Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 Þetta gerðist Ungfrú alheimur verður kosin í London á fimmtudag. Hér sjáum við tvær fegurðardísanna, Ásdísi Loftsdóttur ungfrú ísland t.h. og Elisabeth Klaeboe ungfrú Noregur er þær heimsóttu The tower og London í gær. — Símamynd AP. U ngfrú alheimur kosin: 68 fegurdardísir mættar í slaginn London, 13. nóvember. Reuter. FEGURÐARDROTTNINGAR víðs vegar að úr heiminum eru nú farnar að þyrpast til London til að taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú alhcimur scm fram fer í London á fimmtudag. Fegurðardísir frá 68 löndum sátu fund með blaðamönnum í dag þar sem þær voru kynntar og myndaðar í bak og fyrir. Það bar helzt til tíðinda á fundinum að ungfrú Túnis neitaði algjörlega að láta blaðaljósmyndarana mynda sig i stuttbuxum og sagði í því sambandi að hún væri ekki mætt til að láta taka af sér klámmyndir heldur til að sýna fegurð. Ungfrúin lét ekki segjast fyrr en henni hafði verið hótað því að hún yrði rekin úr keppninni. Veðmangarar voru fljótir að kippa við sér og veðmálin voru hafin. Helzt var veðjað á ungfrú Stóra-Bretland og á eftir henni komu svo ungfrú Mexíkó, ungfrú Ástralía, ungfrú Belgía og ungfrú Costa Riea. Herir Sýrlendinga og íraks undir einn hatt samnings milli þjóðanna frá lok- um Bagdadfundar Arababanda- lagsins. Hann sagði að hugmyndin meö sameiningunni væri sú að stofna sterka heild Araba undir einum og sama hatti. Öllum Arabaríkjum stæðu dyrnar að þessu bandalagi opnar ef þau aðeins hefðu áhuga á að starfa á þeim grundvelli sem samkomulag- ið gerir ráð fyrir. Ráðherrann vildi þó ekki fara nánar út í gerð samningsins og sagði að hann yrði kynntur innan tíðar. Þá kom fram í viðtalinu að ef Anwar Sadat forseti Egyptalands undirritaði friðarsamninga við Israelsmenn, kæmu ráðamenn annarra ríkja í Arababandalaginu þegar saman til að ákveða nauð- s.vnlegar mótaðgerðir, þar á meðal hvert flytja ætti höfuðstöðvar bandalagsins, en þær eru nú í Karíó. Flugránum fjölgaði nokkuð á síðasta ári Genf. 13. nóvember AP NOKKUR fjölgun varð á flugránum á síðasta ári sé tekið mið af sex árum þar á undan, en þá hafði þeim fækkað verulega í kjölfar mjög aukinna öryggis- krafna, segir í frétt sem IATA, Alþjóðasamtök flug- félaga, sendu frá sér í dag. Alls voru gerðar 29 tilraunir til flugrána á síðasta ári og heppn- uðust 4 þeirra en árið á undan voru gerðar 19 tilraunir til flug- rána, og var það hæsta tala tilrauna fra árinu 1970 þegar 60 tilraunir voru gerðar, Að síðustu er lagt mjög hart að ríkisstjórnum landa og flugvalla- yfirvöldum að herða enn frekar þær miklu varúðarráðstafanir sem þegar eru í gildi til að koma í veg fyrir flugrán. Fundu vopnaverksmiðju skæruliðahópa mótmæl- enda. Vegna málsins voru fjórir menn handteknir og þeir ákærðir fyrir að hafa starf- rækt verksmiðjuna ólög- lega. Bolfast. 13. nóvpmhor. Reuter Norður-írska lögreglan fann um helgina vopna- verksmiðju neðanjarðar rétt utan við Belfast sem talin er hafa framleitt litlar vélbyssur fyrir 1977 — Sadat býðst til að ávarpa ísraelska þingið. 1975 — Marokkó og Máritanía semja um Spænsku Sahara. 1973 — Anna prinsessa giftist Mark Phillips höfuðs- manni. 1970 — 300.000 farast í fár- viðri í Austur-Pakist.an. 1965 — Harðir bardagar byrja á miðhálendi Suður- Víetnams. 1962 — Jóhannes páfi fyrir- skipar fyrstu breytingar á rómverskri messu síðan á sautjándu öld. 1935 — Filippseyjar fá heimastjórn og fyrirheit um sjálfstæði. 1918 — Þýzki flotinn gefst upp á hafi úti. — Þjóðverjar gefast upp í Austur-Afríku — Masaryk kosinn forseti Tékkó- slóvakíu. 1851 — Birgðaskip Banda- manna eyðileggjast í fárviðri í Sevastopol. 1677 — Frakkar taka Freiburg. 1617 — Karl I af Englandi aftur handtekinn og fangels- aður. . 