Morgunblaðið - 30.11.1978, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1978
25
fMtogttnlrliifrife
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjórn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
„Kaupránið”
er hið sama
nú og f yrr
Kauprán" það, sem Alþingi er að fjalla um þessa
dagana, þ.e. 8% vísitöluskerðing, sem nemur um
27,5 milljörðum úr vösum launþega, er nákvæmlega sama
eðlis og „kauprán" það, sem ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar beitti sér fyrir á sl. vetri. í báðum tilvikum er um
það að ræða, að sú ríkisstjórn, sem situr, kemst að þeirri
niðurstöðu, að yfirvofandi vísitöluhækkun launa muni
leiða af sér enn meiri verðbólgu. í báðum tilvikum beita
ríkisstjórnirnar sér fyrir lagasetningu á Alþingi til þess
að koma í veg fyrir, að þessar vísitöluhækkanir nái fram
að ganga. í bæði skiptin er um íhlutun löggjafans og
ríkisstjórnar að ræða í gildandi kjarasamninga. Eini
munurinn er sá, að í „kaupráns“lögum Geirs Hallgríms-
sonar var dregið úr skerðingunni hjá lægst launaða
fólkinu en í „kaupráns“lögum þeirra Ólafs Jóhannesson-
ar, Svavars Gestssonar og Benedikts Gröndals kemur
skerðingin að fullu fram gagnvart láglaunafólki.
Einn helzti forystumaður Alþýðubandalagsins í
Bandalagi háskólamanna, Jón Hannesson, formaður
launamálaráðs BHM, er sömu skoðunar og Morgunblaðið
hefur hér lýst í þessum efnum. Hann segir í viðtali við
Morgunblaðið í gær: „En að því er varðar BHM og ég hygg
fleiri samtök, sem ekki eru í aðstöðu'til að hafa áhrif á
gang þessara mála, þá er munurinn á þessu kaupráni og
því fyrra enginn."
Magnús Geirsson, formaður Rafiðnaðarsambands
Islands, er sömu skoðunar. Hann segir í viðtali við
Morgunblaðið í gær: „Rafiðnaðarmenn gera engan
greinarmun á því, hvort kjaraskerðingin kemur frá hægri
eða vinstri stjórn, þeir líta sömu augum á aðgerðina, hver
sem framkvæmir hana.“
í ályktun sem stjórn BSRB hefur gert er tekið mjög í
sama streng. Þar segir: „Vegna framkomins stjórnar-
frumvarps um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn
verðbólgu mótmælir stjórn BSRB því eindregið, að
gildandi kjarasamningum sé ennþá breytt með lögum og
þannig skertur umsaminn kaupmáttur launa. Stjórnvöld
virðast ekki sjá önnur ráð til að draga úr óðaverðbólgunni
en minnka kaupmátt launa."
Þessar staðreyndir eru undirstrikaðar hér vegna þess,
að talsmenn Alþýðubandalagsins og verkalýðsforingjar
þess flokks reyna að halda því fram, að það „kauprán",
sem þeir nú standa að, sé annars eðlis heldur en sú
vísitöluskerðingin, sem framkvæmd var í febrúar. Sú
staðhæfing stenzt ekki og enginn þarf að láta sér til
hugar koma, að launþegar láti blekkjast af slíkum
staðhæfingum. „Kauprán" er hvorki betra né verra eftir
því hvort stjórn Verkamannasambands íslands leggur
blessun sína yfir það. Eini munurinn er sá, að meðlimir
Verkamannasambands íslands fá minna í sinn hlut nú en
sl. vetur.
