Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBJÍR 1978
19
snúa sér beint til ráðherra, í litlu
þjóðfélagi af okkar gerð.
Starf blaðafulltrúa er og eðli
málsins samkvaemt tvíþætt: að
koma upplýsingum á framfæri —
og koma í veg fyrir „óhentuga"
upplýsingamiðlun. Þetta þekkja
allir fjölmiðlamenn. Upplýsinga-
streymi um fjölmiðla út í þjóðlífið
er nauðsynlegt. Það á einfaldlega
að vera hægt að tryggja með því,
auk þess sambands sem nú er nýtt,
að ráðherrar haldi einn blaða-
mannafund í mánuði hverjum. Það
er ekki ofætlun að fara fram á
slíkt. Þá geta þeir komið á
framfæri því, er þeir telja þörf á,
og fréttamenn spurst fyrir um
annað, er þeir telja ekki nægilegar
upplýsingar fyrirliggjandi um.
Þetta er mín skoðun, sagði Eiður
Guðnason, en hún gengur í engu á
ótvíræða hæfni þess manns, sem
hér um ræðir, enda er hann
persónulega ekki á dagskrá, heldur
þörf eða ekki þörf tiltekins starfs
og meðferð ráðningar í það.
Pólitískir
loftfimleikar
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
líkti ræðu forsætisráðherra við
pólitíska loftfimleika. Hann hefði
dansað snyrtilega umhverfis veru-
leika, sem hann hafi búið sér til
sjálfur. Þakka beri þó að forsætis-
ráðherra hafi staðfest gagnrýni
sína sl. þriðjudag á rangtúlkun
fjármálaráðherra á eðli þessa
starfs. Fjármálaráðherra hafi líkt
því við starf aðstoðarmanns ráð-
herra. Ég hélt því fram að þetta
væri fast embættisstarf. Það hefur
forsætisráðherra nú staðfest.
Fyrst forsætisráðherra vék sér-
staklega að nútímalegum starfs-
háttum vil ég árétta, að eðlilegra
hefði verið að starf þetta hefði
verið auglýst og allir hefðu átt
jafnan kost þess að sækja um það.
Ekki fyrir
ráðningarnefnd
ríkisins
Tómas Árnason, fjármála-
ráðherra, sagði að starf blaðafull-
trúa og aðstoðarmanns ráðherra
ættu í því samlíkingu, að bæði
studdust við ákvæði í lögum og
þyrftu ekki að fara fyrir ráðn-
ingarnefnd ríkisins.
Starfsmanna-
skrá ríkisins
Pálmi Jónsson (S) vék að því að
forsætisráðherra hefði talið starf
blaðafulltrúa löghelgað. Það hafi
því ekki þurft að fara fyrir
ráðningarnefnd né fjárveitinga-
nefnd. Ekki skal ég deila við
ráðherra um þetta efni. Hins
vegar er rétt að vekja athygli á því
að fjárveitinganefnd ríkis fær í
hendur „Starfsmannaskrá ríkis-
ins“, sem stjórnarráð gefur út, og
nefndin styðst við í störfum
sínum. Samkvæmt starfsmanna-
skrá þessa árs (1978) er talið að
fullráðið sé í allar löghelgaðar
stöður hjá forsætisráðuneytinu,
þ.e. engin staða talin þar auð. Sé
einhver misskilningur hér á ferð,
varðandi þetta tiltekna starf, af
hálfu nefndarinnar, á hann rætur í
upplýsingum sem henni eru látnar
í té af stjórnarráðinu í þessu riti.
Brýningar forsætisráðherra í garð
fjárveitingarnefndar hafi og verið
miður viðeigandi.
Stjórnin læri
af deilum þessum
Gunnlaugur Stcfánsson (A)
sagði umræður utan dagskrár
oftar en hitt árangurslitlar. Þær
leystu aldrei vanda, þó að vakið
gætu athygli á tilteknum málum.
Hann taldi embætti blaðafulltrúa
nauðsynlegt og árnaði Magnúsi
Torfa Ólafssyni góðs í því starfi.
Hitt er annað mál, sagði G.St.,
að ráðherrar hefðu mátt hafa
nánari samráð í þessu máli,
þannig að einn heyri það ekki fyrst
í fjölmiðlum, hvað annar geri.
