Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
37
Iminningu fallinna félaga
Þó að helfregnin mikla frá Sri Lanka hafi orðið okkur þyngri
sorg en orð fá tjáð, þá gerir hún okkur skylt að þakka nú fyrir
langa samfylgd og góða þeim átta félögum okkar, sem horfnir
eru. Allir áttu þeir ríkulegan þátt í að efla éindrægni, sem skóp
órofa vináttu samstarfs manna, enginn varð lengur einn í gleði
eða sorg, allir stóðu öruggan vörð um hvern og einn, hver og einn
um allan hópinn. Hvert okkar og eitt á þess vegna nú um þau sár
að binda, sem sigð dauðans hefur veitt okkur öllum.
Sameiginlega drúpum við höfði í sárri sorg.
Við vitum að vinir okkar átta voru hugljúfastir þeim, sem
þekktu þá bezt. Þess vegna sendum við fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur, þakklát fyrir að mega geyma með
þeim hjartfólgnar minningar um kæra vini og ógleymanlega
samstarfsmenn.
... „Sjá, einn í dauðann enginn fer,
hver einn skal vita það“...
... „að hvert eitt sinn, er dauðinn drap
á dyr, fór hluti af mér“...
Starfsmannafélag Loftleiða.
mér gleymt, en inntakið í vitnis-
burði Ásgeirs geymi ég í minning-
unni. Honum mæltist eitthvað á
þessa leið: „Ég get ekki flutt
snjallar ræður og ég get heldur
ekki sungið fyrir ykkur, en ég get
vitnað um frelsara minn og það
sem hann hefur fyrir mig gert.“.
Og það gerði hann á einfaldan,
látlausan og skýran hátt.
Og hann vitnaði um Jesúm Krist
víðar en á samkomum í KFUM. Á
síðastliðnu vori gengust KFUM og
KFUK fyrir flugferð yfir landið
fyrir þau börn og unglinga, sem
ötulast höfðu sótt fundi í deildum
félaganna á liðnum vetri.
KFUM-maðurinn Ásgeir Péturs-
son var sjálfkjörinn flugstjóri í
þeim ferðum. Áður en flugið hófst
söfnuðust börnin saman í flugstöð-
inni og Ásgeir ávarpaði þau. Það
ávarp 'flugstjórans vakti athygli
vegna þess að í því var fólginn
vitnisburður um Jesúm Krist.
Hann brýndi fyrir börnunum að
festa í minni söguna af Jesú, sem
einnig hann hafði heyrt í KFUM
og orðið hafði til þess að hann
gerðist lærisveinn hans.
En hann vitnaði ekki aðeins með
orðum sínum. Það sem hann var
vitnaði einnig.
Skömmu áður en Ásgeir fór í
sína síðustu ferð vorum við að
undirbúa, ásamt fleirum, samkom-
ur KFUM og K fram að jólum. Við
spjölluðum stundarkorn saman að
fundi loknum og umræðurnar
snerust brátt um félagsstarfið. Af
ákafa og með mörgum sterkum
orðum lýsti hann þakklæti sínu til
Guðs fyrir KFUM og vini og félaga
sem hann hafði eignast þar, en
fyrst og fremst var hann þakklát-
ur fyrir að hafa þar fengið að
heyra og taka á móti fagnaðarer-
indinu um Jesúm Krist og eiga þar
samfélag um trúna á hann.
KFUM hefur misst góðan liðs-
mann og félagar hans þar syrgja
góðan vin. Þórey kona hans og
börn þeirra hafa þó mest misst.
Við sendum þeim innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum Guð um
huggun og styrk þeim til handa.
Trúin á Jesúm Krist, hinn
upprisna Drottin, hefur í sér
fólgna von, — já vissu, sem
grundvölluð er á orðum Jesú: Ég er
upprisan og lífið, sá sem trúir á
mig mun lifa þótt hann deyi. I
þessari vissu lifði og dó Ásgeir
Pétursson. Mætti hún vera styrkur
þeirra sem eftir standa.
