Morgunblaðið - 25.11.1978, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
35
Sveinbjörg Jónsdóttir
Sandgerði—Minning
Fædd 13. janúar 1903.
Dáin 19. nóvembor 1978.
I dag verður til moldar borin frá
Utskálakirkju tengdamóðir mín
Sveinbjörg Jónsdóttir, Uppsala-
vegi 6 í Sandgerði.
Hún lést á sjúkrahúsinu Sól-
vangi í Hafnarfirði 19. nóvember
s.l. eftir langa og erfiða sjúkdóms-
legu. Hún var á 76. aldursári er
hún lést, en hún var fædd að
Bæjarskerjum á Miðnesi 13. janú-
ar 1903.
Foreldrar hennar voru þau
sæmdarhjónin Jón Pálsson, út-
vegsbóndi og Guðfinna Sigurðar-
dóttir og var hún eist fimm
systkina.
Þegar Sveinbjörg var á þriðja
ári fluttist hún með foreldrum
sínum að F'lankastöðum í Sand-
gerði, en þá jörð höfðu foreldrar
hennar keypt og ólst hún þar upp
ásamt systkinum sínum.
A uppvaxtarárum hennar þótti
sjálfsagt að allar vinnufærar
hendur ynnu að velferð og afkomu
heimilisins og var þá ekki spurt
um aldur. Má nærri geta hvort
Sveinbjörg hefur ekki, þótt ung
væri, þurft að taka til höndunum
þar sem hún var elzta barnið og
ungu hjónunum sjálfsagt ekki
veitt af að nýta allar þær vinnu-
færu hendur, sem til staðar voru
við uppbyggingu ört stækkandi
heimilis, enda var hún með
afbrigðum vinnusöm og ósérhlífin.
Árið 1923 giftist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum og tengdaföður
mínum Hirti B. Helgasyni frá
Lykkju á Akranesi, en hann hafði
þá unnið um nokkurra ára skeið í
Sandgerði við útgerð Loft Lofts-
sonar útgerðarmanns.
Festu þau kaup á jörðinni Klöpp
í Sandgerði og bjuggu þar til
ársíns 1928 að þau fluttust búferl-
um til Reykjavíkur.
Ári síðar byggðu þau hús í landi
Lambastaða á Seltjarnarnesi og
bjuggu þar í 11 ár.
I stríðsbyrjun keyptu þau jörð-
ina Melaberg á Miðnesi og stund-
uðu þar búskap og garðrækt til
ársins 1951, en þá fluttust þau til
Ég hef nú aldrei verið neinn
sérfræðingúr með pennann, en ég
ætla nú samt að skrifa fátæklega
grein um vin minn Jón Inga
Ingimundarson, sem lést af slys-
förum 19. þessa mánaðar. Hann
féll útbyrðis af Flosa frá Keflavík,
er þeir voru að veiðum við
Garðskaga, hann og annar maður.
Mér er ekki kunnugt um aðdrag-
anda slyssins, en geri mér þó fulla
grein fyrir því, að það er ekki
hlaupið að því að bjarga manni úr
sjó á hafi úti ef aðeins einn maður
er eftir um borð til hjálpar (ég tala
nú ekki um ef einhver sjór er að
ráði). Það þarf líka að stjórna
bátnum við verkið. En nóg um það.
Við Ingi vorum góðir vinir og ég
væri ekki á eins grænni grein ef
hans hefði ekki notið við þann 1.
maí síðastliðinn, er við lögðum af
stað til Reykjavíkur á ball og
kvennafar. Þá var búið að vera
mikið reiðileysi á undirrituðum.
Eg hitti stúlku, sem bauð mér með
sér heim til sín, hún var á sínum
eigin bíl og ekkert okkar þriggja
hafði áfengi um hönd (aldrei þessu
vant hjá mér). Stúlkan bað Inga
um að ná í mig klukkan 3 til 4 um
nóttina, en síðan ætluðum við Ingi
til Keflavíkur aftur. Inga sá ég
aldrei eftir það, en ég bý ennþá hjá
stúlkunni, sex mánuðum síðar, og
hefur aldrei vegnað eins vel.
