Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
Jaim- m íjiilskvldasíta
Þórir S.-tiudbiTKsson
RúnaíiísladóUir
Ein ágæt?
Ég voit ekki, hvort þú hefur hcyrt söBuna um hann Gunna litla.
Ilann var víst þrÍKfíja eða fjögurra ára — Ob það er í tisku, cr það
ekki, að segja brandara!
Das einn sat Gunnar úti í horni og hamaðist við að krota eitthvað á
hlað. Mamma hans hélt, að hann væri að teikna. þangað til hann
hrópaði allt í einu yfir sig hrifinn.
„Mamma, mamma! Ég kann að skrifa, sko bara!“
„Ja'ja. góði minn.“ svaraði mamma hans, „og hvað varstu að skrifa?“
„Það veit ég ekki," svaraði Gunnar, „ég kann ekki að lesa!"
Slys-Sorg-Samúð
Mikið hefur verið rætt um hið
sorglega slys í Sri Lanka að
undanförnu. Minningarræða var
flutt, er lík hinna látnu komu
heim, og hefur hún verið birt í
blaðinu.
Börn, unglingar og fullorðnir
eiga nú um sárt að binda. Sorgin
hefur heimsótt heimili þeirra og
margar spurningar verða áleitn-
ar, sem erfitt mun reynast að
svara.
Sársaukinn, sem fylgir slíkri
sorg, tekur misjafnlega langan
tíma. Það er líka misjafnlega
erfitt fyrir börn og fullorðna að
mæta slíkum erfiðleikum. En
einmitt á slíkum tímum er svo
mikilvægt að geta verið eðlilegur
— og hvorki hylja sorg sína né
sársauka, — leyfa tilfinningum
sínum að koma fram bæði í
söknuði og sorg, en einnig í bæn, í
von og í trú.
Barna- og fjölskyldusíðan vott-
ar aðstandendum hinna látnu, og
þá sérstaklega börnum þeirra og
um leið allri f jölskyldunni, dýpstu
samúð, og biður um blessun og
styrk þeim til handa á komandi
tímum.
©PIB
Jafnvægislist
Ilér á að blnda saman handspotta og halda honum milli tveBKja fingra,
eins og sést á myndinni. Síðan er vandinn sá, að láta lítinn bolta, eins
og borðtenniskúlu. rúlla fram og aftur án þess að detta á golfið. Tveir
félagar geta til dæmis reynt sig til skiptis. Þetta er hreint ekki
auðvelt.!
Mikið
kaffi
Óhemju mikið kaffi er
drukkið um allan heim,
ekki síst í Ameríku. í New
York-borg einni hefur verið
áætlað, að á hverjum
klukkutíma sé drukkið
nálægt 6 milljónum kaffi-
bolla. Það verða 144
milljónir kaffibolla á sólar-
hring.