Morgunblaðið - 25.11.1978, Side 14
V
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
Stjórnun fiskveiða er ekki
síður efnahags-og félagslegt
vandamál en líffræðilegt
Ég býö þinj;fulltrúa velkomna
til setu á Fiskiþin(;i hinu 37., svo
ofi (jesti. Á þessu ári eru liðin 65 ár
frá því aö hið fyrsta Fiskiþinjí var
háð, en það var í júní árið 1913.
Liðin eru 67 ár frá stofnun
félatísins.
Ék vil í upphafi minnast sjó-
manna er farizt hafa við skyldu-
störf sín frá því að síðasta
Fiskiþinfi var haldið. Sjö sjómenn
hafa fallið í valinn.
Það var ánæfcjulefít að geta saf;t
við upphaf þinfíhalds á s.l. ári, að
fiskafli þessa árs mundi verða
meiri en nokkru sinni áður í
fiskveiðasöfíunni. Afli ársins 1977
reyndist alls um 1374 þús. lestir.
Áður hafði mesti afli á land borizt
á árinu 1966, alls 1243 þús. lestir.
Það er einnifí með ánægju, að
unnt er að segja við upphaf þessa
þings, að allt bendi til, að afli
þessa árs verði jafnvel enn betri en
aflinn á s.l. ári. í lok okt. s.l. var
heildarafli fisks, skelfisks, humars
og rækju orðinn tæplega 1.360 þús.
lestir. Bendir því allt til þess, að
aflinn á þessu ári verði a.m.k.
1.450 þús. lestir.
Þar sem Fiskifélagið gefur
mánaðarlega út aflayfirlit, hirði
ég ekki um að fara ítarlega út í að
gera spá um afla einstakra teg-
unda. Eins og öllum er kunnugt
um, munar hér mest um loðnuafl-
ann, sem í dag er um 905 þús.
lestir. Þá eF einnig mikil aukning á
afla kolmunna, sem sýnir, að sú
viðleitni, er stjórnvöld, útgerðar-
menn og fiskimenn hafa sýnt
undangengin tvö ár til að nýta
þennan stofn, hefur borið góðan
ávöxt. Er þess að váenta, að sú
reynsla er fengizt hefur og tileink-
un tækni við veiðarnar muni koma
í góðar þarfir á næstu árum. Er
þetta ekki sízt mikilvægt, þegar
haft er í huga, að við virðumst
a.m.k. í bili vera komin að efri
mörkum þess afla, sem skynsam-
legt er að veiða af loðnu. Auk þess,
sem flest bendir til, að búast megi
við töluverðum náttúrulegum
sveiflum á loðnustofninum, þótt
við fram að þessu höfum búið við
hagstætt árferði í því efni.
Þótt rækjuaflinn muni reynast
minni á árinu, en efni og ástæður
eru til, sökum eðlilegra veiðitak-
markana vegna óvenjulegrar
seiðagengdar á veiðislóðir rækju-
báta, er þeim mun nauðsynlegra
að halda áfram könnun vænlegra
rækjumiða annarsstaðar og þá
ekki sízt á djúpslóð. Sú viðleitni
einstaklinga til veiða á djúprækju
undanfarið, sem dyggilega hefur
verið studd af stjórnvöldum, eftir
efnum og ástæðum, hefur þegar
borið drjúgan árangur og virðist
farið var í einu og öllu að okkar
tillögum í þessu efni. Við verðum
að gæta okkar vel, er við gerum
tillögur um fyrirkomulag veiða.
Það er eirtfaldara að stofna til
„kerfis" en að losna út úr því aftur.
Það er einfaldara að banna eða
takmarka notkun afkastamikilla
veiðarfæra en að heimila þær
veiðar á ný, og svona mætti lengi
telja.
Utlitið er ekki bjart hvað
botnlægar tegundir snertir. Bendir
margt til þess, að afli á þeim, ef
spærlingur er frátalinn, verði
nokkru minni en á s.l. ári. I lok
október var heildarafli botnlægra
tegunda um 418 þús. lestir, sam-
kvæmt bráðabirgðayfirliti, en var
422 þús. lestir á sama tíma á s.l.
Ræða Más Elíssonar fiskimála-
stjóra við setningu Fiskiþings
margt benda til, að þessar veiðar
geti orðið arðsamar og skilað
þjóðarbúinu góðum tekjum, ef rétt
er að staðið.
Núverandi kvótafyrir-
komujag ónothæft
Heimilað var að veiða 35 þús.
lestir af síld á þessu hausti, þar af
um 20 þús. lestir af herpinótaskip-
um. Líklegt þykir, að þessi kvóti
herpinótaskipa verði ekki f.vlltur.
