Morgunblaðið - 25.11.1978, Qupperneq 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
25
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guómundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aóalstræti 6, sími 101.00.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22400.
Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 110 kr. eintakið.
Sigurgangan
varð að sneypuför
Þaö ríkti mikil gleði í herbúðum Alþýðuflokksmanna eftir
alþingiskosningarnar. Þeir voru hinir glæstu sigurvegarar og
höfðu á að skipa ungu og glæstu liði, sem lýsti sig óðfúst að leggja til
atlögu við spillta og gamla stjórnmálamenn, sem byggðu afkomu
sína á samtryggingu kerfisins. Benedikt Gröndal var sjálfkjörinn
forsætisráðherra og þeir höfðu gengið frá þjóðarsáttmála í launa- og
kjaramálum, sem ríða átti verðbólgunni að fullu.
Síðan fóru langar vikur í hönd. Hið vaska lið féll frá einu
grundvallarskilyrðinu fyrir stjórnarsamstarfi á fætur öðru og sat að
síðustu uppi með Ólaf Jóhannesson sem forsætisráðherra, þann
mann, sem þeir höfðu persónugert fyrir spillinguna í dómsmálakerf-
inu, sem þeir töldu mikla og gerðu að einu aðalmáli kosninganna.
Hin nýja ríkisstjórn settist að völdum 1. september. Það kom brátt
í ljós, að stefnu Alþýðuflokksins gætti næsta lítið í málefnasamningi
hennar og ekki að vænta breytinga þar á eða eins og Lúðvík
Jósepsson orðaði það: „Það er alrangt, að Alþýðuflokknum hafi verið
gefin einhver fyrirheit eða loforð um það að þegar í ríkisstjórn væri
komið yrði efnahagsstefnan eitthvað sveigð að þeirra vilja."
Hinir „stríðlyndu
kentárar”
Eins og við var að búast höfðu hinir „stríðlyndu kentárar"
Alþýðuflokksins eitthvað að segja um efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar í september enda þóttust þeir sárt leiknir.
Vilmundur Gylfason sagðist líta á sig sem „frjálsan þingmann" og
kvað stefnu ríkisstjórnarinnar byggða á- „efnahagslegum og
siðferðilegum sandi“.
En það var gott húsráð í gamla daga að stinga dúsu upp í óþekka
krakka. Þannig féllst ríkisstjórnin á þá bókun, að endurskoðun
vísitölunnar skyldi lokið fyrir 20. nóvember og myndu „ráðherrar
beita sér fyrir þessu og þá þannig, að endurskoðunin feli í sér að
dregið verði úr verðbólguáhrifum af víxlgangi í verðlags- og
kaupgjaldsmálum og stuðlað að tekjujöfnuði", eins og í bókuninni
segir. Arni Gunnarsson lýsti yfir af þessu tilefni: „Eg verð ekki
stuðningsmaður efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar án þessarar
endurskoðunar."
En brátt kom á daginn, að þessi bókun var tómur leikaraskapur,
enn ein sneypuför Alþýðuflokksins. Þegar nær dró 1. desember tók
Ragnar Arnalds menntamálaráðherra af skarið og sagði: „Vandinn,
sem við er að glíma hinn 1. desember næstkomandi, kemur
vísitölunefndinni ekkert við“, sem Kjartan Jóhannsson sjávarút-
vegsráðherra kokgleypti með þeirri athugasemd, að „hann má
sjálfsagt orða þetta svona." Svipaða útreið fékk annað það, sem
Alþýðuflokkurinn hafði lagt mesta áherzlu á í sambandi við lausn
efnahagsvandans 1. desember. Það var lítið með það gert af
forsætisráðherra landsins.
Enn er párað á
ríkisstjórnarfundi
Forsætisráðherra kaus að fara að vilja Alþýðubandalagsmanna í
kjaraskerðingartillögum sínum, en virti sjónarmið Alþýðu-
flokksins að vettugi. Hefur framkoma hans í þessu sambandi vakið
mikla undrun og það ekki að ástæðulausu. Einkum þó sú
lítilsvirðing, sem hann sýndi Tómasi Arnasyni fjármálaráðherra,
með því að setja tillögurnar fram án hans vitundar, þótt hann vissi,
að hann hefði sitthvað við þær að athuga.