1633 — Bernharð af Sachsen- Weimar og sænskur her hans taka Regensburg af Maximillian af Bæjaralandi. Afmæli dagsins. Gottfried Wilhelm von Leibnitz, þýzkur heimspekingur (1646—1716) — Jean Paul Friedrich Richter, þýzkur rithöfundur (1763—1825) — Jawaharlal Nehru, indversk- ur stjórnmálaleiðtogi (1889 — 1964) — Kari Bretaprins (1948—) — Hussein Jórdaníu- konungur (1935—). Innlent. Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar tekur við 1963 — Ólafur Thors skipaður dóms- málaráðherra 1932 — D. Sigurður Kristjánsson ráðherra 1963 — Tvö hús brenna á Akureyri 1912 — Sigurður Ara- son í Árbæ dæmdur til dauða fyrir að 'rnvrða bónda frillu sinnar að áeggjan hennar 1704 — Sala á sætum í Dómkirkjunni ieyfð 1871 — F. Dr. Trausti Einarsson 1907. Orð dagsins. Nú á dögum er ekket ómögulegt nema sumt fólk — Ónefndur. Kaupmannahöfn. 13. nóvember AP Sameining Sýrlands og íraks er aí verður mun verða á þeim grundvelli að rikin munu hafa sameigin: lega stjórnarskrá og herir landanna munu verða sam- einaðir er haft eftir Abdel Karim Khaddam, utan- ríkisráðherra Sýrlands, í útvarpsviðtali í dag. Utanríkisráðherrann sagði enn- fremur, að fulltrúar landanna hefðu unnið sleitulaust að gerð Teng ræðir við Lee Kuan Y ew SinKapore. 13. nóvcmber. Reuter. Varaforsætisráðherra Kína, Teng Hsiao-ping, háttsettasti kínverski em- bættismaðurinn sem hefur komið í heimsókn til Singa- pore, hefur rætt við Lee Kuan Yew forsætisráð- herra um árekstra Víet- nama og Kambódíumanna og framtíð kínverskra íbúa Singapore sem eru í meirihluta. Kínverjar hafa aldrei haft stjórnmálasamband við Singapore sem er síðasti viðkomustaður Tengs á ferð hans um Suðaust- ur-Asíu. Hann heimsótti meðal annars Thailand og Malaysíu í ferðinni. Þegar Teng ■ var í Malaysíu varaði forsætisráðherra landsins, Datuk Hussein Onn, Teng við hvers konar afskiptum af innan- ríkismálum landsins, Kommún- istaflokkurinn í Malaysíu er bann- aður og aðhyllist maoisma og flestir félagar hans eru af kín- verskum uppruna. Kista Jó- hannesar skírara fundin? Kaírú. 13. nóvember AP Fornleifafræðingar og munkar hafa fundið lík- kistu sem þeir segja að hafi að geyma jarðnesk- ar leifar Jóhannesar skírara að sögn blaðsins A1 Ahram í Kaíró. Menjarnar fundust í gömlum helli inni í klaustri Maqar biskups í Wadi Natroun, 100 km norðaustan við Kaíró, segir blaðið. Blaðið segir að menjarnar hafi komið frá Palestínu á fimmtu öld til Alexandríu og að þær hafi verið fluttar til klaustursins 600 árum síðar. Engin staðfesting hefur enn fengizt frá egypzku fornleifa- stofnuninni á því hvort hér sé í raun og veru um að ra‘ða jarðneskar leifar Jóhannesar skírara. Lee, sem er sjálfur af kínversk- um ættum eins og, 75% íbúa Singapore, sagði í veizlu til heiðurs Teng að framtíð Kínverja í Singa- pore lægi í Singapore en ekki í Kína. Teng lýsti yfir stuðningi við það takmark Samtaka Suðaust- ur-Asíuþjóða (Asean) sem Singa- pore á aðild að að friðlýsa Suðaustur-Asíu. Blaðið Sunday Times í Singa- pore segir að Peking-stjórnin kunni að skoða Asean sem mót- vægi gegn áhrifum Víetnama í þessum heimshluta. I heimsókn- inni í Thailandi kallaði Teng Víetnama „skríl Austurlanda". Tunney Hnefaleikarinn Gene Tunney, sem tvívegis sigraði Jack Dempsey. lézt á miðvikudag í síðustu viku. áttræður að aldri í Greenwichsjúkrahúsi í Connecti- cut. Tunney vann heimsmeistara- titilinn af Jack Dempsey 1926 og dró sig í hlé tveimur árum síðar án þess að hann væri sigraður. Dempsey gerði tvær misheppn- aðar tilraunir til að sigra hann. Það vakti mikla furðu þcgar Tunney dró sig í hlé aðeins þrítugur en hann vann sér inn tvær milljónir dollara og sá ekki eftir ákvörðun sinni. Gagnstætt mörgum öðrum hnefaleikurum hélzt honum vel á peningum sínum og hann átti farsælan feril sem yfirmaður í nokkrum fyrir- tækjum og bönkum. Sonur Tunneys er John Tunney öldungadeildarmaður frá Kali- forníu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.