég frétti að kær öldruð vinkona mín væri látin, svo snöggt og óvænt var hún kölluð af þessum heimi 24. júlí síðastliðinn. Þorbjörg Teitsdóttir, var fædd að Lambleiksstöðum á Mýrum 29. ágúst, 1889. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríður Þórðardóttir bónda í Flatey Árnasonar og Teitur Gísla- son bóndi í Slindurholti Teitsson- ar. Systkini Þorbjargar er náðu fullorðinsaldri voru Gísli verka- maður á Höfn, látinn, Margrét húsfreyja í Veisu í Fnjóskadal, látin. Þórður lést á besta aldri og Guðný húsfreyja á Öngulsstöðum í Eyjafirði, sem nú ein lifir af þessum systkinum. Björg, en svo var hún kölluð af okkur sem þekktum hana best, fór frá foreldrum sínum á Lambleiks- stöðum áður en hún hafði náð fermingaraldri að Flatey til Guðrúnar Sigurðardóttur og Jóns Jónssonar mætra hjóna sem þar bjuggu þá og lengi síðan, frá þeim fermdist hún og dvaldi þar einhver ár eftir fermingu. Síðan lá leiðin austur að Dilksnesi til Lovísu Eymundsdóttur og Björns Jóns- sonar hjá þeim var hún vinnukona um tíma og síðar í Bjarnanesi hjá Kristínu Jónsdóttur og séra Bene- dikt Eyjólfssyni. Árið 1913 verða þáttaskil í lífi Bjargar þá kynnist hún manninum sem átti eftir að verða lífsföru- nautur hennar í hálfan sjötta tug ára. Var það Sigurður Gíslason á Vagnsst. í Suðursveit, hann var sonur hjónanna þar Halldóru Skarphéðinsdóttur og Gísla Sigurðssonar. Voru þau gefin saman í hjónaband 24. júní 1914. Á Vagnsstöðum bjuggu þau í sam- býli við foreldra Sigurðar til 1918 að þau flytja að Króki í Borgar- höfn. Þar bjuggu þau til vors 1948, en þá fluttu þau að Gamlagarði í Borgarhöfn með sonum sínum Ragnari og Skafta þar áttu þau hjón heimili æ síðan, meðan líf entist. Á Vagnsstöðum fæddust tvö elstu börn Bjargar og Sigurðar, Benedikt Kristinn Gunnar smiður og bóndi í Króki kvæntur Sigurlaugu Kristjáns- dóttur frá Einholti, eru synir þeirra fjórir og Hulda gift Her- manni Eyjólfssyni Höfn börn þeirra eru firnrn. Eftir að Björg og Sigurður fluttust að Króki eignuðust þau fjögur börn, Sigríði búsetta í Reykjavík maður hennar var Ólafur Hallbjörnsson prentari hann er látinn, börn þeirra eru fjögur, Gísli Ragnar lést ungbarn, Gísli Ragnar bóndi í Gamlagarði ókvæntur og Skafti Þór sem lést 1956. Sigþór Hermannsson dóttur- + Konan mín og móöir okkar, INGIBJÖRG ÞÓRÐARDÓTTIR, frá Firði, er látin. Árelíus Níelsson og börn. + Móðir okkar og tengdamóðir ANNA SIGURBRANDSDÓTTIR, Vífilsgötu 16, lést í Landakotsspítala 3. nóvember. Jaröarför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. nóvember kl. 13.30. Ágústína Eggertsdóttir, Gunnar Þjóðólfsson, Snót Eggertsdóttir, Anton Arnfinnsson. + Móöir okkar ERLÍN JÓNSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 15. þ.m. kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna Hrefna Jensen, Siguröur Jensen, Guörún Klausen. + Maðurinn mlnn, faöir, tengdafaðir og afi ALFREÐ Þ. KRISTINSSON bakarameistari, Ásgaröi 155, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 15. nóv. kl. 13.30. Sigurveíg Oddsdóttir, Margrót Ósklín Alfreiósdóttir, Einar Pilmi Matthíasson, Lilja B. Alfreiðsdóttir, Guðmundur JEgir Aðalsteinsson, Haraldur Gunnar Borgfjöró, Eyjólfur