Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞRÖTTABLAÐI 260. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Refsiaðgerðir gegn S-Afríku? New York, 13. nóv. AP, Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna skoraði í dag á stjórn Suður-Afríku að af- lýsa þegar boðuðum kosn- ingum í Suðvestur-Afríku, Namibíu, en eiga ella á hættu efnahagsiegar refsi- aðgerðir á vegum samtak- anna. Ályktun um þetta efni var samþykkt í dag í Öryggisráðinu með 10 sam- hljóða atkvæðum, en fulitrúar Bandaríkjanna, Israel vill norska olíu Frá fráttaritara Mbl. í Ósló í gær. ÍSRAELSMENN hafa sent Norðmönnum óformleg til- mæli um að fá að kaupa olíu úr Norðursjó vegna erfiðleika á að fá nógu mikla olíu sökum olíuverkfallsins í Iran. Nokkur vandkvæði eru á því að Norðmenn geti uppfyllt ósk ísraelsmanna um kaup á norskri olíu. Olían sem Norð- menn fá úr Norðursjó fullnægir olíuþörfum þeirra sjálfra en lítið umfram það. Einkafyrir- tæki sem taka þátt í vinnslunni selja mestan hluta olíunnar og norsk stjórnvöld hafa ekki áhrif á þau. Bretlands, Kanada, V-Þýzkaiands og Frakk- lands sátu hjá. Segir í ályktuninni að stjórn Suð- ur-Afríku beri að fallast á ráðagerðir Sameinuðu þjóðanna um kosningar á vegum samtakanna síðar meir. Tillagan um þetta efni var borin fram af fulltrúum ýmissa Asíu- og Afríkuþjóða, en naut einnig stuðn- ings Kína, Sovétríkjanna og Tékkóslóvakíu. Kurt Waldheim framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna var veittur frestur til 25. nóvember að gefa ráðinu skýrslu um fram- kvæmd ályktunarinnar. Viðræður í Washington — Frá fundi Vance utanríkisráðherra Bandaríkjanna með þeim Dayan utanríkisráðherra og Weizman varnarmálaráðherra ísraels fyrir skemmstu. Nú er talið útlit fyrir að samningaviðræður Egypta og ísraelsmanna um frið milli þessara tveggja gömlu fjandþjóða séu að fara út um þúfur. Slitnar upp,úr viðræðum Egypta og Israelsmanna? Washington, Kaíró, Jerusalem, 13. nóvember. AP, Reuter. CARTER Bandaríkja- forseti og starfsmenn bandarísku utanríkisþjón- ustunnar voru í dag önnum kafnir við að reyna að Læknir skot- inn í Mílanó Mflanó. 13. nóv. AP. Reuter ÍTALSKIR hryðjuverkamenn réðust í dag á fangelsis- lækni í Mflanó og særðu hann alvarlega er þeir skutu af stuttu færi í fætur hans. Læknirinn, dr. Mario Marchetti, er yfirlæknir í fangelsi því í Mflanó sem hýst hefur suma höfuðleiðtoga rauðu herdeildanna. Árásin á Marchetti og morðið á saksóknara á Suður-ítaliu í fyrri viku virðast vísbending um að hryðjuverkamenn í landinu séu á ný að sækja í sig veðrið, en nokkurt lát hefur verið á póli- tískum ofbeldisverkum í landinu um skeið eftir morðið á Aldo Moro fyrrur forsætisráðherra. Hópur sem kallar sig „árásar- hóp kommúnista" lýsti sig ábyrg- an fyrir ódæðinu í Mílanó, en hópur þessi hefur ekki fyrr komið fram á sjónarsviðið. Hryðjuverka- mennirnir náðust ekki, en lögregl- an leitar þeirra nú ákaft. blása lífi í samningavið- ræður Egypta og ísraels- manna, sem í dag virtust um það bil að fara út um þúfur. Fréttir bárust frá Egyptalandi þess efnis að Sadat hefði ákveðið að kalla heim sendinefnd sína á fundunum í Washington og slíta viðræðunum, en þær voru bornar til baka af opinberri hálfu í Kaíró í dag og egypzki forsætis- ráðherrann Mustapha Khali sagði að viðræðurn- ar gengju þokkalega. Begin forsætisráðherra Israels kom í dag heim til