Morgunblaðið - 30.11.1978, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
21
Helmingur kennara
HÍ stundakennarar
Formannaskipti á aðalfundi Félags háskólakennara
Á AÐALFUNDI Félags háskóla-
kennara, sem haldinn var siðast-
liðinn fimmtudag. var Sigurður
Steinþórsson kosinn _ formaður
félagsins í stað Braga Árnasonar,
sem ekki gaf kost á sér til
endurkjörs. Á fundinum var
samþykkt ályktun þess efnis að
Félag háskólakennara vill vekja
athygli stjórnvalda á því
ófremdarástandi. sem orðið er í
málefnum Háskólans vegna þess
að ailt að helmingur kennslu í
skólanum er nú í höndum stunda-
kennara. Hvatti fundurinn
stjórnvöld til að ráða nú þegar
bót á þessu og fjölga föstum
kennurum. I>á vekur félagið
athygli á því að rannsóknarað-
staða margra fastra kennara er
lítil sem engin.
Þá lýsti fundurinn yfir stuðningi
við baráttu stundakennara við HI
fyrir bættum kjörum og auknum
réttindum. Fundurinn skoraði á
félagsmenn sína að ganga ekki inn
í verk stundakennara meðan á
átökum stendur og hvetur þá til að
leggja fé í verkfallssjóð Félags
stundakennara, eins og segir í
ályktuninni.
í frétt frá Félagi háskólakenn-
ara kemur fram að talsverðar
endurbætur hafa verið gerðar á
Herdísarvík, en þar væri nú orðinn
vinsæll sumardvalarstaður fyrir
félaga. Þá kom á fundinum fram
mikill áhugi á því að félagið nýtti
rétt sinn til byggingar á orlofshúsi
í landi BHM að Brekku í Biskups-
tungum.
Með Sigurði Steinþórssyni í
stjórn Félags háskólakennara eru:
Bjarni Einarsson, Þráínn Eggerts-
son, María Jóhannsdóttir og Guð-
laugur Tryggvi Karlsson.
Fallþungi dilka meiri en í fyrra:
10 þúsund lestir á
innanlandsmarkað
en 5 þús. fluttar út
ALLS var í haust slátrað
1.018.970 fjár og þar af voru
930.509 diikar. Slátrað var í fyrra
alls 873.399 dilkum. bá var
meðalfallþungi 14.03 kg. þegar
nýmör hefur verið dregin frá en í
ár 14.45.
Þessi aukning fallþunga hefur
gefið 390 lestum meira kjöt en ef
fallþunginn hefði verið óbreyttur
frá í fyrra. Dilkakjöt sem kom á
markaðinn í haust reyndist vera
alls 13.442 lestir eða nálægt
þúsund lestum meira en fyrra.
Heildarmagn kindakjöts í haust
var um 15.400 lestir.
Miðað við sölu innanlands und-
anfarna mánuði má gera ráð fyrir
að innanlands seljist um 10
þúsund lestir af kindakjöti, en
flutt verði út um 5 þúsund lestir af
dilkakjöti þessa árs framleiðslu,
að því er segir í fréttabréfi
Upplýsingaþjónustu landbúnaðar-
ins.
„Þrjár vikur
fram yfir”
Ný bók eftir Gunnel Beckman
„Þrjár vikur fram yfir“ nefnist
nýútkomin bók eftir sænska
rithöfundinn Gunnel Beckman.
Í bókinni er sagt frá mennta-
skólastúlku, sem gerir sér grein
fyrir því, að hún eigi ef til vill von
á barni. Margvíslegum lausnum
skýtur upp í kolli hennar. Hún
aflar sér þess fróðleiks, sem hún
kemst yfir, og meðal annars efnis
eru blaðaskrif um fóstureyðingar.
„Otímabær þungun er vandamál,
sem snertir mjög marga og í
þessari bók er fjallað um efnið af
skilningi og nærfærni," segir m.a. í
fréttatilkynningu frá útgefanda.
Gunnel Beckman hefur hlotið
margvíslega viðurkenningu fyrir
bækur sínar, m.a. Nils-Holgerson-
verðlaunin, sem er mesta viður-
kenning, sem barnabókahöfundum
er veitt í Svíþjóð.