Öllum er ljóst, að vísitöluskerðing nú var jafn
óhjákvæmileg og hún var í febrúar sl. En þessi skerðing
nú hefði ekki þurft að koma til, ef foringjar
Alþýðubandalagsins í verkalýðshreyfingunni hefðu hagað
sér eins og menn sl. vetur. Það gerðu þeir ekki og hafa því
valdið verulegum töfum á því, að verðbólgan náist niður á
skikkanlegt stig. En um leið hafa þessir herrar afhjúpað
sjálfa sig. Launafólk sér nú, að verkalýðsforingjar
Alþýðubandalagsins stjórnast af flokkshagsmunum
Alþýðubandalagsins en ekki hagsrfunamálum þess fólks,
sem hefur kjörið þá til trúnaðarstarfa fyrir sig. Þessi
kaldi veruleiki á eftir að koma enn skýrar í ljós á næstu
vikum.
Þjóðviljinn ræðst harka-
lega á Alþýðuflokkinn
í ÞJÓÐVILJANUM í gær er miklu rými varið undir
árásir á Alþýðuflokkinn, helsta samstarfsflokk sinn í
ríkisstjórn. Eru árásargreinar og fréttir á fimm stöðum í
blaðinu og fyrirsagnir á þeim áberandi.
\\
ýftuflokksins:
^'“fÍuTbvður Ka
»ene a hiálpa ser
Alvarlegri aðior
en kjararanslogi
Mikil launaskerðing
f ólst í tillögum Alþýðu-
flokk
Fyrirsajínirnar í Þjóðviljanum í gær.
Á forsíðu er þriggja dálka frétt
með yfirfyrirsögninni „Viðbrögð
Alþýðuflokksins við atvinnuleysi
á Suðurnesjum" og aðalfyrirsögn
„Benedikt biður kanann að hjálpa
sér“. Með fylgir mynd af Kjartani
Olafssyni alþ.m. í ræðustól á
Alþingi, en hann hóf umræðurn-
ar utan dagskrár á Alþingi um
þetta mál. Er í myndatexta haft
eftir Kjartani: „Ósæmilegt af
utanríkisráðherra í sjálfstæðu
þjóðríki að ganga með betlistaf á
fund sendiherra Bandaríkjanna í
Reykjavík.“ Sjálf fréttin er
ávísunarfrétt á umræðurnar í
þinginu og viðbrögð Alþýðu-
bandalagsins við þeirri ákvörðun
Benedikts Gröndal utanríkisráð-
herra að kalla á fund sinn
bandaríska sendiherrann til þess
að ræða við hann mannráðningar
hjá varnarliðinu vegna vaxandi
atvinnuleysis á Suðurnesjum.
„Fréttin hefst á svofelldum
orðum: „Þau fáheyrðu tíðindi
hafa gerst að utanríkisráðherra
u
Á þingsíðu Þjóðviljans er
nærri heilli síðu varið til þess að
skýra frá umræðum um málið
utan dagskrár á Alþingi og er
fyrirsögn greinarinnar „Biðja
kanann að vera til að viðhalda
hervinnunni?" og yfirfyrirsögn:
„Hvað gerir Alþýðuflokkurinn ef
herinn ætlar að fara?“. Báðar
fyrirsagnirnar eru fjögurra
dálka. í greininni eru umræðurn-
ar raktar og m.a. tekið svo til
orða, þegar vikið er að ræðu
Karls Steinars Guðnasonar,
alþ.m. Alþýðuflokksins og for-
manns Verkalýðs- og sjómanna-
félags Keflavíkur: „Þá talaði Karl
Steinar Guðnason, þótt ekki væri
hann næstur í röðinni. Ræða
hans opnaði oss ófróðum nýjar
víddir í háreistri höll verkalýðs-
forystunnar í Keflavík." Lok
greinarinnar eru þessi: „Um-
ræðum um vaxtarbroddinn í
Keflavík verður væntanlega
framhaldið á fimmtudag."
Á sömu síðu er einnig skýrt
stuttlega frá bókun' ráðherra
Alþýðubandalagsins í ríkis-
stjórninni, þar sem þeir mót-
mæla vinnubrögðum Benedikts
Gröndal í þessu máli.
Á bls. 8 er síðan birt ræða
Eðvarðs Sigurðssonar, formanns
Dagsbrúnar á Alþingi á mánu-
dagskvöldið undir fyrirsögninni
„Mikil launaskerðing fólst í
tillögum Alþýðuflokksins". Enn-
fremur stóð í undirfyrirsögn.
