Morgunblaðið - 30.11.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
13
Sýning Magnúsar
r r
A. Arnasonar
Blaður-
bókmenntir
Þaö er engin speki og því síður
miklar fréttir, að aldur færist
mjög misjafnt yfir fólk. Fáir halda
lífsþreki óskertu, þar til yfir
áttrætt. En undantekningar eru
ætíð til staðar, og það kerr.ur fyrir,
að sumir verða hvað fílefldastir,
þegar árin færast yfir þá. Þannig
virðist það vera með MAGNUS Á.
ÁRNASON. Hann er nú að nálgast
áttugasta og fjórða árið og lætur
sig ekki muna um að efna til
sýningar í FÍM-salnum, sem
rúmar meir en nokkurn grunaði.
Bókmenntir
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Það eru ekki minna en áttatíu og
fimm verk á þessari sýningu
Magnúsar, og ég held einu betur,
því að sonardóttir hans VALDÍS
VÍFILSDÓTTIR fær að sýna sína
fyrstu olíumynd með afa: Uppstill-
ingu, sem stendur í gluggakistu.
Magnús hefur lagt gjörva hönd á
margt um ævina, og hér fáum við
að sjá höggmyndir, teikningar og
olíumálverk. Þar að auki hefur
hann átt við tónsmíðar og skriftir.
Því væri réttast að nefna hann
listamann, en ekki aðeins málara
eða myndhöggvara. Það virðist
hafa verið einstæður kraftur í
þeim Narfakotssystkinum, og eftir
því sem ég best veit, er einn
afkomandi þeirra skipstjóri á einu
stæsta skipi heims. Magnús Á.
Árnason er eitt þessara merku
systkina.
Það kennir ýmissa grasa á
þessari sýningu Magnúsar. Þar eru
margar fyrirmyndir úr landslagi
íslands, og eru þær allar mjög
líkar því, sem áður hefur sést eftir
Magnús. Mikið er af teikningum,
sem flestar eru gerðar erlendis,
skógur og annar gróður, gömul
klaustur. Margar af þessum
teikningum munu gerðar, er
Magnús dvaldi í Englandi eitt
sumar og hafði ekki liti við
hendina, en tók sér þá penna og
blýant í hönd. Skúlptúrinn á
þessari sýningu er eiginlega til-
einkaður skáldum. Þarna eru þeir
báðir hinir látnu heiðursmenn,
Steinn Steinarr og Þorsteinn
Valdimarsson, og svo torso, sem
gæti táknað skáldgyðjuna. Nýj-
ustu myndir Magnúsar skera sig
nokkuð úr, hvað litameðferð snert-
ir, og raunar formið einnig. Það er
eins og hafi lifnaö yfir litum
Magnúsar á seinustu árum og ég
er ekki frá því, að þar takist
honum best upp, þegar öllu er á
botninn hvolft. Olíumálverkin
„Hvíld“ og „Fótaferð" held ég, að
sanni þessi orð mín.
Ég hef áður vakið máls á því, að
mér finnst þessi staður, sem FIM
hefur komið sér upp, aldeilis
ágætur til síns brúks. Það þarf að
vísu að gera honum lítið eitt til
góða, svo að hann verði bæði
notalegri og betri til sýninga.
Magnús gaf hér út á árunum Ljóð
íslenskra listamanna, og var það
gert til að fá fé til að byggja
sýningarskála. Enn er þessi bók til
sölu á sýningu Magnúsar, og enn á
afgangurinn að renna til húsnæðis
myndlistarmanna. Það er því
gullið tækifæri til að styðja við
bakið á eilíflega blönkum lista-
mönnum, með því að gera góð
kaup á ljóðum þeirra, enda mun
þessi bók vera á þrotum og verðið
er ekkert í ætt við verðbólguna,
sem allir eru að berjast við, en sú
barátta minnir oft á tíðum á
frægan riddara spánskan, sem
ekki mátti sjá vindmyllu.
Ég óa mér við að kalla Magnús
Á. Árnason öldung. Svo frár er
hann á fæti og vinnuglaður, en
hann hefur ekki góða heyrn, og er
það ef til vill það einasta, er gefur
manni til kynna, að hér er ekki
fertugur á ferð. Ég óska Magnúsi
til hamingju með þessa sýningu og
vona, að hann haldi sinni frábæru
líkamsorku og megi vel lifa á
komandi árum.
