Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
Hálfdán Hannibals-
son Hnausum — 75 ára
75 ára er í dag Hálfdán Hanni-
balsson, Hnausum. — Hann er
fæddur á Flateyri í Önundarfirði,
30.11.-1903 og voru foreldrar
Hannibal Hálfdánarson og kona
hans, Guðrún Sveinsdóttir. Hálf-
dán er elstur systkinanna, sem
ólust upp hjá foreldrunum að
Kotum í Önundarfirði. Hálfdán
stundaði jafnt búskap sem sjósókn
og var á skútum, bátum og síðar á
togurum og kynntist flestum
störfum til sjós og lands. Hálfdán
kvæntist 24.11 1939 Salóme
Björnsdóttur, Húnvetningi, og
hafa þau búið að Hnausum í
Breiðuvík á Snæfellsnesi í liðug 30
ár. Á meðfylgjandi mynd eru þau
Hálfdán og Salóme. Kjörsonur
þeirra, Hafþór, lézt í slysi 1962.
Áður en Hálfdán ílentist á Hnaus-
um fyrir liðugum 30 árum, hafði
hann verið bóndi og ráðsmaður í
Reykjakoti í Ölfusi. Hálfdán og
kona hans hafa að mestu sinnt
garðrækt undanfarin ár, enda
garðrækt mikið áhugamál þeirra
beggja og veit ég, að Salóme sótti
námskeið í garðrækt í Noregi fyrir
stríð.
— Þar sem ég er rétt hálfdrætt-
ingur á við Hálfdán í árafjölda, er
hér stiklað á stóru. Sem unglingur
vann ég hluta sumars við vikur-
nám undir Snæfellsjökli og þar
kynntist ég Hálfdáni fyrst, krafti
hans, andlegum sem líkamlegum
og kappsemi til allrar vinnu. Áður
hafði ég heyrt sögur af hreysti
Iðnaðarráðherra:
Lagður verði grunnur
að landfyrirtæki í raf-
orku strax
Iðnaðarráðuneytið skipaði í
síðasta mánuði nefnd. til að gera
um það tillögur. á hvern hátt sé
vænlegast að hrinda í fram-
kvæmd stofnun landsfyrirta'kis.
er annist meginraforkufram-
leiðslu og raforkuflutning um
landið eftir aðalstofnlinum. að
því er iðnaðarráðherra. Hjörleif-
ur Guttormsson. upplýsti á vetr-
arfundi Samhands íslenskra raf-
veitna í gær.
Ráðherra sagði, að umrætt
fyrirtæki ætti meðal annars að
tryggja sama heildsöluverð á
raforku til notenda í öllum lands-
hlutum. Er fyrrnefndri nefnd
meðal annars ætlað að athuga
lagalegar og samningslegar for-
sendur fyrir stofnun slíks fyrir-
tækis með það í huga að því verði
komið á fót sem fyrst. Kvaðst
ráðherra vænta tillagna nefndar-
innar ekki síðar en í janúar
næstkomandi. Sagðist hann því
vænta þess, að á næsta ári yrði
unnt að leggja grunn að traustu
landsfyrirtæki í raforkuiðnaðin-
um, og kvaðst hann vonast eftir
góðri samvinnu iðnaðarráðu-
neytisins við alla hlutaðeigandi,
óháð því hvaða skoðanir menn
hefðu haft á æskilegu skipulagi
þessara mála hingað til.
Þá sagði ráðherrann, að iðn-
aðarráðune.vtið mundi innan
skamms beita sér fyrir athugun á
æskilegu fyrirkomulagi um skipu-
lag raforkudreifingar. Mikið efni
lægi þar fyrir í formi tillagna og
álitsgjörða, sem hafðar yrðu til
hliðsjónar. Sagði ráðherra að hér
væri um að ræða flóknara og
þýðingarmeira verkefni en sjálfa
meginorkuöflunina. Ekki væri víst
að sama skipan hentaði í öllum
landshlutum, og kvað ráðherra
það sína skoðun að á þessu sviði
þyrftu sveitarfélögin og aðrar
félagseiningar landshlutanna að
hafa nokkurn íhlutunarrétt, en
viss miðstýring og samvinna á
landsmælikvarða kæmu einnig til
greina og gæti verið til bóta. Síðan
sagði ráðherra: „Á þessu stigi er
engin ástæða til þess að gera því
skóna aö Rafmagnsveitur ríkisins
á næsta ári
verði lagðar niður og þykir mér
næsta ólíklegt að til þess komi,
þótt skipan verði í einhverju
breytt.“
Síðar í ræðu sinni ræddi orku-
og iðnaðarráðherra um orkuaf-
hendingu og endurgjald fyrir
notkun. Sagði hann að nú væri
geigvænlegur munur á orkuverði
milli landshluta og héraða, og að
línubilanir og ófullkomið dreifi-
kerfkvíðsf valdið óhagræði og tjóni '
í atvinnurekstri og á heimilum.