Jón Ingi Ingimundarson var
fæddur 11.1. 1959 á Sólvangi í
Hafnarfirði. Hann var næst elstur
af sjö systkinum. Það elsta er 20
ára en það yngsta 9 ára.
Sandgerðis og byggðu sér hús að
Uppsalavegi 6 og hafa þau búið
þar síðan.
Voru þau hjónin mjög samhent
og hjónaband _þeirra farsælt enda
búnaðist þeim vel. Fimm barna
varð þeim auðið í hjúskap sínum,
en þau eru Sveinsína Ingibjörg
sem gift er Árna Jónssyni bryta,
búsett í Reykjavík, Guðrún sem
gift er Marteini Guðjónssyni
vélsmið, einnig búsett i Reykjavík,
Lilja sem gift er Jóni Guðmunds-
syni málara, búsett í Kópavogi,
Jón Einar sem kvæntur er Sigur-
hönnu Gunnarsdóttur, búsett í
Ölfusi og Erla eiginkona mín.
Sem barn í Sandgerði heyrði ég
oft talað um þau sæmdarhjónin
Sveinbjörgu og Hjört á Melabergi,
en í þá daga tíðkaðist það að kaupa
mjólkina beint frá bændunum og
keyptu foreldrar mínir mjólkina
frá Melabergi, en þeim hjónunum
kynntist ég ekki fyrr en 1953 er við
Erla dóttir þeirra felldum hugi
saman.
Það vakti strax eftirtekt mína
hversu hlýlegt heimili þeirra var,
hversu samtaka þau voru um það
sem gera þurfti og allur heimilis-
bragur var þannig að til fyrir-
myndar er.
Hjartahlýja Sveinbjargar var
slík að mér fannst hún sem mín
önnur móðir.
Það furðaði bæði mig sem aðra,
sem kynntust Sveinbjörgu, hversu
eljusöm hún var og hversu mikið
vinnuþrek hún hafði. Henni féll
aldrei verk úr hendi enda heimilis-
hald állt til fyrirmyndar.
Þó virtist hún alltaf hafa nægan
tíma til að sinna tíðum heimsókn-
um barna og tengdabarna og alltaf
hafði amma nægan tíma til að
miðla barnabörnunum af hjarta-
hlýju sinni og elsku.
Mér eru ógleymanlegar þær
mörgu ánægjustundir, sem við
fjölskyldan áttum að Uppsalavegi
6 og oft spurðu börnin hvenær við
mundum heimsækja ömmu og afa
í Sandgerði næst.
Eru nú döggvaðir hvarmar og
söknuður í hjarta ástvinanna.
Allt til ársins 1965 hafði Svein-
Ég votta foreldrum og systkin-
um samúð mína og bið Guð að
passa Inga.
Ég vil enda þessa minningar-
grein á bæninni, sem stendur á
styttunni Landsýn við Strandar-
kirkju, og ég lærði fyrir mörgum
árum og vona að ég fari rétt með.
í ba'n þeir lyftu huga hátt
þá háðu stríð við Ægis mátt
en Drottinn rétti arm í átt
þar ítar sáu land.
Það skip úr dauðans djúpi rann
því Drottins engill lýsa kann
svo stendur hann við boða þann
og báti stýrir hjá.
Gylfi /Egisson
sjómaður.
björg heitin verið mjög heilsu-
hraust og varla orðið misdægurt
að heitið gæti, en það ár kenndi
hún fyrst þess sjúkdóms sem að
lokum lagði hana aiveg í rúmið.
Fyrstu árin eftir að hún kenndi
þessa meins var hún að mestu
heima, í umsjá og hjúkrun eigin-
manns síns sem annaðist, hana af
sinni eðlislægu nærgætni og dugn-
aði, við erfiðar aðstæður, þar sem
hann gegndi fullu starfi sem
kaupfélagsstjóri meðfram, því
erfitt var að fá sjúkrahúsrúm á
þessum tíma.
Árið 1971 fór hún á sjúkrahúsið
Sólvang í Hafnarfirði og var hún
þar rúmföst til dauðadags.