„Slíkar ráðstafanir verða aldrei
gerðar með samþykki verkalýðs-
hreyfingarinnar."
Loks er í Þjóðviljanum í gær
skýrt frá þingræðu Kjartans
Ölafssonar um sama efni á
mánudagskvöldið og er aðalfyrir-
sögnin fjögurra dálka á baksíðu:
„Kjartan Ólafsson alþingismaður
um tillögur Alþýðuflokksins:
Alvarlegri aðför en kjararánslög-
in“. Og í undirfyrirsögn stóð:
„Kauplækkun eina úrræði
Alþýðuflokksmanna gegn
verðbólgunni."
Þessar fimm fréttir og greinar
með árásum á Alþýðuflokkinn
eru ásamt fyrirsögnum og fjórum
skreytimyndum (tveimur af
Kjartani Ólafssyni) 518 dálk-
sentimetrar í þjóðviljanum í gær.
Gunnar Guðb jartsson:
„Ríkisstjórnin verður
skýra betur hvað hún
að út-
á við”
„Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvað hér er átt
við, ríkisstjórnin þarf að útskýra þetta atriði nánar fyrir
bændum,“ sagði Gunnar Guðbjartsson sormaður Stéttar-
sambands bænda í samtali við Mbl. í gær, aðspurður um
þá stefnu, sem fram kemur í greinargerð hins nýja
efnahagsfrumvarps ríkisstjórnarinnar að draga úr
fjárfestingu í landbúnaði, sem leiðir til aukinnar
framleiðslu en leggja í staðinn áherslu á hagræðingu og
uppbyggingu vinnslustöðva landbúnaðar.
„Við sem eigum sæti í stjórn
stofnlánadeildar landbúnaðarins
teljum að við höfum nú þegar
takmarkað mjög lánveitingar til
framleiðsluaukandi þátta og þau
lán, sem hefur verið úthlutað á
þessu ári, eru mestmegnis til
endurnýjunar enda þarf heilmik-
ið fé bara til þess að halda í
horfinu. Ef á að fella það niður er
auðvitað stefnt í óefni. Það er
sem sagt mitt mat, að ekki sé
hægt að ganga öllu lengra en við
gerðum á þessu ári.
Það vantar stórfé í vinnslu-
stöðvarnar til þess að ljúka þeim
framkvæmdum sem eru í gangi
og höfum við lagt áherslu á að fá
til þess fé svo að þær gætu farið
að skiia einhverjum arði fyrir
það fjármagn, sem búið er að
binda í þeim. En það þarf líka að
athugast aö ef draga á úr
búvöruframleiðslu þarf líka að
draga úr fjárfestingu í vinnslu-
stöðvum því annars verða þær’
bara baggi á bændastéttinni. Það
er vandasamt að gera miklar
breytingar hér á nema eftir
mikla athugun.
Ég hef ekki haft aðstöðu til
þess að bera mig saman við mína
Gunnar Guðbjartsson
meðstjórnendur og því get ég
ekki tjáð mig um einstök atriði
efnahagsfrumvarpsins. En ef að
þetta verður til þess að draga úr
verðbólgunni er það tvímælalaust
til bóta. Ég hef einnig kynnt mér
lauslega óskir ASÍ en mér finnst
svona í fljótu bragði erfitt að átta
sig á því hvað í þeim felst og ég
hef ekki haft aðstæður til þess að
fá fullnægjandi skýringar á
öllum atriðum þar. Það hefur
ekkert samráð verið haft við
bændasamtökin vegna þessara
ráðstafana eins og ég átti von á
og þykir mér það miður," sagði
Gunnar Guðbjartsson.
Algengt að 50% af laxi í norsk-
um ám beri merki eftir net
í NOREGI hafa í haust og
rcyndar undanfarin ár verið
miklar umræður um laxveiði í net
úti fyrir ströndum landsins.
