Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
Minning:
Ásgeir Pétursson
yfirflugstjóri
Þegar minnst er Ásgeirs Péturs-
sonar, yfirflugstjðra Loftleiða,
kemur fyrst í hugann sú heiðríkja,
sem ávallt umlukti þennan ágæta
og heilsteypta mann. Hann bar
höfuðið hátt, svipurinn var hreinn,
heiðarleikinn og góðmennskan
skein úr hverjum andlitsdrætti.
Við starfsmenn flugmálastjórn-*
ar þekktum hann vel, hann var
einn okkar um árabil. Hann
starfaði sem radíótæknir hjá
flugöryggisþjónustunni í 5 ár eða
frá 1951—55 enda með menntun
sem útvarpsvirki. Þá vann hann
m.a. með tækninefnd Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar (ICAO), sem
starfaði hér að flugöryggismálum
með frábærum árangri frá
1951—53 undir stjórn Glenn
Goudie.
Er hann kom til okkar átti hann
að baki sér mikið og ágætt starf og
nám hjá Svifflugfélagi Islands, en
hann hóf störf í félaginu 1947 og
naut félagið starfskrafta hans og
ósérplægni í ríkum mæli í 5 ár.
Honum var svo tamt að gefa af
sjálfum sér, það var eðli hans, en
slíkir menn eru fengur hverju
félagi.
Við samstarfsmenn hjá flug-'
málastjórn söknuðum hans, þegar
hann fór frá okkur, en við vissum,
hvert hugur hans stefndi. Eftir
flugkennslustarf hér í Reykjavík
og starf hjá flugfélaginu Braath-
ens Safe í Noregi gekk hann í
þjónustu Loftleiða 1. maí 1956. Fór
brátt af honum orð sem óvenju
traustum flugmanni, sem sýndi sig
bezt í því, að honum var falið starf
yfirflugstjóra hjá félaginu 1. jan.
1971, þá fertugur. í því starfi sem
og annars staðar ávann hann sér
sakir mannkosta traust allra, sem
áttu við hann samskipti. Aðals-
merki Ásgeirs var hve grandvar og
gætinn hann var í starfi sínu og
lífi.
Samviskusemi hans og réttsýni
var viðbrugðið. Hann var hlédræg-
ur að eðlisfari og gat verið fremur
fátalaður, en þeim mun betur var
tekið mark á því sem hann lét frá
sér fara.
Ásgeir var mikill trúmaður og
sótti þangað greinilega hugarró
sína, góðvild og æðruleysi.
F'lugslysið í Sri Lanka var mikið
áfall fyrir íslenzk flugmál.
Loftleiðir áttu að baki sér meira
en 30 ára starfsferil í millilanda-
flugi sínu — án dauðaslyss.
Á þessum tímamótum er eðlileg-
ast að minnast þessarar náðar
með þakklæti til skaparans svo og
til allra þeirra, sem þrotlaust unnu
að þessum frábæra árangri.
I nafni íslenzku flugmálastjórn-
arinnar votta ég eftirlifandi konu
hans og börnum svo og eftirlifandi
mökum og börnum allra hinna
látnu innilegustu samúð.
Agnar Kofoed Hansen
Það er kannski að bera í
bakkafullan lækinn að ætla sér að
skrifa minningargrein um Ásgeir
Pétursson — það verða eflaust
margir til þess.
En þar sem við Ásgeir vorum
bæði persónulegir vinir og starfs-
félagar, þá vil ég leyfa mér að
senda frá mér nokkrar línur.
Við Ásgeir kynntúmst fyrst í
KFUM, ungir menn, en síðar
urðum við einnig starfsfélagar, er
hann hóf störf hjá Loftleiðum sem
flugmaður.
Margar ferðirnar höfum við
farið saman í ýmsum gerðum
flugvéla, ég í vélstjórasætinu,
hann fyrst í aðstoðarflugmanns-
sæti en síðar í flugstjórasætinu.
Hann var traustur og nákvæm-
ur flugmaður, sem ekki mátti
vamm sitt vita í einu eða neinu.
Sýndu Loftleiðir honum mikið
traust, er honum var falið hið
vandasama verk yfirflugstjóra
félagsins, sem hann gegndi til
dauðadags.