K. L. Atfreðsson, og barnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi TÓMAS TÓMASSON ölgerðarmaður verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. nóvember, kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afbeöin, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Agnes Tómasson, Tómas Agnar Tómasson, Þórunn Árnadóttir, Jóhannes Tómasson, Rósa Sveinsdóttir og barnabörn. + Móöir mín, tengdamóöir og amma GUÐLAUG BJARNADÓTTIR, Gnoðarvogi 40, verður jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. nóv. kl. 15. Erlendur Kristjánsson, Kristín Gunnarsdóttir, Kristján Erlendsson, Erla Margrát Erlendsdóttir. sonur þeirra hjóna dvaldist mikið hjá þeim á sínum uppvaxtarárum. Björg var í meðallagi há, grann- vaxin og mjög snör í hreyfingum alla tíð hún var við góða heilsu alla ævi, enda kom það sér vel, þar sem Skafti sonur hennar var heilsu lítill frá frumbernsku og átti við erfið veikindi að stríða síðari hluta sinnar stuttu ævi, en hann var jarðsettur á tuttugasta og sjötta afmælisdegi sínum. Lengst af dvaldist hann heima og naut umönnunar móður sinnar. Sigurður maður Bjargar lést 16. september 1968 var hann lengi búinn að liggja rúmfastur, en hún veitti honum frábæra aðhlynningu þótt öldruð væri orðin. Nú þegar Björg er horfin okkar jarðnesku sjónum er margs að minnast og ótal margt að þakka. Ég minnist hennar og hennar heimilis allt frá mínum bernsku- dögum, maðurinn hennar var föðurbróðir minn, samgangur var mikill milli Króks og Vagnsstaða. Haustið 1935 gekk Kíghósta- faraldur þér í sveit og barst að Vagnsstöðum, Guðný Valgerður systir mín fæddist þá í október tók Björg hana til sín og annaðist hana með ágætum um tíu vikna skeið. Móðir mín minntist þess oft hversu Björg og dætur hennar Hulda og Sigríður hefðu hver fyrir sig verið fljótar að koma að Vagnsstöðum sér til aðstoðar, ef þær höfðu hugmynd um að hún þyrfti hjálpar við. Björg hafði ekki alltaf úr miklu að miðla á sínum fyrri búskaparárum, fremur en flestir aðrir á þeim tímum, en hún var nægjusöm og glöð og ávallt mjög gestrisin. Að Gamlagarði kom ég nokkrum dögum áður en hún dó, var hún þá sem alltaf áður strax með hugann við að koma kaffi og kökum á borðið, enda var hún hress og óbuguð andlega, en sjón og heyrn var tekin að sljóvgast. Það er mikil hamingja hverju foreldri þegar aldurinn færist yfir að vera samvistum við börn sín. Björg var þeirrar miklu gæfu aðnjótandi að dveljast með Ragn- ari syni sínum, sem ætíð sýndi henni kærleiksríka hlýju og um- hyggjusemi svo sem best má teljast, enda mat hún hann mikils að verðleikum. Björg sýndi mér ætíð mikinn kærleika og nú að leiðarlokum hér megin grafar þakka ég af hjarta alla vináttu hennar og velgjörðir mér til handa og bið sál hennar allrar blessunar á nýjum leiðum. Halidóra Gunnarsdóttir. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því. að afmadis- og minningargreinar verða að herast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línuhiii. + Hjartkær sonur okkar og bróðir, ÓSKAR GUÐMUNDSSON, andaöist 3. þessa mánaöar. Jarðarförin hefur fariö fram. Kristín Skúladóttir, Jónas Bjðrnsson og systkini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.