Morgunblaðið - 25.11.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
23
Hefndarmorð
framin á Ítalíu
Desio. Ítalíu. 24. nóvember — AP
FJÓRIR menn sem allir voru á
sakaskrá liigreglunnar íyrir ýmis
konar glæpi voru drepnir. að því
er talið er í hefndarárás, rétt
utan við smábæinn Desio á
Norður-Ítalíu í nótt og lík þeirra
skilin eftir á akri. segir í frétt
lögreglunnar.
í frétt lögreglunnar segir, að
allar líkur bendi til þess að þeir
hafi verið drepnir í hefndarskyni
fyrir að hafa drepið aðra „skúrka",
sem fundust fyrir skömmu í
stolnum bíl á svipuðum slóðum.
Sá sem tilkynnti lögreglunni um
drápin var verkamaður sem hafði
orðið líkanna var á leið sinni til
vinnu í morgun. Nú líður varla sú
vika, að ekki séu menn drepnir eða
þeim rænt í Brianza-héraði á
Norður-Ítalíu og hefur svo verið sl.
þrjá mánuði, segir að síðustu í
frétt lögreglunnar vegna þess.
Chicago, 24. nóvember. AP.
FIMMTI hver læknir í Bandaríkj-
unum væri ekki mótfallinn sölu á
líffærum til lfffæraflutninga, en
þrír fjórðu eru því algerlega
mótfallnir samkvæmt skoðana-
könnun bandariska læknasam-
bandsins (AMA).
Vikurit AMA segir að læknar,
sem séu þessu mótfallnir, sjái
fram á hræðilegar afleiðingar.
Þeir telja sölu líffæra ósiðlega og
segja að fyrir hendi séu möguleik-
ar á misbeitingu slíks kerfis í
glæpsamlegum tilgangi.
Þannig þykjast læknarnir sjá
fyrir möguleika á líkránum, morð-
um í því skyni að komast yfir
líffæri sem seljist fyrir gott verð
og möguleika á því að skipulögð
glæpasamtök taki yfir markaðinn.
Einn læknanna sagði að fátækt
fólk yrði selt fyrir varahluti, aðrir
segja að auðugt fólk stæði betur að
vígi við kaup á líffærum og enn
aðrir töldu að möguleikar væru á
því að fólk misþyrmdi sjálfu sér í
hagnaðarskyni.
Og enn annar læknir sagði að
Feitar flugfreyj-
ur fá ekki að fljúga
Abu Dhahi. Sameinaða Furstadærainu,
23. nóvember. AP
FORRÁÐAMENN arabíska flug-
félagsins Gulf Air hafa tekið þá
ákvörðun að flugfreyjur sem eru
yfir 55 kílógrömm að þyngd, fái
ekki að fljúga hjá félaginu. Þeim
flugfreyjum félagsins, sem eru yfir
mörkunum, hefur verið skipað að
fara í megrun.
Þegar talsmaður flugfélagsins
tilkynnti ákvörðun félagsins sagði
hann> „Það er óhagkvæmt fyrir
stúlkurnar að bera fitupokana utan
á sér, og ennfremur er það ekki
aðlaðandi sjón að sjá fyrirferðar-
mikinn bakhluta kjagandi eftir
þröngum ganginum á milli sæt-
anna.“
Með þessari ákvörðun hefur
þeirri trú manna að Arabar aðhyll-
ist fremur bústnar konur en
magrar að einhverju leyti verið
varpað fyrir róða.
engin leið væri til þess að
verðleggja nýru, hjörtu og lifur.
Tveir læknar, sem eru hlynntir
sölu líffæra, sögðu að aðstandend-
ur látinna gætu orðið sér úti um
aukaskilding. Aðrir sögðu að
framboð á líffærum til líffæra-
flutninga mundi aukast.
67.1% töldu líffærasölu ósiðlega
en 32.9% ekki. Einn læknir sagði:
„Þetta er kannski ekki ósiðlegt en
þetta er gróðabrall og óviturlegt."
