Morgunblaðið - 29.11.1978, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 29.11.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1978 19 Tómas Tómasson rœðismaður Eist- lands á Islandi Okkur barst til eyrna lát vinar okkar, Tóniasar Tómassonar, ræðismanns eistnensku þjóðarinn- ar á íslandi. Árið 1938 heimsótti Tómas Eistland og sem konsúll var hann gestur okkar ástsæla forseta, Konstantin Páts. Árið 1953 kom ég til Reykja- vikur á vegum góðtemplararegl- unnar. Stórstúkuþing Norðurlanda var þá haldið á íslandi. Mér veittist þá sú ánægja að fá tækifæri til að heimsækja Tómas, og var það afar ánægjulegt. Ótal Eistlendingar sem komið hafa til Islands hafa notið gestrisni Tómasar. Mér er enn í fersku minni þegar ég var fyrir nokkrum árum staddur í Reykjavík, hinni fögru höfuðborg íslands, að ég ásamt fieiri Eistlendingum, sem hér funduðu, heimsóttum Tómas og nutum gestrisni hans. Þegar við kvöddum þennan heiðursmann með föstu handabandi óskaði hann okkur allra heilla, og síðast en ekki síst af heilum hug óskaði hann þess, að aftur mætti koma sá tími, að eistneska þjóðin fengi frelsi sitt á ný og dætur og synir eistnesku þjóðarinnar gætu gengið um sitt land frí og frjáls. Innilegar samúðarkveðjur send- um við frú Agnesi og öðrum vandamönnum hans á Islandi. Bernhard Máelo. Stockholm. við varðveitum það mjög vel, og það eru góðar minningar um góðan strák sem hét Jón Ingi. Svo biðjum við Guð að varðveita og styrkja í þessari miklu sorg foreldra hans þau Ingimund Jóns- son og konu hans Steinunni Snjólfsdóttur, systkini hans og vini. Camilla. Bára og Þorsteinn. Minninq: Jón Ingi Ingimundarsm Fa'ddur 11. janúar 1959. Iláinn 12. nóvember 1978. Þeir sem Guðirnir elska deyja ungir. Ingi, eins og við ávörpuðum hann alltaf, er nú ekki lengur á meðal okkar. Við verðum að sætta okkur við að þeir sem Guðirnir elska deyja 'ungir, og það er sorgleg staðreynd því að Ingi heitinn var ekki nema nítján ára þegar þetta hræðilega slys varð. Ingi var sannur vinur í blíðu og stríðu. Það mátti alltaf reiða sig á hjálp frá Inga hendi, og hann gerði alltaf allt sem í hans valdi stóð til að allir væru ánægðir. Ef maður var eitthvað dapur, þá hýrnaði strax yfir manni, um leið og Ingi birtist svona glaðlegur og elskulegur eins og hans var ávallt vani. Ingi heitinn og Egili yngri bróðir hans voru mjög samrýmdir; ef maður sá Inga þá var manni óhætt að segja: þarna eru Ingi og Egill, því það leið ekki á löngu áður en Egill birtist og öfugt. Það er tæplega tveggja ára aldursmun- ur á þeim bræðrum en það var stundum eins og þeir væru einn og sami maðurinn, svo mikil var ástin og virðingin á milli þeirra. Þetta hræðilega slys úti á sjó varð til þess að nú fáum við aldrei oftar að sjá þetta upplífgandi og fallega andlit. Það verður ekki annað sagt en að nú vantar mikið í okkar vinahóp. I hann er komið djúpt skarð og þetta skarð verður aldrei bætt, þótt víða verði leitað. Við biðjum bara þess að Egill, eða litli bróðir, eins og við höfum heýrt Inga heitinn nefna hann, megi finna hamingju á ný. Sömuleiðis fjölskylda hans og vinir. Það eru núna margir með brostið hjarta, og það eru þeir sem þekktu Inga heitinn, því að hann var alveg sérstakur maður. En það besta sem við eigum, er mjög dýrmætt og enginn og ekkert getur tekið það frá okkur, því að Elsku \ir' bfagðaðu nú á öllum tegundum *, „ 'Kókoskökur •Spesíur •Kókostoppair •Vanilluhringir sÞ KEXVERKSMIÐJAN FRON t Alúðar þakkir öllum þeim til handa, sem sýndu okkur svo mikla hlýju og samúö viö fráfall sonar okkar, bróöur, mágs og frænda, ÞORLÁKS BJARNA HALLDÓRSSONAR. Else, Halldór Þorláksson, Björn Halldórsson, Brynja Axelsdóttir, Anna Halldórsdóttir, Magnús S. Magnússon, Eva Halldórsdóttir, Elísabet Björnsdóttir, Halldór Björnsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, HALLDORS MAGNÚSSONAR, Brekkustíg 4 a, fyrrv. bóndi Vindheimum, ÖKusi, Sesselja Einarsdóttir, Jónína Halldórsdóttir, Hannes Ingibergsson, Guörún Halldórsdóttir, Roger Dawson, Magnea Halldórsdóttir, Grímur Lórusson, Hafsteinn Halldórsson, Helga Frióriksdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.