Morgunblaðið - 25.11.1978, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
Mennt er
máttur
Umsjón;
Fríöa Proppé
Bessí Jóhannsdóttir:
Nám að lokn-
um grunnskóla
A undanförnum árum hcfur
mjöK skort alla fcstu í stjórn
mcnntamála cinkum þegar lit-
ið cr til framhaldsskólastitís-
ins. I>cssi jircin mun fjalla um
núvcrandi ástand ojí frumvarp
til lajía um framhaldsskóla.
Grcinin cr ckki hujfsuó scm
vísindalcjí úttckt á þcssum
málum hcldur aðcins innlcjfj; í
þá umræóu scm orðið hcfur um
þennan stóra málaflokk á
undanfiirnum mánuðum.
Öryggisleysi að
námi loknu
Þegar litið er til þess
ófremdarástands sem ríkir í
þessum málum vekur það mesta
furðu að í landinu starfa nú
allmargir skólar kostaðir af
alman'nafé, án þess að um þá
finnist stafkrókur í lögum.
Starfandi framhaldsskólar
eru jyarnan flokkaðir „eftir
gæðum". Má segja að sú flokkun
sé í grófum dráttum þessi: 1.
flokkur: Menntaskólar og
Verslunarskóli íslands. 2.
flokkur: Fjölbrautaskólar. 3.
flokkur: Iðnskólar og ýmsir
verkmenntunarskólar.
Grundvallarhugmynd um
samræmdan framhaldsskóla er
sú að vinna gegn slíkri flokkun
skóla í eins konar „æðri“ og
„óæðri skóla".
Undanfarin ár hefur verið
mjög um það rætt að nauðsyn
beri til að efla og bæta aðstöðu
verkmenntunar í landinu. I
frumvarpinu kemur fram sú
hugmynd að hinn samræmdi
framhaldsskóli eigi að þróast
frá því kerfi, sem við höfum í
dag, á þann hátt að skólar, sem
nú starfa, breyti smátt og smátt
starfi sínu og falli inn í nýja
kerfið. Þetta atriði hefur þegar
valdið losi og óvissu um stöðu
nemenda. Þeir sækja nú mest
inn í þær stofnanir, sem hafa
skapað sér hefð í menntakerf-
inu. Þar vita þeir hvar þeir
standa og réttindi að námi
loknu eru öllum ljós. Slíkt
öryggi og traust er öllum
nauðsynlegt, ekki hvað síst ungu
fólki sem ætlar að feta mennta-
veginn. Framhaldsdeildirnar
eins og þær eru nú svífa mjög í
lausu lofti. Þetta á bæði við um
námsefni og réttindi að námi
loknu. Nemendur spyrja: Verður
mitt nám metið eins og lofað var
í upphafi? Verður kennt hér á
næsta ári, eða verð ég að fara
annað og þá, hvert? Verður nám
mitt metið sem stúdentspróf af
Háskóla Islands? Verða settar
reglur um lágmarkseinkunn í
deildir Háskólans? Hvaða
deildir? Verða sett inntökupróf?
Munu nemendur gömlu
stúdentsprófsskólanna ganga
fyrir?
Vegna þessa öryggisleysis
gerist það hjá skólunum að
jafnvel að hausti eftir að nám er
hafið eru þeir að missa
nemendur frá sér. Afleiðingin
getur orðið mjög óhagkvæm
stærð bekkja. Hér vegur þyngst
gagnvart nemandanum að það
er freistandi að fara inn í skóla
sem getur sagt þér nákvæmlega
til um hver staða þín verður að
námi loknu. Það er mín skoðun
að því lengur sem málin eru
iátin reka á reiðanum verði
ástandið verra. Skólarnir fá
ákveðna ímynd, sem erfitt
verður að breyta.
Rammalöggjöf
I maí 1974 tóku gildi tvenn lög
sem fjalia um fræðslumál. 1.
