Morgunblaðið - 25.11.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.11.1978, Qupperneq 1
48 SIÐUR OG LESBOK 270. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Amin aft- ur ístríð Nairobi. Kenya, 25. nóvember — AP IDI AMIN Úgandaíorseti sagði hermönnum sínum í dag að undirhúa sig fyrir annað stríð við Tanzaníumenn, í kjölfar ásakana hans þess efnis að Tanzaníumenn stundi nú mik- inn liðssafnað við iandamæri ríkjanna, að því er útvarpið í Úganda sagði ídag. Útvarpið hafði eftir forsetan- um að „ef Iandsmenn vildu frið yrðu þeir að undirbúa sig fyrir stríð“. Hann sagði að Úganda- menn myndu mæta þessum ósvífnu ögrunum á einn hátt, það er í stríði. Forsetinn sagði að liðssafnað sinn stunduðu Tanzaníumenn aðallega við ána Kagera þar sem bardagar herja landanna geisuðu sem harðast í stríðinu sem nýlokið er. Bretar og EBE deila hart um nskveiðimál Briissel, 25. nóvember AP — Reuter TILRAUNIR til að koma á sættum milli Breta og annarra ríkja Efnahagsbandalags Evrópu, EBE, varðandi gagnkvæm fiskveiðiréttindi, runnu út í sandinn í dag þegar breski landbúnaðarráðherrann, John Silkin, lagði fram nýjar tillögur Breta, segir í fréttum frá Briissel. Tillögur Silkins voru þegar gagnrýndar harðlega af Josep Ertl, forseta fiskveiðiráðs EBE, og landbúnaðarráðherra Vest- ur-Þýzkalands. Sagði hann þær vera alveg út í hött og færa allar vonir manna um samkomulag niöur fyrir frostmark. Silkin sagði fréttamönnum að í tillögum Breta fælist m.a. að sögulegur réttur annarra ríkja til að veiða innan 12 sjómílna lögsögu Bretlands mundi verða í gildi til ársloka 1982, en væri þá lokið. Silkin sagði að réttur annarra bandalagsríkja yrði eng- inn á svæðinu frá 12 sjómílum í 50, sem sagt, Bretar myndu sitja einir að þeim fiskimiðum, en það er einmitt þetta ákvæði sem Ertl gagnrýndi hvað harðast og sagði vera algerlega óviðunandi fyrir bandalagsþjóðirnar. Josep Ertl sagði ennfremur að þessar tillögur Breta nú gengju í þá átt að auka réttindi Breta en markmiðið með viðræðum aðila hefði verið að fá Breta til að skera af sinni köku, svo að þær væru algerlega út í hött. Forseti Bolivíu sviptur völdum Ilerforingjar á Jeið til forsctahallarinnar i völdum. Bólivíu til að tilkynna Pereda forseta að hann hafi vcrið sviptur Símamynd AP. Ekki linnir látum í íran: Allmargir pólitískir fangar látnir lausir Teheran. 25. nóvember. AP. HERSVEITIR keisarans hafa drepið a.m.k. 15 manns og sært fjölmarga í átökum sem fram hafa farið í suður-írönsku borg- inni Shiraz. milli andstæðinga keisarans og fylgismanna. að því er áreiðanlegar heimildir þar herma. Fréttir um þetta koma á sama tíma og keisarinn lætur úr haldi 267 pólitíska fanga í Teheran til að milda þa>r óánægjuöldur sem risið hafa svo hátt að undan- förnu. Nokkrir hinna nýfrjálsu fanga sögðu fréttamanni AP-fréttastof- unnar að þeir hefðu sætt miklum pyntingum af hendi leynilögreglu keisarans og þeir myndu aldrei hætta baráttu sinni fyrr en allir pólitískir fangar væru frjálsir ferða sinna. Samkvæmt opinberum tölum hafa alls um 3 þúsund fangar verið látnir lausir það sem af er þessu ári og inni sitja í kringum 500, auk þeirra sem fangelsaðir hafa verið í átökunum síðustu vikur. Síðustu fréttir frá Shiraz í gærkvöldi hermdu að þar væri þá allt með kyrrum kjörum eftir átökin. La Paz. Bólivíu. 