Morgunblaðið - 25.11.1978, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
39
Startbásar þessir eru taldir auðveldir í flutningum og hér má sjá hvar jeppabifreið er notuð til að
drajía þá milli staða.
eftirTRYGGVA
GUNNARSSON
LH, frá því á ársþingi LH, að
ýmsar upplýsingar hefðu fengist
erlendis frá um þessi mál og
meðal annars lægju fyrir tilboð
um bása, sem smíðaðir eru í
Nýja-Sjálandi en söluumboð
fyrir þá er í Brussel. Kosta
þessir básar miðað við að hægt
sé að ræsa 6 hross samtímis um
3,5 milljónir króna. Þá liggur
fyrir tilboð frá Bretlandi þar
sem samstæða til að ræsa 6
hesta er boðin á milli 5 og 6
milljónir króna. Frá þessu sama
fyrirtæki í Bretlandi er einnig
hægt að fá ýmsan annan búnað
til að nota á kappreiðum, s.s.
sjónvarpsmyndavélar til að taka
myndir af hlaupunum, mynda-
vélar, sem stilltar eru inn á
klukku og gefa til kynna tíma
hrossanna, er þau koma að
marki.
Um þetta mál sagði formaður
LH, að nú þyrftu hestamannafé-
lög, sem héldu stærstu mótin, að
gera upp ’við sig hvort tök væru
á að fjármagna kaup á slíkum
startbásum. Undir þessi orð
formanns LH skal tekiö hér og
satt best að segja finnst manni
það með ólíkindum ef hesta-
mannafélögin og áhugasamir
Hrossin ræst.
Einar Iliiskuldsson stígur á
bak einu þeirra fjölmörgu
hrossa. sem hann kom á bak
landsmótsdagana.' Ljósm.
Kristján.
hestamenn treysta sér ekki til
þess að standa saman að því að
kaupa slíka startbása, þegar
haft er í huga að unnt er að
flytja þá milli staða með auð-
veldum hætti. Þessa startbása
væri því hægt að nota á nær
öllum kappreiðum landsins, ef
menn hefðu hug á því.
Startbásar þessir eru eftir
þeim upplýsingum, sem tiltækar
eru, einfaldir að gerð og auð-
veldir í meðförum. Opnunar- og
lokunarbúnaður þeirra er knú-
inn með 12 volta straum frá bíl
og í flutningum milli staða má
draga básana á jeppabifreið.
Samkvæmt upplýsingum frá
erlendum fyrirtækjum, sem
framleiða þessa bása, er hægt að
fá samstæður til að hámarki 4
hross og upp í samstæðu til að
ræsa 10 hross.
Breska fyrirtækfð, sem býður
þessa startbása, Racecourse
Technical Services Limited,
ferðast með slíka startbása milli
skeiðvalla í Bretlandi og annast
fyrirtækið ræsingu, tímavörslu
og myndatökur á 62 skeiðvöllum
víðs vegar um Bretland. Til að
annast þessa starfsemi er fyrir-
tækið með í sinni þjónustu 3
hópa manna, sem ferðast á milli
skeiðvallanna með tæknibúnað
sinn.
OFT HEFUR verið rætt um það
meðal hestamanna. að nauðsyn
beri til að koma upp svokölluð-
um startbásum til að nota við
kappreiðar hérlendis. Flestir
kannast við hversu leiðigjarnt
það er að bíða, oft í óratíma
eftir því að takist að stilla
hrossunum upp á ráslínu þann-
ig að unnt sé að ræsa þau. Oft
eru þau ekki nema eitt eða tvö
hross, sem eru ókyrr en hindra
að hægt sé að ræsa hópinn.
Ekki er að efa að sú ófull-
komna aðstaða. sem hér er á
kappreiðavöllum til að ræsa
hrossin. kemur niður á árangri
þeirra og ekki síst er þeim
sköpuð misjöfn aðstaða til að
ná árangri allt eftir því hvern-
ig þau eru staðsett, þegar
flaggið fellur.