Verðmuninn sagði ráðherra
f.vrst og fremst bitna á þeim er
skipta við Rafmagnsveitur ríkisins
og Orkubú Vestfjarða, og þyrftu
íbúar viðkomandi svæða að greiða
80 til 90% hærra verð fyrifthverja
orkueiningu en aðrir landsmenn.
Við þetta bættist svo það, að
margir þessara sömu hefðu ekki
aðgang að jarðvarma til húsahit-
unar, og greiðddu því 220 til 250%-
hærra verð fyrir upphitun íbúða
sinna, til dæmis Austfirðingar.
Sagði ráðherrann að hér væri
um óviðunandi mismun að ræða,
og bæri samfélaginu að bregðast
við því á réttan hátt, og hefði
ríkisstjórnin gefið fyrirheit um að
jafna hér um eftir föngum. Þá
kvaðst hann telja, að Raftnagns-
veitum ríkisins hefði of lengi verið
ætlað að fjármagna úr eigin
rekstri og með óhagstæðum lánum
félagslegar og óarðbærar fram-
kvæmdir í dreifðum byggðum.
Þarna yrði að snúa við blaði og
ríkið að leggja fyrirtækinu til
fjárframlög ðea jafngildi þeirra
rp/ð yfirtöku lána, eins og raunar
hefðu verið gert við stofnun
Orkubús Vestfjarða. Með þvi ætti
að mega draga nokkuð úr því
misrétti er nú viðgengist, en
einnig kæmu til greina einhverjar
breytingar á verðjöfnunargjaldi.
Sama heildsöluverð út frá aðal-
stofnlínum í hverjum landshluta
gæti orðið spor í áttina til
verðjöfnunar, auk þess sem það
myndi létta á orkuöflunarþættin-
um hjá Rafmagnsveitunum. Það
mundi þó ekki duga til fulls, og því
þyrfti nú þegar að grípa til
annarra ráða í þessu skyni.
Hálfdánar; hvernig hann hvarf
fyrir borð í ákafanum við lestun
vikurbátanna; hvernig hann gekk
kvölds og morgna frá Hnausum
upp í námurnar undir jökulrótun-
um, um l‘/2 tíma gang hvora leið,
og sinnti svo bústörfunum fram á
nótt. Oft hitti ég Hálfdán fyrir
utan ígripavinnu hans við vikur-
námið, en kynning okkar tók nýja
stefnu, er Hálfdán ákvað að hætta
búskap í þeim mæli, sem hann
hafði áður stundað, og bauð mér
Hnausa til kaups árið 1964 og
hefur Hálfdán, sem ábúandi,
stundað garðyrkju síðan ásamt
konu sinni. Ég hefi því átt því láni
að fagna ásamt fjölskyldu minni
og samstarfsmönnum að kynnast
Hálfdáni og konu hans náið. Ég
minnist þess, þegar ég fyrir
nokkrum árum var að reyna að
toga upp úr Hálfdáni afmælisdag
hans, að hann hætti að þrjóskast
við og sagðist eiga afmæli á sama
degi og Churchill. Síðan man ég
alltaf afmælisdaginn, enda andi
beggja sterkur, svo að viss samlík-
ing hefur myndast í huga mínum.
Stórhugur Hálfdánar er þjóð-
sagnakenndur, „undir Jökli“, og
maðurinn skýr og framsýnn með
spádómsgáfu og koma mér í huga
orð Jóels 3.1.: „En síðar meir mun
ég úthella anda mínum yfir allt
hold; synir yðar og dætur yðar
munu spá, gamalmenni yðar mun
drauma dreyma, ungmenni yðar
munu sjá sjónir". Hálfdán hefur
fundið handleiðslu Drottins á
vegferð sinni og á Hnausum og
ekki hvað sízt eftir að hann
viðurkenndi líkamlegan vanmátt
sinn og ákvað að hætta skepnu-
haldi upp úr 1960. Heilsan kom þá
aftur og undraðist ég sem aðrir
vinnuhörku Hálfdánar við nýbygg-
ingu íbúðarhúss og endurbyggingu
útihúss nú nýlega. Heyrnardeyfð
og svimaköst hafa angrað Hálfdán
undanfarið, en hann lætur það
ekki á sig fá, frekar en annað og
heldur sínu striki; stendur í
vegabótum og landbótum.