25. nóvembcr. Reuter. AP. HER LANDSINS vék í dag forseta landsins, Juan Per eda Asbun, frá völdum, aðeins fjórum mánuðum eftir að hann komst til valda fyrir tilstilli hersins, að því er áreiðanlegar fréttir í La Paz herma. Það voru aðallega yngri menn innan hersins sem stóðu að því að svipta forsetann völdum og sögðu þeir í tilkynningum um valdatökuna að nú yrði stefnt í lýðræðisátt í land- inu og kosningar haldnar í ágúst á næsta ári. Pereda, sem var hershöfðingi í flugher landsins, komst til valda í júlí s.l. þegar hætt var talningu í forsetakosningum þar sem hann var í framboði. Tilkynning barst þess efnis að Pereda hefði svo öruggan meirihluta að óþarft væri að halda talningu áfram. Það sem talið er að hafi valdið valdasviptingu Pereda einmitt nú er að hann hafði nýverið tilkynnt að almennar kosningar í landinu færu ekki fram fyrr en á árinu 1980, en hafði lofað að þær skyldu fara fram á þessu ári eða því næsta. írak — Sýrland: Vopn frá Rússlandi Beirút, 25. nóvember. AP — Reuter. SOVÉTMENN haía nú hafið að nýju vopnasölu til Sýrlands og Iraks en henni var hætt fyrir um tveimur árum þegar sambúð ríkjanna kólnaði nokkuð. að því er áreiðanlegar heimildir í Beirút herma. Talið er að Sovétmenn hafi tekið þessa ákvörðun í kjölfar yfirlýsingar ríkjanna um ,.samruna“. þ.e. að þau myndu framvegis starfa undir einni stjórnarskrá og herir land- anna myndu sameinast undir einni stjórn. Búist er við að um algera endurnýjun verði að ræða á vopnabúnaði landanna. Guyana: Um 800 lík hafa fundist OeorKetown. Guyana. 25. nóvember. AP. LEITARMENN hafa nú fundið a.m.k. 775 lík sér- trúarflokksmanna, sem ýmist hafa fyrirfarið sér eða verið myrtir í blóðbað- inu mikla á mánudag, segir í frétt bandaríska sendiráðsins. Það eru því a.m.k. þrisvar sinnum fleiri sem látið hafa lífið en haldið var í upphafi. Sérstak- lega hefur tala látinna barna hækkað. Stöðugt er unnið að því að ílytja lík sértrúarflokksmanna heim til Bandarikjanna, en lang- flestir félaga eru frá Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem flokkur- inn var stofnaður. Tíu ára afmæli: Hefur lifað lengst allra h jartaþega Marseille, 25. nóvember. Reuter EMMANUEL Vitria, 58 ára gamall F'rakki. hélt upp á það í gær. að tíu ár eru liðin frá því að grætt var í hann nýtt hjarta og er hann sá maður sem lengst hcfur lifað með aðkomu- hjarta. Vitria fékk hjartað úr tvítugri stúlku sem lézt í umferðarslysi í nóvember 1968 og var hann á þeim tíma sjö- undi Frakkinn sem gra'tt var nýtt hjarta í og sá fjórði á einni viku. Læknar sögðu Vitria á sínum tíma. að hann yrði að vera heima við það sem eftir væri æf- innar og reyna alls ekkert á sig, en hver er raunin? — Vitria svnd- ir eins og selur hjólar í nágrenni við heimili sitt og fer jafnvel einu sinni á dag út í skóg og skokkar sér til heilsubótar. Þá er það nokkuð kaldhæðnislegt að yfir- læknirinn sem stjórnaði aðgerðinni á Vitria lézt fyrir skömmu úr hjarta- slagi og annar aðalað- stoðarmaður hans hefur lýst því yfir að hann sé ekki lengur hlynntur hjartaflutningum milli manna, heldur eigi að notast við gervihjörtu sem byggð eru á þýzkri uppfinningu. Franskir læknar voru þeir fyrstu í Evrópu sem framkvæmdu hjarta- ígræðslu í kjölfar að- gerða hins fræga suður-afríska læknis Christian Barnard sem framkvæmdi fyrstu hjartaígræðsluna 3. desember 1967.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.