Morgunblaðið - 30.11.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
23
Rússar um f járútlát til varnarmála:
Fjórum sinnum minni
en hjá Bandaríkjunum
Moskvu, 29. nóvembor. AP.
SOVÉTRÍKIN tilkynntu í das. að
áætlað væri að verja um 17.2
milljörðum rúblna til varnarmála
á næsta ári eða sem nemur um
8300 milljörðum íslenzkra króna.
Þetta er sama upphæð og tilkynnt
var fyrir árið 1978 og líklena
minni en búizt var við á Vestur-
löndum.
1
Spánverjar
EBE árið 1982
Brussel. 29. nóvember. AP.
Ráðherranefnd Efnahagsbanda-
lags Evrópu, EBE, lýsti því yfir
eftir fund sinn í dag að hún mundi
mæla með aðild Spánar þestar
umsókn landsins verður formlega
tekin til afgreiðslu, en varaði
jafnframt við vandamálum sem upp
kynnu á koma í sambandi við
samskipti í landbúnaði og iðnaði.
Samþykkt ráðherranefndarinnar
var ekki birt í heild sinni en
áreiðanlegar heimildir herma þó að
ráðherrarnir hafi verið sammála um
að nauðsynlegt væri að leysa nokkur
stór vandamál í sambandi við
efnahagsmál Spánar áður en af aðild
gæti orðið.
Búist er við að Spánverjar fái
aðild að bandalaginu á árinu 1982 á
eftir Grikkjum og ári á undan
Portúgölum, en samningar milli
EBE og Spánar verða að öllum
líkindum undirritaðir á næsta ári.
Það var fjármálaráðherra
Sovétríkjanna, Vasily F.
Garbuzov, sem lagði þessar tölur
fyrir sovézka þingið í dag og sagði
jafníramt, að Bandaríkjamenn
áætluðu að verja til varnarmála á
þessu ári sem næmi um 34600
milljörðum íslenzkra króna sem
væri um 24% af öllum útgjöldum
ríkisins.
Áætlunartölur Sovétmanna eru
ekki nema um 7% af heildarút-
gjöidum ríkisins sem eru sam-
kvæmt því, sem ráðherrann sagði,
um 130 þúsund milljarðar ís-
lenzkra króna.
Vestrænir hernaðarsérfræðing-
ar segja að tölur Sovétmanna séu
fölsun ein, því að kostnaður sé
falinn undir ýmsum öðrum liðum í
frumvarpi til fjárlaga.
Bandarískir hernaðarsérfræð-
ingar telja öruggt að fjárútlát
Sovétmanná til varnarmála fari
vel yfir 30 þúsund milljarða og
hafa reyndar fullyrt að útlátin
árið 1976 hafi numið um 35 þúsund
milljörðum íslenzkra króna.
EfnahagsvandræðiBandaríkjamanna:
Verðbólgan í 10%
Washington. 29. nóvember. AP.
AÐAL verðbólgusérfræðingur
Jimmy Carters. Bandarikjafor-
Ungverjar viija
eðlilegt samband
við Albaníumenn
Budapest. 29. nóvember. AP.
UNGVERJAR hvöttu í dag Albani
til að taka upp aftur eðlileg
samskipti við aðrar þjóðir Aust-
ur-Evrópu og taka virkan þátt 1
starfsemi Varsjárbandalagsins.
Hvatningin kemur á sama tíma og
Albanir halda hátíðlegt að 34 ár eru
liðin frá því, að þar var stofnað
lýðveldi. — Ennfremur segir að
samskipti Albana við Kínverja hafi
verið Albönum til ills eins. Ungverj-
ar segja einnig, að það yrði Albönum
ótvírætt til framdráttar á öllum
sviðum að taka aftur upp eðlilegt
samband vaið nágranna sína í
Austur-Evrópu.
seta. Alfred Kahn. sagði í dag að
verðbólga í Bandaríkjunum væri
nú um 10% sem er það hæsta sem
verðhólgan hefur komist í undan-
farin ár. Einnig eru þessar tölur
hærri en aðrir ráðgjafar forset-
ans hafa látið fara frá sér að
undanförnu.
Kahn sagði. að 10% verðbólga
væri hreint hræðileg fyrir Banda-
ríkjamenn og yrði að herjast af
alefli gegn þessari óheillaþróun.
Til þessa hafa ráðamenn eins og
Michael Blumenthal, fjármálaráð-
herra, haldið því fram að verðbólg-
an væri aðeins 8% og vekur því
yfirlýsing Kahns verulega athygli
þar vestra.
Kahn sagði ennfremur við þetta
tækifæri, að ekki væri við því að
búast að hægt væri að ná verð-
bólgunni niður að marki á næstu
mánuðum. Það yrði verkefni
næstu tveggja ára.
Þá sagði Kahn ennfremur, að
stjórn Carters ihugaðí nú að
breyta stefnu sinni í launa- og
verðlagsmálum verulega en vildi
ekki fara nánar út í það hvernig
þeim breytingum yrði háttað.
Þriðji heimurinn:
15 milljónir bama
mimu deyja árlega
Manila. 29. nóvember. AP
UM 15 milljónir barna undir
fimm ára aldri eru dæmdar til
að deyja ár hvert í iöndum
þriðja hcimsins vegna mikillar
offjölgunar. segir í yfirlýsing-
um starfsmanna Sameinuðu
þjóðanna í Manila.