Ber efalaust ýmislegt til. Eina
ástæðu tel ég mikilvæga, en það er
núgildandi kvótafyrirkomulag. I
upphafi var ákveðið, að hvert
hringnótaskip mætti veiða liðlega
200 lestir. Þetta er einfaldlega of
lítið. Það borgar sig ekki að halda
skipum úti á svo lítinn afla.
Utgerðin er of kostnaðarsöm til
þess, og verðið sem fyrir aflann
þarf að fást til að nokkur von sé
til, að slík útgerð beri sig, of hátt
til að við getum staðizt samkeppni
við keppinauta okkar.
Við þurfum að læra af reynsl-
unni. Núverandi kvótafyrirkomu-
lag er ónothæft. Hér verður samt
engum einum um kennt, því að
ári. Afli bátaflotans var 196 þús.
lestir en 206 þús. lestir í fyrra,
þannig að enn hefur breyting þar
orðið til hins verra. Aukin sókn í
spærling veldur hér e.t.v. nokkru,
en ekki öllu um þessa þróun.
í októbermánuði einum re.vndist
t.d. þorskaflinn nær helmingi
minni en í október 1977. Stafar það
án efa af afspyrnu stirðu tíðarfari,
þar sem veiðitakmarkanir voru
svipaðar bæði árin, breyttri hegð-
un þorsksins og auknum siglingum
fiskiskipa á erlendan markað.
Flest bendir til, að svipaða sögu
verði að segja um nóvember og
desember, enda hefur einnig verið
hert á veiðitakmörkunum. Ef tíð
verður sæmileg má samt e.t.v.
vænta aukinnar sóknar í aðrar
fisktegundir, það sem eftir lifir
nóvember og í desember.
Minnkandi þorskafli
Samkvæmt framansögðu vil ég
álíta, að þorskafli okkar í ár verði
nokkru minni en í fyrra, líklega
310—315 þús. lestir á móti 330
þús. lestum á árinu 1977. Þorskafli
erlendra fiskiskipa verður vænt-
anlega 8—9 þús. lestir á árinu, en
var um 10.5 þús. lestir í fyrra.
Tölur undanfarinna ára sýna
minnkandi þorskafla á Islands-
miðum, þegar á heildina er litið,
eða úr 473 þús. lesta á árinu 1970 í
340 þús. lestir á s.l. ári, enda þótt
okkar eigin þorskafli hafi aukizt
og hafi verið meiri á s.l. ári og í ár
en nokkru sinni fyrr.
Raunar hefur langtímaþróunin
verið sú, að þorskafli hefur
minnkað á íslandsmiðum allar
götur frá 1953—1955. Spurningin í
þessu efni er raunar sú, hvort ekki
var farið að ganga á íslenzka
þorskstofninn þegar á seinni hluta
sjötta áratugsins. Rkulegar göng-
ur frá Grænlandi rugluðu okkur
e.t.v. í ríminu. Sú lind virðist hafa
þorrið a.m.k. í bili, um og eftir
1970.
Ég hefi ekki að ástæðulausu
dvalið nokkuð við þessa þróun
þorskveiða, sem mikilvægur sem
þorskstofninn er og þorskveiðar
fyrir sjávarútveginn og þjóðar-
búið.
Ég tel líka, að þróun undanfar-
inna ára og reynsla hafi kennt
okkur margt. Við höfum sveiflast
frá bjartsýni í sambandi við
útfærslu í 50 og 200 mílur, — að
brotthvarf útlendinga mundi leiða
til mikillar aukningar eigin afla
þorsks og annarra botnlægra
tegunda, jafnvel í 700 þús. lestir,
og til mikillar svartsýni er svörtu
og bláu skýrslurnar komu út. Við
óttuðumst mjög, með réttu,
minnkandi hrygningarstofn
þorsks. Þó hefur reynslan kennt
okkur tvennt, — annað er hið
augljósa, að lítill hrygningarstofn
hefur í för með sér lélegan
þorskafla á S- og SV-landi, og
vissulega er það ein ríieginástæðan
fyrir lélegri afkomu báta og
vinnslustöðva á því svæði og
þeirra er að þessum atvinnuvegi
starfa.