Ólafur Jónsson á Oddhóli>
ÁFRAM MEÐ SMÉRIÐ, PILTAR
Dagur Þorleifsson skróði
198 bls. Rvk. '78 -
Örn og Örlygur hf,
Framan á kápu þessarar bókar
stendur m.a. þetta: „Þú hlærð þig
máttlausan við lesturinn og á
stundum getur þú ekki lesið fyrir
hláturrokunum." Nú kann það að
vera á ég sé alveg sérstakt tilfelli,
en satt að segja háðu hláturrokur
mér lítt við lestur þessa ritverks.
Það er sennilega mjög dapurlegt,
því vissulega virðist lítið hægt að
gera við þessa bók, annað en að
hlægja að henni, en svona var
þetta nú samt.
Þessi bók er annað bindi ævi-
minninga Ólafs á Oddhóli, en hið
fyrsta „Ég vil nú hafa mínar konur
sjálfur" kom út fyrir jólin 1976 og
varð metsölubók. Þótti fólki þó
mikið til koma hve hispurslaust
Ólafur greindi frá aðskiljanlegum
Ólafur Jónsson.
uppáferðum sínum. Hefur mér og
skilist að slíkar frásagnir hafi
verið meginuppistaða bókarinnar.
I þessari nýju bók hafa uppáferðir
hins vegar orðið að víkja að
nokkru fyrir almennara karla-
grobbi.
Á bókarkápu hins nýja ritverks
segir að það sé „mörgum sinnum
skemmtilegra" en fyrra bindið,
„því nú sleppir hann alveg fram af
sér beislinu í kyngimögnuðu
hispursleysi...“ Mér er ekki alveg
ljóst í hverju „kyngimagnað hisp-
Bókmenntlr
eftir
SVEINBJÖRN
L BALDVINSSON
ursleysi" Ólafs er fólgið, en
sennilega mun þar vera átt við
setningar á borð við þessa: „Ég tók
hana þrisvar um nóttina, þarna á
rimlunum, og ekkert undir nema
teppi.“ Sumum finr'st þetta sjálf-
sagt voða dónalegt, en það eina
sem mér finnst athyglisvert við
svona setningar er það að af henni
og öðrum álíka virðist mér vera
hægt að greina hina forvitnilegu
afstöðu Ólafs til kvenna og kynlífs.
I augum hans virðist kynlíf vera
ein grein afreksíþrótta og konur
íþróttaáhöld.
Er Ólafur sjálfur mikill íþrótta-
maður, eins og marka má af
eftirfarandi lýsingu á næturævin-
týri í Kaupinhafn:
„Ég tók hana sex sinnum yfir
nóttina, sem er.varla mjög slæm
frammistaða af tæplega sextugum
manni."
Með slíkum lýsingum vill Ólafur
bóndi, að því er mér virðist, sýna
sér og öðrum fram á það, hvað
hann hafi lifað dæmalaust
skemmtilegu lífi og viðburðaríku.
Það er svo sem gott og blessað og
sauðmeinlaust, en ekki get ég sagt
að ég hrífist mikið af svona
blaðurbókmenntum, en þeim sem
kann að finnast þær tilvitnanir í
bókina sem hér er að finna,
krassandi eða. spennandi ættu að
kaupa þessa bók strax, því hver
veit nema hægt sé að lesa þetta sér
til ánægju sem klám.
Um efni bókarinnar að öðru
leyti er lítið að segja. Þar er
einkum um að ræða snakk Ólafs
bónda um eigið ágæti á hinum
ólikustu sviðum, m.a. allmargar
frásagnir af ýmsum voða sniðug-
um hrekkjum hans og prettum.
Að loknum lestri þessarar bókar
hef ég komist að þessum niður-
stöðum: Mér finnst Ólafur bóndi á
Oddhóli ekki merkilegur maður og
„Áfram með smérið, piltar" ekki
merkileg bók. Það sem er merki-
legt er sá fróðleikur sem útgáfa
hennar veitir um andlegt ástand
hinnar „bókelsku" íslensku þjóðar.