Náttúruvernd er meðfætt áhuga-
mál hans sem og konu hans, og
minnist ég framsýni hans, er hann
lét fyrir allmörgum árum setja í
landamerkjabréf kvöð um áð eigi
yrði girt úr landinu 30 m breitt
svæði upp í fjall, þannig að breiður
stígur yrði fyrir vegfarendur og
náttúruskoðendur. Hálfdán hefur
jafnvel einnig verið óspar á að
sýna þeim, sem um biðja, það sem
í Hnausalandi er að sjá og skoða
og munu efalaust margir minnast
Hálfdánar á þessum afmælisdegi
hans í því sambandi. En Hálfdán
vill að rétt sé farið að hlutunum í
þessu sem öðru, og líður engum
óboðnum að fara um sitt land, sem
hann hefur girt aleinn, svo og
unnið alla girðingarstaura úr
rekavið úr Hnausalandi. Hálfdán
hefur sagt mér að hann hafi
jafnan fundið á rekanum allar þær
spýtur, sem hann hefur vanhagað
um hverju sinni. Oft hefi ég
undrast þrautseigju Hálfdánar og
úrræðasemi við að ,ná stórum
staurum upp á hamrana í vetrar-
veðrum og með frumstæðum út-
búnaði áður fyrr og enn dregur
hann staura í hlaðið, þótt minna
reki nú en áður.
— Bókamaður er Hálfdán
mikill og hefur bunífið ma^gar
bækur inn sjálfur. Hans andlega
næring er samt að sjálfsögðu
Biblían og Passíusálmarnir, fyrst
og fremst. Hálfdán fylgist vel með
málum og oft hefur réttsýni hans
verið við brugðið og nýlega, eða
fyrir síðustu kosningar, hafði
hann á orði við mig að nú mundi
hann senda grein í blað og byrjaði
á ritsmíðinni, en ekki varð úr, þar
sem hann fékk aðvörun um að láta
kyrrt liggja. Ég vil því enda
þennan afmælispistil með orðum
Prédikarans, 12:12—14: „Og enn-
fremur sonur minn, þýðstu
viðvaranir. Að taka saman margar
bækur, á því er enginn endir og
mikil bókiðn þreytir líkamann.
Vér skulum hlýða á niðurlagsorðið
í því öllu: óttastu Guð og haltu
hans boðorð, því að það á hver
maður að gjöra. Því að Guð mun
leiða sérhvert verk fyrir dóm, sem
haldinn verður yfir öllu því, sem
hulið er, hvort sem það er gott eða
illt.“
Loftur Jónsson.
Hróp hinna myrtu
vilja ekki hljóðna
ÞINGHÖLLIN í Santiago hefur aldrei verið snyrtilegri. Hið sama
má segja um skrúögaröinn sem hún stendur viö: garöyrkjumenn
eru að nostra við blómin frá morgni til kvölds. En begar sólin
gengur til viðar Þarna er rétt eins og allt líf slokkni með henni.
Allt í einu er eins og maður sé kominn í kirkjugarö.
Skrúðgaröurinn er auður og yfirgefinn og naumast Ijósglæta sóst
í hinni glæstu Þinghöll, hvaö Þá aö Þaöan hljómi raddir
skörulegra ræöumanna.
Það er líka allt útlit fyrir að nokkur biö verði á Því. Augusto
Pinochet, leiðtogi herforingjaklíkunnar sem fer meö völdin í
Chile, lýsti yfir hinn 5. september síðastliðinn að stjórn hans
mundi undir engum kringumstæðum efna til Þingkosninga fyrr
en í fyrsta lagi 1985 — og Þá bara kannski.
Aftur á móti hefur Pinochet boöað nýja Þjóðaratkvæðagreiöslu
núna uppúr áramótum. Þá á Þjóðin aö fá aö leggja blessun sína
yfir spánnýja stjórnarskrá, sem er að talsverðu leyti sniðin eftir
Þeirri sem Mussolini veifaði í kringum sig árin sem hann var
einvaldur á Ítalíu. Engir valkostir verða við Þessa atkvæða-
greiðslu. Kristilegir demókratar, sem nú eru bannaöir, fóru Þess
á leit aö fá að leggja fram drög að stjórnarskrá, og var Það
hugmynd Þeirra að menn gætu í raun og veru kosið á milli
hennar og Pinochet-skrárinnar. En Þeirri málaleitan var aö
sjálfsögöu hafnað.
