Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978 Sinfóníutónleikar: Brezkur einleikari og Beethoven ræður ríkjum BEETHOVEN mun ráða ríkj- um á tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar í Háskóiabíói ann- að kvöld, sem hefjast að vanda kl. 20.30. Þar verða fluttar Sinfónía nr. 2 og nr. 3 — Eroika en einnig pfanókonsert nr. 2. Stjórnandi á þessum tónleikum er franski hljóm- sveitarstjórinn Jean-Pierre Jacquillat. sem hér hefur áður stjórnað við frábærar undir- tektir, og einleikari er enski píanóleikarinn Denis Matt- hews. Matthews hefur um áratuga skeið verið talinn í röð fremstu píanóleikara Bretlands en er auk þess frægur fyrirlesari og hefur skrifað mikið um tónlist, m.a. sjálfsævisögu sína — In pursuit of Music. Hann er fæddur 1919 í Cov- entry og byrjaði snemma að nema músík, og segir sagan að hann hafi tekið þá ákvörðun að helga tónlistinni krafta sína þegar hann heyrði 5. sínfóníu Beethoven í fyrsta sinn. í síðari heimsstyrjöldinni gekk hann í brezka flugherinn en lagði ekki tónlistina á hilluna heldur lék á hundruð tónleika fyrir herinn og ferðaðist síðan strax eftir stríðið sem einleikari með hljómsveit flughersins brezka um öll Bandaríkin. Þetta Grænlands- og Islandskort frd .. 1756 er meðal þess, sem finna md i Xiij , »*i Damms fombókaverzluninni í Ósló. AtyktUII FlSKlþmgS UIIl Stj01*111111 flSKVeiða: 18.500 krónur norskar eða um sem svarar til rúmlega 1,1 milljónar fslenzkra króna. Þetta eintak var prentað í Skálholti 1688. Grænlands-saga Arngríms Jóns- sonar er verðlögð fyrir sama fé og sömuleiðis er eintak Damms prentað í Skálholti 1688. Ólafs saga Tryggvasonar er verðlögð á 9.500 krónur norskar, prentuð í Skálholti 1689. Af verkum, sem prentuð eru í Hrappsey og eru á boðstólum hjá Damms má nefna Lög Kristjáns konungs fimmta, sem kostar 4.200 krónur norskar eða um 260 þúsund krónur og Konungs Skuggsjá, prentuð í Hrappsey 1768, sem er aðeins ódýrari. Sérstakur kafli er í nýjasta bæklingi Damms verzlunarinnar, sem nefnist „Edda og saga“ og eru þar taldir um 112 titlar, sem allir eru meira eða minna tengdir íslandi. Undir ýmsum flokkum öðrum eru ferðasögur og lýsingar frá íslandi, sem of langt mál yrði að telja upp, en sjálfsagt er þar um sjaldgæfa hluti að ræða fyrir safnara og fræðimenn. Hámarksafli þorsks verði 280 þúsund t. á næsta ári Samningum um veiðiheimíldir annarra þ jóða verði sagt upp A FISKIÞINGI, sem iauk á mánudag. var gerð ályktun um stjórnun fiskveiða og segir þar, að á næsta ári skuli hámarksafli þorsks takmarkast við 280 þús- und tonn. Á þessu ári er útlit fyrir að aflinn fari nokkuð yfir 320 þúsund tonn, en fiskifræðing- ar höfðu lagt til að hámarks- þorskaflinn yrði 270 þúsund tonn. í ályktun þjngsins segir að á tímabilinu frá 10. maí til 30. september megi þorskur í hverjum þremur veiðferðum togskipa eigi nema meiru en einum þriðja hluta aflans. Ef um frávik frá þessari reglu verði að ræða megi þorskafli þó ekki verða hærra hlutfall fyrir tímabilið í heild. Með þessari stjórnun á veiðunum er talið að þorskafli myndi minnka um 50 þúsund tonn, en hins vegar yrði þægilegra fyrir togskipin að snúa séf að öðrum veiðum á þessu tímabili og þá einkum að grálúðu, karfa og ufsa. Gert er ráð fyrir í ályktun þingsins að veiðitakmarkanir á þorski verði með sama hætti um páska eins og var á síðasta ári. Að öðru leyti verði ekki um frekari takmarkanir á þorskveiðum að ræða, nema vegna lokunar á svæðum til verndunar smáfiski. í ályktuninni segir svo um