Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
Námskeið fyrir
áhugaljósmyndara
„Ætlunin að gera námskeiðin að ríkum þætti í
þjónustu fyrirtækisins,” segir Mats Wibe Lund
Illuti þátttakcndanna á námskeiðinu. Ljósm. Mbl. Emilía.
LJÓSMYNDAÞJÓNUSTA Mats
Wibe Lund hefur að undanfiírnu
haldið námskeið fvrir áhugaljós-
myndara. Blaðamenn Mbl. litu
inn á eitt þessara námskeiða sem
var það 3. er haldið var.
..Þessi námskeið hafa verið vel
sótt en við höfum ekki viljað hafa
uf stóra hópa í hvert skipti,“
sanði Mats.
„Þetta er hálfgerð tilraun hjá
okkur núna en við gerum ráð fyrir
að halda áfram með ljósmynda-
námskeið eftir áramótin í nokkuð
breyttu formi. Námskeiðin eru
eftir sænskri fyrirmynd en við
ætlum að reyna að aðlaga þau
íslenskum aðstæðum og gera þau
að ríkum þætti í þjónustu fyrir-
tækisins. Margir eru mjög
óánægðir með þær myndir sem
þeir fá úr framköllun og okkur
langar mjög til að skýra það fyrir
fólki hvers vegna myndirnar eru
ekki góðar. Hundruð þúsunda
mynda sem íslendingar taka fara
beint í ruslakörfuna og nær 3.-4.
hver mynd sem áhugaljósmyndari
tekur er misheppnuð.
í framtíðinni höfum við einnig
áhuga á að koma á fót sérstökum
námskeiðum í samráði við skól-
ana. Margir nemendur eru að
fikta við ljósmyndun en vantar
góða leiðsögn. Góð aðstaða er oft
fyrir hendi í skólunum. Þar má
alltaf finna einhverjar myrkra-
kompur.“
Mats sagði að námskeiðin hefðu
gengið vel en það eina sem hefði
valdið honum vonbrigðum væri
það að fáir hefðu látið sjá sig með
einfaldar myndavélar. Hann sagði
að flestir þeir sem kæmu væru
með myndavélar af flóknari gerð
en námskeiðið væri allt eins við
hæfi þeirra sem ættu einfaldar
myndavélar.
Námskeiðið fer þannig fram að
skoðaðar eru skuggamyndir og
Mats skýrir út hverja mynd fyrir
sig. Fólk tekur með sér vélarnar
sínar og ef til vill einnig myndir
sem það hefur tekið. Velt er
vöngum yfir þessum myndum og
þær eru bæði gagnrýndar er þess
þykir þurfa og borið á þær hrós ef
þær þykja góðar. A framhalds-
námskeiðunum sem haldin munu
síðar fá þátttakendurnir síðan
einhver verkefni til að glíma við.
Við ræddum við nokkra þátttak-
endanna á námskeiðinu og höfðu
þeir allir stundað myndatökur um
einhvern tíma en enginn þeirra
hafði lært neitt áður.
Mats Wibe Lund og aðstoðarmaður hans, Páll Reynisson, með nýju
kvikmyndatöku- og sýningarvélina frá Poloroid.
Halldóra Hreggviðsdóttir fékk
áhuga á myndatöku í sumar.
„Þetta er nokkuð dýrt áhugamál
en ég hef hugsað mér að læra
framköllun hér og vonast þá til að
geta minnkað kostnaðinn. Hingað
til hef ég látið framkalla allt fyrir
mig og það er kostnaðarsamasta
hliðin," sagði Halldóra.
Sigurjón Jónsson hafði tekið
myndir nokkuð lengi en að sögn
ekki tekið margar góðar myndir.
„Ég er búinn að læra ýmislegt
það sem af er námskeiðinu en ég
hafði nú samt hugmynd um flest,"
sagði hann.
Axel Eiríksson sagðist hafa
tekið myndir í að minnsta kosti 15
ár. Axel sagði að það hefði
sennilega verið söfnunaráhuginn
sem olli því að hann fór að taka
myndir.
„Það skemmtilegasta við þetta
tómstundastarf er að ná góðum
myndum, grípa rétta augnablik-
ið,“ sagði Axel.
