Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 1

Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 1
48 SIÐUR 274. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hættir Times að koma út? Ilerinn grípur í taumana. — íranski herinn greip í dag í taumana í verkfalli starfsmanna olíuhreinsunarstöðvar í Thereran og hóf dreifingu óíuvarnings, sem mikill skortur var á. Hér sést íranskur skriðdreki. grár fyrir járnum. á götu í Teheran. Mikill jarðskjálfti í Mexikó í gærkvöldi Mexíkóborg. 29. nóv. AP. Reuter. London. 29. nóv. Reuter ALLT bendir til þess. að fimmtudagstölublað Lundúnablaðs- ins Times verði hið síðasta. a.m.k. um skeið, þar sem útgefendur blaðsins hafa ákveðið að hætta útgáfu þess og allra systurblaða þess verði ekki náð sáttum í langri deilu blaðanna við prentarana sem Engar brey ting- ar á stjórn Kína Peking. 29. nóv. AP, Reuter. KÍNVERSKI aðstoðarforsætisráð- herrann Teng Hsiao-Ping sagði í dag að engar breytingar yrðu gerðar á stjórn landsins á næstunni þrátt fyrir að ýmsir ráðamcnn í landinu hafi sætt gagnrýni á veggspjöldum þeim sem komið hefur verið fyrir í Peking undan- farna daga. Teng átti í dag fund með Takeiri, leiðtoga japönsku stjórnarandstöð- unnar, og sagði Japaninn eftir fund þeirra, að Teng hefði tjáð sér að nú stæði yfir í Peking fundur æðstu manna í Kína, en engra mannabreyt- inga í stjórninni væri að vænta. hjá þeim vinna. Mjög mikið hefur verið um vinnustöðvanir og aðrar vinnslutruflanir hjá blöðunum á þessu ári vegna fyrirætlana blað- anna um að taka í notkun nýjar prentaðferðir, sem ógna að ein- hverju leyti atvinnuöryggi prentara. Prentarafélagið hefur neitað að hefja neinar viðræður á meðan lokun blaðanna er hótað, en útgefandinn, Thompson lávarður, tilkynnti í apríl sl. að ef samningar næðust ekki myndu blöðin hætta að koma út 1. desember. Times í London hefur komið út í 193 ár og systurblað þess, Sunday Times, hefur notið mikillar virðingar fyrir rannsóknarskrif sín. Sérrit Times um bókmenntir og menntamál hafa einnig þótt gagnmerk. Blaðamenn við Times hafa tekið á leigu hótel við Piccadillystræti í London og ætla sér að eyða þar kvöldinu á morgun í stað þess að vinna á blaði sínu eins og þeir hefðu gert hefði útgáfu þess ekki verð hætt. Blaðamenn hafa látið í ljós þá von að útgáfustöðvunin verði ekki langvinn. MIKILL jarðskjálfti varð í kvöld í Mexíkó, sem olli miklum skemmd- um í Mexíkóborg og víðar í landinu. Að því er Rauði krossinn í Mexíkó hefur skýrt frá eyðilögðust margar byggingar í höfuðborginni, en cngar fréttir hafa borizt um manntjón. Jarðskjálftakippirnir voru tveir. og mældist sá kraft- meiri þeirra 7,9 stig á Richter- kvarða en hann fannst í 70 sekúndur. Skjálftinn mældist á jarðskjálftamælum í Kaliforníu og Coloradó og er uppruni hans talinn í um 500 kflómetra fjarlægð frá Mexíkóborg. Neðanjarðarlestakerfið í borginni stöðvaðist um skeið, þegar jarð- skjálftans varð vart, en ekki urðu rafmagnstruflanir né truflanir á annarri mikilvægri þjónustu. Fólk í borginni varð skelfingu lostið þegar skjálftans varð vart og þusti margt fólk út á götur í hugaræsingi. Portiígalir fá herflugvél- ar frá Bandaríkjunum Nýjar tillögur Egypta: Skammt að bíða samninga? Kaíró, WashinRton. 29. nóv. AP, Reuter. Lissabon, 29. nóv. Reuter, AP. LUNS, framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins, sagði i dag í Lissabon, að aðildarríki bandalagsins yrðu að efla mjög stuðning sinn við þau riki banda- lagsins, sem væru efna- hagslega verst á vegi stödd. Nefndi hann í því sambandi sérstaklega Portúgal, Tyrkland og Grikkland. F’ramkvæmdastjórinn upplýsti, að Bandaríkin hefðu í samvinnu við önnur NATO-ríki ákveðið að senda Portúgölum 20 nýtízku herþotur af gerðinni F—5 og myndu NATO-þjóðir væntan- lega einnig selja freigátur til Portúgals. Portúgalska fréttastof- an Anop sagði í dag, að sala herþotnanna til landsins stæði í sambandi við samkomulag Banda- ríkjanna og Portúgals um áfram- haldandi starfsemi bandarískrar