Ég bið öllum aðstandendum
starfsfélaga Ásgeirs Péturssonar,
sem nú eiga um sárt að binda
vegna þessa hörmulega atburðar,
blessunar Guðs og huggunar.
Sigurður Pálsson
form. KFUM í Rvk.
Sárt er að sjá vini hverfa
sjónum manns og sárast, þegar
það ber að með hörmulegu slysi.
Vinur minn og bróðir í Drottni,
Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri
fórst í því mikla flugslysi, sem
varð á Sri Lanka miðvikudags-
kvöldið 15. nóv. s.l.
Þetta kvöld hafði ég átt von á
honum í hópi vina okkar á heimili
mínu, en ég frétti þá að hann hefði
farió utan tveim dögum fyrr til
þess að sinna skyldustörfum sín-
um. Við vinir hans söknuðum hans
og vonuðumst til þess að hann
gæti orðið með okkur á næstu
samverustund. En við höfum
haldið hópinn árum saman og hist
reglulega. Við vissum þá ekki að
hann var horfinn úr hópi okkar og
kominn í „þann skara, sem
fagnandi fer í friðarins dýrlegu
lönd“.
Ásgeir Pétursson var trúaður
maður, sem setti fullt traust sitt á
þann Guð, sem uppvakti Jesúm
Krist frá dauðum. Og hann gaf
Guði dýrðina með því að hann
trúði fyrirheitinu sem Guð hefur
gefið, að hver sá sem trúir á Jesúm
Krist sem frelsara sinn eignist
eilíft líf og að Guð muni uppvekja
þann á efsta degi. Ásgeir trúði
einmitt þessu og gerði sér far um
að styrkjast í sinni trú en hann
efaðist ekki með vantrú.
Þegar ég minnist þessa vinar
míns kemur mér í huga samstarf
okkar í sunnudagaskóla KFUM í
Kópavogi um árabil. Flugstjóra-
starfið er krefjandi en alltaf
reyndi hann að haga svo til, þegar
hann skipulagði vinnu sína að
hann gæti komið og verið í
sunnudagaskólanum með börnun-
um, sem honum þótti afar vænt
um.
Það veit enginn nema sá, sem
reynt hefur, hve það er sælt að fá
að syngja með börnum söngva um
gleði trúarinnar, um traustið á
Drottni Jesú. Um hirðinn góða, um
elsku Guðs og miskunn. Syngja
bæna- og lofgerðarsöngva af
hjartans grunni. Segja börnunum
hollar sögur og útskýra fyrir þeim
sögurnar sem lesnar eru fyrir þau
úr Guðs Orði. Þetta allt reyndi
Ásgeir. Umhyggja hans og alúð
var einstök, hann tók líka á móti
börnunum á sinn sérstaka hátt
þegar þau komu og þegar þau
sneru heim hjálpaði hann þeim í
yfirhafnirnar og kvaddi þau. Oft
sýndi hann börnunum léttar
myndir og einnig spilaði hann á
píanó undir sönginn þegar þess
þurfti við.
Á vorin var farið í stutt ferðalög
með börnin. Þar var Ásgeir með og
lék við þau og gætti þess að öllum
liði vel.
Ég veit að hann átti margar
hamingjustundir með börnunum
og að þau nutu góðs af samverunni
með honum.
Nú sakna margir Ásgeirs og
mest þeir, sem honum standa
næst.
Ég og fjölskylda mín viljum
votta ástvinum hans öllum okkar
innilegustu hluttekningu og samúð
við fráfall þessa góða drenglund-
aða manns og biðjum algóðan Guð
að styrkja þá og hugga ævinlega.
Sigursteinn Hersvcinsson.
Góður drengur er látinn. Ljúf-
mennska hans og viðmót ailt var
með eindæmum. Rólyndi hans og
yfirvegun vakti hvarvetna trúnað-
artraust. Það andaði hlýju þar sem
Ásgeir var og umhyggja hans var
algjör andstæða við ys og þys og
hraða nútíma þjóðfélags.