Veður
víða um heim
Akureyri -1 snjókoma
Amsterdam 11 rigning
AÞena 18 heióríkt
Barcelona 15 heiðskirt
Berlín 11 skýjað
Brússel 13 skýjað
Chicago 10 rigning
Frankfurt 10 skýjað
Genf 6 poka
Helsinki 2 heiðskírt
Jerúsalem 16 léttskýjað
Jóhannesarb. 27 léttskýjað
Kaupmannah. 7 skýjað
Lissabon 18 léttskýjað
London 13 skýjað
Los Angeles 16 rigning
Madríd 13 heiðríkt
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 19 léttskýjað
Míami 28 heiðríkt
Moskva 8 skýjað
New York 7 rigning
Ósló 6 skýjað
París 12 skýjað
Reykjavík -2 léttskýjað
Río De Janeiro 34 skýjað
Rómaborg 12 skýjað
Stokkhólmur 8 skýjað
Tel Aviv 20 léttakýjað
Tókýó 14 skýjað
Vancouver 4 rigning
Vfnarborg 10 skýjað
Þetta gerðist
1974 — U Thant, þriðji fram-
kvæmdastjóri SÞ, deyr úr
krabbameini.
1973 — Papadopoulosi steypt í
herbyltingu í Grikklandi.
1965 — Mobutu steypir
Kasavubu í Kongó.
1963 — Kennedy jarðsettur í
Arlington-kirkjugarði.
1875 — Bretar kaupa hlutabréf
í Súez-skurði af Egytpum.
1795 - Stanislaus II af Pól-
landi leggur niður völd —
Austurríkismenn sigraðir við
Laono í Piedmont.
1758 — Bretar taka Senegal.
1568 — Ný rannsókn í máli
Maríu Skotadrottningar í West-
minster.
1542 — Bretar gersigra Skota i
orrustunni við Solway Moss.
1535 — Karl keisari V sækir inn
í Napoli.
Afmæli dagsinsi Lope Felix de
Vega, spænskt leikritaskáld
(1562—1635) — Katrín af Brag-
anza, portúgölsk kona Karls II
af Englandi (1639—1705) — Joe
Di Maggio, bandarískur beis-
boltaleikari (1914---).
Læknar ræða
sölu líffæra
ÓEIRÐIR í RENTERIA — Frá óeirðunum í Baska-héruðunum: Strœtisvagni lagt
þvert yfir veginn inn í Renteria, bæ nálægt San Sebastian þar sem ólgan hefur verið
mest.
Víetnamar herða á
árásum á Kambódíu
Bangkok, 24. nóvember. AP
VÍETNAMAR hafa aukið árásir á
landi og úr lofti á Kambódíu
samkvæmt áreiðanleguin heimild-
um og allt að 40 flugvélar halda
uppi árásum á landið á hverjum
degi.
Víetnamar hófu hinar auknu
loftárásir um helgina með
MIG-herflugvélum frá Rússum og
flugvélum sem þeir hafa tekið frá
Bandaríkjamönnum og þær bein-
ast einkum gegn skotsvæðum á
svæði því í Kambódíu sem gengur
undir nafninu Öngullinn og er
um 128 km fyrir norðvestan IIo
Chi Minh borg. áður Saigon. að
því er heimildirnar herma.
Bardagar hafa einnig aukizt á
iandi samkvæmt heimildunum á
svæðunum Brek, Mimot og Snoúl í
Önglinum og ahk þess í svokölluðu
Páfagauksnefi sem skagar inn í
Suður-Víetnam fyrir neðan Öngul-
Sérfræðingar sem fylgjast með
landamærastríði þessara tveggja
kommúnistaríkja vilja þó ekki
kalla þessa stigmögnun nýja
Spurt á veggspjöldum í Peking:
Gat Maó ef til
vill skjátlast
Belgrad — 24. nóvember
— 23. nóvember
TANJUG-fréttastofan
skýrir svo frá að ný vegg-
spjöld séu komin upp í
Peking þar sem varpað sé
fram þeirri spurningu
hvort Maó heitinn formað-
ur hafi yfirleitt verið á
réttri línu. Spjöldin fylgja í
kjölfar þess að afhjúpaður
var „Sannleikurinn um
atburðina á Torgi hins
himneska friðar“, en þar er
vísað til fjölmennra og
róstusamrR mótmælaað-
gerða, sem efnt var til á
dánarafmæli Cou En-lais,
fyrrum forsætisráðherra
Kína, en við það tækifæri
Innlenti Bretar senaa herskip á
vettvang 1975 — Fiskimiðum
Vestfjarða lokað 1940 — Tveir
rússneskir kaupmenn kaupa hár
af íslenzkum konum 1871 —
Skúli landfógeti jarðsettur í
Viðey 1794 — F. Jóhanna
Egilsdóttir 1881.
