Morgunblaðið - 25.11.1978, Side 3

Morgunblaðið - 25.11.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978 3 Pflagrímaflug Flugleiða: Fengu engar flugvélar með hagstæðum kjörum STJÓRN/VRNEFND Flujdeiða hí. sejfir í frétt sem hún sendi frá sér í gær vegna áskurunar FélaKs Loftleiðaflujímanna um að halda hefði átt áfram pílagrímaflugi félagsins, að þær leiðir sem athuxaðar vorii hefðu ekki reynst færar ok því hefði þessi ákvörðun verið tekin með tilliti til hassmuna félagsins og starfsmanna þess í nútíð oj? framtíð. Minnkandi vinna hjá Kirkjusandi í frétt stjórnarnefndar Flug- leiða eru raktar þær þrjár leiðir sem gátu komið til Kreina: í fyrsta lagi að taka á leigu erlenda flugvél án áhafna, en engin slík flugvél var fyrir hendi, að minnsta kosti ekki með skömm- um fyrirvara. Reyndjst þessi leið því ekki fær. Annar möguleiki var sá að taka eina af þrem DC-8 flugvélum sem Flugleiðir starfrækja nú á leiðum yfir Atlantshaf og á leiðum International Air Bahama og setja hana í pílagrímaflug. Til þess að svo mætti verða hefði þurft að fækka áætlunarferðum yfir Atl- antshaf og auk þess verið stefnt að óeðlilega hárri nýtingu þeirra tveggja flugvéla sem eftir hefðu verið í áætlunarfluginu, sérstak- lega með tilliti til árstíma. Þessi leið fannst ráðamönnum félagsins ekki koma til greina þar sem slíkt hefði haft í för með sér skerðingu á þjónustu og tafir fyrir farþega félagsins. Þegar til lengri tíma er litið má gera ráð fyrir að slík FYRIR nokkru barst fyrirtækinu Alternator hf. í Keflavík fyrir- spurn um rafal frá Kuwait. Iliifðu aðilar þar áhuga á hugsan- legum innflutningi rafais héðan. Alternator hf. hefur í nokkrum mæli flutt þessi tæki til Noregs á tveimur síðustu árum og nemur útflutningsverðmætið um 10 millj- ráðstöfun. hefði haft mjög neikvæð áhrif fyrir félagið ekki síst vegna hinnar hörðu samkeppni sem það á nú í á Atlantshafsleiðum. Þriðji hugsanlegi mögulei’kinn var sá að taka á leigu erlenda flugvél með áhöfnum til þess að leysa það verke.fni sem félagið hefði tekist á hendur. Félaginu barst eitt tilboð um slíka leigu, en af ýmsum ástæðum kom hún ekki UNDANFARIN tvö ár hafa farið fram athuganir á Lóni í Keldu- hverfi með tilliti til fiskeldis. Þeir Ingimar Jóhannsson, dr. Björn ónum króna. Fyrirtækið er eitt fjögurra íslenzkra fyrirtækja, sem þessa dagana sýna í Ósló á Nor-Fishing sýningunni þar, en undir nafni umboðsmanns fyrir- tækisins í Noregi, Johnson og Ödegaard, og auk alternatora kynnir fyrirtækið jafnstraums- mótora. til greina, m.a. vegna mun hærri leigugjalds, en nam þeirri upphæð sem Flugleiðir fá fyrir pílagríma- flugið. Með hliðsjón af framangreindu er þáð skoðun stjórnenda Flug- leiða að ákvarðanir þeirra í þessari stöðu hafi verið þær einu, sem til greina koma sé litið til hagsmuna félagsins og starfs- manna þess í nútíð og framtíð. Jóhannesson og dr. Jónas Bjarna- son hafa annast þessar rannsóknir, sem kostaðar hafa verið af Fiskifé- laginu, cn Vísindasjóður hefur styrkt þær. Þær niðurstöður. sem nú liggja fyrir, benda til þess að svæðið við Lón í Kelduhverfi sé mjög álitlegt til fiskeldis og fiskræktar og aðstæður óvíða eða hvergi á landinu jafn álitlegar. Tilraunir standa nú yfir með laxeldi í flotbúri í Lóni og hófust þær í byrjun júlí í sumar, en þá var 2000 laxaseiðum um 30 gr að þyngd sleppt í flotbúrið. Seiðin hafa verið alin þar síðan á þurrfóðri og hafa nú náð um 200 gr meðalþyngd, sem er ágætur árangur. Áformað er að halda eldistilraununum í Lóni áfram í vetur, þannig að eldisað- stæður verði kannaðar á ársgrund- velli. í VIKUNNI sem nú er að líða hefur verið lítið um vinnu hjá hraðfrystihúsinu Kirkjusandi og hafði Mbl. af því tilefni samband við Ríkharð Jónsson forstj. fyrir- tækisins og innti hann eftir hverju það sætti: — Vinna hefur að mestu fallið niður hjá okkur þessa viku vegna þess að togararnir hafa siglt með aflann. Markaðirnir erlendis eru sterkir um þessar mundir og ákveðinn hagnaður er fólginn í því bæði fyrir útgerðina og skipverja að selja ytra. Annars hefur verið nokkuð stöðug vinna hjá okkur undanfarna mánuði, enda hafa fiskvinnslustöðvar á Faxaflóa- svæðinu skipst á um afla þegar það hefur verið hægt. En það er samt ekki óalgengt að vinna falli niður dag og dag, ekki sízt á þessum árstíma. Hjá okkur hafa þrír togarar verið í viðskiptum og við vorum að þetta ástand lagist eftir helgina. Ekki hefur enn komið til uppsagnar, en lausráðið fólk hefur náttúrlega ekki haft