I æsku minnist ég hans sem
„stóra bróður" Og margar minn-
ingar streyma nú fram, er við
kveðjum hann hinstu kveðju —
minningar frá bernsku og æsku,
þar sem við áttum mikil samskipti
og bjuggum hlið við hlið um
margra ára skeið.
Vinátta hans var traust og
einlæg, og sú vinátta, sem tókst
með okkur í æsku, hélst alla tíð
síðan.
Þórarinn Jónsson,
Olafur Axelsson og
Ásgeir Pétursson
Sem barn að aldri minnist ég
þess glöggt, hvernig Ásgeir ræddi
við mig sem jafningja og persónu-
legan vin, þó að aldursmunurinn
væri átta ár. Það eitt gerði það að
verkum, að álit mitt og traust til
hans jókst að mun. Hann bauð mér
oft heim til sín, og kynntist ég þá
foreldrum hans og bróður. Æ
síðan er ég þakklátur fyrir þau
góðu kynni.
Á unglingsárunum smíðaði
Ásgeir mikið af flugmódelum og
radíótækjum. Mér fannst eins og
ég kæmi inn í ævintýraheima,
þegar hann bauð mér inn til sín og
útskýrði allt með sinni miklu
nákvæmni.
Ég minnist þess einnig, hvað
gleði okkar drengjanna og undrun
varð mikil, þegar Ásgeir tók okkur
með sér eitt sinn upp á túnið fyrir
neðan Austurbæjarskólann. Hann
hafði með sér fjarstýrða vélflugu,
sem hann hafði sjálfur sett saman.
Aðdáun okkar virtist engin tak-
mörk sett. Ásgeir var alveg
einstakur í sinni röð.
Þolinmæði hans var einnig
sérstök. Hann gafst helst aldrei
upp. Ég man það, eins og það hefði
gerst í gær, þegar við stóðum
undrr húsveggnum heima, og
Ásgeir kenndi mér að blístra átta
ára gömium. Hann gafst ekki upp,
og eftir langan tíma fór glaður og
montinn átta ára drengur hlaup-
andi inn til móður sinnar til þess
að leyfa henni að heyra, hvernig
hann gæti blístráð.
Margar eru þær minningar, sem
streyma fram í hugann þessa
dagana. Ekki er rúm til þess að
skrá slíkt — en æsku — og
uppvaxtarár eru e.t.v. þýðingar-
mestu ár ævi okkar og varða
veginn til framtíðarinnar. Þess
vegna m.a. minnist ég þessá
sérstaklega nú. Og söngurinn, sem
við sungum svo oft síðar saman í
K.F.U.M. og Vatnaskógi, á vel við,
er ég minnist þessa góða vinar:
„Vertu fús bæði og frár
til að framkvæma allt, ■
sem þú finnur, að rétt st.vður mál.
Láttu æskunnar ár
verða ævinnar salt,
svo að aldregi sljóvgist þin sál.“
(Fr.Fr.)
Ásgeir var varkár og grandvar,
orðvar og einlægur. Góðmennska
hans var rómuð meðal vina hans.
Hann var góður drengur.
Og nú er erfitt að kveðja. Erfitt
að skilja „hvers vegna“ og „til
hvers“. Vegir Guðs eru svo oft
órannsakanlegir. Þannig var það
einnig meðal lærisveina hans ailt
frá upphafi, er Jesús gekk hinn
þunga veg krossins. En það birti
um síðir — og Guð veitti þeim
styrk til nýrra og áframhaldandi
verkefna.
Ég veit, að timinn, sem í hönd
fer, verður erfiður fyrir ástvini
Ásgeirs — en í von og einlægri trú
hið ég ykkur öllum mikillar
blessunar Guðs um ókomna fram-
tíð og votta ykkur mína dýpstu
samúð.
bórir S. Guðbergsson.