Það hlýtur að hafa verið mikið
áfall, konu eins heilsuhraustri og
Sveinbjörg hafði alltaf verið,
þegar henni varð ljóst hvernig
komið var og að hún ætti ekki
afturkvæmt út í lífið.
Aldrei lét hún æðruorð falla
vegna þess og glaðsinni og hlýju
hélt hún meðan kraftar og heilsa
entust.
Það er áhyggjufullum ástvinum
bjargarlauss sjúklings mikil hugg-
un, þegar þeir finna og vita að
starfsfólk sjúkrahúsa er allt af
vilja gert til að hjúkra og lina
þjáningar þeirra, sem það annast.
Starfsfólk allt á Sólvangi var
þessum kostum búið og færum við
ástvinir Sveinbjargar því okkar
innilegustu þakkir fyrir þann
mannkærleika og skilning sem það
sýndi við hjúkrun hennar.
Það er okkur ástvinum Svein-
bjargar huggun harmi gegn að
þessum þjáningum hennar skuli
nú loks lokið. Minningin um
ástkæra móður, tengdamóður og
ömmu mun lifa um ókomin ár.
Guð blessi hana og minningu
hennar.
Kristján E. Ilaraldsson.
I dag, laugardaginn 25.
nóvember er til moldar borin að
Utskálakirkju Sveinbjörg Jóns-
dóttir, Uppsalavegi 6, Sandgerði.
Sveinbjörg er fædd 13. janúar
1903 að Bæjarskerjum í Miðnes-
hreppi, dóttir hjónanna Guðfinnu
Sigurðardóttur og Jóns Pálssonar.
Tveggja ára gömul fluttist hún
með foreldrum sínum að Flanka-
stöðum i sömu sveit, og dvaldist í
foreldrahúsum þar til hún giftist
16. janúar 1923, Hirti B. Helgasyni
frá Akranesi. Varð þeim fimm
barna auðið. Þau eru Sveinsína
Ingibjörg, Guðrún, Lilja, Jón
Einar og Erla, eru þau öll á lífi og
gift.
Sveinbjörg og Hjörtur bjuggu
fyrstu árin í Miðneshreppi,
Reykjavík og á Seltjarnarnesi en
árið 1940 keyptu þau jörðina
Melaberg í Miðneshreppi og
bjuggu þar í ellefu ár. Gefur auga
leið að þá reyndi mikið á hús-
móðurina, heimilið var mann-
margt, nútímaþægindi ekki komin
til sögunnar og mikill gesta-
gangur. Húsbóndinn var í mörgum
ábyrgðarstörfum og margir þurftu
að koma að Melabergi.
En þegar umsvifin jukust við
útgerð og síðan „Kaupfélagið
Ingólf“ fluttu þau inn í Sandgerði
og seldu jörðina. Sveinbjörg var
gift athafnasömum manni og
þurfti oft að fylgja honum eftir á
opinberum vettvangi, en sjálf
barst hún lítiö á og tók lítinn þátt í
opinberum störfum, en helgaði
heimili og fjölskyldu alla krafta
sína og umhyggju. Enda bar
heimili hennar glöggt vitni um
alúð hennar og húsmóðurhæfi-
leika.
Börnum sinum var hún einstök
móðir og ófá voru börnin sem
dvöldu sumarlangt á Melabergi og
nutu umönnunar Sveinbjargar og
minnast hpnnar ætíð með virðingu
og hlýhug. Eftir að barnabörnin
komu til sögunnar, áttu þau ætið
skjól hjá ömmu, meðan heilsan
leyfði og var þeim ætíð fagnað af
afa og ömmu úti á tröppum, þegar
þau komu suður i Sandgerði að
Uppsalavegi 6, þar sem þau hjónin
reistu sér einbýlishús árið 1952.
Speglaði það heimili myndarskap
húsmóðurinnar með allri sinni
handavinnu og smekkvísi.
Sveinbjörg hefur í mörg ár átt
við veikindi að stríða og dvaldist
lengi á sjúkrahúsum. Það hefur oft
komið í hugann undanfarin ár,
hvað sá hugsar sem öllu ræður,
hvað hann getur lagt á eitt
mannanna barn, en hans vegir eru
víst órannsakanlegir og okkur
huldir og kannski er það best
þannig.