Ljúfmenrti var hann hið mesta,
sem átti virðingu allra sinna
starfsfélaga, og var því ætíð gott
að fljúga með honum.
Fyrst og fremst var Ásgeir
trúaður kristinn maður, sem
aldrei dró dul á trú sína. Vissu
menn ætíð, hvar hann stóð í þeim
efnum.
Starfaði hann í ýmsum deildum
KFUM, en ljúfmennska hans held
ég að bezt hafi notið sín meðal
barnanna í Sunnudagaskólanum.
Það voru ófá sporin, er hann átti í
Kópavoginn til starfa meðal barn-
anna þar, þó ekki byggi hann þar
sjálfur. Enda kunnu börnin vel að
meta það, bæði elskuðu hann og
virtu.
Betri eiginmann og föður en
hann er erfitt að finna. Ástúðin og
samheldnin geislaði út frá því
heimili, það þekki ég af eigin
reynd.
Það er því erfitt að sjá á bak
slíkum eiginmanni og föður. En
stóri styrkur eiginkonu hans og
barna er sá, að þau eiga sömu trú
og hann og vita því, að ekkert er að
óttast. Ásgeir lifir, þótt hann hafi
dáið.
Kveð ég góðan vin með sömu
vissu og bið fjölskyldu hans
Drottins blessunar.
Baldur Bjarnasen.
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Ásgeirs Pétursson yfirflugstjóri.
Hann var fæddur 2. ágúst 1930 og
var því 48 ára gamall er hann lét
lífið ásamt fjölda annarra í hinu
hörmulega flugslysi þann 15.
nóvember s.l. Með Ásgeiri Péturs-
syni er fallinn í valinn, langt fyrir
aldur fram, mikill mannkosta
maður. I brjóstum allra er til hans
þekktu býr djúpur söknuður,
sökum þess að með framkomu
sinni allri, ávann hann sér ást og
virðingu allra þeirra er hann
umgekkst. I vitund þess er þetta
ritar, býr vissa um það, að hin
hlýja og kærleiksríka framkoma
hans, hafi átt uppsprettu sína í
persónulegri trú hans á Jesúm
Krist, sem hann vitnaði um sem
frelsara sinn og Drottin. Afstaða
hans til manna og málefna,
mótaðist greinilega af orðunum:
„Allt hjá yður sé í kærleika gjört“.
Með þetta í huga, var mjög eðlilegt
að Ásgeir væri kallaður til
ábyrgðarmikilla starfa á vettvangi
þeirra málefna sem honum voru
hugleikin. Ljóst er að hann naut
virðingar og trausts þeirra er
hann starfaði hjá sem flugmaður.
Það sama er hægt að segja um
starf hans í þeim kristilegu
félögum er hann helgaði krafta
sína. Ungur gerðist hann félagi í
K.F.U.M. og sat í stjórn þess félags
um skeið. I kristniboðshreyfing-
unni var hann búinn að vera í
mörg ár og málefni kristniboðsins
voru honum einkar hjartfólgin. Á
kristniboðsþingi 1975 var hann
kosinn í stjórn Kristniboðs-
sambandsins og naut þar óskoraðs
trausts þeirra er með honum
Störfuðu. Kom þar glöggt fram
hversu útbreiðsla Guðsríkis,
heima og úti á meðal heiðingjanna
var honum mikið hjartans mál.
Þann 13. október 1956 kvæntist
Ásgeir eftirlifandi konu sinni
Þóreyju Ingvarsdóttur og eignuö-
ust þau þrjú börn, eina dóttur og
tvo syni, sem öll eru í föðurhúsum.
Það duldist engum er fjölskyld-
unni kynntist, að á milli þeirra
ríkti mikið ástríki. Ásgeir var ekki
aðeins hinn umhyggjusami faðir,
heldur líka hinn góði vinur og
félagi barna sinna. Að fjölskyld-
unni er því mikill harmur kveðinn.