Margir hafa haldið því fram, að
netaveiðin tæki of stóran toll af
laxinum áður en hann kæmist í
árnar og það sem verra væri. að
lax. sem slyppi úr netunum. væri
svo illa farinn, skorinn og með
sár eftir netin að hann næði sér
ekki eítir það.
Samkvæmt könnunum, sem
fram hafa fari í Noregi, hefur
komið í ljós að mjög hátt hlutfall
þess lax, sem veiðist í ám, ber
merki eftir netin. Er hlutfallstalan
frá 26% og allt upp í 83% en
algengast er að um helmingur þess
lax, sem veiðist á stöng í ám, beri
merki eftir netin.
í Noregi er það töluverður hópur
manna, sem stundar laxveiðar í
sjó, bæði sem aðalatvinnu og í
hjáverkum. Samkvæmt þeim
könnunum, sem fram hafa farið,
eru það þó ekki þeir, sem lifa á
þessari atvinnugrein, sem verst
fara með laxinn, enda eru þeir
yfirleitt með net sín utar. Hins
vegar virðist svo sem þeir sem
leggja net sín nær landi og þá inni
í fjörðunum séu meiri skaðvaldur í
þessu efni. Laxveiðar með reknet-
um eru ekki lengur taldar skaða
laxinn, heldur aðrar veiðiaðferðir.
Leikarar og starfsfólk við uppsetningu Pókóks.
Þorlákshöfn:
Leikfélagíð sýnir Pókók
V atn y fir y egi
í Árnessýslu
Góð færð um mestallt land
Þorlákshiifn 27. nóv.
LEIKFÉLAG Þorlákshafnar
frumsýndi Pókók. íyrsta leikrit
Jökuls Jakobssonar. á sunnudag-
inn í félagsheimili Þorlákshafnar
við mjög góðar undirtektir leik-
húsgesta. Lcikstjóri er Kristbjörg
Kjeld. leikmynd gerði Gylfi Gísla-
son. lýsingu annaðist Davíð Walt-
ers og Þokkabót hefur séð um
tónlistina.
Með aðalhlutverk fara Ingi
Ingason, sem leikur Jón Bramlan,
þrefaldan forstjóra með meiru, og
gerir það með ágætum vel, og
Kjartan Guðmundsson, sem leikur
Óla Spreng, fyrrverandi
Litla-Hraunsfanga og forstjóra.
Hann gerir sinu hlutverki einnig
mjög góð skil og hið sama má
reyndar segja um alla hina leikar-
ana, en hlutverkin eru 15, leikend-
ur 13, tveir fara því með tvö
hlutverk en að vísu smá. Þarna
koma fram byrjendur, sem vænta
má mikils af í framtíðinni.
Samleikur hópsins var mjög góður.
Það fór ekki fram hjá neinum, að
leikstjórinn Kristbjörg Kjeld hef-
ur gert hér stóra hluti. Hún hefur
gert þennan hóp áhugamanna
færan til að sýna það sem fyrir
höfundinum Jökli Jakobssyni
vakti með þessu fyrsta leikriti,
sem sé þjóðfélagið í sinni grát-
broslegu nekt, þannig að við
stöldrum við og hlustum eftir
grunntóninum og förum jafnvel að
hugsa. Leikmynd, lýsing og tónlist,
allt var þetta með ágætum gott og
gaf það sýningunni annan og
fullkomnari blæ en við hér höfum
átt að venjast.
Leikfélagið hyggst sýna Pókók
víðs vegar um Suðurland á næst-
unni og það er trú mín að þó stutt
sé til jóla muni margur gefa sér
tíma til þess að koma og sjá þetta
bráðsnjalla leikrit í meðferð Leik-
félags Þorlákshafnar. Næstu sýn-
ingar verða í félagsheimilinu í
Þorlákshöfn á miðvikudag klukk-
an 21 og föstudaginn 1. desember
klukkan 21.
