Morgunblaðið - 26.11.1978, Síða 27

Morgunblaðið - 26.11.1978, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1978 27 CHURCHILLi Kom með nýstár- lega skilgreiningu á stríðsíanga. mat er maður sem gerir þannig við gesti sína, að þeim finnst þeir eins og heima hjá sér, þótt hann vildi helzt að þeir væru heima hjá sér“. Flestir þeir sem eiga spakmæli í kverinu, sem getið var og heitir „Sayings of the Week“ (útg. David & Charles), eru Bretar, og stjórn- málamenn fjölmennir í hópnum. Harold Macmillan á þarna met: fyrsta spakmæli hans birtist 1927 og hann er enn að sáldra um sig gullkornunum upp úr 1970. Nægir það hér til dæmis um orðheppni hans, að „Churchill var í rauninni skrýtinn, eins og Bretar segja, — hann var sem sé gæddur þess konar snilligáfu sem kemur sér illa við eðlilegar aðstæður". Bandaríski háðfuglinn Art Buchwald fær sérlega viður- kenningu í bókinni fyrir frábæra eðlisávísun þá sem lýsir sér í því sem hann sagði um Bandaríkja- stjórn árið 1970: „Stjórn Nixons er álíka spennandi frásagnarefni og ársþing sambands trygginga- félaga". Alíka spádómsorð eru höfð eftir Robert McNamara, fyrrum varnamálaráðherra Bandaríkjanna og núverandi for- seta Alþjóðabankans. Hann full- yrti það sem sé árið 1965, að „Nú er orðið ljóst, að við munum ekki tapa stríðinu í Víetnam". Af eldri speki, og svipaðri þessu síðast talda, má nefna orð Kropot- kins Rússaprins, er hann mælti 1920: „Að mínu viti er þessi tilraun til þess að grundvalla kommúnískt lýðveldi, undir sterkri miðstjórn, að renna út í sandinn". Þeir Stanley Baldwin og Winston Churchill eiga manna flest spakmæli í „Sayings of the Week“. Þetta er meðal þess sem haft er eftir Baldwin: „Við skulum hafa það í huga, að landamærin eru ekki lengur þar sem þau voru; nú dugir ekki lengur að taka á móti óvininum á hömrunum við Dover, nú þegar flugvélar eru komnar til sögunnar byrja varnir Englands við Rínarfljót". Ekkert hinna fleygustu orða Churchills er í bókinni; samt eru þar mörg snjöll. T.d. þessi: „Stríðsfangi er sá sem reynir að drepa mann, en mistekst það og biður mann þá að drepa sig ekki“. Að endingu sú tilvitnun, sem líklega er heimskulegust allra í bókinni og er þó samkeppnin hörð. Það er haft eftir G.H. nokkrum Hatherill, foringja í Scotland Yard, og mælt árið 1954: „Það eru ekki framiíi nema tuttugu morð á ári hérna í London", sagði hann í blaðaviðtali, „og sum eru nú ekki ýkja alvarleg, bara menn að drepa konurnar sínar“ ... - ROBERT LUSTIG. „Ég um mig frá mér til mín” Ný skáldsaga eftir Pétur Gunnarsson Komin er út ný skáld- saga eftir Pétur Gunnars- son, „Ég um mig frá mér til mín“. Er hér um að ræða sjálfstætt framhald af fyrstu bók Péturs, „Punkt- ur punktur komma strik“. Eru persónur hinar sömu og í fyrri bókinni og nýjar bætast við. „I miðju atburðarásarinnar stendur Andri, barmafullur af komplexum breytingatímabilsins," segir í fréttatilkynningu frá útgef- andar „Hann er búinn að slíta barnsskónum án þess að passa í fullorðinsskóna — eiginlega veit hann ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Leitin að sjálfum sér miðast við að máta sig við fyrirmyndir og fyllast örvæntingu yfir hvað mikið skortir á frambærileika." Sagan fjallar um þrjú ár í lífi Andra. Hún gerist að mestu leyti í Reykjavík, en einnig við laxveiðiá í Pétur Gunnarsson. öræfum og um verzlunarmanna- helgi í Þórsmörk. Bókin er 130 bls. að stærð. Útgefandi er Iðunn. 22 Akureyringar með samsýningu Samsýning 22 Akureyringa var opnuð í Iðnskólanum á Akurcyri í gær. Á sýningunni eru um 80 verki olíumálverk, teikningar, grafík, vefnaður, höggmyndir, vatnslitamyndir. pastelmyndir, ljósmyndir og lit- skyggnur. Það er von þeirra, sem að sýningunni standa. að hún verði fyrsta skrefið að stofnun félags myndlistarfólks norðan- lands. Á sýningunni gefst gestum tækifæri til að mála og einnig mun þeim gefast kostur á að fá teiknaðar af sér myndir.- Sízt meiri snjór norðanlands en sunnan Ilúsavik. 25. nóv. Ekki er hægt að segja að mikill snjór sé kominn hér eftir norðan- hríðina undanfarna daga. og eftir lýsingum sízt meiri hér norðan- lands en í Reykjavík. Snjórinn er hér nokkuð jafnfallinn svo þungt hefur verið um akstur á vegum, þó þeir hafi ekki lokast nema þá helzt í Bárðardal. í dag er hér logn og heiðríkja og hefur vegurinn til Akureyrar verið hreinsaður og verið er að moka í Bárðardal, svo segja má að greiðfært sé nú um héraðið. Gott færi er austur til Kópaskers, en þá þyngist færðin. Þó er jeppum og stórum bílum fært til Þórshafnar. Flugsamgöngur hafa truflazt vegna flugskilyrða í Reykjavík. Fréttaritari Hérerekkium 8 stunda vinnudag að ræða Það er Philco þvottavél, sem er ódýrari en sambæri- legar vélar. Það er Philco, sem býður upp á frábæra viðgerðar- þjónustu. Philco og fallegur þvottur fara saman. Þvottavél í þjónustu 10 manna f jölskyldu verður að standa sig og geri hún það þarf hún ekki annan vitnis- burð. Þessi fjölskylda á Philco þvottavél. Philco þvottavél, sem skilar tandurhreinum þvotti til stórrar fjölskyldu. Það er Philco þvottavél, sem þolir stöðuga notkun dag eftir dag, viku eftir viku oe mánuð eftir mánuð. heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.