Hildur Jónsdóttir hafði aðallega
tekið myndir af börnum en einnig
hafði hún tekið landslagsmyndir.
„Ég hef tekið myndir síðast
liðin 10 ár en ég hef ekki tekið
margar myndir. Ég held að það sé
mjög nauðsynlegt fyrir þá sem
kunna lítið til myndatöku að fara
á námskeið sem þessi," sagði
Hildur.
Er blaðamenn voru staddir hjá
Mats kom þangað pakki með nýju
tæki. Það var kvikmyndavél frá
Poloroid-fyrirtækinu. Þar var um
að ræða bæði tökuvél og sýningar-
vél. Myndirnar eru teknar í lit á
kasettu sem að töku lokinni er sett
í sýningarvélina en hún er lík í
laginu og sjónvarp. Eftir 90
sekúndur er myndin tilbúin til
sýningar og kemur þá fram á
skermi á sýningarvélinni en varp-
ast ekki á tjald. Þetta tæki er hið
fyrsta sinnar tegundar sem kemur
hingað til landsins.
rmn.
húsgögn
í barna- og
unglingaherbergí
Eftirlitsmenn um
borð í humarbátum
— til að forðast að óhemju af smáhumri sé mokað í sjóinn
A FISKIblNGI var gerð sam-
þykkt þess eínis að leggja beri
aukna áherzlu á ieit að rækjumið-
um og tilraunum með veiðar
úthafsra kju. Bendir þingið í því
samhandi á rækuleit á djúpslóð
undan Suðurlandi.
í sambandi við humarveiðarnar
kemur fram að svo virðist sem
hlutur smáhumars fari vaxandi ár
frá ári. Þingið telur því rétt að
auka eftirlit með veiðunum t.d.
með því að hafa eftirlitsmenn í
bátum, sem hafi vald til að loka
svæðum fyrirvaralsust um tiltek-
inn tíma ef um óeðlilega mikínn
smáhumar er að ræða. Þingið telur
að þetta sé eina leiðin til að koma í
veg fyrir að þeir atburðir endur-
taki sig er áttu sér stað s.l. sumar
þegar óhemju af smáhumri var
mokað í sjóinn með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum varðandi fram-
hald þessara veiða, eins og segir í
ályktun þingsins.
Mjólkurfram-
leiðslan jókst
Miklar sm jörbirgðir í landinu
Mjólkurframleiðslan
fyrstu 9 mánuði þessa árs
varð 3,2% meiri en á sömu
mánuðum í fyrra. Aðeins hjá
tveimur mjólkursamlögum á
landinu varð smávegis sam-
dráttur í innveginni mjólk
— á Hvammstanga og
Sauðárkróki.
Lítilsháttar samdráttur
varð á sölu nýmjólkur á
þessu tímabili, en hins vegar
varð aftur nokkur aukning í
síðasta mánuði og það sem af
er nóvember. Þá hefur sam-
dráttur orðið á sölu undan-
rennu eða um 9,2% miðað við
sömu mánuði í fyrra, en sala
rjóma hefur aukizt eða um
6,5%. Skyrsala hefur einnig
aukizt eða um 3^>%. Minna
var framleiti af smjöri fyrstu
9 mánuði ársins heldur en á
sama tíma í fyrra eða um 35
lestum minna, en sala á
smjöri er um 16% meiri í ár
heldur en í fyrra.
Miklar smjörbirgðir eru þó
í landinu. I lok september
voru þær um 1436 lestir, en
nokkuð hefur gengið á þær,
því að í síðasta mápuði
minnkuðu þær um 30 lestir.
Framleitt hafði verið um
27% meira af ostum í ár en á
sama tíma í fyrra og heildar-
framleiðsla fyrstu 9 mánuði
ársins var 2696 lestir. Sala á
45% og 30% ostum var mjög
svipuð og í fyrra en nokkur
aukning varð á sölu á brædd-
um ostum. Fyrstu 9 mánuði
ársins 1977 voru fluttar út
504 lestir af ostum en í ár
hafa verið fluttar út 1283
lestir.