Leikfélag Þorlákshafnar var
stofnað 1970. Það hefur síðan tekið
— Hrygningarstofn þorsks
hefur minnkað verulega og
ein aðalástæðan fyrir því
virðist vera umfangsmikil
veiði Sovétmanna á ung-
fiski í Barentshafi, segir í
norska blaðinu Fiskaren.
Þar kemur fram, að Norð-
menn hafa óskað eftir því
að Alþjóða hafrannsókna-
ráðið kanni þessi mál og
Eivind Bolle, sjávarútvegs-
ráðherra í Noregi segir í
viðtali við blaðið, að það
virðist engan veginn vera
nóg að ákveða heildarafla-
til sýninga eitt leikrit á ári, að
undanskildu árinu 1973, og oft
sýnt verk ungra höfunda og notið
þar leiðsagnar margra ágætra
leikstjóra. Leikfélagið hefur því
unnið hér gott menningar- og
brautryðjendastarf á þessum
stutta ferli og má vafalaust mikils
af því vænta í framtíöinni. For-
maður félagsins er Vernharður
Linnet. Hafi leikfélagið þökk fyrir
ágæta skemmtun.
— Ragnheiður.
„ÞAÐ er ekfki rétt, að engin
tilmæli hafi borist til Alþingis um
að leggja til svar við fyrirspurn
Geirs Gunnarssonar, alþingis-
manns, um ferðir á kostnað
ríkissjóðs 1977,“ sagði Björn
Bjarnason, skrifstofustjóri forsæt-
isráðuneytisins, þegar Mbl. bar
undir hann ummæli skrifstofu-
stjóra Alþingis hér í blaðinu í gær
um þetta mál. „Sjálfur kom ég
munnlega á framfæri tilmælum
kvóta þeirra þjóða, sem
veiða í Barentshafi.
í blaðinu kemur fram, að
Norðmenn hafa lengi óskað eftir
því að au\a möskvastærð úr 120
mm í 135 mm, en ekki fengið
stuðning annarra fiskveiðiþjóða.
Fyrir næsta ár hefur aflakvótinn á
norskarktíská stofninum í
Barentshafi verið ákveðinn 600
þúsund tonn og skal hann skiptast
nokkurn veginn jafnt á milli
Noregs og Sovétríkjanna.
Sovétmenn hafa haldið því
fram, að breyting á hitastigi
sjávar og ýmsar líffræðilegar
ástæður liggi að baki því hve
hrygningarstofninn hefur minnk-
að. Meöal annars vegna þessa vilja
Norðmenn að Alþjóða hafrann-
sóknaráðið kanni þessi mál, en
FÆRÐ er mjög þokkaleg
víðast hvar á landinu, og
það er helzt í Árnessýslu að
hin snöggu umskipti í
veðri láta eitthvað að sér
kveða, því að á Biskups-
tungnabraut hjá Svína-
vatni hafði vatn runnið
yfir veginn og víðar í
Árnessýslu var mikill
vatnselgur við vegi en ekki
vitað um vegaskemmdir.
Suðvestanlands og víðast hvar á
Snæfellsnesi og allt vestur í
Reykhólasveit var ágæt færð, svo
og var á norðanverðum Vest-
fjörðum fært frá Þingeyri til
ísafjarðar og frá Bolungarvík inn í
Djúp.
Þá var í gær fært eftir öllum
aðalleiðum á Norðurlandi og til
Siglufjarðar og Olafsfjarðar og
milli Akureyrar og Húsavíkur um
Dalsmynni. Þá var í gær verið að
moka leiðina til Vopnafjarðar og á
um að svar bærist. Hins vegar er
það rétt, að skrifleg beiðni um svar
var ekki sent Alþingi á sínum
tíma.
Skrifstofu þingsins var að
sjálfsögðu kunnugt um, að fyrir-
spurn þessi lá fyrir. Til þess að
útiloka allan frekari misskilning í
þessu máli hefur forsætisráðu-
neytið nú sent Alþingi bréf og
beðið um svar við fyrirspurninni
við fyrsta tækifæri.“
Norðmenn gruna Sovétmenn þó
um að hafa ekki að öllu le.vti farið
eftir kvótaákvörðunum, þó svo að
tölur frá þeim sýni að þeir hafi
ekki veitt meira en leyfilegt hefur
verið. Norðmenn hafa bent á, að
Sovétmenn hafa veitt mikið á
uppvaxtarsvæðum þorsksins í
Barentshafi, en þar hafi
Norðmenn lítið fiskað.