flugstöðvar í Azor-eyjum. FORSÆTISRÁÐIIERRA Egyptæ lands. Mustafa Khalil, hélt í kvöld áleiðis til Washington til að skýra Bandaríkjaforseta frá viðbrögðum stjórnar sinnar við nýjustu mála- miðlunartillögum Bandaríkja- manna. Er talið að Egyptar geti fallizt á tillögurnar í aðalatriðum og slaki þar með að nokkru á kröfum sínum um hvenær halda skuli kosningar um heimastjórn Palestínumanna. Háttsettir embættismenn í egypzka utanríkis- ráðuneytinu sögðu fréttamönnum í dag. að fallizt Israclsmenn á hinar nýju tillögur Egypta gæti samizt um frið innan fárra vikna. Sendiherrar Israels og Egypta- lands í Noregi hittust í dag á ráðstefnu í Tönsberg og létu þeir báðir í ljós þá skoðun að skammt væri að bíða þess, að friðarsamning- ar tækjust. Á ráðstefnu í New York létu sendiherrar ríkjanna í Banda- ríkjunum í ljós sömu skoðun í dag. Haft var eftir orkumálaráðherra ísraels í dag að ef friðarsamningar nást milli ríkjanna og Egyptum verði skilað olíulindunum í Sínaí megi búast við því að Israelsmenn kaupi um 1,5 milljón tonn af olíu árlega af Egyptum næstu árin. Verð þessarar olíu myndi væntanlega miðast við heimsmarkaðsverð. Um 17% olíunotkunar ísraelsmanna er nú fullnægt með olíu af umræddu svæði. Nýr utanrík- isráðherra í Frakklandi París. 29. nóv. Reuter. AP. JEAN Francois-Poncet. náinn sam- starfsmaður Frakklandsforseta, var í dag skipaður í embætti utanríkisráðherra landsins. Francois-Poncet er 49 ára og tekur við af Louis de Guiringaud, sem lætur af embætti að eigin ósk. Hann var áður skrifstofustjóri Giscard d’Estaing forseta í Elysee-höll og hefur verið í för með forsetanum í öllum heimsóknum hans til erlendra og einnig vejið sérlegur sendimaður hans við önnur tækifæri. ,,Jim Jones var kynóð- ur harðst jóri segir í bók fyrrverandi félaga í trúarhópnum, sem fyrirfór sér Georgetown. Guyana og Dover, Delaware, 29. nóv. AP. SJÖ aldraðir félagar í trúar- hópi Jim Jones, sem komust lífs af í sjálfsmorða- og manndrápahrinu þeirri. er skyldi eftir rúmlega 900 látna í Guyana í fyrri viku. fengu að halda heim á leið til Banda- ríkjanna í dag. Ekkert er vitað um hvenær hinir 72 félagarnir í hópnum fá að fara burt. en yfirvöld í Guyana rannsaka nú látin en þau hafa slegið óhug á fólk um allan heim. Tveir þeirra sem af komust sitja í haldi sakaðir um morð. Lík þeirra sem létust hafa nú verið flutt á herflugvöll einn í Delware-ríki, en yfirvöld þar hafa fengið það dapurlega hlutverk að reyna að bera kennsl á líkin og búa þau til greftrunar. Delaware-ríki seg- ist ekki hafa aðstöðu til að láta kryfja allt þetta fólk, en eitthvað af fólkinu mun hafa haft gildar líftryggingar, en eftirkomendur þeirra njóta þeirra þó ekki hafi fólkið stytt sér aldur. Á hinn bóginn getur tryggingarfjárhæðin tvöfald- ast hafi fólkið verið myrt og eiga því eftirkomendur mikilla hagsmuna að gæta, en úrskurð- ur um þetta atriði fæst ekki án krufningar. Komið hefur fram á sjónar- sviðið í Kaliforntu 39 ára gömul kona sem var í trúflokki Heilu fjölskyldurnar létu lífið í hinum óhugnanlegu atburðum í Guyana í S-Ameríku í fyrri viku. Hér má sjá nokkur líkanna, m.a. lítið barnslik milli foreldranna lengst til vinstri. Jim Jones með manni sínum og fimm börnum þeirra á árunum 1970—75. Hún hefur skrifað bók um Jones og hópinn og lýsir þar leiðtoganum sem kynóðum harðstjóra, er lagt hafi hendur á menn og mál- leysingja. Geðlæknir við háskóla í New Jersey, Hardat Sukhedo, sem kynnst hafði Jones, sagði í dag að Jones hafi litið á trúarhóp- inn sem hluta af sjálfum sér og þegar hann hafi viljað fremja sjálfsmorð hafi hann talið hópnum öllum skylt að gera það líka. Geðlæknirinn segir að Jones hafi verið hættur að boða trúarbrögð og snúið sér að boðun kommúnistískra fræða og hafi hann smám saman verið að missa tökin á hópnum, sem hann hafði safnað í kringum sig. „Honum fannst veldi sínu mjög ógnað, þegar nokkur í hópnum hugðist yfirgefa hann,“ sagði Sukhedo.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.