Þetta olli nokkru uppþoti og orðahnippingum í þingflokki
Alþýðuflokksins, en svo leið það hjá eins og rigningarskúr. Að vísu
var krafizt bókunar á ríkisstjórnarfundi, en hún er í senn
ruglingsleg og óljós. Kjarni málsins er sá, að þingflokkur
Alþýðuflokksins samþykkti einróma stuðning við væntanlegt
efnahagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Þótt í greinargerð séu
fyrirheit um raunhæfar aðgerðir í efnahagsmálum, þegar næsta
holskefla ríður yfir, er það eins og hvert annað orðakonfekt. Enda
segir í bókuninni, að „viðbúið sé að enn alvarlegri efnahagsvandi
blasi við fyrsta marz“, jafnvel þótt við fyrirheitin væri staðið.
Af hinni stuttu sögu Alþýðuflokksins í ríkisstjórn, eftir að hann
fékk andlitslyftinguna, verður það eitt ráðið, að það sé næsta lítils
virði, á hvað hann leggur áherzlu. Bókanir hans á ríkisstjórnarfund-
um eru að verða að framhaldssögu, sem enginn hefur áhuga á. Svo
gjörsamlega hefur hann brugðizt þeim fyrirheitum, sem gáfu ''onum
kosningasigurinn í vor.
Þessi uppdráttur sýnir deiliskipulag að fyrsta valkosti. Vegur að Ægisgarði hefur verið fluttur austar
og verkstæðishús byggt þar. Mið og vesturslippur endurbyggðir og austurlippur lagður niður. — Ný
hliðarstæði^ byggð. Tölurnar tákna lengd skipa. Aukið verður við vélsmiðjubyggingu,
skrifstofuhúsnæði og starfsmannaaðstaða byggð vestan við byggingu Slippfélagsins og núverandi
skrifstofuhús Stálsmiðjunnar rifið.
»0 omnwftnA&i
/fe
VERKStEOi
STJÓRNUN 00 STARFSMENN
Þessi uppdráttur sýnir deiliskipulag að fjórða valkosti. Skipalyfta komi milli austurslipps og
Ægisgarðs. Öllum núverandi slippum verði haldið opnum í fyrri áfanga, en síðan aukið við staeði til
vesturs og slippar lagðir niður.
Birgir ísleifur Gunnarsson:_
Nýjar hugmyndir um skipaviðgerðarstöð
Fyrir viku ritaði ég hér í
blaðið grein, þar sem rakin voru
nokkur efnisatriði úr skýrslu,
sem unnin hefur verið á vegum
hafnarstjórans í Reykjavík, um
skipaviðgerðir. I greininni var í
stórum dráttum lýst þeim erfið-
leikum, sem skipaviðgerðar-
iðnaður í Reykjavík á við að
stríða. Hér verður hinsvegar
nokkuð vikið að því, hvaða
hugmyndir skýrsluhöfundar
setja fram til úrbóta í þessum
efnum.
Eitt grundvallaratriði er bætt
skipulagi þessarar atvinnu-
greinar, þar sem komið sé á
meiri samræmingu en verið
hefur. Bent er á tvo möguleika í
þeim efnum:
1) Samræmdan rekstur nokk-
urra fyrirtækja, er hvert um sig
sæi um ákveðinn verkþátt undir
einni yfirstjórn sem annaðist
skipulagningu viðgerðarvinnun-
ar, eða 2) Stofnun nýs hlutafé-
lags um rekstur nýrrar eða
endurbyggðar aðstöðu fyrir al-
hliða þjónustu á sviði skipavið-
gerða. Þetta eru aðeins tveir
möguleikar af fleirum, sem
gætu leitt af sér nauðsynlega
samræmingu og skipulagningu.
En hvar á að staðsetja við-
gerðarstöð af þeirri stærð, sem
nauðsynleg er talin? Kannaðir
voru tveir staðarvalkostir, þ.e.
endurskipulagning á núverandi
athafnasvæði í Vesturhöfn og
nýbygging viðgerðarstöðvar í
Kleppsvík.
Víkjum fyrst að Vesturhafn-
arsvæðinu. Helztu kostir við
uppbyggingu á núverandi slipp-
svæði eru þeir, að möguleiki er á
að nýta hluta af þeirri aðstöðu,
sem fyrir er á svæðinu og draga
þannig úr stofnkostnaði. Upp-
bygging þar gæti að nokkru
leyti verið í áföngum eftir að
samkomulag um rekstrarform
og skipulagningu hefur náðst.
Helztu ókostir staðsetningar í
Vesturhöfn eru þrengsli.
Settar eru fram fjórar hug-
myndir að skipulagi í Vestur-
hafnarsvæðinu, þar sem hag-
ræðingarmarkmiðum er náð í
mismunandi miklum tilkostn-
aði. Sameiginleg einkenni allra
hugmyndanna fyrir Vesturhöfn-
ina eru eftirfarandi: 1. Smiðju-
byggingar Stálsmiðjunnar h.f.
og byggingar Slippfélagsins h.f.
við Mýrargötu verði hagnýttar
að því marki, sem fært er. 2.