Fiskifræðingar telja ástand
hrygningarstofnsins í Barentshafi
mjög slæmt og segja að ljóst sé, að
grípa verði til frekari aflatak-
markana á næStu árum. Fiski-
fræðingar höfðu reiknað út, að
með því að fara nákvæmlega eftir
ákveðnum kvótum væri
hrygningarstofninn ,ekki í hættu,
en nú er annað komið á daginn
hver svo sem ástæðan er.
austanverðu landinu var verið að
moka niður í Borgarfjörð. Yfirleitt
var fært um Hérað nema um
Hrúarstungu og Jökuldai, þar sem
aðeins komust jeppar og stórir
bílar. Breiðdalsheiði var ófær en
Fjarðarheiði fær stórum bílum og
jeppum. Að öðru leyti var góð færð
eystra, suður með Fjörðunum og
um allt Suðurland.
Síðasta vél
Sigölduvirkj-
unar prófuð
VATNI var hleypt á þriðju og
síðustu vélasamsta-ðu Sigöldu-
virkjunar á föstudag og er hún
nú í prófunum. sem áætlað er að
Ijúki um miöjan næsta mánuð og
verður hún þá tekin í notkun.
Verður þá afl virkjunarinnar 150
MW.
Skrif að undir
lokaúttekt á
vinnu Energo-
pro jekts við
Sigölduvirkjun
LOKAÚTTEKT hefur verið gerð
á byggingarvinnu Energoprojekt
við Sigölduvirkjun og fundust
engir annmarkar. sem Lands-
virkjun taldi sig þurfa að gera
athugasemdir út af. Var því
skrifað undir lokaúttektina sem
formlega staðfestingu þess að
verki Energoprojekts væri iokið
og skilaði Landsvirkjun fram-
kva'mdatryggingu sem verktak-
inn setti í byrjun verks 1973 að
jafnvirði 1750 millj. kr.
Samkvæmt samningum skyldi
lokaúttekt fara fram ári eftir að
vinnu lauk, en bráðabirgðaúttekt
fór fram fyrir 2 árum og hefur
verið síðan verið í sérstakri ábyrgð
verktakans. Þarna er um að ræða
stöðvarhús Sigölduvirkjunar,
stíflu og vatnsvegi.
SteinKrfmur Braifi
Steingrímur
um Braga:
„Furðulegt að
hafaekkimeiri
taugastyrk”
í TÍMANUM í gær er viðtal
við Steingrím Ilermannsson
ráðherra og gerir hann afsögn
Braga Sigurjónssonar að um-
talsefni með svofelldum hætti:
„Mér finnst því alveg furðu-
legt. þegár menn virðast ekki
hafa meiri taugastyrk en
forseti efri-deildar sýndi með
því að segja af sér. þegar þú
þetta hafði náðst fram."
Hry gningarstofn þorsks
í hættu í Barentshafi
Háhyrningur
til Frakklands
RÁÐGERT er í dag að
flytja út til franska
sædýrasafnsins Marine-
land með Boeing-þotu frá
Flugfélaginu háhyrning,
sem veiddist út af suð-
austanverðu landinu og
er geymdur í búri á Höfn
í Hornafirði.
Marineland varð fyrst sjó-
dýrasafna til að stunda veiðar á
lifandi háhyrningum hér við
land, og var þá Jóhanna flutt út
til Frakklands en umsjón með
þeim veiðum hafði þá La
Grandier sem nýlega var vísað
hér úr landi. Hann hefur hins
vegar ekki haft nein bein
afskipti af háhyrningsveiðunum
nú frá Hornafirði.
Munnleg beidni
barst Alþingi