Kveðja frá Félagi
Loftleiðaflugmanna
1 dag er gerð útför þeirra
Þórarins Jónssonar, Ásgeirs
Péturssonar og Ólafs Axelssonar
sem létust í hinu hörmulega
flugslysi þann 15. þ.m. Við fráfall
þessara mætu manna er höggvið
stórt skarð í raðir okkar Loftleiða-
manna sem ekki verður hægt að
fylla aftur með neinu móti. Við
Loftleiðaflugmenn höfum alltaf
litið á hann Þórarin sem einn af
traustustu máttarstólpum Loft-
leiða og á stundum hafði hann
eiginlega verið höfuð félagsins.
Það kom í hans hlut að ráða
flugmenn, sem hann gerði af
mikilli nákvæmni. Við vitum að
hans þyngstu spor í störfum fyrir
Loftleiðir voru þegar fækka þurfti
hjá félaginu, þess vegna lagði
hann svo hart að sér sem raun ber
vitni að vinna þann markað sem
pílagrimaflugið er. Svo mikið lagði
hann á sig í þessu máli að ekkert
bar hærra. Frídagar og orlofsdag-
ar voru Þórarni aukaatriði.
Svo mikla trú höfðum við
Loftleiðaflugmenn á Þórarni, að
það var nánast máltæki þegar
eitthvað bjátaði á hjá okkur: „Við
skulum koma og tala við Þórarin."
Hugur okkar fylgir honum þar
sem hann er nú og þó að hann sé
ekki lengur hjá okkur, vitum við
að hvar sem við störfum í framtíð-
inni verður hahn á meðal okkar.
Þegar við segjum að höggvið sé
stórt skarð í raðir Loftleiðamanna
er ekki hægt annað en að hugsa til
hans Óla Axels, sem alltaf virtist
geta hlaupið í skarðið fyrir aðra
sem veiktust eða tóku sér frí, þrátt
fyrir það að hann hefði nógum
störfum sjálfur að gegna. Það var
líka oft að leita þurfti til hans
þegar eitthvað fór úrskeiðis hjá
Loftleiðum, hvort sem það var
vegna þess að veðurguðirnir væru
þar að verki eða mannlegur
máttur. Það var eins og alltaf væri
hægt að treysta því að Óli Axels
gæti leyst hnútinn. Oft gerði hann
Loftleiðum kleift með sinni
alkunnu lipurð að láta allt ganga
vel í flugrekstrinum hvað sem á
gekk.
Við horfum á eftir honum með
söknuði og tre.vstum því að á þeim
nýju slóðum sem hann er nú megi
hann njóta sín eins og er hann var
hjá okkur. Við vitum að hugurinn
er á meðal okkar og okkar hugur
er hjá honum.
Flest það sem hér hefur verið
dregið fram á líka við um yfirflug-
stjórann okkar, Ásgeir Pétursson.
Hann kom ævinlega auga á það
jákvæða í mönnum og þeirra
gjörðum. Hann var mikill dreng-
skaparmaður og okkur góður
yfirmaður, sem alltaf var hægt að
leita til. Flugöryggi var honum
efst í huga og hann var sívakandi
yfir því sem betur mátti fara í
þeim málum. Það var því ekki að
undra að það legðist illa í okkur er
það spurðist. út að Ásgeir ætlaði
jafnvel að hætta störfum sem
yfirflugstjóri fyrir um það bil ári
síðan, en sem betur fór fengum við
að njóta hans forustu lengur.
Ásgeir var mikill trúmaður og
virkur félagi í K.F.U.M. og er þess
skemmst að minnast er hann stóð
fyrir hringflugi um landið með
börn úr þeim félagsskap. Ásgeir
var góður félagi pg hugur okkar
mun fylgja honum um ókomna tíð.
Við vottum eiginkonum og börnum
þessara vina okkar innilegustu
samúð á þessari sorgarstundu.
Félag Loftleiðaflugmanna.
Þegar sú sorgarfregn barst, að
íslenzk flugvél hefði farist í
fjarlægu landi, varð íslenska
þjóðin harmi slegin. Enn hefir
forsjónin séð ástæðu til þess að
höggva stórt skarð í hina fámennu
sveit íslenzkra flugliða. Þegar
slíkir sorgaratburðir eiga sér stað,
leitar hugurinn til - ástvina og
ættingja hinna brottkölluðu með
þeirri bæn að sá harmur, sem að
þeim er kveðinn, megi læknast
með hjálp drottins. Félag ís-
lenzkra atvinnuflugmanna sendir
þeim, sem fórust, sína hinztu
kveðju og vottar ástvinum og
ættingjum þeirra sína dýpstu
samúð.