En það kemur líka í ljós nú, það
sem vitað var, að þau áttu öll sem
eitt trú á Guð, sem persónulegan
föður, sem ber umhyggju fyrir
þeim og það er það sem nú stenst
og styrkir þegar svo mikið á
reynir. Öll voru þau sem eitt í
þjónustunni í Guðsríki og meiri
hamingju getur einni fjölskyldu
ekki hlotnast en það að vera eitt í
trú og þjónustu við Guð. Það er
þess vegna einlæg bæn, að þau
mættu áfram varðveitast í því
trúartrausti, sem einkennt hefur
líf þeirra til þessarar stundar. Eitt
ritningarorð langar mig til að
tengja minningu Ásgeirs að lok-
úm, orð sem mér finnst vera sem
lifandi lýsing á honum sem
kristnum manni: „Verið ávallt
glaðir vegna samfélagsins við
Drottinn,: ég segi aftur, verið
glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunn-
ugt öllum mönnum". Gleði og
ljúflyndi voru hin sterku einkenni
í trúarlífi Ásgeirs. Okkur var
öllum kunnugt um það.
Stjórn Kristniboðssambandsins
og kristnibosðvinir víðsvegár,
minnast Ásgeirs Péturssonar með
þakklæti til Guðs fyrir óeigingjörn
störf hans fyrir kristniboðið.
Almáttugur Guð styrki ástvini
hans svo og alla þá er nú syrgja
vegna þessa hörmulega slyss.
Innileg hluttekning er þeim vottuð
á þessari stundu.
Baldvin Steindórsson.
Vinur okkar og félagi, Ásgeir
Pétursson yfirflugstjóri, er látinn.
— það sama kvöld og slysið átti
sér stað, hittumst við félagar hans
á heimili eins okkar, eins og við
höfum haft sem reglu í ein 30 ár.
Það var haft á orði eftir samveru-
stundina þetta kvöld, áð það
munaði alltaf á sérstakan hátt
mikið um Ásgeir, þegar hann,
vegna starfa sinna erlendis, gat
ekki verið með okkur. — Þá
vissum við ekki, að það kall, sem
allir verða að lúta, hafði náð til
hans. — Við 24 félagsmenn, sem á
unglingsárum höfðum kynnst og
tengst vinarböndum í Kristilegu
félagi ungra manna og til hliðar
við það eignast lítinn skíðaskála
(Éljagang) við Hveradali, eigum
nú á bak að sjá góðum félaga.
Ásgeir var einstökum hæfileik-
um búinn. I huga okkar var hann
ávallt flugstjórinn með allri þeirri
þekkingu, þjálfun og ábyrgð sem
því fylgir, og hlaut hann það
traust að veljast í yfirflugstjóra-
starf.
Þegar svo bar undir, gat Ásgeir
verið mjög næmur á það sem talist
gat spaugilegt eða skemmtilegt
enda af mörgum talinn ágætur
skemmtikraftur. Einnig naut hann
góörar tónlistar og lék sjálfur á
hljóðfæri sér og öðrum til gleði. Þó
var hann umfram allt minnisstæð-
astur fyrir hlýju sína og fágaða
framkomu. Hann átti bjargfasta
trú á Jesúm Krist og miðaðist líf
hans og framkoma við þá sannfær-
ingu. Eitt var meira áberandi hjá
Asgeiri heitnum en flestum öðr-
um, en það var hin einstaka
trúargleði sem honum var gefin og
gerði hann meira aðlaðandi en
flesta aðra, enda var gott að vera í
návist hans.
Nú, þegar sörg og söknuður
hvílir yfir heimili hans og enginn
mannlegur máttur getur þar um
breytt, er bæn okkar félaganna að
góður Guð veiti konu hans,
Þóreyju, og börnum þeirra styrk
og huggun
23 skíðaskálafélagar
Kveðja frá K.F.U.M.
Hið hörmulega flugslys á Sri
Lanka kom eins og reiðarslag yfir
þjóðina, sem vegna fámennis býr
við nánari kynni og ríkari hlut-
tekningu með þeim sem um sárt
eiga að binda en gerist með stærri
þjóðum.
