Morgunblaðið - 25.11.1978, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
Fulltrúafundur
Landverndar
FULLTRÚAFUNDUR Landverndar var haldinn í
Ölfusborgum 18. og 19. nóvember sl. Fundarstjórar voru
Ingi Tryggvason og Stefán Jasonarson og ritarar Hulda
Valtýsdóttir og óskar Þór Sigurðsson.
í upphafi fundarins flutti
formaður Landverndar, Hákon
Guðmundsson, ávarp og einnig
ávarpaði Steingrímur
Hermannsson landbúnaðarráð-
herra fundinn. Haukur Hafstað
framkvæmdastjóri flutti skýrslu
um starfsemi Landverndar og
reikninga ársins 1978.
Fjármagn
Landverndar til landgræðslu og
gróðurverndar voru 4 milljónir
af landgræðslufé, en mótframlög
sveitarsjóða, sýslusjóða og félaga
voru rúmar 4 milljónir. Sam-
starfsaðilar, þ.e. aðildarfélög og
sveitarfélög, voru 38. Þá fékk
Landvernd styrk úr Þjóðhátíðar-
sjóði til umhverfiskönnunar og
útgáfu.
Að lokinni skýrslu fram-
kvæmdastjóra flutti Guðmundur
Kristjánsson erindi um umhverf-
iskönnun sumarið 1978 og að
loknu matarhléi voru flutt fjögur
erindi um framkvæmd land-
græðsluáætlunar 1975—79. Er-
indin fluttu: Sveinn Runólfsson,
Sigurður Blöndal, Björn Sigur-
björnsson og Ólafur Dýrmunds-
son. Jónas Jónsson flutti svo
erindi sem hann nefndi: Hvað er
framundan?
Að erindunum loknum urðu
svo umræður um þau og tillögur
og síðari daginn voru nefndarálit
og tillögur afgreidd. Meðfylgj-
andi myndir eru frá fundinum.
Ekki verði hlé á sókn tilþeirra markmiða
sem Alþingi setti á hátíðarfundinum 1974
Fulltrúafundur Landverndar
haldinn að Ólfusborgum 18. og 19.
nóvember telur að fyrir tilstuðlan
landgræðsluáætlunar 1975—1979
hafi orðið þáttaskil í landgræðslu-
og gróðurverndarmálum. Þjóðar-
gjöfin, þó myndarleg sé, er þó ekki
nema fyrsta stóra skrefið til að
endurheimta horfin landgæði. Nú
er aðeins eftir eitt ár af áætlunar-
tímanum og því orðið brýnt að
undirbúa áframhaldandi sókn.
Bent er á að samhliða framlögum
af þjóðargjöfinni hefur dregið úr
beinum fjárveitingum til þeirra
stofnana sem unnið hafa að
framkvæmd landgræðsluáætlun-
arinnar. Er því augljóst að ef ekki
verður framhald á áætluninni eða
hliðstæðar fjárveitingar komi í
hennar stað, hlýtur starf þessara
stofnana að lamast.
Fundurinn skorar á stjórnvöld
að sjá til þess að ekki verði hlé á
sókn til þeirra markmiða, sem
Alþingi setti Islendingum með
samþykkt sinni 28. júlí 1974.
Fundurinn beinir því þeirri
áskorun til Alþingis að það sjái til
þess að nú þegar verði hafinn
undirbúningur að framhaldi land-
græðsluáætlunarinnar.
- O —
Fulltrúafundur Landverndar
samþykkti einnig að beina þeim
tilmælum til stjórnar Landvernd-
ar að hún skipi nefnd til þess að
fjalla sérstaklega um land-
græðsluáætlunina og framhald
landgræðslustarfsins.
Nefnd þessi
vinni að því að leggja mat á
árangur framkvæmda við áætlun-
ina 1975—1979 og kynna málið og
vinna því fylgi útávið í samvinnu
við samstarfsnefndina.
Hér má aldrei slaka á ár-
vekni og stöðugri varðgœzlu
Eins og dagskrá þessa fundar
ber með sér eru það fyrst og
fremst tvö mál, sem til umræðu
eru, en aðalmálið verður þó
Landgræðsluáætlunin frá 1974. Er
gert ráð fyrir þeim umræðugrund-
velli, að forstöðumenn eða fulltrú-
ar þeirra stofnana, sem eiga
einkum hlut að máli um fram-
kvæmd hennar, geri grein fyrir
því, hvernig hver stofnun hefur
varið sínum hluta, hvaða árangur
hefur náðst það sem af er
áætlunartímanum — hvaða við-
fangsefni þeir telji brýnust, og
hvernig taka beri á landgræðslu-
málefnum í ljósi þeirrar reynslu,
sem þegar er fengin. Á þessum
grundvelli er svo ætlunin, að rætt
verði, hvað við eigi að taka er
tímabili yfirstandandi land-
græðsluáætlunar lýkur — og um
það gerð ályktun.