lands síns eftir opinbera heimsókn til Kanada og viðkomu í Bandaríkjunum á heim- leið, þar sem hann átti m.a. viðræður við Vance utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Sagði Begin við heimkomuna að stjórn sín mundi nú fjalla um nýjar tillögur Bandaríkjamanna og Egypta um það á hvern hátt leysa mætti ágreininginn um það hvort og hvernig tengja eigi tvíhliða friðar- samninga Egypta og Israelsmanna við framtið Palestínumanna á Vesturbakka Jórdanár. Begin vildi ekki láta uppi hver sín eigin afstæða væri til þessara tillagna. I Kaíró lét háttsettur embættis- maður hafa eftir sér, að ekki væri útilokað að Sadat sliti viðræðun- um úr því hvorki gengi né ræki og Israelsmenn væru jafn óbilgjarnir og raun bæri vitni. Kosningum frest- að í Rhodesíu? Salishury, 13. nóvember. Reuter. AP. NÝIR erfiðleikar í stjórn- arsamstarfinu í Rhodesíu virðast nú yfirvofandi, en bráðabirgðastjórnin þar mun væntanlega taka um það ákvörðun á þriðjudag, hvort reyna eigi að koma á Kafbátafloti Sovét- ríkjanna vex stórum London, 13. nóvember. Reuter. SOVÉTRÍKIN munu um miðjan næsta áratug hafa yfir að ráða 300 kafbátum, flestum bún- um kjarnorkuvopnum, að því er brezkur flotafor ingi skýrði frá í dag. Sovétríkin eiga í dag um 200 kafbáta. Foringinn, Graham Rhys-Jones, skýrði frá þessu í fram- haldi af ráðagerðum brezka sjóhersins um að taka í notkun sérstaka tegund af þyrlum sem ætlaðar eru til hernaðar gegn kafbátum og fyrir hugað er að hafi aðsetur um borð í skipum á hafi úti. Flotaforinginn sagði að hinir nýju kafbátar Sovétmanna yrðu hraðskreiðari, og búnir öflugri vopnum en þeir sem nú eru í notkun og muni geta verið „veruleg ógnun við afnot okkar af hafinu“. meirihlutastjórn blökku- manna fyrir áramót og efna til kosninga í desem- ber eins og ætlunin hefur verið eða draga það eitt- hvað fram á næsta ár. Muzorewa biskup, en hann nýtur mests fylgis blökkumanna- leiðtoganna þriggja, sem stjórnina mynduðu ásamt Ian Smith forsæt- isráðherra, sagði um helgina að voðinn væri vís ef frestað yrði valdatöku blökkumanna. Hin ein- arða afstaða biskupsins í þessu efni hefur vakið upp orðróm um að hann kunni að segja af sér út af þessu atriði, ef frestun verður ofan á, en ýmislegt er talið benda til þess að Smith og öðrum ráðherr- um þyki margt að vanbúnaði því að blökkumenn fái völdin um áramót. Margir þeirra sem málum eru kunnugir í Rhodesíu telja ófram- kvæmanlegt að ætla að boða til kosninga í landinu í næsta mánuði vegna stríðsins sem þar geisar og færist stöðugt í aukana og einnig vegna þess að ný stjórnarskrá um meirihlutastjórn blökkumanna hefur enn ekki verið gefin út, eins og þó var ætlunin fyrir nokkru. Um helgina gerðu skæruliðar árás á heimili hvítrar fjölskyldu i útjaðri Salisbury og er það í fyrsta sinn sem slík árás er gerð svo nálægt borginni. Var ráðist á húsið með eldflaugum og vélbyss- um. Enginn beið bana, en öldruð kona sem var meðal ibúa, er sögð hafa særzt alvarlega. Hollending- arbanna þorskveiði Haag. 13. nóvember. Reuter. HOLLENZKA stjórnin ákvað í dag að banna allar frekari þorskveiðar hollenzkra skipa í Norðursjó það sem eftir er af árinu. Astæðan er sú, að hollenzkir sjómenn hafa þegar veitt meir en þau 22100 tonn. sem kvóti þeirra til þessara veiða heimilar þéim í ár. Bannið kemur til fram- kvæmda n.k. laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.