Harmurinn verður því sárari og
reiðarslagið þeim mun harkalegra
sem kynni eru nánari við þá sem
kallaðir eru brott með voveiflegum
hætti. Okkur félaga í KFUM setti
hljóða þegar fréttist að í hópi
þeirra sem farist höfðu var Ásgeir
Pétursson yfirflugstjóri. Ásgeir
hafði verið félagi í KFUM frá því
hann var unglingur og tekið
virkan þátt í starfi félagsins æ
síðan og m.a. setið í stjórn þess um
skeið. Við eigum því á bak að sjá
góðum félaga og ötulum og ósér-
hlífnum liðsmanni.
Þrátt fyrir þetta er hugurinn þó
ekki fyrst og fremst bundinn við
það sem við höfum misst og hið
vandfyllta skarð sem myndast
hefur í raðir KFUM-manna. Minn-
ingin um Ásgeir sem hinn glaða,
heilsteypta, vitnandi lærisvein
Jesú Krists og þakklæti til Guðs,
sem gaf okkur hann að félaga og
vini, er ofar í huga.
Þrjár myndir, sem ég geymi í
minningunni af Ásgeiri sem
KFUM-manni, lýsa honum vel sem
slíkum.
Á samkomu, þar sem orðið var
gefið laust til vitnisburðar stendur
Ásgeir á fætur og tekur til rrtáls.
Uppbyggileg ræða hafði verið flutt
og góður söngur. Hvort tveggja er
Faðir og tengdafaöir okkar,
JÚLÍUS BJARNASON,
fyrrverandí béndi,
Leiré, Leirérsveit,
andaðist fimmtudaginn 23. nóv. 1978 á sjúkrahúsinu Akranesi.
Helgi Júlíusson, Hulda Jónsdóttir,
Kristinn Júlíusson, Sigurést Indrióadóttir,
Bjarni I. Júlíusson, Áslaug Stefénsdóttir,
Þórður Júlíusson, Karen Lövdahl.
RAGNAR VALTÝR ÁRMANNSSON,
húsgagnasmiður,
Einilundi 6, C, Akureyri,
lézt í Landspítalanum aðfararnótt 23. nóv.
María Guómundsdóttir, Marianna Ragnarsdóttir,
Maríanna Valtýsdóttir, Magnús Sumarlióason,
Sigurbjörg Ármannsdóttir, Þórarinn Hrólfsson.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför,
ÞÓRÐAR EINARSSONAR,
Dunhaga 15.
Svava Sveinsdóttir, Ingunn Þóröardóttir,
Svava Þóra Þóróardóttir, Einar Helgason.
+
Þökkum sýnda samúö og vináttu viö andlát og útför föður okkar, tengdaföður
og afa,
GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR.
Óli Fossberg, Béra Guðmundsdóttir,
Óttar Snædal Guðmundsson, Vigdís Fjeldsted
og barnabörn.
+
Okkar innilegasta þakklæti til allra þeirra er studdu okkur og veittu okkur
frábæra aöstoð við leit aö föður okkar, tengdafööur og afa,
JÓNI G. JÓNSSYNI
fré Deildaré.
Þökkum samúðarkveöjur og hlýhug.
Ásta Jónsdóttir, Garöar Kristjénsson,
Helga Jónsdóttir, Bjarni Þorsteinsson,
Jón Trausti Jónsson,
Kalldóra Jóna Bjarnadóttir, Atli Guólaugsson.
og barnabörn.
+
Alúðar þakkir öllum þeim til handa, sem sýndu okkur svo mikla hlýju og
samúð við fráfall sonar okkar, bróður, mágs og frænda,
ÞORLÁKSBJARNA HALLDÓRSSONAR.
Else og Halldór Þorléksson, Brynja Axelsdóttir,
Björn Halldórsson, Magnús S. Magnússon,
Anna Halldórsdóttir,
Eva Halldórsdóttir,
Elísabet Björnsdóttir, Halldór Björnsson.
+
Við þökkum af alhug öllum þeim, nær og fjær, er auösýndu okkur samúö og
vinarhug við fráfall og jarðarför litla drengslns okkar og bróður,
BIRGIS MÁS.
Áslaug María Þorsteinsdóttir,
Björn Olsen Jakobsson,
Svala Trr Björnsdóttir,
Sigrún Vala Björnsdóttir,
Elva Björk Björnsdóttir, Sigurður Gunnar Jóhannesson.