Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
15
lítill hrygningarstofn gæti gefið af
sér jafngóða árganga fisks og
dæmin frá 1976 og 1978 sanna.
Félagslegur vandi
Vandamál þau, er glíma þarf við
eru því ekki síður félagsleg og
efnahagsleg en líffræðileg, þ.e. að
finna skynsamlegar leiðir til að
efla svo hrygningarstofninn, að
afkoma byggðarlaga sunnan og
vestanlands batni, jafnframt því,
að sæmilegir hrygningarstofnar
auka á öryggi fyrir viðgangi
stofnanna — án þess þó að raska
um of afkomumöguleikum fyrir-
tækja og fólks í öðrum landshlut-
um.
Þetta er eins og ég gat um ekki
sízt félagslegt og efnahagslegt
vandamál.
Reynslan virðist líka sýna a.m.k.
fram að þessu, að með núverandi
sókn og veiðitilhögun náum við
ekki að rétta hrygningarstofninn
við og megum því búast við minni
göngum fisks á hrygningar-
stöðvarnar en áður þekktust, og
eins og að framan greinir t.d. um
árið 1970.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir því, að hverja leið sem við
veljum til takmörkunar á afla,
verðum við að færa fórnir.
Flotinn sem við beitum í dag til
veiða botnlægra tegunda er of stór
miðað við afrakstursgetu stofn-
anna eða öllu heldur, 480—500 þús.
lestir af botnlægum tegundum er
of lítið fyrir þann flota, sem þessar
veiðar stunda.
Ég hef alltaf litið á, að tillögur
fiskifræðinga um þorskafla, þ.e.
275—280 þús. lestir á ári, miðuðust
. við hraða uppbyggingu þorsks-
stofnsins. Jafnframt hefi ég litið á,
að stjórnvöld hafi undanfarin ár
sett sér sama markmið, en því átti
að ná á lengri tíma. Mér sýnist, að
stjórnvöld hafi stefnt að 315—320
þús. lesta ársafla.
Tillögur Fiskiþings frá í fyrra
miðuðust við tiltölulega hraða
uppbyggingu hrygningarstofnsins.
Jafnframt var bent á leiðir til að
beina sókn fiskiskipa, einkum
togara, til veiða annarra fisk-
tegunda svo sem karfa og ufsa á
þeim tíma árs, þegar hagkvæmast
er að sækja í þá, án þess þó að
grípa til beins kvótafyrirkomulags
eða annarra óæskilegra beinna
stjórnunaraðgerða.
Tillögur Fiskiþings miðuðust við
svipaðan heildarafla botnlægra
tegunda og verið hefur, en hins-
vegar annarrar aflaskiptingar.
Þótt afli botnlægra tegunda hefi
reynzt nokkurn veginn hinn sami,
megum við þó ekki loka augum
fyrir því, að verðmætahlutföll
hefðu raskazt bæði inn á við svo og
útflutningsverðmæti.
Tillögur Fiskiþings beindust að
því að nýta til fulls vannýtta
fiskstofna til þess m.a. að liggja
ekki undir ámæli erlendis frá og
ásókn erlendra þjóða í að fá að
nýju aðgang að Islandsmiðum til
að nýta umframafla.
Ef gráa skýrsla Hafrannsóknar-
stofnunar er lögð til grundvallar
hámarksafla á næsta ári, að tilliti
teknu til lakara ástands karfa-
stofnsins, sýnist mér, að afli
botnlægra tegunda á næsta ári, að
kolmunna og spærlingi undan-
skildum, megi samkvæmt skýrsl-
unni ekki fara fram úr 470 til 475
þús. lestum, eða jafnvel 465—470
þús. lestum, ef við finnum ekki
leiðir til að hagnýta kolastofninn
betur en hingaö til. Þetta er
nokkru minni afli en á s.l. ári.
Málin rædd í samhengi
Akveðið hefur verið, að um-
ræður á þessu Fiskiþingi snúist
um þennan vanda m.a. Reynt
verður að gera grein fyrir
afrakstursgetu fiskstofna í bráð og
lengd. Reynt verður að sýna
breytingar á sóknargetu fiski-
skipastólsins og núverandi sóknar-
mætti hans.