Nýbygging fyrir vélsmiðju verði
reist austast á núverandi svæði.
3. Viðlega á Ægisgarði ásamt
fyrirhugaðri þjónustumiðstöð
þar verði hagnýtt sem hluti af
viðgerðarstöðinni. Að auki er
sett það skilyrði að framkvæmd-
um verði hagað þannig, að ætíð
geti verulegur hluti upptökuað-
stöðu verið í gangi meðan á
framkvæmdum stendur.
I skýrslunni er lagt kostnað-
armat á þá fjóra valkosti, sem
bent er á í Vesturhöfninni og
hverjum valkosti skipt í fram-
kvæmdaráfanga. Ekki eru tök á
því hér að lýsa hverjum valkosti
fyrir sig, en til að gefa hugmynd
um stærðir má benda á að fyrsti
valkostur er talinn kosta um
1800 millj. kr., þar af fyrri
áfangi um 1250 millj. kr. Fjórði
valkosturinn, sem á að leiða til
mestrar hagræðingar er talinn
kosta 2600 millj. kr.
Skýrsluhöfundar leggja
áherzlu á að möguleikar á
framkvæmdum í Vesturhöfn séu
algjörlega háðir samvinnu
starfa nú.
Víkjum þá að svæðinu í
Kleppsvík. Fyrir það svæði
hefur verið gerð ein skipulags-
hugmynd. Kostir uppbyggingu
þar eru, að skapa má nægilegt
landrými með uppfyllingu og að
fyrir hendi er rúmt bakland
fyrir tengda starfsemi. Þá er
unnt að skipuleggja þar frá
byrjun, óháð nokkrum mann-
virkjum eða aðstæðum, sem
fyrir eru. Aðal ókosturinn er
hinsvegar sá, að allt þarf að
byggja þar upp frá byrjun og
fyrsti áfangi þarf að vera mjög
stór og því mun lengri tími líða,
þar til endurbætt aðstaða þar
verður starfshæf.
Skipulagshugmyndin í
Kleppsvík gerir ráð fyrir skipa-
viðgerðarstöð með 1500 tonna
skipalyftu og kostnaður talinn
vera 3000 millj. króna.
Hér hefur verið stiklað á
stóru varðandi skýrslu hafnar-
stjóra um skipaviðgerðir í
Reykjavík. Ljóst er, að þessi
mikilvæga iðnaðargrein mun
drabbast niður, ef ekki verður
gert stórátak til að snúa taflinu
við. Enginn vafi er á því, að hér
þarf höfnin að koma til að
einhverju leyti, en æskilegt er
að mestur hluti þessa verks
verði í höndum þeirra einkaað-
ila og fyrirtækja, sem borið hafa
uppi þessa atvinnugrein í
Reykjavík til þessa.
Hafnarstjórn skildi þannig
við þetta mál, þegar skýrslan
var þar til umræðu, að nefnd
hafnarstjórnarmanna var falið
að taka upp viðræður við
fulltrúa hinna ýmsu fyrirtækja,
sem málið varðar og freista þess
að ná sem mestri samstöðu áður
en lengra yrði haldið. _
Samgönguerfiðleík-
ar í lofti og á landi
SNJÓKOMAN síðustu tvo daga hefur valdið töluverðum
erfiðleikum bæði í innanlandsflugi og millilandafluginu hér á
landi, svo og hefur víða verið töluverð ófærð á þjóðvegum
landsins af þessum sömu sökum.
Samkvæmt upplýsingum Flugleiða
urðu tvær áætlunarvélar félagsins frá
Ameríku m.a. að fljúga hér yfir í
fyrradag og í gær urðu einnig
töluverðar tafir í millilandafluginu
vegna veðurs, þannig að t.d. vélar
Flugfélagsins til Kaupmannahafnar
og Glasgow fóru ekki frá landinu fyrr
en upp úr hádegi. í innanlandsfluginu
tepptust tvær vélar Flugfélagsins á
Isafirði í gær og ekki tókst að fljúga
til Akureyrar fram eftir deginum en
ráðgerðar fimm ferðir þangað með
kvöldinu, svo og flug til Húsavíkur og
Sauðárkróks en óvíst hvort af yrði.
Þegar Mbl. hafði samband við
vegaeftirlitið síðdegis í gær var ágæt
færð austur á bóginn á Suðurlandi
allt til Kirkjubæjarklausturs en lítið
vitað um færðina þar fyrir austan.