Flyt ég forustumönnum þeirra
stofnana, er hér eiga hlut að máli
þakkir fyrir góðar undirtektir
þeirra um framlag til meðferðar
þessa mikilvæga máls hér á
þessum fundi.
Það er skoðun mín, að fulltrúa-
fundur Landverndar sé réttur
vettvangur til nefndrar umræðu.
Samkvæmt markmiðum Land-
verndar hafa málefni, sem varða
gróður landsins frá upphafi, verið
einn a meginþáttum í starfsemi
samtaka okkar. Má í því sambandi
minna á, að þegar á aðalfundi
fulltrúaráðsins árið 1970 var gerð
ályktun þess efnis, að fjármagn
það, sem varið væri til landgræslu
hér, væri ekki í samræmi við þá
brýnú þörf, er fyrir hendi væri í
þessum efnum, og á þessum sama
fundi var lýst tillögu um 3ja ára
áætlun um framkvæmdir og fjár-
magn á þessum vettvangi, og var
áætlunin við það miðuð, að náðst
hefði tiltekinn árangur fyrir 1100
ára afmæli íslandsbyggðar 1974.
Síðar þegar þessi mál féllu í
þann farveg, að landbúnaðarráð-
herra fól hinni svonefndu landnýt-
ingar- og landgræðslunefnd að
undÞbúa og semja landgræðslu-
og gróðurverndaráætlun sem sam-
þykkt var á Þingvöllum 1974, átti
Landvernd hlut að því mikla og
merka undirbúningsstarfi, sem
nefndin vann undir farsælli for-
ystu Eysteins Jónssonar. Var
Landnýtingarráðstefnan 1973 að-
alframlag samtaka okkar á þeim
vettvangi.
í framhaldi af þessum atriðum,
sem nú hefur verið lýst, og afstöðu
Landverndar almennt, hefur það
þótt eðlilegt og réttmætt, að
Landvernd fylgdist með fram-
vindu þessa máls — ég minni á
ályktun frá aðalfundi fulltrúa-
ráðsins 1975 um verðgildi fjár-
framlaga — hvern árangur land-
græðsluáætlunin bæri og hvað við
ætti að taka, er tímabili hennar
lyki. Þetta viðhorf leiddi þá einnig
til þeirrar samþykktar, sem gerð
var á aðalfundinum í Munaðarnesi
í fyrra, þess efnis, að tímabært
væri að huga að undirbúningi
annarrar landgræðsluáætlunar. |
Það er svo í samræmi við þennan
undanfara, sem ég hefi nú 'stutt- 1
lega rakið, að mál þetta er nú
tekið upp hér á þessum fundi sem
aðalmál hans og á þeim grund-
velli, sem ég lýsti áðan.
Það dylst ekki neinum þeim,
sem fylgist með umræðum og
skrifum um gróðurfars- og land-
græðslumál, að viðhorf manna til
þessa máls eru af ýmsum toga
spunnin. Menn líta á þau frá
ólíkum eða mismunandi sjónar-
hornum, og mat þeirra á gróður-
farsástandi landsins í heild, eða
jafnvel á einstöfeum svæðúm,
virðast mótast nokkuð af því, frá
hvaða sjónarhæð er horft yfir
sviðið. Þessi nokkuð ólíku viðhorf
manna, sem telja verður að hafi
þekkingu og aðstöðu til þess að
ræða málin frá faglegum sjónar-
miðum, leiða til þess, að okkur
leiðmönnunum, sem höfum hug á
því að fá fram það sem kalla
mætti staðreyndir um ástand og
framvindu gróðurs eða gróðurfars
á þessari vorri ástkæru fósturjörð,
veitist stundum erfitt að fá fast
land undir fætur á þessum vett-
vangi, og okkur fer stundum eins
Á varp Hákonar
Guðmundssonar
formanns
Landverndar
og Pílatusi forðum, að við spyrj-
um: Hver er sannleikurinn. — En
hvað sem honum líður — það er
sagt, að hann sé afstæður í flestu
— þá sýnist mér að hér þurfi
maður að velja sér háan sjónarhól
og horfa vítt, og til allra átta.
Mikil vötn hafa til sævar runnið
í landgræðslumálum landsins á
þeim áratugum, sem liðnir eru frá
því að sá mæti landgræðslumaður
Gunnlaugur Kristmundsson fyrr-
um landgræðslustjóri mætti þeim
viðbrögðum í ungdæmi mínu, hjá
einum nágranna minna, að sá
maður reif upp varnargarð Gunn-
laugs við sandfoki, með þeim
ummælum, að best færi á því, að
þau máttarvöld, sem breytt hefðu
gróðri jarðar hans í svartan sand
— væru látin ein um að skila
gróðrinum aftur.