Stjórnarflokkarnir gætu því lært
það af þessú máli að hafa sam-
starfi á gæfulegri hátt — á því er
og brýn nauðsyn.
Hafsteinn Aðalsteins-
son sigraði í haustrallinu
— 26 hófu keppnina en 19 luku
SIGURVEGARAR í Haustralli Bifreiðaíþróttaklúbbs
Reykjavíkur um helgina voru Hafsteinn Aðalsteins-
son og Magnús Pálsson sem óku BMW 320 árg. 77,
en alls voru 28 bflar skráðir til keppninnar. 26 komu
til leiks og 19 luku keppni og sagði Alexander H.
Bridde sem átti sæti í keppnisstjórn að sér virtust
menn hafa verið ánægðir með gang keppninnar, og
hún hefði tekizt vel.
I öðru sæti urðu Árni Bjarna-
son og Sigurbjörn Björnsson á
Lada 1200, Jóhann Hlöðversson
og Jóhann Sæberg voru í 3. sæti,
en þeir óku Escort, og Sigurður
Grétarsson og Þorvaldur Guð-
mundsson höfnuðu í 4. sæti á
Eseort.
Alexander sagði að mikil
áherzla hefði verið lögð á öryggi
í þessari keppni eins og reyndar
öðrum á vegum klúbbsins, og
væru allir bílar útbúnir velti-
grind, slökkvitækjum, sjúkra-
kössum og ökumenn með hjálma
og öryggisbelti. Þá sagðist
Alexander vilja leiðrétta þann
misskilning, sem oft hefði orðið
vart, að rall væri kappakstur.
Leiðinni væri skipt niður milli
ferjuleiða og sérleiða og á
sérleiðum væri gefinn upp hærri
meðalhraði en á ferjuleiðum, en
aldrei væri gefinn upp hærri
meðathraði en leyfður hámarks-
hraði væri. Alexander sagði ekki
ráðið hvenær næsta keppni færi
fram, en stefnt væri að þremur
á ári.
Hafsteinn Aðalsteinsson
sagði að keppnin hefði verið
erfið og skemmtileg, en hann
keppti nú í fjórða sinn, og
þakkaði sigurinn góðri sam-
vinnu bíls og ökumanns.
Góður afli
þegar viðrar
LOÐNUAFLINN á sumar- og
haustvertíðinni er nú orðinn
liðlega 400 þúsund tonn og enn
sem fyrr er Sigurður RE afla-
hæsta skipið. Vciði var góð í lok
síðustu viku og aðfararnótt
sunnudags, en síðan hefur ekki
verið veiðiveður. Eftirtalin skip
hafa tilkynnt um afla síðan á
föstudagskvöldi
Föstudagur: Loftur Baldvinsson
770.
Laugardagur: Súlan 660, Rauðs-
ey 500, Hákon 630, Arnarnes 350,
Sæbjörg 200, Ljósfari 200, Seley
250, Guðmundur 600, Jón Kjart-
ansson 550.
Sunnudagur: Stapavík 200, Jón
Finnsson 180, Albert 230, Ársæll
250, Sigurður 600, Gjafar 100,
Gullberg 170, Sæberg 100, Freyja
30, Skírnir 20.
Hornafjarðar-
bátaríbasli
Hornafirdi 13. nóvember.
MJÖG góð síldveiði var síðast-
liðna nótt og von er á mikilli sfld
hingað í dag. Á laugardag var
vitlaust veður hér og bátar lágu
undir áföllum. Tveir Hornafjarð-
abátanna skemmdust á leið 1
gegnum ósinn. Æskan fékk á sig
sjó og brotnaði lunningin á kafla
og skemmdir urðu á dekki
Hvanneyjar.
— Jens.
Neyðarskipu-
lagningu að
ljúka í síð-
ustu héruðunum
.UNNIÐ er að því hjá Almanna-
varnaráði ríkisins að ljúka við
neyðarskipulag fyrir Vestfirði,
Skagafjarðarsýslu, Húnavatns-
sýslur og Strandir. Er þetta verk
nú langt komið og er því lýkur
verður allt landið orðið skipulagt
ef til neyðarástands kemur í
hinum ýmsu héruðum.
*
sem kostar AÐEINS 170 kr. lítrinn og fœst ískalt og
freyðandi í afgreiðslu okkar í Þverholti.
HF. OLGERÐIN
EGILL SKALLAGRÍMSSON
Þverholti 22