Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 5 Nýtt þ jódleik- j húsráð skipað Menntamálaráðuneytið hefur ' skipað í nýtt Þjóðleikhúsráð I ráðinu eiga sæti: Margrét Guðmundsdóttir leikkona, sam- kvæmt tilnefningu Félags íslenskra leikara. Gylfi Þ. Gíslason prófessor, samkvæmt tilnefningu þingflokks Alþýðuflokksins. Haraldur Ólafsson lektor, sam- kvæmt tilnefningu þingflokks Framsóknarflokksins. Þuríður Pálsdóttir söngkona, samkvæmt tilnefningu þingflokks Sj álfstæðisf lokksins. Þórhallur Sigurðsson leikari, samkvæmt tilnefningu þingflokks Alþýðubandalagsins, og hefur hann jafnframt verið skipaður formaður Þjóðleikhúsráðs. Sölufrestur lengdur um helgar Akveðið hefur verið að Mjólkursamsalan fái að dagsetja mjólkurumbúðir sínar 5 daga fram í tímann um helgar með þeim skiiyrðum að hún ábyrgist vörugæðin. A fundi með fréttamönnum sagði Guðlaugur Björgvinsson framkvæmdastjóri Mjólkursam- sölunnar að vegna breyttra þjóð- félagshátta, s.s. 5 daga vinnuviku og bættum tækjakosti til geymslu og kælingar mjólkur, hefði M.S. óskað eftir að reglugerðin frá 1973 um dagsetningu mjólkur yrði endurskoðuð. Það verk er nú hafið og er gert ráð fyrir að ný reglugerð verði samin fyrir 1. apríl 1979. í núgildandi reglugerð er heimilt að dagsetja mjólkina 3 daga fram í timann. Hannes Gissurarson formaður Týs Hannes Hólmsteinn Gissurar- son var endurkjörinn formaður Týs, félags ungra sjálfstæðis- manna í Kópavogi, á aðalfundi féiagsins, sem haldinn var 25. nóvember sl. Aðrir í stjórn voru kjörnir Arsæll Hauksson verka- maður, Björg Jakobsdóttir flug- freyja, Margrét Pálsdóttir verzlunarskólanemi og Valgarður Guðjónsson menntaskólanemi. í skýrslu formanns kom fram, að starf félagsins hefði verið mikið á síðasta ári, gefin út nokkur blöð, spjaldskrá félagsins lagfærð, unnið að kosningunum og haldið baráttuþing með ungum sjálf- stæðismönnum frá öðrum stöðum á Reykjanesi. Einnig köm fram, að félagatalan hefði þrefaldazt á síðasta starfsári, og væru félagar í Tý nú um þrjú hundruð. Samþykkt var stjórnmálayfirlýsing. Laugavegi 20. Simi um skiptiborð 28155 ★ Mesta buxnaúrval landsins á einum staö. Síddir viö allra hæfi og buxurnar styttar á staönum meöan beöiö er ★ Mikið úrval af sportfatnaáj^jL Jf* - blússur am0WL mk bdr • skyrtur ★ Barnabuxur m/axlaböndum w í tilefni dagsins gefum viö AJ|A/ afslátt af öllum ^U /o mmo vörum í dag Veriö velkomin i Laugavegi 20. Simi um skiptiborð 28155.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.