Það er auösætt að Pinochet er ekkert trúaöur á að kjósendur
veiti honum blessun sína í frjálsum kosningum. Þjóöaratkvæða-
greiöslan svonefnda sem hann efndi
til í janúar síðastliðnum átti aö
sanna fyrir umheiminum aö Þótt
Sameinuðu Þjóðirnar hefðu lýst
vanÞóknun sinni á Þeim stjórnar-
háttum sem hann ástundar, Þá væru
heimamenn hinir ánægðustu.
Til Þess aö „sanna“ Það purfti
hann hinsvegar að beita dálitlum
brellum. í fyrsta lagi var kjósendum
bannaö að sitja heima að viölagðri
refsingu. Og í öðru lagi var Þeim gert
aö svara Því með „já“ eða „nei“
hvort Þeir styddu málstaö Chilel
Þaö var meö öðrum orðum gjör-
samlega ógerlegt að krossa viö
„nei“ án Þess aö lýsa sig samtímis
hálfgerðan föðurlandssvikara.
Og yfirvöld gerðu betur. Viö
hliðina á já-reitnum var svona líka
snotur mynd af Þjóðfána Chile. En
viö hliðina á nei-fletinum var bik-
svartur og skuggalegur ferhyrning-
url
Það er óneitanlega dálítiö kald-
hæðníslegt að svo mjög hefur dregið úr spennunni í Chile í ár, að
ef Pinochet hleypti í sig kjarki og efndi til kosninga sem væru
raunverulega frjálsar, pá mundi hann að líkindum fara með sigur
af hólmi. Jafnvel andstæðingar hans játa aö líklega séu sextíu af
hundraði Chile-búa nú hlynntir stjórninni. Þrátt fyrir ógnarstjórn
síðustu ára er mönnum semsagt ennpá í fersku minni ringulreið
Allende-áranna Þegar Þjóöin rambaði á barmi gjaldprots.
Þar að auki hefur efnahagsstefna herforingjanna borið árangur.
Aðferðirnar hafa sem fyrr verið harkalegar og ómanneskjulegar,
en veröbólgan sem var komin upp í 700% Þegar Þeir hrifsuðu
völdin, féll niður í 30% á síöastliðnu ári og er talin munu lækka
enn í ár.
Einræðisstjórnin í Chile hefur veriö tiltölulega hógvær í
athöfnum sínum síöustu mánuðina, miöað viö aörar stjórnir af
svipuðum toga Þar suöurfrá. Vísast er ekki traðkað meira á
mannréttindum í Chile í svipinn en gengur og gerist á Þessum
slóðum. En ein vofa eltir Pinochet samt hvert sem hann fer og
„ hversu fagurt sem hann.galar, DINA, hin illræmda leyniÞjónusta
Chile, var leyst upp í ágúst leiö, Þó að sumir segi að vargurinn
hafi bara brugðið sér í annaö gervi. En DINA var til skamms tíma
ríki í ríkinu. Og hversu viðbjóðslega sem Þessir böölar höguðu
sér, haföi Pinochet ekkert við Þaö aö athuga.
Hver einn og einasti borgari í Chile sem var grunaöur um að
vilja stjórn hans feiga átti yfir höföi sér að hafna í dýflissum DINA
Þar sem pyndingameistararnir biöu hans. Þegar mest var aö gera
voru fórnarlömbin jafnvel geymd í giröingum eins og
kvikfénaður; líka í einu bráöabirgðafangelsinu í kössum, sem
sí&an yar hlaðið í stafla líkt og í snyrtilegri vöruskemmul
Fyrir utan Þúsundirnar sm komust Þó á fangelsisskrárnar, voru
yfir 2.000 manneskjur myrtar án slíkra formsatriöa, og hafa meira
að segja embættismenn herforíngjastjórnarinnar nú neyöst til að
játa Þaö. Öll veröldin veit að auki um hinar ólýsanlegu pyndingar,
sem iðkaðar voru í fangelsunum, og sem margoft leiddu til
dauöa. Þar gekk eitt yfir konur sem karla, unga sem gamla;
jafnvel börnum sýndu böðlarnir enga mískunn ef svo bar undir.
Nálega allt Þetta fólk var handtekiö af DINA, Þ-e.a.s. opinberri
stofnun sem stjórnvöld báru ábyrgö á. Pinochet vildi feginn geta
Þvegið hendur sínar af Þessum óhæfuverkum. En kvalaóp hinna
myrtu vilja ekki hljóöna.
HNEFA-
RÉTTUR
Pólitískir fangar, sem setiö höföu í hinu illræmda Tres Alamos fangelsi í
Santiago, fagna frelsi.