Þar segir að komið hafi í ljós
við rannsókn sem Sameinuðu
þjóðirnar framkvæmdu hjá
foreldrum í þessum löndum. að
flestir reyndu að eiga sem flest
börn af ótta við að cinungis fá
þeirra na-ðu fullorðinsaldri.
Yfirlýsing þessi kemur fram í
upphafi ráðstefnu sem Samein-
uðu þjóðirnar gangast fyrir í
Manila um málefni barna. Á
ráðstefnunni er meiningin að
ræða framtíðaráætlanir um
aukið velferði barna á næstu tíu
árum.
Þá kemur fram í yfirlýsing-
unni, að sérfræðingar telja
alveg nauðsynlegt að barns-
fæðingum fækki um a.m.k. 30%
í löndum þriðja heimsins til að
komið verði í veg fyrir þetta
hörmungarástand.
Ford í verulega
miklum kröggum
Veður
víða um heim
Akureyrí
Amsterdam
Apena
Barcelona
Berlín
Brilssel
Chicago
Frankfurt
Genf
7 skýjaö
2 heiðskírt
15 skýjað
10 léttskýjað
4 rigning
5 heiðskirt
-5 snjókoma
2 heiðskírt
2 skýjað
Helsinkí -4 skýjaó
Jerúsalem 18 skýjað
Jóhannesarb. 23 heióskírt
Kaupmannah. 3 skýjað
Lissabon 15 rigning
London 5 heiðskírt
Los Angeles 20 heiðskírt
Madríd 12 heiðskírt
Malaga 12 skýjað
Mallorca 11 léttskýjað
Miami 27 skýjað
Moskva 3 skýjað
New York 6 skýjað
Ósló -2 léttskýjað
París 4 skýjað
Reykjavík 5 rigning
Rio Oe Janeiro 37 skýjað
Rómaborg 10 skýjaö
Stokkhólmur 3 skýjaö
Tel Aviv 24 skýjað
Tókýó 15 heiöskírt
Vancouver 8 skýjað
Vínarborg 1 skýjað
London. 29. nóvembor. Reuter.
BRESKU Ford-verksmiðj-
urnar tilkynntu í dag, að
búist væri við um 100
milljón sterlingspunda
tapi fyrirtækisins vegna
ákvörðunar bresku ríkis-
stjórnarinnar að panta
enga bíla frá verksmiðjun-
um á næstu tólf mánuðum.
Þetta nemur um 60 millj-
örðum íslenzkra króna.
Ennfremur segir í til-
kynningunni, að framtíð
fyrirtækisins hangi nú á
bláþræði eftir að það varð
fyrir 240 milljarða tapi
vegna níu vikna langs
verkfalls starfsmanna þess
fyrir skömmu.
Fod-verksmiðjurnar selja venju-
lega um 25 þúsund bifreiðar til
breska ríkisins, en stjórnin hefur
tilkynnt að hún muni ekki kaupa
neina nýja bíla á næsta ári og sé
það í beinu sambandi við efna-
hagsmálastefnu hennar.
Vegna ummæla forráðamanna
Ford sagði James Callaghan for-
sætisráðherra að ekki væri rétt að
láta efnahagsaðgerðirnar bitna á
einum frekar en öðrum og því.yrði
Ford-fyrirtækið að axla sínar
byrðar eins og aðrir.
Hráefni frá S-Afríku eru
Þjóðverjum nauðsynleg
Bonn. 29. nóvember. AP.
ALLMARGAR milljónir Vest-
ur-Þjóðverja eiga atvinnu sína
undir því að hráefnisflutningar
frá Suður-Afríku haldi áfram
með eðlilegum hætti. sagði
Ifelmut Schmidt, kanslari Vest-
urÞýzkalands. á þingi í dag.
Hann sagði að ef króminnflutn-
ingur yrði skorinn niður um 30%
gæti það þýtt allt að 25% minni
iðnaðarframleiðslu landsmanna,
en Vestur-Þjóðverjar fá um 60%
af öllu innfluttu krómi frá Suð-
ur-Afríku.
Vestur-Þjóðverjar flytja alls inn
um 48 tegundir hráefnis frá
Suður-Afríku og þar af eru um 23
tegundir sem eru meira en 10% af
heildarinnflutningi viðkomandi
hráefnis til landsins.
Sonarsonur Carters nýtur góðrar aðstoðar afans.
Símamynd AP.
Dan White
ákærður fyrir
morðin í San
Francisco
San Francisco. 29. nóvombcr. AP.
DAN White. sem handtekinn var.
grunaður um að haía myrt
George Moscone og ráðgjafa
hans. Ifarvey Milk. s.I. mánudag.
verður ákærður fyrir morð og
krafist hörðustu refsingar yfir
honum. að því er áreiðanlegar
heimildir hér herma.
Talið er að White hafi myrt
Moscone og Milk vegna þess
annars vegar, að Moscone neitaði
að endurráða hann eftir að hann
sagði starfi sínu sem ráðgjafi
lausu fyrir skömmu og hins'vegar
vegna þess, aö hann var ákafur
hatursmaður Milks og hafði barizt
hart gegn því, aö hann yrði ráðinn
ráðgjafi þar sem hann væri
kvnvilltur.