Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
11
Gísli Jónsson menntaskólakennari:
Afrek og
íþróttir
Þegar rætt er um íþróttir,
andlegar sem líkamlegar, kveð-
ur oft við þann tón, að þær séu
svo sem ágætar, meðan ekki sé
einblínt á yfirburði og afrek. I
lítilsvirðingarskyni hafa menn
borið sér í munn orð eins og
„afreksíþróttir" og „stjörnu-
íþróttir". Nú er það vafalítið, að
gildi íþrótta er einkum fólgið í
almennri iðkun þeirra. Einkum
er unglingum hollt að temja sér
íþróttaiðkanir, og í samfélagi,
þar sem tómstundum fer fjölg-
andi, en fjölskyldulífi hnign-
andi, er það lífsnauðsyn. Ungl-
ingar hrekjast ekki um á villi-
götum, meðan þeir æfa íþróttir
sínar.
Leikurinn sjálfur er hverjum
manni mikils virði. Hvers virði
er lífið án leiks? En íþróttir eru
ekki aðeins leikur, ekki aðeins
fánýtt sport, sem sumir kalla, og
iðkendur þeirra sportidjótar,
eða betur sagt leikfífl. Þvert á
móti. íþróttir eru allt í senn
heilbrigðis-, félags- og menn-
ingarmál, og þetta er raunar
viðurkennt opinberlega að
meira eða minna leyti. Man ég
það ekki rétt að íþróttamál á
Islandi heyri undir mennta-
málaráðuneytið?
Fjöldi sveitarfélaga viður-
kennir einnig uppeldisgildi
íþrótta með mismunandi rífleg-
um fjárframlögum. Yfirleitt eru
þau þó svo við nögl skorin að
fjas um bruðl til íþróttamála á
við lítii rök að styðjast. Ekki
skulum við gleyma því að innan
iþróttahreyfingarinnar er unnið
geysimikið sjálfböðastarf, sem
virða ber og meta með því að
koma þar til móts með fjár-
framlögum opinberra aðila.
En er eitthvað athugavert við
það að vilja skara fram úr? Er
óheilbrigt að vilja vera afreks-
maður? Hvernig væri þá komið
fyrir 220 þúsund manna þjóð í
veröldinni, ef engum í þeim
fámenna hópi þætti ómaksins
vert að drýgja dáð? Til þess að
halda uppi svokölluðum mann-
sæmandi lífskjörum þurfa þegn-
ar þvílíkrar smáþjóðar, hv.er um
sig, helst að vera margra manna
makar og eru það í afköstum og
dug oft og tíðum.
Og víkjum svo aftur að
„afreksíþróttum", eða öllu held-
ur íþróttaafrekum. Þegar þau
eru unnin, vildu allir Lilju
kveðið hafa. Þá er sama hvort
maðurinn hefur heitið Hreinn
Halldórsson, Friðrik Ólafsson,
Vilhjálmur Einarsson eða Einar
Þorfinnsson („star player").
Húrrahróp og aðdáunarorð ber-
ast hvaðanæva. Þá er ekki talað
um sportidjóta eða leikfífl. Þá er
viðurkennt að afreksmaðurinn
eða afreksliðið sé einhver hin
besta landkynning sem Island
fær á erlendri grund. Bæði
einstaklingar og leikhópar ís-
lenskir hafa sýnt það og sannað
að þeir eru samkeppnisfærir og
boðlegir hvar sem er í veröld-
inni. En slíkt gerðist ekki, slík
landkynning fengist ekki, ef
enginn maður vildi vera afreks-
maður í íþróttum eða teldi það
fyrir neðan sína virðingu.