Ætlunin var að ryðja veginn allt
austur á firði. Þá var ágæt færð frá
höfuðborgarsvæðinu í Borgarfjörð,
um sunnanvert Snæfellsnes, en erfið-
ari færð á norðanverðu nesinu en fært
um Heydal í Búðardal. Síðan var
stórum bílum og jeppum fært allt í
Gufudalssveit.
Á sunnanverðum Vestfjörðum var
stórum bílum fært um Kleifaheiði á
Barðaströnd, og mokað var milli
Patreksfjarðar og Bíldudals, en á
norðanferðum fjörðunum er fært frá
Þingeyri alveg til Isafjarðar og eins
frá Bolungavík og inn á Súðavík.
I gær var hreinsuð leiðin norður
yfir Holtavörðuheiði til Akureyrar,
fært til Hólmavíkur og mokstur hófst
síðdegis á Siglufjarðarleið en hins
vegar var ófært til Olafsfjarðar. Þá
var í gær mokað milli Akureyrar og
Húsavíkur en á Norðausturlandi var
að öðru leyti beljandi stórhríð í allan
gærdag og búizt við að þar væri allt
ófært. Á Austfjörðum var t.d. í gær
mokað frá Egilsstöðum yfir á Seyðis-
fjörð, en einnig var ætlunin að opna
leiðina til Borgarfjarðar eystri. Þá
var fært í gær um Oddsskarð, og
suður með fjörðunum allt til Hafnar í
Hornafirði.
— Nei, því miður — ég sel bara keramik en ekki snjóþotu,
gæti afgreiðslumaðurinn á útimarkaðinum á Lækjartorgi
verið að segja við hinn unga viðskiptavin, sem heilsaði upp á
hann í gær. Uósm. mm. rax.
Á útimarkaði
Bókun Alþýðuflokksins:
„Mildl gremja”
EFTIRFARANDI samþykkt, sem þingflokkur Alþýðu-
flokksins samþykkti einróma í gær, var lögð fram sem
bókun á ríkisstjórnarfundi, sem haldinn var klukkan 16
í gær«
„Alþýðuflokkurinn mun
styðja framkomið frumvarp
til laga um aðgerðir fyrsta
desember, 1978, til þess að
koma í veg fyrir að enn
frekari verðbólguholskefla
skelli yfir þjóðfélagið.
Alþýðuflokkurinn lýsir þó
mikilli gremju með það að
ekki skuli hafa náðst fram
svo heildstæð stefna í efna-
hagsmálum fyrir árið 1979
að verulegur árangur í bar-
áttu gegn verðbólgu sé
tryggður.
Enda þótt allverulegur
árangur hafi náðst með
samningi þeirrar greinar-
gerðar, er frumvarpinu fylg-
ir, er orðalag hennar svo
almennt um veigamikil
atriði, að viðbúið er að enn
alvarlegri efnahagsvandi
blasi við fyrsta marz, 1979.
Alþýðuflokkurinn leggur á
það mikla áherzlu að að-
haldssöm stefna í launa-
málum er því aðeins rétt-
lætanleg, að ríkisstjórnin
fylgi að öðru leyti skynsam-
legri stefnu í ríkisfjármál-
um, peningamálum, fjár-
festingarmálum og skatta-
málum.
Verðbólguvandinn verður
ekki leystur með eilífum
bráðabirgðaráðstöfunum.“
INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ leitaði í gær álits þriggja
aðila á samkomulagi því, sem varð í
ríkisstjórninni í gær um efnahagsráðstafanir
1. desember, sem eyddu 8% kaupgjaldshækk-
un, en létu 6,13 taka gildi.