Orð dagsins. Hver einasta
fjarstæða á sér einhvern for-
mælanda — Oliver Goldsmith,
enskt skáld (1728-1774).
eiga þorpararnir fjórir að
hafa skipað hernum að
skakka leikinn.
„Við viðurkennum að Mao for-
maður var mikill leiðtogi kín-
versku þjóðarinnar, mikilmenni í
sögu Kína. En 'þótt kostir hans
skuli viðurkenndir, teljum við
fráleitt að honum hafi ekki orðið á
mistök," segir Tanjug að standi á
nýju spjöldunum. Jafnframt er
persónudýrkun átalin, og sagt að
enn viðgangist slíkt athæfi í Kína í
anda hinna fjögurra alræmdu
þorpara.
Þá er spurt hvort Lin Piao, sem
fórst í flugslysi 1971 og sakaður
hefur verið um landráð, gæti hafa
komizt til valda og áhrifa án
aðstoðar Maós. Tanjug segir vegg-
spjöldin hafa vakið mikla athygli í
Peking og telur almenning þar í
landi nú vera farinn að velta því
alvarlega fyrir sér hvort ekki sé
komið nóg af menningarlegu
byltingarbrölti og tími til kominn
að snúa sér í staðinn að verulegum
efnahagslegum umbótum.
Tatari svipt-
ir sig lífi
Moskvu. 25. nóvembor AP
BROTTRÆKUR Krím-Tatari
sem lögreglan ætlaði að handtaka
hengdi sig í dag í stað þess að
lenda í þrælkunarbúðum í Síber-
íu. að því er áreiðanlegar heimild-
ir herma.
Krímverjinn Izzet Memedaliev
sneri aftur til Krímskaga á
ólöglegan hátt fyrir skömmu með
fjölskyldu sína.
stórsókn Víetnama þótt henni hafi
verið spáð af ýmsum.
Samkvæmt öðrum heimildum
bendir flest til þess að Víetnamar
muni treysta meira á flugvélar en
áður í þeim átökum, sem eru í
vændum eftir meiriháttar áföll
sem suður-víetnamski landherinn
hefur orðið fyrir á síðastliðnu ári.
Loftárásirnar virðast beinast gegn
liðssafnaði Kambódíumanna.
Fyrr í þessupi mánuði héldu
Kambódíumenn því fram að marg-
ir óbreyttir borgarar hefðu beöið
bana í árás víetnamskra flugvéla á
þorp í Kratie-héraði.
Víetnamar segja að rúmlega 1,2
milljón ungmenna hafi gengið í
sérstakar baráttusveitir til þess að
taka þátt í vörnum suðvestur-
landamæranna að Kambódíu.
Samkvæmt heimildunum virð-
ast bardagarnir í Önglinum háðir
á allskýrt markaðri víglínu gagn-
stætt því sem virðist vera upp á
teningnum í Páfagauksnefinu.
Útvarpið í Phnom Penh hélt því
fram í dag að Víetnamar revndu
að viða að sér matvælum með
valdi frá fátækum landsmönnum
til uhdirbúnings innrás í Kambó-
díu og að þeir sem veittu viðnám
væru skotnir.
Sri Lanka:
65 farast
ífellihyl
Culombo. 25. nóvember. AP.
AÐ MINNSTA kosti 65 manns
létust og yfir 15 þúsund misstu
heimili sín þegar hvirfilbylur
gekk inn yfir austurhluta
eyjunnar í dag með 100 mílna
hraða, segir í fréttum yfir
valda.
Forsætisráðherra landsins,
Ranasinghe Premadasa. sagði
að tveir bæir á austurhluta
eyjunnar. Batticaloa og Trin-
comalee, hefðu orðið mjög illa
úti í hvirfilbylnum. sérstak-
lega Batticaloa en þar hefðu
hrunið mörg hús í hamförun-
um.
Björgunarsveitir voru þegar
sendar á vettvang með mat og
lyf og í bígerð var að koma
upp neyðarskýlum fyrir hina
heimilislausu meðan uppbygg-
ing fer fram.
A sama tíma og hvirfilbylur-
inn gekk yfir eyjuna var öllum
flugvélum beint þaðan ýmist
til Bombay, Madras eða
Bahrain. segir ennfremur í
frétt yfirvalda.