Morgunblaðið - 25.11.1978, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 1978
45
ní|!
SW; I » k [ ■' \
VELVAKANDI
^ SVARAR j SÍMA
/10100KL 10—11
A FRÁ MÁNUDEGI
flestöllum fjölmiðlum landsins,
riðið húsum og barið fótastokkinn
meir en menn vissu áður dæmi til.
Sérdeilis er vert eftirtektar, að
maður þessi héfur talið sig vilja
efla siðgæði í öllum athöfnum
manna, t.d. hjá Eimskip og
Flugleiðum, en verk hans sjálfs
(sbr. fyrrnefnda skýrslu) sýna,
hvernig ekki á að vinna.
Nei. Við skulum vona, að hinir
„sovézku" hugmyndir Ólafs Ragn-
ars komist ekki til framkvæmda
hér. Við höfum nefnilega enga þörf
fyrir TF-ORG eða E/S ORG-
FOSS.
Jón Sigurðsson.
ES: Hvenær skyldi Ríkisútvarp-
iö ætla að svara þremur spurning-
um, sem Sigurjón Jónsson beindi
til þess í grein sinni?“
Að sjálfsögðu mun dr. Ólafi
Ragnari Grímssyni heimilt að fá
birt svar við þessum línum sjái
hann ástæðu til þess, og hið sama
gildir um ríkisútvarpið.
En frá því snúum við okkur að
nokkuð öðrum hlutum, því hvernig
okkur gengur:
• Að vakna á
morgnana
„Besti Velvakandi.
Ekki veit ég hve stór sá hópur
landsmanna er sem er hreint
ekkert „velvakandi" fyrir kl. 8 á
morgnana.
Sumir þessara „B-manna“ sofa
vonandi vært um það leyti, sem
við, sem erum ugglaust mörg, af
ýmsum ástæðum verðum að fara á
fætur um og fyrir kl. 7. Nú, þetta
venst, maður hendist framúr
slagar fram á bað og eys köldu
vatni framan í sig og getur síðan
sinnt allra einföldustu verklegum
störfum „með bros á vör“ (þó er
afleitt ef kaffikannan hefur verið
færð til um 15—20 sm því þá
finnst hún ekki'strax!).
En manni er kalt, finnst eitt-
hvert aðalatriðið alveg að gleym-
ast og hefur á tilfinningunni að
ranghvolfd augun séu full af sandi.
Hingað til hefur allt bjargast,
þökk sé þeim Jóni Múla og Pétri
sem með mátulega léttri tónlist,
fimmaurabröndurum og fróðleiks-
molum hafa gert ástandið bæri-
legt. En nú er það búið, kl. 7.25
hellist yfir okkur Morgunpóstur-
inn sem glaðvakandi „A-mennirn-
ir“ segja góðan og vilja alls ekki
missa af. Þetta er enginn vandi
fyrir einhleypa „B-menn“ sem geta
einfaldlega slökkt á útvarpinu en
þar sem bæði „A- og B-fólk“ er á
bæ kárnar nú gamanið.
„A-mennirnir“ skrúfa eðlilega upp
til að geta heyrt um alla íbúðina
og „B-mennirnir“ finna enn sárar
til eymdar sinnar og heimsku alls
vanbúnir að fylgjast af áhuga með
fastagestum á Borginni, Járn-
blendiverksmiðjunni eða rauð-
maganum og grásleppunni, fyrir
kl. 8 að segja.
Getið þið nú ekki komið þeirri
frómu ósk til þeirra, sem útvarps-
dagskrá stjórna, að hinn ágæti
þáttur þeirra Sigmars B. Hauks-
sonar og Páls Heiðars Jónssonar
væri á öðrum og vonandi betri
tíma og að við. vesalingarnir, sem
varla tollum í mannfélaginu svo
snemma dags, mættum njóta
aðstoðar Jóns Múla og Péturs á
þessum „erfiðu stundum"?
Með bestu kveðjum frá,
Húsmóður í Köpavogi."
|>essir hringdu . . .