Að lokum vil ég óska Ólafi
bónda til hamingju með hina
yfirnáttúrulegu kynorku sína og
Degi Þorleifssyni með ritlaunin.
Ási í Bæ>
SKÁLDAÐí SKÖRÐIN
200 bls. Iðunn, Rvík. ‘78.
Þessi bók Ása í Bæ hefur að
geyma marga stutta frásagna-
þætti um forfeður hans og ýmis-
legt fólk sem hann hefur kynnst á
lífsleiðinni. Hinn kímnilegi og
óuppskrúfaði stíll hans nýtur sín
einkar vel í þessum þáttum sem
eru skemmtilegir aflestrar, sumir
bráðfyndnir, en aðrir alvarlegri.
Ási í Bæ.
„Skáldað í skörðin" er hvorki
brandarabók, né heldur er þar að
finna hádramatískar lofræður um
liðna tíð og horfna snillinga.
Þessi bók er skilgetið afkvæmi
íslenskrar sagnahefðar, þar sem
sögumaður segir frá ýmsum at-
burðum og einstaklingum og bætir
nokkru við frá eigin brjósti, til að
undirstrika ákveðna þætti frá-
sagnarinnar. Þetta gerir Ási í Bæ,
enda gefur nafn bókarinnar það til
kynna að hann sé ekki fást við
skýrslugerð.. Formið á bókinni er
kannski einna næst því að vera af
því tagi sem viðhaft er í svokölluð-
um essay-rómönum, en þeirrar
Skrifar
bókmennta-
gagnrjjni í
Morgunblaðið
Sveinbjörn I. Baldvinsson
mun skrifa um bókmenntir í
Morgunblaðið nú í vetur. Hann
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum við Tjörnina vorið
1977 og er nú við nám í
almennri þókmenntafræði við
Háskóla íslands. Árið 1976
sendi Sveinbjörn frá sér ljóða-
bókina „í skugga mannsins“ og
nú fyrir skömmu kom út hjá
Almenna bókafélaginu hljóm-
plata með lögum og ljóðum
eftir hann. ber hún nafnið
„Stjörnur í skónum“. Svein-
björn hefur starfað sem blaða-
maður við Morgunblaðið tvö
sumur.
Bókmenntlr
eftir
SVEINBJÖRN
I. BALDVINSSON
gerðar er m.a. endurminningatrí-
lógía Halldórs Laxness.
Einn þeirra þátta sem mér þóttu
hvað athyglisverðastir var stuttur
kafli sem fjallar um kynni Ása af
Steini Steinarr, þar sem lýst er
þeim mun sem var á háttalagi
skáldsins þegar hann var í fjöl-
menni og þegar menn ræddu við
hann einslega og þá kannski „yfir
pela af kóníökkum" eins og Ási í
Bæ. Það hefur mikið verið skrifað
um Stein og til er aragrúi
blaðaviðtala við hann, en mig
grunar að í frásögn Ása af eintali
þeirra Steins yfir koníakinu í
Hljómskálagarðinum, felist sann-
ari lýsing á þessum skáldjöfri en
víða í fyrrgreindum ritsmíðum.
Það sem Ási í Bæ fjallar um i
þessari bók er í raun mannlegt líf í
öllum þess ólíku myndum, en það
sem einkennir frásögn hans er
hinn mikli skilningur á þeim
sam-mannlegu þáttum sem er að
finna í allri mannlegri tilveru.
Þetta kemur m.a. til af því að
Ási er sjálfur til staðar í flestum
frásagnanna og þær því byggðar á
reynslu hans sjálfs. Hann setur sig
ekki í stellingar ofurmerkilegs
rithöfundar sem ætlar að gera
skáldlega úttekt á mannlegu lífi
yfirleitt, né heldur bregður hann
sér í gervi sagnfræðings og þýlur
staðreyndir í sögulegu samhengi.
Hann skrifar bara um eitt og
annað sem hann hefur sjálfur
upplifað eða heyrt um, án þess að
þykjast vera að gera eitthvað
annað. Þetta ferst honum það vel
úr hendi að maður les bókina sér
til ánægju; og hvers er hægt að
' krefjast frekar?
„Yfirpelaaf
koníökkum”