Hirti og börnum þeirra hjóna
bið ég guðs blessunar. Og minni
elskulegu tengdamóður þakka ég
öll liðnu árin.
Hvíli hún í friði.
Sigurhanna Gunnarsdóttir.
í dag er til moldar borin amma
okkar, Sveinbjörg Jónsdóttir frá
Flankastöðum, Sandgerði. Hún
lézt hinn 19. nóvember síðastlið-
inn, eftir langa og erfiða sjúk-
dómslegu.
Víð, barnabörn hennar, munum -
minnast hennar um ókomin ár.
Við munum í hugum okkar minn-
ast þeirrar umhyggju og ástúðar
sem við urðum aðnjótandi í
heimsóknum okkar hjá afa og
ömmu í Sandgerði.
Óþarft er að fara oröum um
ágæti ömmu í Sandgerði og yrði
það henni sízt að skapi að við
færum að telja harma okkar yfir
moldum hennar.
Allir sem til hennar og eftirlif-
andi eiginmanns hennar, Hjartar
B. Helgasonar, f.v. Kaupfélags-
stjóra, þekktu, eru til vitnis um
hjálpsemi þeirra, einiægni og
vinarhug.
Nú, þegar amma er dáin, þá
viljum við barnabörnin þakka
samfylgdina. Við erum ríkari í
hjörtum okkar eftir, því að minn-
ingin lifir þótt maþurinn deyi.
Fari hún í friði.
Barnabiirn.
4.'«'
Tilboð óskast
fiffiÉ í nokkrar fólksbifreiðar, pik-up bifreiö, sendibifreiö og
nokkrar ógangfærar bifreiöar þám. rallybifreiö er veröa
sýndar aö Grensásvegi 9 þriöjudaginn 28. nóv. kl.
12—3.
' Tilboöin veröa opnuö í skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnaliðseigna.
Ws
Fyrirlestur í dag kl. 16
Pál Espolin Johnson frá Noregi: „Olav Duun og
skáldverk hans“.
Veriö velkomin. Norræna húsid
NORRÍNA HUSIO POHJOLAN TAIO NORDENS HUS
Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RIKISSJOÐS: Kaupgengi Yfirgengi
pr. kr. 100- miðað við innlausnar- verö Seðla- bankans.
1968 1. flokkur 2814.80 54.8%
1968 2. flokkur 2647.56 53.9%
1969 1. flokkur 1971.06 53.8%
1970 1. flokkur 1809.18 19.8%
1970 2. flokkur 1315.92 53.2%
1971 1. flokkur 1236.14 19.7%
1972 1. flokkur 1077.78 52.9%
1972 2. flokkur 922.11 19.7%
1973 1. flokkur A 702.29 19.7%
1973 2. flokkur 648.98
1974 1. flokkur 450.76
1975 1. flokkur 368.57
1975 2. flokkur 281.28
1976 1. flokkur 266.85
1976 2. flokkur 212.45
1977 1. flokkur 197.32
1977 2. flokkur 165.26
1978 1. flokkur 134.70
VEÐSKULDABRÉF:* Kaupgengi pr. kr. 100.-
1 ár Nafnvextir: 26% 77—79
2 ár Nafnvextir: 26% 68—70
3 ár Nafnvextir: 26% 62—64
*) Miðað er við auðseljanlega fasteign.
Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum:
VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI
RÍKISSJÓÐS: SÖ"t"Z
pr. kr. 100-
1978 2. flokkur 100.00 + dagvextir
HAPPDRÆTTISSKULDABRÉF: Sölugengi
pr. kr. 100.-
1973 — B 571.47(15.3% afföll)
FjáRPEiTinCRRPCUtG ÍfUMWf HP.
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
LÆKJARGÖTU 12 R. (Iðnaðarbankahúsinu).
Sími 2 05 80.
Opið alla virka daga frá kl. 13—16.
Minning: Jón Ingi
Ingimundarson