Stjórn Félags
íslenzkra atvinnuflugmanna.
Við vottum aðstandendum
þeirra, sem létu lífið í flugslysinu í
Sri Lanka, okkar innilegustu
samúð.
Fél. atvinnuflugmanna
í Luxemburg — ALPL —
ATIIYGLI skal vakin á því. að
afmadis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein. sem hirtast á í
miðvikudagshlaði. að herast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðsta'tt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendihréfs-
formi eða hundnu máli. I>a‘r
þurfa að vera vélritaðar o’g
með góðu línuhili.
Þórarinn Jónsson og
Ólafur Axelsson — Kveðja
Okkur setti öll hljóð, er við
mættum til vinnu fimmtudaginn
16. nóvember s.l. og fengum þá
harmafregn, að ein af vélum
okkar, eins og við köllum þær,
hefði farist í fjarlægu landi.
Mér er minnisstætt, er ég fyrir
liðlega 13 árum gekk gamla veginn
að nýlegri skrifstofubyggingu
Loftleiða og hugleiddi. hvers vegna
ég væri að sækja um atvinnu hjá
þessu fyrirtæki fremur en öðrum.
Jú það var flugstarfsemin, sem var
svo heillandi. En fljótlega komst
ég að því, að þarna var svo gótt
fólk, sem tók mér ungri og
ómótaðri svo einstaklega vel.
Atvikin höguðu því þannig, að í
10 ár starfaði ég náið með þeim
Þórarni Jónssyni og Ólafi Axels-
syni og langar mig að minnast
þeirra með fáum orðum. Það var
gott og heimilislegt andrúmsloft í
flugrekstrardeildinni, og við
kynntumst vel og bárum um-
hyggju hvert fyrir öðru. Þórarinn
eða Tóti, eins og við kölluðum
hann alltaf okkar á meðal, var
einstaklega ljúfur og alþýðlegur
maður í umgengni við undirmenn
sína. Hann hafði ákaflega góða
frásagnargáfu og lífgaði oft upp á
hversdagsleikann og önn dagsins
með skemmtilegum frásögum.
Um árabil hafði Þórarinn unnið
ötullega að nýrri hiið flugreksturs-
ins, sem var pílagrímaflugið, og
kaldhæðnislegt, að hann skyldi
enda ævi sína við þau störf. Ég
kynntist því, að Þórarinn bar hag
fyrirtækisins mjög fyrir brjósti og
varði mörgum vinnustundum utan
venjulegs vinnutíma við að leysa
hin ýmsu verkefni. Ég hafði
stundum orð á því, að hann eyddi
kröftum sínum um of í þágu
starfsins, en þetta var hluti af
honum, og fjölskylda hans tók þátt
í því með honum.
Ekki var Óli síður elskulegur
maður. Mér er hugstæðast, hversu
góður vinur hann var flugfreyjun-
um, er leituðu til hans með sín
einkamál, sem hann leysti úr eftir
beztu getu, enda ákaflega raungóð-
ur maður.
Hann lá heldur ekki á liði sínu,
er eitthvað fór úrskeiðis í hinum
daglega flugrekstri, og, oft var
hann vakinn upp af værum blundi
til þess að leysa mál, er enga bið
þoldu.
I sinni hinztu för var Óli á
leiðinni að stjórna og liðsinna
flugliðinu á nýjum slóðum eins og
hann hafði gert svo vel hér heima.
Fyrir hönd margra náinna
samstarfsmanna hjá Flugleiðum
votta ég Borghild og Auði og
fjölskyldum þeirra dýpstu samúð.
Við munum sárt sakna þessara
góðu vina. Við biðjum Guð að
styrkja fjölskyldur þeirra í sorg
þeirra.
Birna Þórisdóttir.