Hitt er ekki eins augljóst, að
Lárus Jónsson alþm.:
Spáð er nálægt 50%
verðbólgu á næsta ári
Þrátt fyrir mestu svikamylluf járlög íslandssögunnar,
gífurlega hækkun skatta og nidurgreiðslna, vísitölu-
fals og niðurskurð framkvæmda og félagslegra verkefna
Á miðju ári 1977 var verðbólgu-
vöxturinn kominn niður í 26% frá
því að vera 54% almanaksárið
1974. í kjarasamningunum 1977
urðu þáttaskil. Heildarkjarasamn-
ingarnir reyndust olía á verð-
bólgubálið, sem magnast hefur
síðan. Þetta vissu forystumenn
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
innan verkalýðshreyfingar og utan
mæta vel. Þegar fyrrverandi ríkis-
stjórn beitti sér fyrir efnahagsráð-
stöfunum í febrúar sl. til þess að
draga úr skrúfugangi verðlags og
Iauna m.a. með því að skerða
vísitölubætur á laun, beittu þeir
sér harkalega gegn þeim ráðstöf-
unum sem „kaupráni" og gerðu þá
kröfu að næstum eina kosninga-
máli síðustu Alþingiskosninga, að
samningarnir gengju í gildi.
Svikamyllufjárlög
Nú standa þessir forystumenn
að ríkisstjórn og ráða þar ferðinni.
Hún hefur lagt fram frv. til
fjárlaga og gert aðrar efnahags-
ráðstafanir og áformar meiri
svikamyllufjárlög en þekkst hafa í
sögu landsins, stórfellda skatta-
hækkun, niðurgreiðslur, vísitölu-
fals og niðurskurð verklegra og
félagslegra verkefna.
Fjárlagafrumvarpið gerir ráð
fyrir að nýir skattar — tekju- og
eignaskattar að upphæð 16 millj-
arðar króna, verði lagðir á allan
almenning og þessum fjármunum
varið til beinna og óbeinna niður-
greiðslna á vöruverði. Þannig
greiða launþegar sjálfir fölsun
vísitölunnar sem lækk.ar kaup um
9—10% á næsta ári miðað við
ákvæði kjarasamninga um verð-
bætur á laun.
Minni lán til
íbúðabygginga
Niðurskurður verklegra fram-
kvæmda skv. frumvarpinu nemur
vægt áætlað 9,800 millj. króna að
raungildi og almennra sjóða 1000
m. kr. þ. á m. til Byggingasjóðs
ríkisins. Þar er gert ráð fyrir að
ríkisstjórnin taki til sín 670 m. kr.
af sértekjum sjóðsins. Þetta
minnkar lán til íbúðabygginga.
Gert er ráð fyrir að létta 980 m. kr.
af ríkissjóði með stórhækkun á
lyfjum og sérfræðilæknishjálp
sem sjúklingar eiga að greiða.
Iðnaðargjald sem er nýr tekju-
stofn og átti að ganga til eflingar
íslenzks iðnaðar — rennur til eigin
þarfa ríkissjóðs skv. frv. Byggða-
sjóður er skorinn niður um 1100 m.
kr. miðað við ákvæði laga og
framlög ríkissjóðs til vegamála
skorin um 1000 m. kr. frá núgild-
andi fjárlögum. Fjöldi fjárlagaliða
til félagslegra verkefna er óbreytt-
ur í frv. frá fjárlögum að krónu-
tölu og aðrir liðir stórlega van-
áætlaðir. Til viðbótar er í raun
greiðsluhalli á frv. um nær 8
milljarða króna eins og Matthías
Á. Mathiesen sýndi fram á í
sjónvarpsþætti fyrir skömmu.
Verðbólgan æðir áfram
Sú meginstaðreynd blasir við
að þrátt fyrir alla þssa vinstri
tilhurði til stórfelldra skatta-
hækkana. niðurgreiðslna, vísi-
tölufals. niðurskurðar verklegra
og félagslegra verkefna — þrátt
fyrir mestu svikamylluf járlög frá
upphafi sem nú eru í smíðum á
Alþingi a*ðir verðbólgan áfram
og mun verða nærri 50% á næsta
ári nema ráðist verði heint á
kjarasamninga fólks að auki.
Þessi vandi væri svipur hjá sjón
ef ráðstafanir íyrri ríkisstjórnar
hefðu ekki veri rifnar niður. Þá
hefði fjárlagadæmið gengið upp
án skattalækkana og verðbólgan
verið viðráðanlegri.
Sigurvegarar kosninganna Al-
þýðuflokkur og Alþýðubandalag,
standa nú frammi fyrir vanda,
sem þeir sjálfir mögnuðu. Þeir
ráða ekki við hann nema með
aðferð sem þeir sjálfir kölluðu
„kauprán" í vor, þ.e.a.s. bæði með
beinni íhlutun ríkisvalds á kjara-
samninga og stórfelldu vísitölu-
falsi, sem launþegar bera bóta-
laust í skattahækkunum.