Jóhanna Sveinsdóttir þýddi bók-
ina en útgefandi er Iðunn.
Álit fjárhagsnefndar Fiskiþings:
Skammtímaráðstaf anir duga ekki
í baráttunni við verðbólguna
ÞAÐ ER álit 37. Fiskiþings að
lengur sé ekki hægt að una þeim
vanmætti. sem stjórnmálamenn
þjóðarinnar hafa sýnt til að taka
á þeim vanda er snýr að ríkisfjár-
málum og opinberum fram-
kvæmdum sérstaklega, af fullri
ábyrgð. Fiskiþing skorar því á
Alþingi og ríkisstjórn að ganga
nú til verks af fullri einurð og
kveða verðbólguna niður.
í áliti þingsins kemur fram, að
við það verk verði 'stjórnmála-
mennirnir m.a. að hafa í huga, að
ráðstafanir til skamms tíma duga
ekki, að hugað verði að þeirri
sérstöðu sjávarútvegsins að hann
verður að langmestu leyti að sæta
því verðlagi, sem er á erlendum
mörkuðum á hverjum tíma, og að
við afgreiðslu fjárlaga fyrir næsta
ár verði tekin upp ströng sam-
ræming þeirra þátta, sem fólgnir
eru í ríkisrekstrinum, fjárfest-
ingarmálum, kjaramálum og pen-
ingamálum og allt verði þetta að
stefna að verulegum tekjuafgangi
ríkissjóðs.
Þá vekur Fiskiþing athygli á
rekstrarvanda þeirra frystihúsa
sem verið hafa í byggingu undan-
farið og sé að ýmsu leyti ólokið, en
þarna þurfi að koma til opinberar
ráðstafanir í þá veru að útvega
lánsfé til að ljúka byggingunum og
kaupa nauðsynleg tæki, svo og að
lausaskuldum og lánum til
skamms tíma verði breytt í
hæfilega löng lán.
Þá er lagt til að vextir af afurða-
og rekstrarlánum vegna fisk-
vinnslu og fiskiskipa verði lækkað-
ir og lánin hækkuð verulega, að
rafmagnsgjöld fiskvinnslufyrir-
tækja verði tekin til endurskoðun-
ar svo og að málefni bátaflotans
verði tekin til gaumgæfilegrar
athugunar en þar ríki ófremdar-
ástand vegna stórminnkandi afla,
og skorað er á stjórnvöld að beita
sér fyrir því að fiskverkendum
verði gert kleyft að bæta úr
ástandi varðandi hreinlæti og
hollustuhætti í og við fiskverkun-
arstöðvar og ítrekar fyrri tillögur
um að verðbætur ríkissjóðs fyrir
línufisk verði færðar til sama
hlutfalls og þær voru, þegar þær
hófust.
Loks varar fiskiþing við þeirri
viðleitni sem nú er höfð frammi,
að stórhækka skuli útlánavexti, og
er m.a. bent á, að útgerð og
fiskvinnsla hafi þá sérstöðu að
geta ^kki líkt og aðrar atvinnu-
greinar velt vaxtakostnaði út í
verðlagið. Sérstaklega bendir
þingið á að vextir og verðtrygging
lána, sem tekin eru vegna nýsmíði
skipa miðað við sl. áramót, séu
útgerð slíkra skipa algjörlega
ofviða, og nefnt er sem dæmi að
afborganir, vextir og verðtrygging
geti orðið um 60% af aflaverðmæti
skipanna miðað við rekstur á heilu
ári.
Komið og skoðið ITT Schaub-Lorens
litsjónvarpstcekin hjá Gelli, Brceðraborgarstíg 1.
ITT litsjónvarpstcekin sýna raunverulega liti,
hafa fallegt útlit og eru vestur-þýsk
tcekniframleiðsla sem vert er að veita athygli.
Forsenda góðrar þjónustu er tceknikunnátta sem
tceknimenn okkar scekja beint til framleiðanda.
Vestur-þýsku ITT litsjónvarpstcekin eru vönduð
og vegleg eign. Þau eru gerð til að endast lengur
Veljið varanlegt.
Brceðraborgarstíg I Sími 20080
(Gengið inn frá Vesturgötu)
Litið til beggja hliða