• Af hverju
þessi óánægja
Utvarpshlustandi:
— Ég er oft dálítið hissa á
öllum þeim umkvörtunum sem
lesa má hjá dagblöðunum varð-
andi dagskrárefni útvarps og
sjónvarps. Auðvitað má að því efni
finna eitt og annað, menn vilja
glæpamyndir í sjónvarp og spenn-
andi framhaldsleikrit í útvarp, en
aðrir mega ekki sjá neitt sem
heitir ofbeldi eða yfirgang í
þessum fjölmiðlum. En mér finnst
oft sem þessi gagnrýni sé fremur
óvægin og lítt vönduð, því áreiðan-
lega leggja starfsmenn þessara
fjölmiðla hart að sér til þess að
matreiða efnið eftir föngum og
gera það þannig úr garði að sem
flestir hafi gagn og gaman af
einhverjum hluta þess. Hópurinn,
sem sinna þarf, er stór og
margvíslega saman settur og því
hefi ég tilhneigingu til þess að
taka lítið mark á gagnrýni eins og
eins hlustanda og skil vart í öðru
en fyrrgreindir starfsmenn hugsi
eitthvað svipað. Það er svo oft
auðveldara að gagnrýna en gera
betur sjálfur og því mætti spyrja
þetta fólk sem gjarnan gagnrýnir,
hvers vegna það komi ekki oftar
með tillögur um úrbætur. Meðan
svo er ekki er gagnrýnin að mörgu
leyti léttvæg.
$ Í'S.'SK'-
Marn
Juliar
^"narmenn, m
Jíauíisson. (8 00 Vvv!?r 11 ' Svcinsson
' Vcðurfrei lí,r)- -.adóttir les (5).
rr»*«« iJ
Kristín.
d^hl.(útd;j’
in leika Koltset, . , .
fvrir tvar lútur s.tr0!!£*
sveit ettir Vivaldt, Eliot
l^.OO^Dagskrá. Tónleikar. Til
kynningar
orusfu
Dag-
ladotnr ivs v'/- , _ .
'.nleikar.Tilkynn.ngar^
'eðuríregnir. Dagskra^
.ilsins.
12.25 Veðurfregnir
Tilkvnningar.
Við vinnuna. Tónletkar.
Fréttir.
10.00 Fréttir. Fréttaauki. TiH
l0r»nnMig hefur aldrei lang^
tíí að þekkja háttscttaf
S“uUnrn Sl«ur».rd«,í
ra-ðir við Málfríði Einart
SKÁK
Umsjón:
Margeir Piíursson
Á Ólympíuskákmótinu í Buenos
Aires kom þessi staða upp í skák
þeirra Trois, Brasilíu, og Viktors
Korchnois, Sviss, sem hafði svart
og átti leikinn.
32... Dxcl+! 33. Dxd - IIdl+. 34.
Dxdl - Hxdl+,35. Kg2 - Hxbl.
36. Hc2 — Rdl og hvítur gafst
upp. Korchnoi stóð sig frábærlega
vel á Ólympíumótinu og hafði
hæst vinningshlutfall fyrstaborðs-
manna. Það þótti í frásögur
færandi að aðeins þrem klst. eftir
komuna til Argentínu var
Korchnoi sestur við skákborðið og
vann að sjálfsögðu!
HÖGNI HREKKVÍSI
HSALPQÆÐíb
AE/PIHN
* Látið blómin tala Ath: Breyttur opnúnartími. Höfum nú opið frá kl. 9—9. BLÓYlLAVraiR Æ Hafnarstræti 3. Símar 12717 — 23317.
,.«gaL:"
Frumsýnum í dag stórmyndina
Eyjar í hafinu
HOWLONGHASIT
DEEH SINCE YOU'VE SEEN
A KEALLY GOOO MOVIE?
Since you reolly fell in love wlth
o picture. Where you feit o
movle insteod of Just
seeing one.
Since you forgot you were in o
theotre ond thought you were
in someone else s life. When
you lost yourself in o story.
Slnce you sow o movie thot \
sold something obout \
llfe ond love thot
you will toke with
you in your heort ond
mind long ofter the
evenings over.
How long hos it been since 4
you've seen o reoliy good-J
movie? If it s been too (od^-™
then see Islonds In
The Streom.'
George C. Scott
A Dort/Polevsky Production
A Fronklin J. Scnoffner Film
Leikstjóri: Franklin J. Shaffner
Spónlagðar viðarpiljur
Enn einu sinni bjóðum við viðarþiljur á
ótrúlega hagstæðu verði.
Koto Kr. 3.100,-
Oregon pine Kr. 3.490,-
Hnota Kr. 3.590,-
Antik eik Kr. 4.390,-
Gullálmur Kr. 4.390,-
Teak Kr. 4.390,-
Palesander Kr. 4.390,-
Ofangreind verö pr. m2 meö söluskatti.
Þiljurnar lakkaöar og tilbúnar til
uppsetningar.
Ennfremur bjóðum við:
Spónaplötur í 8 pykktum og 7 stærðum,
rakavarðar, eldvarðar, spónlagðar,
plastlagðar í hvítu og viðarlitum.
Birkikrossvið. Harðtex.
Furukrossvið. Hörplötur.
Panel-krossviö. Gipsplötur.
Steypumótakrossvið. Gaboon.
Trétex. Hilluefni í lengjum.
Geriö
verösamanburð
þaö
borgar sig.