samninga við erlendar þjóðir: „Þingið telur að nú þegar eigi að segja upp öllum samningum um veiðiheimildir annarra þjóða í fiskveiðilandhelginni. Ennfremur ályktar þingið að nota beri heimild laga um 200 sjómílur milli Jan Mayen og íslands og að fyllstu hagsmuna íslands sé gætt á Rockall-hafsvæðinu." Með uppsögn samninga á veiði- heimildum annarra þjóða vakti fyrst og fremst fyrir fulltrúum á Fiskiþingi að endurskoða þessa samninga með ástand og stærð fiskstofna í huga og þá einkum loðnu og þorsks. í sambandi við aflatakmarkanir á næsta ári var mikið rætt um kvótakerfi á togveiðunum. Var mikið rætt um þann hátt á stjórnun veiðanna, en þeirri leið var hafnað á þinginu að þessu sinni a.m.k. Jóhannes Nordal: Olía til húshitunar verður úr sögunni hérlendis árið 1985 „SPÁÐ ER,“ sagði Jóhannes Nordal á fundi Sambands ísl. rafveitna í gær, „að húshitun með innfluttri olíu verði svo að segja algjörlega úr sögunni um 1985, en raforkuframleiðsla í olíukyntum stöðvum ætti að vera horfin með öllu nokkru fyrr, nema vegna bilana.“ I ræðu sinni sagði Jóhannes einnig, að samkvæmt orkuspá væri gert ráð fyrir, að notkun hins almenna markaðar ásamt þeim orkufreka iðnaði, sem þegar er í landinu mundi nema um 6 TWh árið 2000. Væri þessi notkun borin saman við það raforkumagn, sem fá má úr orkulindum okkar, þá mundu aðeins um 12% af getunni verða nýtt. Það væri því augljóst, að óhemju mikið svigrúm væri fyrir hendi til aukinnar raforku- notkunar umfram það sem raf- orkuspá gerði ráð fyrir. Jóhannes sagði, að sú umfram raforka, sem til ráðstöfunar væri gæti orðið þjóðarbúinu mikilvæg á tvennan hátt. Annars vegar mætti nota hana til iðnvæðingar og hagnýtingar orkulindanna til gjaldeyrisöflunar í formi útfluttr- ar iðnaðarvöru, en ætla mætti að slík framleiðsla yrði eftir því hagkvæmari hér á landi sem samkeppnisaðstaðan batnaði meir vegna hækkandi orkuverðs í heim- inum. Hins vegar væri unnt að nýta hana til að framleiða nýja orkugjafa, sem gætu komið í staðinn fyrir þá orku sem við nú flyttum inn. Þá kvað Jóhannes ekki mega gleyma þeim möguleika, að nota rafmagn beint til að knýja samgöngutæki. Jóhannes sagði, að ef gert væri ráð fyrir, að olíunotkunin, að óbreyttum orkugjöfum, mundi nema um 600 þúsund tonnum um næstu aldamót, sem er svipað og er flutt inn nú, mundi þurfa 9 TWh af raforku, ef vetni kæmi í stað olíunnar, en um 5 TWh ef rafmagn kæmi beint í hennar stað. Væri gert ráð fyrir að 7 TWh nægðu til að Islendingar yrðu óháðir inn- flutningi olíu til eldsneytis árið 2000 og að ekki kæmu til aðrar viðbætur við raforkuspá orkuspár- nefndar, yrði orkuþörfin um það bil 13 TWh á ári um aldamót. Þá væri enn töluvert ónýtt af hag- kvæmasta hluta vatnsaflsins og nærri því þrír fjórðu hlutar heildarorkumagnsins ónotaðir. Jólamerki Fram- tíðarinnar KVENFÉLAGIÐ Fram- tíðin á Akureyri hefur gefið út jólamerki, sem að þessu sinni er teiknað af Jakobi Hafstein. Það er til sölu hjá Frímerkjamið- stöðinni í Reykjavík og Póststofunni á Akureyri. Allur ágóði af sölu! merkjanna rennur í elli- heimilissjóð félagsins. Landnáma og Græn- landssaga á 1,1 milljón krónur hvort rit MEÐAL þess sem er að finna í Damms fornbókaverziuninni í Ósló er mikið af ritum og einnig kortum tengdum fslandi. Þar má t.d. finna Landnámu, sem verðlögð er á Af kortum, sem Damms hefur á boðstólum, má nefna Islands- og Grænlandskort, sem unnið var í Amsterdam 1756 og kostar tæp- lega 6 þúsund krónur norskar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.