íslendingar eru að vonum
hreyknir af áfrekum manna eins
og þeirra sem fyrr voru taldir,
og þjóðin má gleðjast yfir þeim
og viðurkenna það í orði og
verki, að hériendis eru knatt-
leiksmenn, skíðamenn, skák-
menn og bridgemenn hlutgengir
hvar sem er í heiminum, svo að
nokkur dæmi séu tekin. Við hér
norður á Akureyri metum og
þökkum margföld golf-afrek
Björgvins Þorsteinssonar og
samfögnum íþróttamönnum
okkar öðrum með unna sigra og
drýgðar dáðir. Við skulum vera
ófeimin og viðurkenna afreks-
gildi íþróttanna, ekkert síður en
heilbrigðis-, félags- og þar með
menningargildi þeirra. Og við
Akureyringar ætlum ekki að
láta úrtöluraddir tefja okkur í
þeirri viðleitni að uppfylla löngu
gefið loforð um boðlegt íþrótta-
hús og menningarmiðstöð á
Akureyri.
18.11. '78,
G.J.
Aðstandendur Veizlumiðstöðvarinnar Alfheimum G með sýnishorjt af
framíeiðslu fyrirtækisins á hlm.fundi í gær. Á myndinni eru (f.v.) Jón
Albert Kristinsson bakari. Carl Jónas matsveinn og framkvæmda-
stjóri og Kolbeinn Kristinsson Ljósm. Mbl. Emilía.
Veizlumiðstöðin
opnar í Reykjavík
VEIZLUMIÐSTÖÐIN h.f. Álf-
heimum G er nýstofnað fyrirtæki í
Reykjavík. Eins og nafnið bendir
til verður allur veizlumatur. svo
sem kalt horð, heitir réttir. smurt
brauð. snittur o.fl. á boðstólum
hjá fyrirtækinu. en fyrirtækið
mun taka að sér að útbúa
veizluhöld fyrir borgarbúa. bæði
fyrir félagasamtök, fjölskyldur
og einstaklinga.
Það eru eigendur bakarísins að
Álfheimum 6 sem hafa stofnað
Veizlumiðstöðina, en bakaríið
hefur um 20 ára skeið þjónað
borgarbúum í sambandi við veizlu-
brauð og kökur.
Hjá Veizlumiðstöðinni verður
starfandi matsveinn, og auk þess
að hafa allan veizlumat á boðstól-
um mun Veizlumiðstöðin fara eftir
séróskum viðskiptavina sinna. Ef
þess verður óskað mun Veizlumið-
stöðin ennfremur taka að sér alla
framkvæmd veizlunnar, þ.e. fram-
reiðslu, skreytingar og þjónustu.
Jafnframt mun Veizlumiðstöðin
framleiða samlokur, smurð rún-
stykki og smábrauð og selja í
tengslum við, bakaríið. Eigendur
Veizlumiðstöðvarinnar er K. Al-
bertsson h.f, en aðstandendur
fyrirtækisins eru þeir Jón Albert
Kristinsson bakari, Kolbeinn
Kristinsson og Kristinn Alberts-
son bakari. Framkvæmdastjóri
Veizlumiðstöðvarinnar er Carl
Jónas, en hann er jafnframt
matsveinn fyrirtækisins.
Fundur um
áfengismál
Áfengisvarnarnefnd Hafnar-
fjarðar, félagsmálastofnun Hafn-
arfjarðar og þingstúka Hafnar-
fjarðar halda fund um áfengisinál
í Bæjarbíói, Hafnarfirði, í dag kl.
14. 3 rnenn frá AA-samtökunum
koma á fundinn og svara fyrir-
spurnum. Ennfremur verður kvik-
myndasýning. Aðgangur er ókeyp-
is.
Hinar vinsætu Mexikóhillur, sófasett og stólar
eiga erindi inn á hvert heimili.
Vió bjóóum aóeins fyrsta fbkks islenska
framleióslu og gæói.
Stálslegnir opnum
vid nýja húsgagnaverslun
Stórglæsilegt úrval af boróstofuboróum,
eldhúsboróum og stólum. Ennfremur er
úrvalió af skrifstofu- og skólahúsgögn-
um ótrúlega gott. Gjörió svo vel og litió
inn.
liifsfisifgnalaiHl
Sióumúla 2 — Simi 39555