Stjórn Landssambands hesta-
mannafélaga hefur á sl. ári í
samráði við Hestamannafélagið
Fák nokkuð hugað að því að
kaupa til landsins startbása til
að nota við kappreiðar. Greindi
Albert Jóhannsson. formaður
Einar Höskuldsson
fékk knapaverð -
laun Landsmótsins
VIÐ lok ársþings Landssam-
bands hestamannafélaga, sem
haldið var fyrir skemmstu, var
Einari Höskuldssyni á Mosfelli
afhentur hnakkur og hlaut þá
einkunn að hafa verið besti
knapi Landsmóts hestamanna í
sumar. Tilurð þessara verðlauna
var með þeim hætti að verzlunin
Útilíf afhenti framkvæmda-
nefnd Landsmótsins hnakk, sem
veita skyldi sem viðurkenningu
til besta knapa mótsins. Nefndin
ákvað að bíða með að afhenda
verðlaunin þar til að afloknu
mótinu og var niðurstaða henn-
ar sem fyrr sagði kynnt á
þinginu. Auk þess sem Einar sat
hross bæði í kynbótasýningunni
og gæðingakeppninni, var hann
fulltrúi dómnefndar kynbóta-
hrossanna og fór á bak öllum
þeim kynbótahrossum, sem sýnd
voru á mótinu. Þótti mönnum
hann leysa það verk einstaklega
vel af hendi.
Fræðslunám-
skeið hjáFáki
Fræðslunefnd Fáks
gengst í næstu viku fyrir
námskeiði, þar sem f jallað
verður um ýmislegt er
lýtur að hestum og hesta-
haldi. Slíkt fræðslunám-
skeið var einnig haldið í
fyrravetur á vegum
nefndarinnar og tókst það
hið besta. Námskeiðið
hefst hvert kvöld kl. 20 og
er stefnt að því að kennslu
sé lokið kl. 23. Nám-
skeiðargjald er kr. 10.000.-
og er þátttaka takmörkuð
við 30 manns en innritun
fer fram á skrifstofu Fáks.
Námskeiðið hefst á
mánudagskvöld, 26.
nóvember, og fjallar
Gunnar Bjarnason, ráðu-
nautur, þá um fóðrun
hrossa, á þriðjudagskvöld
fjallar Eyjólfur ísólfsson
um tamningu og þjálfun
hrossa, næsta kvöld fjallar
Brynjólfur Sandholt um
hrossasjúkdóma, á fimmtu-
dagskvöld eru járningar á
dagskrá og ræðir Sigurður
Sæmundsson um þær en
námskeiðinu lýkur á föstu-
dagskvöldið með þv að
Þorvaldur Árnason fjallar
um hrossarækt og erfðir
eiginleika.
Þá hefur fræðslunefndin
þegar ákveðið að næsti
fræðslufundur hennar
verði 14. desember í Félags-
heimili Fáks og verður þar
fjallað um Evrópumótið í
Skiveren 1977 og verða
sýndar myndir þaðan og
þær kynntar.
Leiðrétting
I upphafsoróum síðasta
hestaþáttar. sem birtur var í
Mbl. 19. nóvember sl.. var saKt
aó ársþins Landssambands
hestamannafélaKa hefói verið
haldió um síðustu helKÍ. Ekki
er þetta rétt. þvf þinjíið var
haldió dagana 3. og 1. nóvem-
ber og þátturinn skrifaður til
birtingar helgina þar á eftir.
en þaó dróst um viku að hann
hirtist og er beóist velviróingar
á þessari missögn.
bessir startbásar eru framleiddir í Bretlandi og kostar samstæða til að ræsa 6 hross samtímis milli 5
og G milljónir.
Hestar
Startbásar notaðir á
kappreiðum hérlendis?