Þá verður reynt að gera grein
fyrir afkastagetu vinnslustöðva
miðað við hráefnisframboð og
vinnuafl tiltækt.
Það þ.vkir nauðsynlegt að líta á
mál þessi í samhengi — við
þurfum að nýta fiskimiðin sem
bezt og samræma afkastagetu
flotans afrakstursgetu fiskstofn-
anna til langs tíma. Jafnframt
þessu þarf sem mest samræmi að
ríkja milli veiða og vinnsluafkasta
í landinu.
Ég vil bera fram þá frómu ósk,
að á þessu Fiskiþingi, eins og
raunar ávallt áður, takizt okkur að
ræða málin málefnalega, byggja
niðurstöður okkar á þeim beztu
upplýsingum, sem f.vrir liggja og
gera ályktanir, sem geta orðið til
að tryggja hagsmuni sjávarút-
vegsmanna um lahd allt. Hér eru
samankomnir fulltrúar veiða og
vinnslu úr öllum landshlutum.
Fiskiþing er því sá bezti vettvang-
ur sem völ er á til að ná þessu
markmiði.
Ný útgáfa af
„Þúsund og emni nótt”
MÁL og menning hefur sent
frá sér nýja útgáfu af
„Þúsund og ein nótt“, hinu
kunna austurlenska ævin-
týrasafni í þýðingu Stein-
gríms Thorsteinssonar.
„Þúsund og ein nótt“ er safn
fjölbreyttra sagna og ævin-
týra.
Þýðing Steingríms Thor-
steinssonar er ein af sígildum
þýðingum hans á erlendum
verkum og var fyrst gefin út í
Reykjavík 1857—65. Útgáfa
Máls og menningar er fjórða
útgáfa verksins, þrjú mynd-
skreytt bindi.
Bækurnar eru
um 1800 blaðsíður í stóru
broti ljósprentaðar í prent-
smiðjunni Grafík h.f.
Kaupið ekki stríðs-
leikföng handa bömum
Á stjórnarfundi Norræna
húsmæðrasambandsins. sem
haldinn var í Noregi um miðjan
september s.l.. var samþykkt að
skora á alla félaga sambandsins
að kaupa ckki stríðslcikföng
handa börnum. þar sem þau
hcina hugum barna að ofbcldi og
hvetja til neikvæðra athafna.
Sænska þingið hefur samþykkt
svohljóðandi skilgreiningu á hvað
sé stríðsleikföng:
Stríðsleikföng eru öll leiktæki,
sem eru eftirlikingar af vopnabún-
aði. Vopn beinast að og hvetja til
að ágreingur sé leystur með
ofbeldi, að menn sigri mótherja
sína með því að bana þeim eða
særa þau. Stríðsleikföng eru i
mörgum og ólíkum myndum.
Til þess að vinna gegn stríðsleik-
föngum á jákvæðan hátt, sótti
Norræna húsmæðrasambandið um
fjárstyrk frá Norræna menningar-
málasjóðnum til þess að efna til
samkeppni á Norðurlöndum og
jafnvel víðar um gerð leikfanga,
sem hafa þroskavænlegt gildi og
eru ekki óheyrilega dýr í fram-
leiðslu.
F'áist sá styrkur verður
efnt til samkeppninnar á Alþjóða-
ári barnsins 1979.
r
Havana
Goóheimum 9
Sími 34023.
TEBORDJL
HJ0LUN
Einnig vínbarir, innskotsborð (margar
tegundir), taflborð, Ijósakrónur
og lampar.
Kl. 10.00.
Tízkusýning herra.
Kl. 10.45.
Danssýning frá Dans-
skóla Heiöars Ástvalds-
sonar.
Kl. 11.15.
Tízkusýning dömur
Allur fatnaður er frá
Karnabæ.
Borö tekin frá í síma
20221 föstudag, laug-
ardag og sunnudag
eftir kl. 16.
Aöeins rúllugjald.
samtök sýningarfólks
halda tízkusýningu
aö Hótel Sögu
sunnudaginn
26. nóv.