Og þegar mér verður nú litið
aftur til æskuáranna — man ég þá
hryggðarmynd þegar Gunnars-
holtsbærinn gamli stóð sandi
orpinn — auður og yfirgefinn. Ég
hygg, að sá sem nú ekur um
grónar og grasi vafðar lendur
þessarar jarðar — er nú er
miðstöð landgræðslu og fóður-
framleiðslu — geti því aðeins gert
sér fulla grein fyrir þeirri breyt-
ingu til landbóta, sem þarna hefur
orðið — að hann hafi séð staðinn
eins og hann var þegar verst
gegndi.
En samanburðurinn við fortíð-
ina er í þessum efnum, því miður,
ekki alltaf og alls staðar jafn
jákvæður og á þessum stað. Ég
minnist þess úr persónulegri
reynslu minni, að sumarið 1935
kom ég á hestum — í fyrsta sinn
vestan yfir Mýrdalssand austur í
Skaptártungu. Það var gróðursæll
heimur, sem ferðamaðurinn áði 1
þegar yfir Hólmsárbrúna kom.
Ég fór þessa sömu leið í fyrra
sumar, í bifreið að vísu — svo
áningartilfinningin var að því
leyti önnur en í hestaferðalaginu
árið 1935. En mér brá í brún við
þau gróðurfarslegu umskipti til
hins verri vegar, sem mér þóttu
hafa orðið á þessum áningarstað
mínum á þessum þrjátíu árum,
sem liðin voru frá minni fyrstu
ferð á þessar slóðir. Það er að vísu
sagt, að endurminningin merli hið
liðna þannig að samanburður
milli fortíðar og nútíðar, sem
byggður er á minni manns einu
sáman, geti leitt til rangrar
niðurstöðu. En ég held því nú
samt fram, að elliglöp hafi ekki
vélað minni mitt í fyrra sumar.
Þannig verður ætíð í umræðum
um gróðurvernd eða gróðureyð-
ingu að horfa til tveggja átta —
gæta hófs í dómum og vera
minnugur þess, að á þeim vett-
vangi getur mundangshófið orðið
mjótt. Sá gróður, sem leit sæmi-
lega út í dag, getur verið kominn í
traðk á morgun, og þar sem flag
var í gær er máske komið grasið
grænt á næsta sumri. Á þessu
sviði er það einmitt oft svo, að
ýmist miðar aftur á bak ellegar
nokkuð á leið og hér getur
kyrrstaða auðveldlega leitt til
afturfarar. Hér má aldrei slaka á
árvekni og stöðugri varðgæslu.
I greinargerð þeirri, sem fylgdi
þingsályktunartillögu þeirri um
landgræðslu- og gróðurverndar-
áætlun, sem Alþingi íslendinga
samþykkti í einu hljóði á Þingvöll-
um árið 1974, segir m.a. svo:
„Þjóðin varð að taka lán hjá
landinu, þegar verst lét, til að geta
lifað. Enn er sú skuld hvergi nærri
goldin." Um þetta virtust allir
sammála þá. En hvernig standa
reikningarnir í árslok 1979? Verða
þá skiptar skoðanr um það,
hverjar skuldaeftirstöðvarnar
séu? Nú heyrast jafnvel raddir í
þá átt, að skuldin hafi aldrei verið
nein.
Það er von mín, að þessi
aðalfundur fulltrúaráðs Land-
verndar stuðli að því, að þessi mál
skýrist og taki þá stefnu, sem leiði
til farsællar lausnar á gróðurfars-
málum landsins.
En hverjar sem skoðanir okkar
kunna að vera á skuldaskilunum
við landið — held ég að við þurfum
ekki annað en að líta hér út um
gluggana til þess að staðreyna, að
enn er eftir að klæða margt fjallið.
I umræðum um gróðurvernd og
gróðurfar hendir það stundum, að
viðmiðunargrundvöllurinn virðist
svo misjafn, að nærri liggur að
áheyrandanum þyki sem menn
tali tvö tungumál á þessum
vettvangi. Má e.t.v. enn lengi bíða
þeirrar stundar, að samstaða fáist
um það, hvaf sé hinn eini og sanni
gróðurfarsstaðall.
En hvað sem því líður, er það
mikilsverðast, að við setjum gróð-
urfarsmarkið, sem að skal stefnt,
nógu hátt, og missum ekki sjónar
á því — eða látum það blása út í
veður og vind — vegna ágreinings
um leiðir að marki eða ferðahraða.
Hér sem annars staðar verður
að leggja áherzlu á samstöðuna og
hafa það hugfast, að skyldan við
landið er skylda okkar alira
hvers og eins — hvar í sveit sem
við stöndum.
Átakið verður að vera sameigin-
legt.
I þessu tilliti, og það á einnig við
á öðrum sviðum, er hollt að
minnast þeirra orða félagsmála-
mannsins Benedikts frá Auðnum,
„Að allt það sem best er og
nytsamlegast í öllu samlífi manna
er einmitt byggt á samábyrgð
þeirra í mannlífinu, og árangri
hennar."