Lög um grunnskóla, sem fjalla
um skólagöngu barna og
unglinga. 2. Lög um skólakerfi
þar sem kveðið er á að allir
skóiar, sem reknir eru fyrir
almannafé, myndi samfellt
skólakerfi sem skiptist í skyldu-
námsstig, framhaldsskólastig og
háskólastig. Það er skref fram á
við að litið sé á menntakerfið í
einni heild. Menn eru síðan ekki
eins bjartsýnir á að í fram-
kvæmd verði sú samvinna, sem
æskileg mætti teljast, milli
þessara stiga. Þetta atriði þarf
án efa nánari umfjöllun á næstu
árum.
Lög um framhaldsskóla hafa
verið lengi í undirbúningi, og
leitað hefur verið umsagnar
fjölmargra aðila um frumvarp-
ið, og verður eflaust tekið tillit
til þeirra umsagna í endanlegri
gerð þess. Þetta frumvarp er
unnið af nefnd embættismanna,
sem skilað hefur frábæru starfi.
Þeir sem verulega hafa brugðist
í þessu máli eru stjórnmála-
mennirnir. Alþingi á að marka
þá stefnu sem æskilegust er
talin á hverjum tíma, það er
síðan embættismannanna að
framfyljoa þeirri stefnu. Stefna
í menntamálum hjá stjórnmála-
flokkum landsins er mjög óskýr.
Talað er um frelsi og jafnrétti
án þess að skilgreina nokkuð við
hvað er átt. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur sýnt mjög lítinn
áhuga á menntamálum og
verður það að teljast mikill
skaði. Væri það verðugt verkefni
að framhaldsskólinn yrði tekinn
til itarlegrar umræðu meðal
sjálfstæðismanna.
Aukin völd mennta-
málaráðuneytis
Skólastarfi má raunverulega
skipta í tvennt. Ytra starf, sem
kalla mætti stjórnunarstörf, og
innra starf sem er kennslan,
námið, námsefni og námsmat.
Það er mikilvægt að samræmi
sé í ákvarðanatöku varðandi
þessa þætti. Víða erlendis hefur
á undanförnum árum staðið yfir
ítarleg umræða um innra starf
skólans. T.d. hefur í Svíþjóð
verið gerð mikil bylting á þessu
sviði. SIA (Skólens Indre
Arbete) en þar á að tengja
fristundir og skólanám, og koma
á samfelldum skóladegi í grunn-
skólanum. Um þetta hafa staðið
miklar déilur þar í landi, en
ákveðið hefur verið að SIA
skólinn eigi að vera „fullmótað-
ur“ um 1980 og þá víðast kominn
á.
Það frumvarp, sem fjallar um
samræmdan framhaldsskóla og
lagt var endurskoðað fyrir
Alþingi síðastliðinn vetur, er
fyrst og fremst rammalöggjöf.
Slik löggjöf krefst setningar
fjölmargra reglugerða, sem
snerta innra starf skólans, og
verður að ætla að þingheimur
óski eftir því að þær veigamestu
liggi fyrir áður en frumvarpið
verður samþykkt sem lög.
Með frumvarpi þessu fær
menntamálaráðuneytið mun
stærra hlutverk varðandi fram-
haldsskólamenntunina en það
hefur gegnt hingað til. Skipu-
lagning skólastarfs hefur fyrst
og fremst verið í höndum
skólanna sjálfra, og þá hafa
einstakir kennarar haft mikið
að sejya um námsefnið. Með
frumvarpinu er gert ráð fyrir að
þessir skólar hverfi inn í sam-
ræmdan framhaldsskóla (29.
gr.) A þessu eru þó undan-
tekningar. Ég tel það mjög
varhugavert að ætla að mis-
muna skólum sem reknir eru af
almannafé að þessu leyti, jafn-
vel þó þeir hafi áður verið
einkaskólar. Með því er raun-
verulega kippt fótum undan
þessari nýju skipan. Um þetta
atriði þurfa stjórnmála-
mennirnir að gera upp hug sinn.
Mér finnst eðlilegt að taka þetta
fram áður en ég tek lauslega
fyrir einstaka kafla frumvarps-
FRUMVARP TIL LAGA
TJM FRAMHALDSSKÓLAl