vinnu þessa vikuna, sagði Ríkharð Jónsson að lokum og nefndi að þeir, sem samið hefði verið við um tekjutryggingu, hefðu vikuupp- sagnarfrest miðað við helgi og gerði hann ekki ráð fyrir að kæmi til uppsagna. í leikför með Hlaupvídd sex Akranesi 23. núvembcr Skagaleikflokkurinn á Akranesi hefur nú undanfarið sýnt Hlaupvídd sex eftir Sigurð Pálsson i heimabæ sínum en nú um helgina ætlar hópurinn í leikför í Mosfellssveitina og austur fyrir fjall. Sýnt verður í Hlégarði klukkan 17 á laugardaginn, en í Selfossbíói klukkan 15 á sunnudag. Þess má geta, að aðgöngu- miðasala hefst á sýningarstöðunum tveimur klukkustundum fyrir sýn- ingu. — Júlíus Stofnuð íbúasam- tök í Hafnarfirði STOFNFUNDUR íbúasamtaka í Hafnarfirði verður haldinn í Góð- templarahúsinu á morgun, sunnudag kl. 2. Samtökin hafa í hyggju að láta til sín taka hagsmunamál íbúa í Hafnarfirði á breiðum grundvelli og meðal annars verður húsverndun á stefnuskrá samtakanna. 99 Saga Sáms” verður ekki kvikmynduð í Skaftafelli Náttúruverndarráð synjar v-þýzku fyrirtæki um afnot af þjóðgarðinum NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur synjað v-þýzkum kvikmyndaframleiðendum um afnot af þjóðgarðinum í Skaftafelli næsta sumar til kvikmyndunar á Sögu Sáms eftir Per Olof Sundman. Það er fyrirtækið Regina Ziegler, sem ætlar að kvikmynda þessa nútíma Ilrafnkelssögu Freysgoða hér á landi og nota Skaftafell scm Aðalból Ilrafnkels. Leikstjóri hefur verið ráðinn Peter Stein, einn fremsti leikstjóri í V-Þýzkalandi og margt heims- þekkt kvikmyndafólk var ráðið til starfa við töku myndarinnar, þeirra á meðal Robby Muller kvikmyndatökumaður. Það var Peter Stein sjálfur, sem valdi Skaftafell sem ákjósanlegt Aðal- ból Hrafnkels, en eftir þessa synjun á kvikmyndatöku í þjóð- garðinum er alls óvíst að myndin verði tekin hér á landi. Náttúru- verndarráð hefur bent á annan stað í Skaftafelli til kvikmynda- tökunnar — utan þjóðgarðsins. Náttúruverndarráði barst bréf 9. ágúst síðastliðinn þar sem fyrrnefndir aðilar fóru fram á að notfi Skaftafell í þessu augnamiði. Eftir að náttúruverndarráð hafði athugað málið gaumgæfilega, fjallað um það á tveimur fundum, skipað sérstaka nefnd til að kanna það, haft samráð við menntamála- ráðuneytið, Ragnar Stefánsson þjóðgarðsvörð í Skaftafelli, Per Olof Sundman og Sigrúnu Valbergsdóttur framkvæmda- stjóra Regina Ziegler á íslandi var beiðninni hafnað 17. þessa mánað- ar. Forsendur synjunarinnar voru þær „að þaö myndi í senn vera vafasamt fordæmi um notkun friðlýstra svæða í þágu annars en náttúruverndar og almennings, sem þar á að eiga griðastað til heilbrigðs útilífs, auk þess sem kvikmyndatakan og allt sem henni fylgdi myndi trufla mjög þjóð- garðsgesti og raska því starfi, sem fer fram í þjóðgarðinum." Áætlað var að kvikmyndatakan hæfist 1. júní næstkomandi og tæki þrjá mánuði. í Skaftafelli átti að vinna í fjórar vikur, en síðan víða annars staðar á land- inu, t.d. í þrjá daga á Þingvöllum. Heildarkostnaður við myndina er áætlaður allt að 600 milljónir króna og leikarar og tæknimenn frá íslandi eru fjölmennir í starfshópnum. Sigrún Valbergsdóttir er fram- kvæmdastjóri Regina Ziegler í sambandi við undirbúning kvik- myndatökunnar. Morgunblaðið spurði hana í gær álits á þeirri skoðun náttúruverndarráðs að taka myndarinnar myndi trufla mjög þjóðgarðsgesti og raska því starfi, sem þar fer fram. — Okkar skoðun er sú, að kvikmyndatakan myndi aðeins trufla gesti þjóðgarðsins að mjög litlu leyti, sagði Sigrún, — I Skaftafelli átti aðallega að taka myndina þar sem oftast er litið um fólk, þ.e. að baki bæjarins á Hæðum. — Ég er vægast sagt áhyggju- full um að það verði ekkert af töku kvikmyndarinnar hér á landi og frá listrænu- og menningarlegu sjónarmiði yrði það gífurlegt áfall. Sjálf kvikmyndatakan átti að byrja 1. júní, og tíminn þangað til er í rauninni orðinn naumur. Það segir sig sjálft að í svartasta skammdeginu, þegar snjór er jafnvel yfir öllu, er erfitt að gera nýja staðháttakönnun með nýjan stað í huga. Náttúruverndarráð bendir að vísu á hugsanlegan stað í staðinn fyrir Skaftafell, Freysnes milli Svínafellsár og Skaftafellsár. Það er þó alls ekki víst að leikstjóranum Peter Stein líki sá staður, en hann hefur ferðast um nær allt ísland til að velja heppilegt svið í myndina, sagði Sigrún að lokum. Fyrirspurn frá Kuwait um rafala úr Keflavík Gott útlit med fiskeldi í Lóni í Kelduhverfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.