Svavar Gestsson:
Fast sótt að
kaupmættínum
„BARATTAN. som staðið hofur
í raun frá því or sólstöðusamn-
injíarnir voru gorðir fyrir því
að halda kaupinu uppi. er erfið,
því að sótt or mjöjí fast að
kaupmættinum." saj;ði Svavar
Gestsson viðskiptaráðhorra í
samtali við Morj;unblaðið í
j;a>r. „Við slíkar aðsta'ður
hofur vorkalýðshrcyfinsin oft
sripið til þess að taka mikil-
væj;ar fólaj;sloj;ar úrbætur í
staðinn fyrir tiltoknar kaup-
hækkanir. Er það á þessum
forsondum verkalýðshreyfinj;-
arinnar. som Alþýðubandalaj;-
ið taldi að fullkomloj;a væri
eðlilegt. að hækkun peninga-
launa yrði aðeins 6.13%. —
Síðan niðurgreiðslur upp á 3%,
skattalækkun upp á 2%. on á
móti 3% kæmu síðan félagsleg-
ar ráðstafanir.“
„Það, sem við leggjum höfuð-
áherzlu á í framhaldi af þessu
samkomulagi, sem gert hefur
verið í ríkisstjórninni, er að
staðið verði af myndarskap við
þær félagslegu ráðstafanir, sem
taldar eru upp í greinargerð
frumvarpsins og kynntar verða í
ræðu forsætisráðherra þegar
hann mælir fyrir frumvarpinu
eftir helgi. Við höfum lagt mjög
mikla vinnu í þetta í Alþýðu-
bandalaginu, höfum haft þenn-
an vanda í huga lengi og höfum
samstillt verkalýðsmálaráð okk-
ar og flokksforystu, þar sem
einróma stuðningur er við þessa
afstöðu. Það sem okkur þykir
hins vegar miður er að ekki
skuli hafa tekizt núna að knýja
fram breytingar á efnahagsgerð
þjóðfélagsins, sem gætu haft í
för með sér verulega lækkun á
verðbólgustiginu. Eg tel hins
vegar skyldu okkar núna á
næstu mánuðum að leggja veru-
lega vinnu í það að móta
efnahagsstefnu, sem í fram-
kvæmd þýðir að verðbólgustigið
verði mun lægra en það er nú og
á það munum við leggja
höfuðáherzlu," sagði Svavar
Gestsson að lokum.
Tómas Árnason:
Spor í áttina,
— en kannski
ekki nógu stórt
„ÉG LÍT svo á að þotta
samkomulag. som tókst í ríkis-
stjórninni í dag. só skrof í
áttina." sagði Tómas Árnason
fjármálaráðhorra í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Það or
kannski okki nógu stórt, en það
er í áttina. Það or mikilsvert að
því sé forðað að út í kaupgjald
og verðlag færu óviðráðanlegar
hækkunarstærðir. þogar menn
hafa í huga nauðsyn þoss að
kveða niður vcrðbólgu."
Þá sagði Tómas að í greinar-
gerð með væntanlegu frumvarpi
væri mörkuð stefna um ýms
atriði, m.a. það þýðingarmikla
atriði, að endurskoða skuli
vísitölugrundvöllinn, „sem ég
álít ákaflega þýðingarmikið mál
í baráttunni við verðbólguna. Til
viðbótar voru og ríkisfjármálin
rædd í sambandi við þessi mál
og varð þá samkomulag í
ríkisstjórninni um að afgreiða
fjárlögin í samræmi við þá
stefnu, sem kemur fram í 1.
grein þeirra.
I 1. grein er fjallað um
rekstrarafgang, er nemur 8,2
milljörðum króna, reiknað er
með að greiða niður lán upp á
4,3 milljarða króna umfram
lántökur og reiknað er með því
að nægilegur greiðsluafgangur
verði til þess að unnt sé að
greiða upp á næsta ári þá skuld,
sem stofnað var til með efna-
hagsaðgerðunum í haust.
Vilmundur Gylfason:
Aðgerðirnar
gersamlega
ófullnægjandi
„ÞAÐ SEGIR sig sjálft að óg
hygg að öllum só ljóst. að þotta
eru onn oinar hallærisráðstaf-
anirnar. som aðoins magna
vandann. som staðið vorður
frammi fyrir að þremur mán-
uðum liðnum. 1. marz. Þotta
gora sór allir ljóst. Monn gora
sór cinnig ljóst. að ríkisstjórn-
in á enn við velvilja fólks að
búa. þar som hún or onn það ný
Og forsk. Allsendis óvíst or.
hvort hún hefur hann onn eftir
3 mánuði. Því or það mín
skoðun og floiri. að það sé mjög
óskynsamlegt. að stíga okki nú
afdrifaríkara spor. Þossar að-
gorðir cru gorsamloga óíull-
nægjandi." sagði Vilmundur
Gylfason alþingismaður í sam-
tali við Morgunblaðið í gaæ.
Vilmundur kvað vera fvrir-
heit um enn frekari frest í
greinargerð, sem fyljya m.vndi
lagafrumvarpi um efnahagsráð-
stafanir. Hann kvað þingmenn
Alþýðuflokksins frekar hafa
gefið frest en að hafa sprengt
stjórnina. Lögð hefði verið fram
bókun á ríkisstjórnarfundinum,
þar sem afstaða flokksins hefði
verið skýrð og lögð áherzla á að
verðbólguvandinn yrði ekki
leystur meö eilífum bráða-
birgðaráðstöfunum.