Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.1978, Blaðsíða 31
1 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 1978 39 Friðjón Stephen- sen - Minningarorð Hann fæddist að Meðalholtshjá- leigu í Arnessýslu 7. desember 1905 og andaðist á Borgarspítalan- um í Reykjavík laugardaginn 4. nóvember s.l. Foreldrar hans voru Magnús Stephensen frá Mýrum, Álftaveri, og Sesselja Jónsdóttir frá Berustöðum á Rangárvöllum. Árið 1946 gekk Friðjón í hjóna- band með eftirlifandi konu sinni Önnu Oddsdóttur, sem var fædd og uppalin á þekktu heimili í vestur- bænum j Reykjavík. Bjuggu þau hjónin lengst af á Hagamel 23 í Reykjavík, að undanskildum fáum árum, er þau ráku garðyrkjustöð á Stórásfljóti í Biskupstungum. Friðjón missti foreldra sína barnungur og mun það hafa breytt miklu um hans framtíðardrauma. Hann vann" sín unglingsár við hverskonar störf, mest við sjávar- síðuna, svo sem i Vestmannaeyjum og í Siglufirði, m.a. við verkstjórn á síldarpiönum. Síðar sem birgða- stjóri hjá Sölumiðstöð Hraðfyrsti- húsanna í Reykjavík og stjórnaði því fyrirtæki til dauðadags. Börn þeirra Önnu og Friðjóns eru, Olafur, sem nú er við nám í Svíþjóð, og dæturnar Þuríður og Guðlaug, sem einnig dvelja í Svíþjóð um þessar mundir. Þegar góðkunningi okkar Frið- jóns hringdi mig upp og tilkynnti mér lát hans, get ég ekki sagt, að það hafi komið mér á óvart. Mér var ljóst, að síðustu um það bil tvö ár æfi sinnar gekk hann ekki heill til skógar. Hann hafði gengið undir mikla læknisaðgerö vegna illkynjaðs sjúkdóms, fengið nokkra bót en ekki fullkomna heilsu aftur, svo að sýnilegt var, að ekki hafði tekist að komast fyrir rætur rneinsins. Enda darpaðist heilsan eftir því sem tímar liðu, þar til svo var komið, að hann tók sjálfur þá ákvörðun, að enn skyldi reynt, þótt læknir hans gerði honum ljóst, að um mikla áhættu væri að ræða, og það gæti brugðið til beggjá vona. Þessi ákvörðun í hádeginu alla daga ”Shawarma„ ísraelskur grillréttur Borinn fram í brauóhleif, með sinnepssósu og salati HÓTEL LOFTLEIÐIR Veitingabúó Friðjóns lýsir vel skapgerð hans, því að ekki held ég, að hann hefði kært sig um að lifa lengi óstarf- hæfur eða ósjálfbjarga. Kynni okkar Friðjóns hófust í Samvinnuskólanum í Reykjavík. Kannski urðu þau ekki sérstaklega náin í fyrstu. Skoðanir okkar á hinum ýmsu málum stönguðust þá mikið á og hefur það eflaust einhverju um ráðið, en ekki var hægt að umgangast hann án þess að hann vekti athygli. Hann var hár og grannur, alvörugefinn í allri framkomu, bráðgáfaður eins og hann átti ættir til, þögull og laus við alla framhleypni, en gat sleppt fram af sér beizlinu á gleðinnar stund í góðra vina hópi. Nokkrum árum eftir að námi lauk i Samvinnuskólanum, lágu leiðir okkar enn saman og þá fyrst norður í Siglufirði og síðar í Keflavík. Má segja, að á þeim árum hafi kunningsskapur okkar tengst svo sterkum böndum, að ekkert gat rofið hann. Á þeim árum ræddum við margt og mikið saman og víst er, að eftir því sem árin liðu, minnkaði skoðana- ágreiningur að sama skapi. Ég hefi raunar stundum verið að velta því fyrir mér, hvernig það má vera, að þeir skólafélagar mínir, sem stundum voru mér fráhverfastir í skoðunum, urðu síðar á æfinni mínir einlægustu kunningjar. Að lokum kveð ég vin minn Friðjón Stephensen með söknuði. Og hverju svo sem ég hefi áður haldið fram, þegar trúmál bar á góma, vona ég að þegar þar að kemur, eigi ég eftir að hitta hann glaðan og reifan, svo að við getum tekiö upp þráðinn, þar sem að frá var horfið. Ég votta frú Önnu Oddsdóttur, börnum þeirra og allri fjölskyld- unni samúð mína og tek mér um leið það bessaleyfi að gera slíkt hið sama fyrir hönd skólasystkina okkar allra. Ólafur E. Einarsson. Villa í Gárum I Gárudálkum í blaðinu á sunnudag varð meinleg villa, sem ruglaði merkingu þess sem Gáru- höfundur vildi segja — stóð ostur í stað smjörs. Setningin átti að vera svona: Ofan í einstaklinginn er reiknaður stór skammtur af smjöri og kynstur af mjólk, þótt hann noti kannski aðeins hungur- lús af smjöri ofan á brauðið sitt eða jafnvel jurtasmjörlíki og ávaxtasafa. Spörum ekki ökuljósin Vorum aö taka upp stórglœsileg húsgögn í Lúbvíks 16. stil. Opiö milli 1(1. T «• « é . , . 2—io e.h. T. Sigurðsson & Co. h.f. og um helgar. Þinghólsbraut 50, Kópavogi, sími 41195. Sinfóníuhljómsveit íslands TÓNLEIKAR í Háskólabíói fimmtudaginn 16. nóv. 1978 kl. 20.30. Verkefni: Vivaldi — Concerto grosso. Honegger — Concertino. Jón Nordal — Píanókonsert. Sibelius — Sinfónía no. 1. Stjórnandi: Karsten Andersen. Einleikari: Gfsli Magnússon. Aögöngumiöar í Bókaverslunum Sigfús ar Eymundssonar og Lárusar Blöndal viö innganginn. Sinfóníuhljómsveit íslands. SJÓN ER SÖGU RÍKARI ITT Schaub-Lorenz, vestur-þýsku litsjónvarpstækin eru þekkt fyrir skýra mynd, góöa liti og endingu. Spyrjiö þá sem eiga ITT litsjónvarpstæki, þeir eru okkar besta auglýsing. GELLIR hefur veriö umboösaöili fyrir vestur-þýsk ITT tæki i meira en áratug, og hefur reynslu i meöferð þeirra. Tæknimenn okkar. sem eru menntaöir hjá framleiöanda i Vestur-Þýskalandi, sjá um viðgeröar- og stillingaþjónustu. Bræöraborgarstíg1-Sími 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.